Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 58
Ráðgjafar Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins (ICES) og Hafrannsókna-
stofnunar í þorskveiðiráðgjöf virð-
ast vitlaust menntaðir. Menntun
þeirra byggir á þeim misskilningi
að fæða í hafinu sé óendanlega
mikil. Einnig þeim fráleita mis-
skilningi að það sé löglegt að
breyta birgðatalningu (stofnmæl-
ingu) aftur í tímann með ágiskun-
um. Þessar tvær misskildu for-
sendur eru grunnurinn að því að
ákvarða náttúrulegan dánarstuðul
sem fasta - 0,2 þ.e. 20% af hverjum
árgang deyi náttúrulegum dauða
árlega ñ burtséð frá sjávarskilyrð-
um, eða fæðuframboði.
Þegar frávik verða svo frá áætl-
un í veiðiráðgjöf, eins og t.d. 1998-
2000, þegar það „týndust“ 757 þús-
und tonn af þorski - (sjá ástands-
skýrslu Hafró 2003) þá er hurðinni
skellt á líklegasta og rökréttasta
möguleikann - að þessi týndi
þorskur (757 þúsund tonn) hafi
drepist, vegna hungurs og ótíma-
bærs kynþroska – sem rekja megi
hugsanlega til offriðunar á smá-
þorski (vitlausri ráðgjöf). Allt að
90% af kynþroska smáþorski 4-6
ára virðist hafa drepist eftir fyrstu
hrygningu (árgangurinn 1993) – í
stað 20% eins og reiknílíkan ráð-
gjafa gerir ráð fyrir - (skv. tilgátu
– án vísindarannsókna).
Alþjóðlegar grundvallarreglur
um birgðatalningar hjá löggiltum
endurskoðunarfyrirtækjum eru
skýrar: Bannað er að breyta áður
töldum birgðum aftur í tímann án
sannana úr gögnum þess árs þegar
talið var. Stofnmæling botnfiska er
árleg birgðatalning þeirra sem
stranglega er bannað að breyta –
hvað þá með ágiskun!
Verði hækkaður dánarstuðull
viðurkenndur þessi ár, í stað fals-
kenningarinnar „ofmat“, gerist
það óvænta – þorskstofninn stækk-
ar í birgðabókhaldi Hafró, hugsan-
lega í 1.200 þúsund tonn. 25% afla-
regla leyfir þá aukna veiði – 300
þúsund tonn. Aukna veiði á þorski
í dag ber því að skilgreina sem
minni áhættu, þar sem fæðuskort-
ur virðist meiri áhætta (sbr. týnd-
an þorsk) ñ aukinn sjálfdauði og
sjálfát þorsks samfara lækkandi
kynþroska.
Hvorki Hafrannsóknastofnun
eða ICES ljá máls á faglegri um-
ræðu um þetta. Þessir aðilar – vit-
laust menntaðir – virðast annað
hvort heilaþvegnir af þessari vit-
lausu menntun eða halda að þeir
geti þagað þessi mistök í hel! Nú er
staðan sú að þorskstofninn hér-
lendis hefur étið upp rækjustofn-
inn, vaxtarhraði er fallandi og
loðnan heldur sig meira fjarri
þorski en áður. Hvað á þorskurinn
að éta? Nú er fæðuskortur hjá
þorskinum og af þeim ástæðum
enn brýnna en áður að auka þorsk-
veiði. Samfara er sjávarhiti hærri,
sem eykur brennslu og þar með
fæðuþörf þorsks! Margar fleiri
staðreyndir eru til staðfestingar
því að auka þorskveiði. Í Barents-
hafi er t.d. ný staðreynd að veitt
hefur verið a.m.k. 200% umfram
ráðgjöf undanfarin ár og þorsk-
stofninn þar fer stækkandi – sem
afleiðing aukinnar veiði! Frjósemi
fiskistofna virðist vaxa við aukið
veiðiálag.
