Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005
■ EVRÓPA
10.000 kr.
afsláttur á mann
í fyrstu 400 sætin (Pakkaferðir: Flug og gisting)
46.620 kr.
á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í 7 nætur.
Ef 2 ferðast saman, 57.430 kr. á mann.
Plúsferðir • Hlí›asmára 15 • Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
Sala er hafin á einn vinsælasta sólarstaðinn í Evrópu
Bókaðu strax
- besta Plúsferðaverðið!
T I L B O Ð
Innifalið: Flug, flugvallarskattur, gisting í 7 nætur á Santa Clara,
íslensk fararstjórn og 10.000 kr. bókunarafsláttur.
Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli 1.800 kr. og forfallagjald
1.800 kr. sem er valkvætt.
Netverð frá
Co
sta
del Sol
Plúsferðir bjóða glæsilegt úrval af vinsælustu gististöðunum í hjarta Torremolinos.
Frábær skemmtun og úrval veitingastaða sem á engan sinn líka.
Vikulegt beint leiguflug í allt sumar
SNJÓTITTLINGAR
Fuglarnir létu sér fátt um finnast þó fólk ætti
leið um götuna og héldu áfram að gæða sér
á ljúffengu kornmeti á Laufásgötunni.
Akureyri:
Fuglamergð
FUGLAR Engu var líkara en taka á
nýrri Hitchcock-mynd stæði yfir
á Eyrinni á Akureyri þegar hund-
ruð eða þúsundir snjótittlinga
voru í kornmeti sem fallið hafði á
götuna við innréttingaverkstæði
Nomaco. Var ekki laust við að
færi um suma sem leið áttu um
götuna og dæmi um að fólk gengi
úr vegi fuglanna.
- kk
KRISTJÁN AÐALSTEINSSON
Áður var hann framkvæmdastjóri Harbour
Grace CS á Nýfundnalandi og þar áður sölu-
og markaðsstjóri Útgerðarfélags Akureyringa
og framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík.
Norræn
samvinna
VIÐSKIPTI Sæplast á Dalvík og
dönsku fyrirtækin Neptun Plast
og Atlantic Trawl Floats hafa
ákveðið að sameina framleiðslu
sína á trollkúlum í eitt fyrirtæki.
Fyrirtækin þrjú eiga jafnan hlut
í nýja félaginu en það heitir At-
lantic Floats og er skráð á Íslandi.
Ástæður sameiningarinnar má
rekja til mikillar hækkunar á hrá-
efnismörkuðum á síðasta ári og
óviðunandi afkomu í framleiðslu
trollkúla hjá öllum fyrirtækjun-
um þremur.
- kk
Skip SVN:
Afli fyrir tvo
milljarða
AFLI Heildarafli skipa Síldar-
vinnslunnar hf. í fyrra var ríf-
lega 154 þúsund tonn að aflaverð-
mæti ríflega 2.067 milljónir
króna. Bolfiskaflinn var rúmlega
8 þúsund tonn, að verðmæti um
1.012 milljónir króna, en heildar-
afli í uppsjávarfiski var ríflega
146 þúsund tonn, að verðmæti
1.055 milljónir króna.
– kk
M
YN
D
/K
K
Stofnandi GNU með fyrirlestra:
Berst fyrir frelsi hugbúnaðar MEÐ 100 EITURLYFJASKAMMTAMaður var tekinn með 100grömm af kannabisefnum við
umferðareft-
irlit lögregl-
unnar í
Reykjavík.
Stór hluti efn-
anna var
pakkaður í
söluumbúðir. Maðurinn ók eldri
bíl, á gömlum númerum, sem var
vanbúinn. Tekin var skýrsla af
manninum. Hann játaði brot sitt
og var sleppt.
HÖFUÐHÖGG VIÐ ÁREKSTUR
Ökumaður fékk höfuðhögg við
árekstur tveggja fólksbíla á
Skólavörðustíg í Reykjavík rétt
um klukkan fimm. Hann var
fluttur á slysadeild.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
UPPLÝSINGATÆKNI Richard M.
Stallman, hugbúnaðarfrömuður
og baráttumaður gegn einkaleyf-
isbundnum hugbúnaði, hélt á
mánudag og þriðjudag tvo fyrir-
lestra í Kennaraháskóla Íslands.
Stallman er stofnandi „Free
Software Foundation“ og stofn-
andi GNU-verkefnisins. GNU er
stýrikerfi sem byggir á hugsjón-
um svokallaðs „frjáls“ hugbúnað-
ar, en það þýðir að fólki er frjálst
að afrita, dreifa og breyta hug-
búnaðinum að vild. Víða eru í
notkun GNU-stýrikerfi á Linux-
grunni.
Í fyrri fyrirlestrinum fjallaði
Stallman um höfundarrétt og
hvernig hann hentaði illa í tölvu-
umhverfi nútímans. Hann segir
stórfyrirtæki sem hagnast á höf-
undarrétti berjast fyrir strangari
löggjöf um leið og hamlað sé gegn
aðgengi almennings að tækni.
Stallman segir að til þess að ýta
undir framfarir þurfi aftur á móti
að auka frelsi og aðgengi. Í seinni
fyrirlestri sínum ræddi Stallman
um hvernig einkaleyfi í hugbún-
aði hamli framþróun og hönnun
hugbúnaðar, því þau setji í raun
hugmyndum skorður.
Frekari upplýsingar um
Stallman og „frjálsan“ hugbúnað
má finna á slóðinni stallman.org.
- óká
RICHARD M. STALLMAN
Stallman gerir skýran greinarmun á „frjáls-
um“ og „opnum“ hugbúnaði (“Free
software“ og „Open source software“). Hann
segir hugmyndafræðina ólíka þar sem „op-
inn hugbúnaður“ snúist um hagnýti meðan
„frjáls hugbúnaður“ snúist um siðferði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
STJÓRNARSKRÁIN SAMÞYKKT
Þing Evrópusambandsins sam-
þykkti nýja stjórnarskrá sam-
bandsins með miklum mun í at-
kvæðagreiðslu í gær. Jafnframt
var samþykkt að hvetja
ríkissstjórnir landa
Evrópusambandsins að gera hið
sama. 500 þingmenn greiddu at-
kvæði með stjórnarskránni, 137
voru henni andvígir og 40 þing-
menn sátu hjá.
HRAKTIST ÚR STARFI Slóvakískur
ráðuneytisstjóri hraktist úr starfi
eftir að upp komst að hann hafði
aðstoðað leyniþjónustuna í valda-
tíð kommúnista. Jan Hurny er
fyrsti slóvakíski embættismaður-
inn til að segja af sér vegna ásak-
ana um samstarf við leyniþjón-
ustuna.