Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 30
Handfarangur
Hafðu ætíð með þér tannbursta og nauðsynlegar snyrtivörur í handfarangri, auk
nærfata. Farangurinn getur stundum týnst eða komið með næstu vél á eftir, auk
þess sem stundum getur flug frestast og þá getur biðin á flugvellinum verið löng.
Þar að auki getur verið gott að bursta tennur og hressa upp á sig í löngu flugi.[
Stórborgin San Francisco
Áætlanaflug til San Francisco hefst í mars.
Þreytta fætur er hægt að hvíla með ferð í gamaldags sporvagni sem þræðir göturnar og er sérstaklega skemmtilegt að ferðast í
honum upp og niður svimandi brattar götur sem einkenna borgina.
San Francisco er ein af þekktari
borgum Bandaríkjanna og ein af
fáum þar sem hægt er að komast
leiðar sinnar fótgangandi í gegn-
um borgina, þar sem mannlíf er
iðandi og skemmtilegt. Þreytta
fætur er hægt að hvíla með ferð í
gamaldags sporvagni sem þræðir
göturnar og er sérstaklega
skemmtilegt að ferðast í honum
upp og niður svimandi brattar
götur sem einkenna borgina. Hús-
in í borginni eru mörg hver mjög
gömul og hefur þeim verið forðað
undan eyðileggingu en bygging-
arnar ásamt gömlum skröltandi
sporvögnum gefa borginni hlýleg-
an svip. ■
Eigum enn laust í ferðina 4. febrúar. Búið er við
kjöraðstæður á fyrsta flokks hótelum, golfið leikið á
góðum og fallegum völlum.
Kannski fáum við að sjá íslensku strákana „brillera“
í lokaumferðum HM í handbolta 5. og 6. febrúar.
Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is
2005
Bókanir og nánari upplýsingar
hjá Ferðaskrifstofu
Vesturlands í síma 437 2323
eða með netpósti til fv@fv.is.
Brottför 4. febrúar: Verð kr. 142.300
á mann í tvíbýli.
Brottför 18. mars: Verð kr. 151.800
á mann í tvíbýli.
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar,
fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks
hótelum í 10 nætur með morgunverði og
kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum
golfvöllum, ein skoðunarferð.
UPPSELT
Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
27
00
4
0
1/
20
05
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald
Verð frá 36.900 kr.*
Netsmellur til USA
Bandaríkjaferðir á frábæru verði
Bókaðu á www.icelandair.is
]
Aðal-vinningur erMEDION XXL tölva með 17”flatskjá!
99 kr/skeytið
Það var kærkomin tilbreyting að sjá
sólina á ný í Brisbane eftir rigninguna
í Nýja-Sjálandi. Eftir stutta viðkomu í
Brisbane var ferðinni heitið til
Whitsunday-eyjanna með viðkomu í
strandbænum Airlie Beach. Eyjarnar
eru annálaðar fyrir mikla náttúrufeg-
urð en sægrænt
hafið og hvítar
sandstrendur er
nokkuð sem marga
dreymir um að
komast í tæri við. Af
þeim 90 eyjum sem
mynda eyjaklasann
eru þó aðeins örfár
byggðar, flestar í
tengslum við ferða-
mennsku. Eyjaklas-
inn telst til Kóralrifs-
ins mikla og er á
heimsminjalistan-
um en kóralrifið
telst eitt af helstu
náttúruundrum ver-
aldar. Það er jafn-
framt eina lífveran sem er sjáanleg úr
geimnum en það er um 200 km að
lengd frá norðri til suðurs. Kóralrifið
er annálað vegna litafegurðar og fjöl-
breytileika en það er mynduð af um
400 kóraltegundum. Allt fram til 1981
var ekki vitað hvernig kórallinn fjölgar
sér en nú er vitað með vissu að það
gerist tveimur til sex dögum eftir fullt
tungl í nóvember ár hvert.
