Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 66
34 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
!
" " #$ # #
"
%
#
&
Sími 581 1281 • www.gitarskoli.is
Einka-
tímar
Skráning stendur yfir
Þrátt fyrir að við
mæðgurnar borðuð-
um á okkur gat nú um
hátíðarnar og ég hafi
stundum velt því fyr-
ir mér hvort ég ætti
að taka upp róm-
verska siði átveislna,
til að troða meira góð-
gæti ofan í mig, komst ég að því að
ekki voru allir meðlimir heimilisins
sama sinnis um hversu veglegar
veitingarnar voru. Kötturinn á
heimilinu, sem rétt er nýkominn á
það stig að breima og láta eins og
andsetin vera, komst að þeirri nið-
urstöðu að hún væri orðin stór og
ætti því að uppfylla þá skyldu að
færa björg í bú.
Ég veit nú ekki hvort hún var
með þessu að mótmæla fæðinu sínu
eða hvort hún ætlaði bara að vera
sérstaklega góð við mig. En
snemma í janúar birtist dauður
smáfugl á ganginum hjá mér.
Þóttist ég nú strax vita að köttur-
inn hefði fundið þessa bráð á vappi
sínu um húsþökin í nágrenninu.
Þetta hafði hún nú reyndar aldrei
gert áður, en þeim mun stoltari var
hún yfir dugnaði sínum. Hún sat því
þarna hjá fuglshræinu ofboðslega
ánægð með sig og beið þess að ég
tæki við þessari rausnargjöf og
þakkaði henni vel fyrir.
Ég var nú ekki alveg jafn hrifin
af gjöfinni og gefandinn, og sýndi
jafnvel af mér nokkuð vanþakklæti
þegar ég vafði hræið í eldhúspappír
og henti í ruslið, án þess að sýna
nokkra tilburði til þess að hamfletta
fuglinn og skella á pönnu. Kettir eru
ekki þekktir fyrir skáksnilli sína,
eða aðra þá list sem felst í að sjá
hluti fyrir. Kötturinn minn er ekk-
ert öðruvísi og starði því á mig í for-
undran yfir þessu vanþakklæti
mínu.
En hún gafst ekki upp. Dóttir
mín hringdi í mig í angist sinni dag-
inn eftir. Kötturinn hafði breytt að-
eins um taktík og kom nú færandi
hendi með lifandi fugl. Skömmu síð-
ar hafði fuglinn flogið út um glugg-
ann og þar með var málið leyst.
Kötturinn hefur ekki síðan reynt að
aðstoða mig við að afla matar og
gert sér kattamatinn að góðu. Við
fyrstu tilraun lærði hún að van-
þakklæti eru laun heimsins. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR FINNUR FYRIR VELVILJA Á NÝJU ÁRI
Að færa björg í bú
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Mamma! Er í
lagi að ég fái
mér nýtt
gæludýr?
Nýtt
gæludýr?
Hvað með
Bjarna?
Hvaða dýr
ertu með í
huga?
Þegar ég var yngri
virkaði allt svo
augljóst...
Jabb
.
...en eftir því sem ég
eldist því óöruggari
er ég.
Ég skil þig.
Veistu hvað
ég á við?
Því lengur sem við
lifum, því færri svör
erum við örugg um..
...allavega
spyrjið þig
mig aldrei
álits.
Þetta líkist
rigningu. Jabb
Fyrst
gleypir þú
slatta af
lofti,
svona....
Síðan bara
ROOOOOPPP!
Solla! Þetta
er ógeðslegt.
Sá sem gleypir loft svona
viljandi er ógeðslegur,
barnalegur og algjör dóni!
Mamma er
þarna inni að
uppnefna þig.