Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 64
32 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Við hrósum…
…íslenska íshokkílandsliðinu skipað leikmönnum 20 ára og yngri fyrir
frækna byrjun á æfingamóti í hitanum í Mexíkó. Liðið hefur tekið
Búlgara og Tyrki í bakaríið og verið sómi, sverð og skjöldur íslensks
íshokkís á erlendri grundu.sport@frettabladid.is
LEIKIR GÆRDAGSINS
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
10 11 12 13 14 15 16
Fimmtudagur
JANÚAR
Við bjóðum…
…Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamanninn góðkunna, velkominn í
sjónvarpið eftir nokkurt hlé. Valtýr, sem hefur verið með vinsælan
útvarpsþátt á Skonrokki undanfarið, stígur á stokk í kvöld á Sýn
ásamt meðreiðarsveinum sínum, Hans Steinari Bjarnasyni og
Böðvari Bergssyni, með þáttinn „Þú ert í beinni!“. Gangi ykkur vel!
FÓTBOLTI Fylkismenn hafa hafnað
tilboði sænska 1. deildarliðsins
Norrköping í miðjumanninn
Helga Val Daníelsson. Ásgeir
Ásgeirsson, formaður meistara-
flokksráðs Fylkis, sagði í samtali
við Fréttablaðið í gær að tilboð
sænska liðsins hefði verið langt
undir því sem Fylkismenn vildu
fá fyrir Helga Val og því hefði
verið ákveðið að hafna því. Ásgeir
sagði jafnframt að Fylkismenn
hefðu ekki sent gagntilboð heldur
hefðu forráðamenn Norrköping
verið beðnir um að endurskoða
tilboðið.
Helgi Valur á eitt ár eftir af
samningi sínum og sagði Ásgeir
að Fylkismenn vildu gjarnan
halda honum. „Við vorum komnir
að því að ræða nýjan samning en
það er með Helga Val eins og
margra aðra metnaðarfulla stráka
að hann vill spila erlendis. Við
vissum að við myndum ekki halda
honum lengi þegar við keyptum
hann frá Peterborough á sínum
tíma en við viljum fá meira fyrir
hann heldur en sænska liðið
bauð,“ sagði Ásgeir.
Michael Andersson, yfirmaður
knattspyrnumála hjá Norrköping,
sagði í samtali við Fréttablaðið í
gær að félagið væri ekki búið að
gera það upp við sig hvort gert
yrði nýtt tilboð í Helga Val. „Hann
er góður leikmaður og við vitum
hvað hann getur en við erum að
skoða fleiri leikmenn. Það er fullt
af leikmönnum með lausa samn-
inga og það hentar okkar betur en
að þurfa að borga fyrir leikmenn
eins og í tilfelli Helga,“ sagði And-
ersson. oskar@frettabladid.is
HELGI VALUR DANÍELSSON Sænska liðið Norrköping vill kaupa hann en Fylkismenn
höfnuðu tilboði þeirra í gær.
Fylkir hafnaði tilboði
Norrköping í Helga Val
Vilja fá meira fyrir þennan snjalla miðjumann sem á þó aðeins eitt ár eftir af
samningi sínum við félagið.
■ ■ LEIKIR
19.15 Skallagrímur og KR eigast
við í Borgarnesi í Intersport-
deildinni í körfuknattleik.
19.15 Fjölnir og KFÍ eigast við í
Grafarvogi í Intersportdeildinni í
körfuknattleik.
19.15 Hamar/Selfoss og
Grindavík eigast við á Selfossi í
Intersportdeildinni í körfuknatt-
leik.
19.15 Njarðvík og ÍR eigast við í
Njarðvík í Intersportdeildinni í
körfuknattleik.
19.15 Tindastóll og Haukar eigast
við á Sauðárkróki í Intersport-
deildinni í körfuknattleik.
19.15 Stjarnan og Grótta KR
eigast við í Ásgarði í DHL-deild
kvenna í handknattleik.
■ ■ SJÓNVARP
20.15 Þú ert í beinni! á Sýn.
