Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005 ■ EVRÓPA 10.000 kr. afsláttur á mann í fyrstu 400 sætin (Pakkaferðir: Flug og gisting) 46.620 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í 7 nætur. Ef 2 ferðast saman, 57.430 kr. á mann. Plúsferðir • Hlí›asmára 15 • Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Sala er hafin á einn vinsælasta sólarstaðinn í Evrópu Bókaðu strax - besta Plúsferðaverðið! T I L B O Ð Innifalið: Flug, flugvallarskattur, gisting í 7 nætur á Santa Clara, íslensk fararstjórn og 10.000 kr. bókunarafsláttur. Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli 1.800 kr. og forfallagjald 1.800 kr. sem er valkvætt. Netverð frá Co sta del Sol Plúsferðir bjóða glæsilegt úrval af vinsælustu gististöðunum í hjarta Torremolinos. Frábær skemmtun og úrval veitingastaða sem á engan sinn líka. Vikulegt beint leiguflug í allt sumar SNJÓTITTLINGAR Fuglarnir létu sér fátt um finnast þó fólk ætti leið um götuna og héldu áfram að gæða sér á ljúffengu kornmeti á Laufásgötunni. Akureyri: Fuglamergð FUGLAR Engu var líkara en taka á nýrri Hitchcock-mynd stæði yfir á Eyrinni á Akureyri þegar hund- ruð eða þúsundir snjótittlinga voru í kornmeti sem fallið hafði á götuna við innréttingaverkstæði Nomaco. Var ekki laust við að færi um suma sem leið áttu um götuna og dæmi um að fólk gengi úr vegi fuglanna. - kk KRISTJÁN AÐALSTEINSSON Áður var hann framkvæmdastjóri Harbour Grace CS á Nýfundnalandi og þar áður sölu- og markaðsstjóri Útgerðarfélags Akureyringa og framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík. Norræn samvinna VIÐSKIPTI Sæplast á Dalvík og dönsku fyrirtækin Neptun Plast og Atlantic Trawl Floats hafa ákveðið að sameina framleiðslu sína á trollkúlum í eitt fyrirtæki. Fyrirtækin þrjú eiga jafnan hlut í nýja félaginu en það heitir At- lantic Floats og er skráð á Íslandi. Ástæður sameiningarinnar má rekja til mikillar hækkunar á hrá- efnismörkuðum á síðasta ári og óviðunandi afkomu í framleiðslu trollkúla hjá öllum fyrirtækjun- um þremur. - kk Skip SVN: Afli fyrir tvo milljarða AFLI Heildarafli skipa Síldar- vinnslunnar hf. í fyrra var ríf- lega 154 þúsund tonn að aflaverð- mæti ríflega 2.067 milljónir króna. Bolfiskaflinn var rúmlega 8 þúsund tonn, að verðmæti um 1.012 milljónir króna, en heildar- afli í uppsjávarfiski var ríflega 146 þúsund tonn, að verðmæti 1.055 milljónir króna. – kk M YN D /K K Stofnandi GNU með fyrirlestra: Berst fyrir frelsi hugbúnaðar MEÐ 100 EITURLYFJASKAMMTAMaður var tekinn með 100grömm af kannabisefnum við umferðareft- irlit lögregl- unnar í Reykjavík. Stór hluti efn- anna var pakkaður í söluumbúðir. Maðurinn ók eldri bíl, á gömlum númerum, sem var vanbúinn. Tekin var skýrsla af manninum. Hann játaði brot sitt og var sleppt. HÖFUÐHÖGG VIÐ ÁREKSTUR Ökumaður fékk höfuðhögg við árekstur tveggja fólksbíla á Skólavörðustíg í Reykjavík rétt um klukkan fimm. Hann var fluttur á slysadeild. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR UPPLÝSINGATÆKNI Richard M. Stallman, hugbúnaðarfrömuður og baráttumaður gegn einkaleyf- isbundnum hugbúnaði, hélt á mánudag og þriðjudag tvo fyrir- lestra í Kennaraháskóla Íslands. Stallman er stofnandi „Free Software Foundation“ og stofn- andi GNU-verkefnisins. GNU er stýrikerfi sem byggir á hugsjón- um svokallaðs „frjáls“ hugbúnað- ar, en það þýðir að fólki er frjálst að afrita, dreifa og breyta hug- búnaðinum að vild. Víða eru í notkun GNU-stýrikerfi á Linux- grunni. Í fyrri fyrirlestrinum fjallaði Stallman um höfundarrétt og hvernig hann hentaði illa í tölvu- umhverfi nútímans. Hann segir stórfyrirtæki sem hagnast á höf- undarrétti berjast fyrir strangari löggjöf um leið og hamlað sé gegn aðgengi almennings að tækni. Stallman segir að til þess að ýta undir framfarir þurfi aftur á móti að auka frelsi og aðgengi. Í seinni fyrirlestri sínum ræddi Stallman um hvernig einkaleyfi í hugbún- aði hamli framþróun og hönnun hugbúnaðar, því þau setji í raun hugmyndum skorður. Frekari upplýsingar um Stallman og „frjálsan“ hugbúnað má finna á slóðinni stallman.org. - óká RICHARD M. STALLMAN Stallman gerir skýran greinarmun á „frjáls- um“ og „opnum“ hugbúnaði (“Free software“ og „Open source software“). Hann segir hugmyndafræðina ólíka þar sem „op- inn hugbúnaður“ snúist um hagnýti meðan „frjáls hugbúnaður“ snúist um siðferði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M STJÓRNARSKRÁIN SAMÞYKKT Þing Evrópusambandsins sam- þykkti nýja stjórnarskrá sam- bandsins með miklum mun í at- kvæðagreiðslu í gær. Jafnframt var samþykkt að hvetja ríkissstjórnir landa Evrópusambandsins að gera hið sama. 500 þingmenn greiddu at- kvæði með stjórnarskránni, 137 voru henni andvígir og 40 þing- menn sátu hjá. HRAKTIST ÚR STARFI Slóvakískur ráðuneytisstjóri hraktist úr starfi eftir að upp komst að hann hafði aðstoðað leyniþjónustuna í valda- tíð kommúnista. Jan Hurny er fyrsti slóvakíski embættismaður- inn til að segja af sér vegna ásak- ana um samstarf við leyniþjón- ustuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.