Stalín gekk aldrei svo langt að
hann léti gera áætlanabúskap fyrir
neðan yfirborð sjávar. Áætlanabú-
skapur ICES er bara kommúnismi,
vitlaus kenning á misskildum for-
sendum. 757 þúsund týnd tonn
þorsks á þremur árum (1998-2000)
eru til vitnis um þetta. Feigðin í
ráðgjöf og einokun ICES birtist í
ótal myndum. Hvenær ætla svo
fjölmiðlar að fjalla um þetta sem
alvarlegt málefni? ■
13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR26
Aukum þorskveiðar á Íslandsmiðum
AF NETINU
Forvarnir og áfengisneysla
Það voru ánægjulegar niður-
stöður sem kynntar voru nýver-
ið um vímuefnaneyslu íslenskra
unglinga. Niðurstöðurnar voru
afrakstur samstarfsverkefnis
35 landa í Evrópu, þar á meðal
Íslands. Verkefnið er það þriðja
í röðinni undir yfirskriftinni
ESPAD (The European School
Project on Alcohol and Other
Drugs). Niðurstöðurnar sýna að
heldur hefur dregið úr reyking-
um og áfengisneyslu íslenskra
unglinga á aldrinum 15-16 ára
og ber að fagna því. Neysla á
kannabis virðist standa í stað og
eina skuggann sem ber á æsku
landsins er að aukning virðist
eiga sér stað þegar um notkun
sniffefna er að ræða. En í heild-
ina er ástæða til að óska íslensk-
um unglingum og fjölskyldum
þeirra til hamingju með þessar
niðurstöður.
Þótt niðurstöðurnar séu góð-
ar og hægt sé að líta á þær sem
ákveðinn áfanga er sigur ekki
unninn, mikið starf er enn óunn-
ið og ekki má slaka á í forvörn-
um og fræðslu. Ákveðin um-
ræða um tilslakanir á áfengis-
kaupaaldri og aðgengi að áfengi
á sér stað í samfélaginu. Lögð
hefur verið fram tillaga um að
lækka áfengiskaupaaldurinn frá
20 í 18 ár og enn fremur er há-
vær umræða um að leyfa sölu
áfengis í matvöruverslunum.
Fyrir tillögunum hafa menn svo
fært ýmis misgóð rök. Ein
þeirra eru að þessi hópur ung-
menna drekki hvort sem er,
þannig að eins gott sé að leyfa
það. Má þá ekki alveg eins leyfa
110 km hraða á þjóðvegum
landsins og að fara yfir á rauðu
ljósi, við gerum það hvort sem
er?
Ef tillaga þessi nær fram að
ganga leyfum við rúmlega átta
þúsund ungmennum á aldrinum
18-20 ára að kaupa áfengi lög-
lega. Ætla má að nú þegar geti
hluti ungmenna á þessum aldri
sjálfur keypt áfengi. Ef aldurinn
verður lækkaður í 18 ár má gera
ráð fyrir að sá hópur hliðrist um
1-2 ár. Þar af leiðandi gætu 15-17
ára unglingar keypt áfengi.
Samkvæmt niðurstöðum í
ESPAD-rannsókninni segjast
88% 15-16 ára eiga auðvelt með
að verða sér úti um bjór, 80%
um vín og 71% um sterkt áfengi.
11% þeirra sem þátt tóku í könn-
unni höfðu sjálf keypt áfengi 1-2
sinnum á síðustu 30 dögum þeg-
ar könnunin var gerð (sjá mynd
1). Að mínu viti yrði lækkun á
áfengiskaupaaldri stórt skref
aftur á bak í þeirri jákvæðu þró-
un sem virðist eiga sér stað hér
á landi hvað varðar neyslu 15-16
ára unglinga og um leið í and-
stöðu við heilbrigðisáætlun
rískisstjórnarinnar.
Ef áfengi verður selt í mat-
vöruverslunum fellur enn eitt
verkfærið sem nýtist í forvarna-
starfinu. Á norrænni ráðstefnu
um rannsóknir á forvarnastarfi,
sem haldin var í Stokkhólmi í
byrjun desember 2004, komu
fram áhugaverðar niðurstöður
sem tengjast þessari umræðu.