Beinskeyttur umræðuþáttur með
Valtý Birni.
21.00 NFL-tilþrif á Sýn. Svipmyndir
úr leikjum helgarinnar í ameríska
fótboltanum.
22.00 Olíssport á Sýn.
U20-landsliðið í íshokkí:
Auðveldir
sigrar í
Mexíkó
ÍSHOKKÍ Íslenska ungmennalands-
liðið í íshokkí er að gera góða hluti
á móti sem fram fer í Mexíkó
þessa dagana. Liðið hefur unnið
fyrstu tvo leiki sína, gegn Búlgör-
um og Tyrkjum, með afgerandi
hætti og lofar byrjunin góðu um
framhaldið. Fyrsti leikur liðsins
var gegn Tyrkjum og vannst hann
7-2 og Búlgarir reyndist strákun-
um engin fyrirstaða og endaði
leikurinn gegn þeim 8-1.
Næstu leikir verða þó að lík-
indum talsvert erfiðari enda eiga
Íslendingarnir eftir að mæta
liðum Mexíkó, S-Afríku og Nýja-
Sjálands sem öll eru talsvert
sterkari á svellinu. Leiki íslensku
strákarnir þá leiki af sömu lífs-
gleði og þessa tvo byrjunarleiki
þarf þó fátt að óttast. ■
1. deild kvenna í körfu
NJARÐVÍK–GRINDAVÍK 80–65
Stig Njarðvíkur: Jaime Woodstra 28 (12 frák.),
Vera Janjic 19 (6 stoðs.), Ingibjörg Vilbergsdóttir
10, Helga Jónsdóttir 9 (17 frák.), Sigurlaug
Guðmundsson 8, Petrúnella Skúladóttir 5, aðrar
færri.
Stig Grindavíkur: Myriah Spence 24, Svandís
Sigurðarsdóttir 14 (16 frák.), Erna Magnúsdóttir
10, Sólveig Gunnlaugsdóttir 7, aðrar færri.
Enski deildarbikarinn
CHELSEA–MAN. UTD 0–0
Ítalski bikarinn
PARMA–FIORENTINA 0–3
0–1 Fantini (54.), 0–2 Maresca (69.), 0–3 Maggio
(79.).
BOLOGNA–INTERNAZIONALE 1–3
1–0 Binotto (45.), 1–1 Martins (55.), 1–2 Martins
(82.), 1–3 Martins (87.).
AC MILAN–PALERMO 1–0
1-0 Brocchi (19.)
SAMPDORIA–TORINO 1–2
0-1 Franco (49.), 1-1 Kutuzov (59.), 1-2 Franco
(82.)
Spænski Konungsbikarinn
ELCHE–NUMANCIA 1–0
1-0 Ruben (48.)
MIRANDES–REAL BETIS 1–3
1-0 Rodri (46.), 1-1 Edu (70.), 1-2 Oliveira (72.),
1-3 Israel (93.)
OSASUNA–GETAFE 2–0
1-0 Munoz (71.), 2-0 Moha (83.)
RECREATIVO–SEVILLA 0–2
0–1 Baptista, víti (70.), 0–2 Baptista, víti (77.).
Franska 1. deildin
CAEN–PSG 0–0
BASTIA–NANTES 0–0
ISTRES–MÓNAKÓ 0–1
0-1 Camara (16.)
METZ–AJACCIO 1–0
1-0 Proment (87.)
NICE–BORDEAUX 3–3
1-0 Traore (33.), 2-0 Vahirua (45.), 2-1 Cid (45.),
2-2 Francia (56.), 2-3 Chamakh (64.), 3-3
Vahirua v. (93.)
RENNES–AUXERRE 1–0
1-0 Frei (61.)
SOCHAUX–LYON 0–2
0-1 Bergougnoux (6.), 0-2 Diarra (42.)
ST. ETIENNE–LENS 0–0
xxx
TOULOUSE–STRASBOURG 2–0
1-0 Psaume (20.), 2-0 Eduardo (93.)
