Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 60
Usual suspects Bréf breska fjárfestingarbankans Durlacher tóku kipp í bresku kauphöllinni í vikunni. Breska blaðið Independent sagði frá því að orðrómur væri um yfirtöku félagsins. Á breska markaðnum var líkleg- ast talið að þar væru á ferðinni KB banki eða Landsbankinn. Ólíklegt er þó að sá orðrómur sé réttur. Durlacher er lítill banki, jafnvel á íslenskan mælikvarða, metinn á 2,5 milljarða króna. Auk þess var tap af rekstri hans á síðasta starfsári. Ís- lensku bankarnir hafa fyrst og fremst leitað fjár- málafyrirtækja sem eru þegar í góðum rekstri. Umræðan í Bretlandi bendir til þess að bankarn- ir séu að komast í svipaða stöðu þegar rætt er um yfirtöku og samruna og Baugur þegar smásölugeirinn er annars vegar. „Það er eins og enginn eigi dætur nema Þórður í Kjarna,“ sagði Þórður stoltur þegar síðasta dóttirin gekk út og má heimfæra upp á orðróminn í Bretlandi um íslensk fyrirtæki. Markaðurinn ekki markhópur Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs hefur ekki mælst sérstaklega vel fyrir á markaði. Greiningardeild KB banka er ekki skemmt yfir skýrslunni, nema ef vera skyldi að örlaði á þórðargleði. Greiningardeildin vísar til þess að Íbúðalánasjóður sé stærsti og mikilvægasti útgefandi skuldabréfa á markaði og myndi undirstöðu verðtryggða vaxtaferilsins. KB banki birtir síðan tilvitnun í mánaðar- skýrslu sjóðsins þar sem skýrsluhöf- undur fer mikinn um samfélags- lega meðvitund sjóðsins í öllum ákvörðunum. Greiningardeild KB banka segir lítið sem ekkert fjallað um atriði sem skipta miklu máli fyrir verðmyndun bréfanna. „Fróð- legt væri að vita hver ætlaður mark- hópur skýrslunnar er,“ spyr grein- ingardeildin og gefur í skyn að það sé allavega ekki markaðurinn. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.474 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 240 Velta: 3.599 milljónir +0,26% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR … Gengi íslensku krónunnar veiktist lítillega í gær. Gengis- vísitalan er nú 113,18 stig. Gengi hlutabréfa í Flugleið- um heldur áfram að hækka. Nú hafa bréf í félaginu hækkað um 15,2 prósent frá áramótum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,42 prósent á sama tíma. Hampiðjan tilkynnti í gær að félagið myndi hér eftir ekki gefa út ársreikninga sína í ís- lenskum krónum heldur evr- um. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 0,73 prósent í gær. Dax í Þýskalandi lækkaði um 1,16 prósent og Nikkei í Japan lækkaði um 0,75 prósent. 28 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 38,70 -0,77% ... Atorka 5,73 - 1,21% ... Bakkavör 25,80 -1,15% ... Burðarás 12,35 +1,65% ... Flugleiðir 11,35 +2,71% ... Íslandsbanki 11,25 +0,90% ... KB banki 470,50 +0,11% ... Kögun 47,00 -0,21% ... Landsbankinn 12,20 +1,24% ... Marel 49,50 - 0,40% ... Medcare 6,05 – ... Og fjarskipti 3,45 -1,43% ... Samherji 11,15 +0,45% ... Straumur 9,45 +0,53% ... Össur 79,50 +0,63% Vill aukið gagnsæi Halldór J. Kristjánsson vill aukið gagnsæi í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins en segir að birting niðurstaða í smærri málum þjóni ekki alltaf tilgangi skilvirkni eftirlits. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Íslands, segir ekki mikinn áherslumun vera á afstöðu bankastjóra stóru bankanna þriggja varð- andi þörf á auknu gagnsæi í starfi Fjármálaeftirlitsins. Hann segir það ekki vera ósamrýmanleg sjónarmið að gagnsæi í starfi Fjármálaeftir- litsins aukist en að jafnframt geti stofnunin átt óformleg samskipti við markaðsaðila um smærri mál. Hann segir birt- ingu umfjöllunar um smávægi- leg mál ekki alltaf þjóna mark- miðum skilvirks eftirlits. „Landsbankinn hefur, eins og hinir bankarnir, stutt aukið gagnsæi í störfum Fjármála- eftirlitsins,“ segir Halldór. Hann segir hins vegar að það sé mjög mikilvægt að trúnaður og traust ríki milli eftirlitsaðila og bankanna. Slíkt traust getur gert samskiptaleiðir greiðari. „Of formleg samskipti þar sem erfitt gæti reynst að fá leiðbeiningar frá eftirlits- aðilum um viðhorf þeirra fyrir- fram getur gert túlkun reglna erfiðari og skapað vanda fyrir fyrirtækin. Í tilvikum þar sem slík óformleg samskipti eru möguleg er ekki eins mikil þörf á því að birta sérhverja niður- stöðu,“ segir hann. Hann segir að reynsla Lands- bankans af samskiptum við fjármálaeftirlit í Bretlandi sýni að óformleg og greið tengsl milli eftirlits og banka auki líkur á því að sameiginlegur skilningur ríki um framkvæmd laga og reglna. Halldór segir öðru máli gegna um mál þar sem Fjár- málaeftirlitið rannsaki brot á reglum til dæmis varðandi verðbréfaviðskipti. „Enginn deilir um að fullt gagnsæi eigi að ríkja þegar kemur að endan- legum ákvörðunum um mál sem kunna að hafa áhrif á af- stöðu til félaga á markaði eða verðmyndunar,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is Flugleiðir 2,71% Burðarás 1,65% Landsbankinn 1,24% Og fjarskipti -1,43% Atorka -1,21% Bakkavör -1,15% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON Bankastjóri Landsbankans segir reynslu frá Bretlandi benda til þess að gott traust milli banka og eftirlitsaðila geti skilað góðum árangri við eftirlit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.