Meðal annars má nefna að þegar
leyft var að selja bjór í búðum í
Finnlandi 1969 jókst sala og
neysla áfengis um 46% á lands-
vísu. Gerð var tilraun með
sjálfsafgreiðslu, eins og þekkist
í verslunum hérlendis, í
nokkrum tilraunasveitarfélög-
um í Svíþjóð. Sú tilraun leiddi til
17% sölu- og neysluaukningar í
viðkomandi sveitarfélögum og
alls 9% nettóaukningar á lands-
vísu. Frá því að Finnar lækkuðu
áfengisskatta um 44% árið 2004,
til að sporna við verslun yfir
landamærin, hefur orðið 40%
auking á sölu áfengis, 100%
aukning á einkainnflutningi
áfengis og drykkja á sterku
áfengi hefur stigið um 15%. Á
árinu var einnig gerð könnun á
því hvort unglingar, sem ekki
höfðu aldur til, gætu keypt
áfengi í verslunum í Finnlandi.
Um var að ræða matvörubúðir,
bensínstöðvar og sjoppur. Nið-
urstöðurnar voru eftirfarandi:
46,6% þeirra gátu keypt áfengi,
53,4% ekki. 43,8% stúlkna og
49,3% drengja fengu afgreitt
áfengi. Af þessu má sjá að ef að-
gengi að áfengi verður auðveld-
að má gera ráð fyrir aukinni
neyslu þess. Þá sýndu niðurstöð-
ur að hækkun áfengiskaupaald-
urs minnkar neyslu áfengis og
að lækkun aldursins eykur
neyslu áfengis. Ítrekað var mik-
ilvægi staðbundinna forvarna
og er samvinna sveitarstjórn-
enda og annarra hagsmunaaðila
mikilvæg svo hægt sé að byggja
upp og viðhalda góðum forvörn-
um.
Gerum ekki afdrifarík mis-
tök í þessum málaflokki án þess
að skoða hvaða afleiðingar það
getur haft í för með sér. Sam-
þykkjum ekki unglingadrykkju
með því að auðvelda þeim að-
gengi að áfengi, höldum uppi
öflugum forvörnum áfram m.a.
með því halda því söluformi sem
nú er og með þeim aldurstak-
mörkunum sem nú gilda. Eyði-
leggjum ekki það starf og þann
árangur sem nú virðist vera að
skila sér í þeim niðurstöðum
sem fyrr er getið.
Höfundur er verkefnastjóri
áfengis- og vímuvarna á Lýð-
heilsustöð. ■
Hlýja og nærgætni fer þverrandi
Öruggt má telja að Íslendingar
hefðu komist í heimsmetabók
Guinness sem veraldarinnar
mestu nirflar, ef þeir hefðu látið
sér nægja að bjóða eitt bílverð
til hjálpar á hamfarasvæðunum.
Menn spyrja nú hvað fötluð
manneskja þurfi að vinna mörg
gull á heimsmótum til að vera
kosin íþróttamaður ársins.
Þrennt virðist há Kristínu Rós
Hákonardóttur til að verða
heiðruð með þeim hætti. Hún er
kona, hún er fötluð og hún
skyggir á annað afreksfólk. Víst
er að hlýja fólks og nærgætni
gagnvart öldruðu fólki, fötluðu
og sjúku fer þverrandi. Borgar-
stjórn hefur breytt öryrkjum í
gamalmenni og afhent einstak-
lingum aðstöðu og leyfi til að sjá
um mat til þessa fólks og vantar
talsvert á að þar sé því umbunað
sem vert er. Fyrir nokkrum
mánuðum gerði ég athugasemd
við framkvæmd þessara mála
og var því illa tekið. Stjórn
heilsugæslunnar hefur sífellt
verið að áreita starfsfólk sitt og
skjólstæðinga og nú tekur ólært
fólk við umönnun ósjálfbjarga
fólks.