LILLE–MARSEILLE 1–2
0–1 Marlet (2.), 0–2 Nasri (21.), 1–2 Bruneil, víti
(53.).
Lið New Jersey Nets í NBA-deildinni varð fyrir áfalli:
Jefferson frá út tímabilið
KÖRFUBOLTI Lið New Jersey Nets í
NBA-körfuboltanum varð fyrir
áfalli í leik gegn núverandi meist-
ara, Detroit Pistons, þegar
Richard Jefferson, stigahæsti
maður liðsins, meiddist á úlnlið.
Chauncey Billups, leikmaður
Pistons, braut á Jefferson í
gegnumbroti og rannsókn leiddi í
ljós að liðband hafði rifnað.
Jefferson mun ekki verða
leikfær á ný fyrr en í maí og gæti
því leiktíðin verið fyrir bí fyrir
kappann ef Nets nælir sér ekki í
sæti í úrslitum.
„Við ætlum að vinna án
Richards, við verðum bara að
læra hvernig við förum að því,“
sagði Lawrence Frank, þjálfari
Nets. „Þetta er áskorun fyrir
okkur og nýtt tækifæri fyrir okk-
ur sem lið.“
Jason Kidd, leikstjórnandi
Nets, tók í sama streng og sagði
að allir leikmenn liðsins þyrftu að
leggjast á eitt. „Eins mikið og við
þurfum á Jefferson að halda á
vellinum þurfa allir að taka sig
saman og leggja sig fram,“ sagði
Kidd.
New Jersey Nets er í þriðja
neðsta sæti Austurdeildarinnar
og hefur aðeins unnið 12 leiki af
34. ■
RICHARD JEFFERSON, LEIKMAÐUR
NEW JERSEY NETS Meiddist illa á úlnlið
og verður frá keppni fram í maí.
Keflvíkingar mæta svissneska liðinu Fribourg í Borgarkeppni Evrópu í kvöld:
Allir innstilltir á þetta verkefni
KÖRFUBOLTI Keflvíkingar mæta
svissneska liðinu Benetton Fribo-
urg Olympic á útivelli í bikar-
keppni Evrópu í körfuknattleik í
kvöld. Leikið er heima og heiman
og fer seinni leikurinn fram í
Keflavík eftir viku. Nái bæði lið
sér í sigur fer fram oddaleikur og
er Keflavík með heimaleikjarétt-
inn.
Liðin tvö áttu svipuðu gengi að
fagna í riðlaleikjum keppninnar
og sagði Sigurður Ingimundarson,
þjálfari Keflavíkur, hafa miklar
mætur á liðinu. „Þetta eru allt
algjörir búðingar,“ sagði Sigurður
og hló. „Nei, nei. Þetta var nú bara
grín. Fribourg byrjaði frekar illa í
sinni deild enda hefur Evrópu-
keppnin tekið töluverðan toll af
liðinu eins og hjá svo mörgum öðr-
um,“ sagði Sigurður. „Liðið er ekki
með stóra leikmenn eða miklar
stjörnur og byggir mikið á liðs-
heildinni. Það eru þrír bandarískir
leikmenn innan liðsins sem þarf
að huga að sem og fáeinir Króatar
sem verða erfiðir við að eiga.
Þetta ætti að vera mjög áhuga-
verður leikur,“ sagði Sigurður.
Leikmenn Keflavíkur eru allir
án meiðsla þó svo að álagið síðustu
mánuði hafi verið umtalsvert. Sig-
urður fullyrti að markmið liðsins
væri skýrt fyrir leikinn gegn Fri-
bourg. „Við ætlum að ná fram hag-
stæðum úrslitum í kvöld til að
standa vel að vígi heima. Það eru
allir innstilltir á þetta verkefni,“
sagði Sigurður Ingimundarson,
þjálfari Keflavíkurliðsins. ■
MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON LEIKMAÐUR KEFLAVÍKUR Magnús, eða „Maggi
Gunn“, hefur leikið vel fyrir Keflavík í bikarkeppni Evrópu.