Cairns er helsti áningarstaður þeirra
sem ætla í ferð út á rifið, sem telst
með bestu stöðum jarðarinnar til að
kafa og „snorkla“. Skilyrðin eru alla
jafna mjög góð eða
um 15-25 metra
skyggni og sjórinn
28 gráða heitur yfir
sumarið. Það er
óneitanlega upplifun
að fara út á rifin og
því um margt skilj-
anlegt að margir
sem prófa að kafa á
þessum slóðum
verði hugfangir af
náttúru hafsins. Köf-
un er þó ekki allra
og margir kjósa
frekar að „snorkla“
um í sjónum, lausir
við allan útbúnað-
inn sem fylgir köf-
uninni. Fyrir stuttu var kafari bitinn af
hákarli og hann lést síðar af áverkun-
um. Mjög sjaldgæft er að hákarlar
ráðist á kafara á þessum slóðum en
slíkar árásir skapa óneitanlega smá
ugg meðal flestra og minna okkur á
vanmeta ekki hættur hafsins.
Heimsreisa
BRYNJA DÖGG FRIÐRIKSDÓTTIR
SENDIR PISTLA ÚR HEIMSREISU SINNI
Eyðieyjur og sægrænn sjór Ólífur eru algengari í martiniglösum
en demantar.
Einfaldur martini
fyrir 10.000 dollara
Demantur fylgir með
Hótelgestir á hinu sögufræga hóteli
Algonquin í New York geta nú pantað
sér einfaldan martini fyrir 10.000 dali.
Það eru þó ekki guðaveigarnar sjálfar
sem kosta slíka formúu heldur dem-
antur á botni glassins.
Boðið er upp á drykkinn til að heiðra
minningu frægra gesta sem dvöldu á
hótelinu eins og rithöfundarins
Dorothy Parker, leikritahöfundarins
George S. Kaufman og stofnanda The
New York Magazine, Harold Ross.
Dorothy Parker var afar hrifin af mart-
ini og vitnað er í hana á munnþurrk-
um hótelsins: „Ég elska martini, en
bara tvo. Eftir þrjá er ég komin undir
borð, eftir fjóra undir þjóninn,“ er
haft eftir Parker.
Hótelstjórinn segir að enn hafi eng-
inn pantað drykkinn en hann hafi þó
vakið mikla athygli ferðamanna. „Við
treystum því að einhver rómantísk sál
komi innan tíðar og kaupi drykkinn.“
Engin hætta er á að fólk panti drykk-
inn óvart því pöntun þarf að berast
með 72 tíma fyrirvara.
Margir sækjast eftir hvítum strönd-
um og sægrænu hafi Whitsunday-
eyjanna.
Alcatraz-fangelsið fræga stendur
við strönd San Francisco og er í
daglegu tali kalllað the Rock, eða
Kletturinn. Alcatraz stendur á ör-
lítilli klettaeyju þar sem aðeins
pelikanar bjuggu áður, en Alcatr-
az þýðir pelikani á spænsku.
Margar ferðir eru farnar með
ferðamenn til Alcatraz á dag þar sem þeim gefst kostur á að
skoða fangelsið og fá kynningu á sögu staðarins.
Nokkrir áhugaverðir staðir í San Francisco:
Fisherman's Wharf er við höfn-
ina og sennilega einn vinsælasti
ferðamannastaður borgarinnar.
Þar er að finna heilmikið af veit-
ingastöðum, skemmtistöðum
og verslunum auk þess sem þar
er vaxmyndasafn og fleira. Það-
an er hægt að fara í siglingu og hvalaskoðun auk þess sem
pelikanar og sæljón eru skammt undan.
Golden Gate brúin er eitt af
kennileitum San Francisco en
byggingu hennar var lokið árið
1937. Hún hefur verið rómuð
fyrir fagran art deco stílinn og
rauði liturinn gerir hana óneit-
anlega áberandi og sérstaka.
Hægt er að ganga yfir brúna og
horfa þaðan yfir borgina og á góðum degi má sjá skútur leika
sér á hafinu.
Ghirardelly Square er tileinkað
súkkulaðiverksmiðju Ghirardelly,
sem kynnti borgarbúa fyrir súkku-
laði. Þar er hægt að setjast niður
og fá sér guðdómlega gott súkku-
laði af öllum tegundum sem
hægt er að renna niður með
heitu súkkulaði. Saga súkkulaðis-
ins og súkkulaðigerðarinnar er rekin auk þess sem torgið hef-
ur að geyma skemmtilega veitingastaði og litlar búðir.