Aldraður maður sem ég veit
deili á hefur orðið að þola stór-
skerta þjónustu félagsþjónust-
unnar vegna samstarfsörðug-
leika við útlenda starfskonu.
Víða í þjóðfélaginu eru sljóir
stjórnendur sem ekki virðast
skilja hvað til þeirra friðar heyr-
ir. Hroki og yfirlæti er ekki það
sem gott fólk vill á skjaldar-
merkið. Hjúkrunarforstjórar og
annað fyrirfólk eiga ekki að taka
yfirmenn breska hernámsliðsins
1940 sér til fyrirmyndar. Þá var
altalað að kamrar offisera, sem
óbreyttir notuðu í neyð, væru
brenndir og nýir byggðir. Sagt er
að meiri menntun fylgi meiri
skilvirkni. Því er stjórn heilsu-
gæslunnar ósammála og sannar
verklag hennar það. Menntun
opnar leiðir, eykur færni og tekj-
ur. Hún getur í einhverjum til-
fellum haft áhrif til hins verra á
viðhorf og framkomu. En það fer
að sjálfsögðu eftir efniviðnum
hverju sinni. Fyrir nokkrum
árum var ég á sjúkrahúsi með
öldruðum bónda. Honum þótti
læknir sinn hryssingslegur og
stór uppá sig. Eitt sinn þegar
læknirinn kom, sagði bóndinn
við hann: Betra er að vera af guði
ger / greindur bóndastauli / held-
ur en að vera hvar sem er / há-
menntaður auli. ■
Skammast sín ekki
Það var algjör misskilningur þegar menn
héldu að olíufélögin skömmuðust sín. Þau
létu bara lítið fyrir sér fara meðan mesta fár-
ið gekk yfir – héldu svo nokkurn veginn upp-
teknum hætti. Það var jafnvel farið að ræða
um að þau myndu gefa spítala eða eitthvað
slíkt til að sættast við þjóðina. Dream on. Nú
eru þau með lögfræðingastóð til að þræta
fyrir hvern einasta punkt í skýrslu Sam-
keppnisstofnunar. Þetta snýst auðvitað bara
um peninga – gefa ekki eftir einn einasta
einseyring án þess að berjast fyrir honum.
Umræðan um að olíufélögunum hafi verið
lofað einhverju vekur svo varla annað en
hæðnishlátur. Þau vissu að rannsóknin stóð
yfir, hlupu þá til og buðust til að hjálpa gegn
því að þau yrðu undanþegin refsingu. Fyrir
almúgann í þessu landi virkar dómskerfið að
minnsta kosti ekki svoleiðis.
Egill Helgason á visir.is
ALBERT JENSEN
TRÉSMIÐUR
UMRÆÐAN
FRAMKOMA VIÐ
FÓLK
RAFN M. JÓNSSON
UMRÆÐAN
UNGLINGAR OG
VÍMUEFNI
Áætlanabúskapur
Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins er bara
kommúnismi, vitlaus
kenning á misskildum
forsendum.
KRISTINN PÉTURSSON
FISKVERKANDI
UMRÆÐAN
ÞORSKVEIÐAR
,,
SJÁLF KEYPT ÁFENGI Á
SÍÐUSTU 30 DÖGUM
Bjór 1-2 sinnum 11%
Vín 1-2 sinnum 2%
Sterkt áfengi 1-2 sinnum 7%
Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is
1. flokki 1991 – 52. útdráttur
3. flokki 1991 – 49. útdráttur
1. flokki 1992 – 48. útdráttur
2. flokki 1992 – 47. útdráttur
1. flokki 1993 – 43. útdráttur
3. flokki 1993 – 41. útdráttur
1. flokki 1994 – 40. útdráttur
1. flokki 1995 – 37. útdráttur
1. flokki 1996 – 34. útdráttur
2. flokki 1996 – 34. útdráttur
3. flokki 1996 – 34. útdráttur
Frá og með 15. janúar 2005 hefst innlausn
á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
fimmtudaginn 13. janúar.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
Innlausn
húsbréfa
Húsbréf