Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 74
42 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
FRÁBÆR SKEMMTUN
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Nýársmyndin 2005
Nýársmyndin 2005
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 10
Sýnd í LÚXUS VIP kl. 8.30
POLAR EXPRESS SÝND KL. 3.30 m/ísl. tali
Sýnd kl. 3.30 & 6 m/ísl. tali
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 m/ens. tali
"séríslenskt
Fönn, fönn,
fönn!"
HHH
SV Mbl
"...bráðvel
heppnuð
skemmtun,
grín og fjör..."
Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 10.15 B.i. 14Sýnd kl. 3.30 og 5.45
Í takt við tímann er tekjuhæsta jóla-
myndin, yfir 20.000.000 kr. í tekjur frá
öðrum degi jóla til dagsins í dag.
Yfir 23.000 áhorfendur
Sýnd kl. 10.15 Sýnd kl. 5.45 og 8
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 B.i. 10
Sýnd kl. 10.15 B.i. 14
Hvað er málið með Alfie?
Pottþétt rómantísk gamanmynd með Jude
Law sem nýlega var kosinn kynþokkafyllsti
karlmaðurinn. Frábær tónlist.
kl. 5.30 m/ísl. tali
kl. 8 & 10.20 ens. tali
Ein stærsta opnun
frá upphafi í des
í USA.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Yfir 27.000 gestir
HHH
kvikmyndir.com
HHHHH
Mbl
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 & 10.10
Sýnd kl. 4, 6, 8, 9, 10 og 11
Sýnd í LÚXUS kl. 6, 8 og 10
"Nístir inn
að beini!"
- Elle
"Upplifun!
Meiriháttar!"
- Leonard Maltin
"Snilldarþriller!
Skuggalega
hrollvekjandi!"
- Variety
Forsýning kl. 8
Hvað er málið með Alfie?
■ KVIKMYNDIR
Vinir Hollywood-hjónanna Brad
Pitt og Jennifer Aniston, sem hættu
saman fyrir skömmu, eru sann-
færðir um að sambandsslitin séu
aðeins örlítið skref aftur á bak áður
en þau stofna fjölskyldu.
Pitt hefur margoft lýst því yfir í
viðtölum að hann sé tilbúinn að
eignast börn en Aniston vill einbeita
sér að kvikmyndaferlinum. Telja
vinir þeirra að aðskilnaðurinn sé
gott tækifæri fyrir þau til að íhuga
framtíðaráform sín. „Þau vilja ekki
að fólk haldi að skilnaðurinn sé
slæmt mál,“ sagði einn vinurinn.
„Þetta var góð ákvörðun fyrir þau.
Þau eru ennþá mjög góðir vinir og
þeim þykir vænt um hvort annað. “
Í viðtali við tímaritið Vanity Fair
á síðasta ári gaf Pitt í skyn að skiln-
aður væri hugsanlegur. „Hvorugt
okkar vill vera talsmaður fyrir
hamingjusamt hjónaband. Jen og ég
gerðum með okkur samkomulag um
að við myndum sjá til hvernig sam-
bandið myndi þróast,“ sagði hann.
Hvorki Pitt né Aniston hafa
leitað til skilnaðarlögfræðinga og
gefur það orðrómi þessum byr und-
ir báða vængi. Eftir að þau hættu
saman þann 7. janúar hafa þau
einnig haldið áfram að búa saman í
glæsihýsi sínu í Hollywood. ■
Ekki er öll von úti
PITT OG ANISTON Brad Pitt og Jennifer
Aniston höfðu verið gift í fjögur ár þegar
þau ákváðu að hætta saman.
Tölvuteiknimyndin The Incredibleser að taka íslenska
bíómarkaðinn með
áhlaupi en hún nálg-
ast nú 30 þúsund
sæta markið óð-
fluga og ekkert
lát virðist vera
á vinsæld-
um henn-
ar. Hún var
vinsælasta
og tekju-
hæsta myndin í
íslenskum miða-
sölum um síð-
ustu helgi en þá
sáu fleiri mynd-
ina en helgina
áður þannig að
þrátt fyrir kröftuga
byrjun virðist
myndin enn vera í
uppsveiflu.
ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR Vakti athygli í myndinni Dís og hefur nú verið valin ásamt
21 öðrum ungum leikurum í „Shooting Star“ hópinn.
Á hverju ári velur Europian Film
Promotion hóp ungra leikara sem
vakið hafa sérstaka athygli á árinu.
Nú hefur Álfrún Örnólfsdóttir
verið valin í „Shooting Star“ hópinn
2005. Alls er 21 ungur leikari og
leikkona frá Evrópu valin í þennan
hóp sem er kynntur á hverju ári á
kvikmyndahátíðinni í Berlín sem
hefst í byrjun febrúar.
„Ég er auðvitað mjög sátt og
þetta verður örugglega skemmti-
legt. Íslenska kvikmyndamiðstöðin
sér um að velja fulltrúa frá Íslandi.
Þetta eru allt ungir leikarar sem
hafa verið að gera góða hluti í sínu
landi,“ segir Álfrún.
Álfrún vakti athygli fyrir stuttu
þegar hún lék aðalhlutverkið í
kvikmyndinni um stúlkuna Dís.
Hún hefur leikið í fleiri kvikmynd-
um eins og Svo á jörðu sem á himni
eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Hún
er útskrifuð frá Webber Douglas
Academy of Dramatic Art og hefur
stundað leiklist síðan hún var sjö
ára. Með því að vera valin í þennan
hóp bætist Álfrún í fríðan flokk
leikara en áður hafa Hilmir Snær
Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson,
Baltasar Kormákur, Margrét Vil-
hjálmsdóttir og Nína Dögg Filipp-
usdóttir verið valin í Shooting
Stars hópinn. Í fyrra var það
Tómas Lemarquis sem varð fyrir
valinu eftir að hafa vakið mikla
athygli fyrir frammistöðu sína í
Nóa albínóa.
„Þetta er að sjálfsögðu glæsi-
legur hópur leikara en það kemur í
ljós hvað þetta þýðir fyrir mig. Ég
hef fengið grófar upplýsingar frá
þeim sem hafa farið áður. Aðallega
held ég að þetta sé gert til þess að
kynna mann fyrir stórum hópi
fólks úr þessum bransa, leikstjór-
um, framleiðendum og þess háttar.
Það verður líka gaman að hitta alla
þessa ungu leikara og spjalla við
þau um það sem þau eru að gera.“
Álfrún er þessa dagana að æfa
fyrir leikritið Segðu mér allt eftir
Kristínu Ómarsdóttur. Álfrún fer
þar með hlutverk tólf ára stelpu
sem er lömuð og í hjólastól. Borg-
arleikhúsið frumsýnir leikritið 18.
febrúar næstkomandi.
hilda@frettabladid.is
FRÉTTIR AF FÓLKI
Upprennandi stjarna