Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 68
„He´s acting shy looking for an answer Come on honey let´s spend the night together Now hold on a minute before we go much further Give me a dime so I can phone my mother.“ - Rod Stewart, sem varð sextugur á mánudag, segir að enginn eigi að gifta sig fyrr en eftir þrítugt. Í laginu Do Ya Think I’m Sexy söng hann um skyndikynni. 36 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni The Futureheads: The Futureheads, Devendra Banhart: Ninorojo, Clinic: Winchester Cathedral og Billie Holiday: Lady in Satin. Weezer í Beverly Hills WEEZER Ný smáskífa er væntanleg frá sveitinni innan tíðar. Smáskífan heitir Beverly Hills. Fyrsta smáskífa Weezer af vænt- anlegri fimmtu breiðskífu sveit- arinnar heitir Beverly Hills. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær á að hleypa laginu í umferð þar sem sveitin er enn að vinna að gerð breiðskífunnar. Sveitin hóf upptökur á plöt- unni í haust með upptökustjór- anum Rick Rubin, sem er þekkt- astur fyrir störf sín með Red Hot Chili Peppers og Johnny Cash, en eftir nokkrar vikur í hljóðverinu var ákveðið að sam- starfið gengi ekki nógu vel. Weezer byrjaði því alveg upp á nýtt með höfuðpaurinn Rivers Cuomo að þessu sinni í stjórn á upptökunum. Rivers og félagar höfðu von- ast til þess að klára upptökur á plötunni fyrir jól en það tókst víst ekki. Eins og aðdáendur Weezer vita er Rivers frekar sérvitur maður og haldinn mik- illi fullkomnunaráráttu. Það er þó talið öruggt að platan skili sér í verslanir á fyrri hluta ársins. Í öðrum fréttum af Weezer segir að trommuleikarinn Pat Wilson eignaðist nýlega son, auk þess sem hann hefur stofnað hliðarverkefni er hann kallar The Special Goodness. ■ Hoffman: Bad Seed „Big Brother er að mínu mati langbesta lag plöt- unnar og gefur góða von um að Hoffman sé fær um að geta af sér breiðskífu af bestu gerð.“ SJ Cex: Maryland Mansions „Þetta er áttunda breiðskífa raftónlistarmannsins Cex á fimm árum en hann er rétt rúmlega tvítugur. Hann er frumlegur, hugmyndaríkur og beittur textahöfundur.“ BÖS Þórir: I Believe in This „Þórir fer gjörsamlega á kostum í upphafslaginu, So is this... og Canada oh Canada, sem eru bestu lög plötunnar. Honum tekst frábærlega til með frumraun sinni og verður spennandi að fylgjast með drengnum á komandi tíð.“ KH Antlew/Maximum: Ant- lew/Maximum „Þó svo að tónlistin sé ekki það frumlegasta sem er í boði í dag eru kapparnir fagmennskan upp- máluð og hæfileikarnir fara ekki á milli mála. Færni Anthony á rappsviðinu kemst vel til skila og snertir hann á mörgum viðkvæmum viðfangsefn- um í textasmíðinni.“ SJ Búdrýgindi: Juxtapose „Skemmtileg plata eins og forveri hennar. Sveitin er orðin þéttari en áður og óhrædd við að þróa sig áfram.“ FB The Polyphonic Spree: To- gether We are Heavy „Önnur plata The Polyphonic Spree kemur manni í gott skap. Svolítið einsleit á köflum, en rennur þó ágætlega í gegn.“ BÖS Dizzee Rascal: Showtime „Dizzee Rascal er breskari en te, djúpsteiktur fiskur og franskar kartöflur í pappír. Hann er líka alinn upp í gettóinu í London. Flugbeittur og gallharður. Frábært afrek, ein af áhugaverðari plötunum frá Bretlandi í ár.“ BÖS Nancy Sinatra: Nancy Sinatra „Nancy Sinatra heldur kúlinu og gerir plötu með Bono, The Edge, Jarvis Cocker, Morrissey, Calexico og Thurston Moore. Frábær plata, þó að Geir Ólafs eigi ekki eftir að samþykkja þetta.“ BÖS Hot Chip: Coming On Strong „Ein áhugaverðasta raftónlistarplata ársins, aðallega vegna stórkostlegra lagasmíða og sálarfullra söngv- ara. Tónlistarárið þitt verður ekki fullkomnað fyrr en þú hefur tékkað á þessari plötu Hot Chip.“ BÖS Destiny’s Child: Destiny Full- filled „Fjórða eiginlega plata Destiny’s Child er allt og ekkert. Mettir aðdáendur, en bætir líklegast ekki nýjum í hópinn. Tími fyrir Beyoncé að einbeita sér alfarið að sólóferlinum?“ BÖS Manhattan – Manhattan „Þessi þröngskífa er eingöngu smá blóðbragð af steikinni sem verður í boði þegar Manhattan stígur næsta skref og býr til sína fyrstu breiðskífu.“ SJ U2: How to Dismantle an At- omic Bomb „Besta plata U2 í háa herrans tíð. Mörg prýðileg lög þar sem The Edge fer á kostum.“ FB Bizzart – Ear Drung „Á Ear Drung heyrist glögglega að það er hægt að gera fullt af spennandi hlutum í hiphop-tónlistinni þó svo að yfirborðið sé jafn ónýtt og raun ber vitni. Bizzart er kjörinn listamaður fyrir unnendur hiphops sem vilja heyra eitthvað öðruvísi.“ SJ [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Pinback: Summer in Abbadon „Sætt nýbylgjupopp sem ætti ekki að geta gengið fram af neinum. Pinback tekst hið ótrúlega, að brúa bilið á milli Slint og Jimmy Eat World.“ BÖS PLATA VIKUNNAR Söngvari Super Furry Animalsleggur sig nú allan fram við að kynna væntanlega sólóplötu sína. Þessi frumraun Gruff Rhys heitir Yr Atal Genhed- laeth og er að miklu leyti, eins og titilinn gefur til kynna, sungin á velsku. Hann byrjar tónleika- ferð sína um Wa- les, enda fáir sem skilja hann annars staðar. Rapparinn Nas og söngkonanKelis giftu sig á laugardaginn síðasta. Athöfnin fór fram í Atlanta og var mjög náin og falleg, að sögn vina. Þau lögðu sig mikið fram til þess að sleppa við augu fjölmiðla til þess að brúðkaupið yrði algjörlega þeirra. FrankBlack, söngvari Pix- ies, varð ný- lega pabbi. Hann eignað- ist strák og er þetta hans fyrsta barn. Pixies hefur nú lokið tón- leikaferð sinni og er í æf- ingabúðum að semja lög á nýja plötu. [ TÓNLISTARMOLAR ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.