Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 71
FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005 39
HANDRIT SIGVALDA KALDALÓNS
Nokkur handrita Sigvalda Kaldalóns verða
til sýnis á ljóðatónleikum í Salnum í kvöld.
Handrit
Kaldalóns
Ellefu handrit að lögum Sigvalda
Kaldalóns, rituð með hans eigin
hendi, verða til sýnis á ljóðatón-
leikum í Salnum í kvöld ásamt
nokkrum frumútgáfum að söng-
heftum með lögum Sigvalda.
Á tónleikunum flytja þau
Ólafur Kjartan Sigurðarson
barítón, Sigrún Hjálmtýsdóttir
sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir
mezzósópran, Sesselja Kristjáns-
dóttir mezzósópran, Jóhann Frið-
geir Valdimarsson tenór, Snorri
Wium tenór og Jónas Ingimundar-
son píanóleikari lög Sigvalda í
tilefni af útkomu geisladisksins
Svanasöngur á heiði.
Handritin eru í eigu Evu Ragn-
arsdóttur. Faðir hennar, Ragnar
Ásgeirsson, var æskuvinur
Sigvalda. Þeir skrifuðust á alla tíð
og Sigvaldi sendi honum nokkur
handrit með þekktum sönglögum
eftir sig. ■
Finnur Arnar opnar sýn-
ingu í i8 í dag.
Finnur Arnar opnar í dag sýningu
á nýjum verkum í i8 gallery við
Klapparstíg. Á sýningunni verða
myndbandsverk, ljósmyndir og
ýmislegt fleira. Finnur útskrifað-
ist frá MHÍ 1991 og hefur eftir
það starfað jöfnum höndum að
myndlist og leikmyndahönnun. Í
myndlist sinni hefur hann leitast
við að gera hið hversdagslega að
umfjöllunarefni og kannað mann-
legt eðli.
„Þett er einhver existensíal-
ismi sem hefur herjað á mig,“
segir Finnur. „Þetta eru vanga-
veltur um lífið og tilveruna, um
sköpunarmáttinn til að búa til og
sköpunarmáttinn til að búa eitt-
hvað til til þess að drepa; upphaf
og endi og tímapælingar.“ Í grein
sem Halldór Björn Runólfsson
hefur ritað um Finn, segir hann
verk hans einkennast af vanga-
veltum sem eru sprottnar úr
könnun hans á skapandi krafti
óreiðunnar bæði í náttúrunni og
siðmenningunni – en sjálfur segir
Finnur: „Mér finnst ég alltaf vera
mjög þjóðlegur. Ég leita mikið
efnisfanga í náttúruna og mann-
legt eðli, allt sem er hluti af okkar
arfleifð og býr í hjartanu á mér.“
Finnur segist ekki vera að
halda því fram að við séum að
tapa náttúrunni. „Ég held að við
meðhöndlum hana öðruvísi.
Kannski erum við að tapa tengsl-
um á vissan hátt. Það er kannski
einn og einn karl sem kann að
horfa í skýin og segja fyrir um
veðrið. Tengsl okkar við náttúr-
una eru allt öðruvísi en þau voru
fyrir, til dæmis, fimmtíu árum.
Við treystum á jarðfræðinga og
veðurfræðinga í dag.“
Á sýningunni er Finnur með
tvö myndbandsverk, ljósmyndir
og síðan með kindahausa. „Ég er
líka með grænt gras sem ég rækta
og eitt verkið bý ég til og sauma.
Það er helgríma úr kindaskinni og
það er það sem ég á við þegar ég
segi að við búum til eitthvað í
þeim tilgangi að drepa.“
Halldór segir einnig að Finnur
fjalli um forsendur karlmennsk-
unnar á okkar dögum. Sjálfur seg-
ist hann þó ekki gera það í eins
ríkum mæli í sýningunni sem opn-
ar í dag og oft áður. En hverjar
eru forsendur karlmennskunnar í
dag?
„Þær mjúku og hörðu. Við lif-
um ekki í sama samfélagi og þeg-
ar ég var lítill. Þegar ég kem heim
eftir vinnudag, leggst ég ekki upp
í sófa með Moggann. Ég sakna
þess heldur ekki. Í dag erum við
karlmenn betri fyrirmyndir að
mörgu leyti en áður var.“ ■
F Y N D I Ð • F E R S K T • F J Ö R U G T • F A R S A K E N N T
„Það er mikill uppgangur í Borgarleikhús-
inu þessa daga og sýningin á Héra Héra-
syni er dæmi um hve leikhópurinn í húsinu
mætir gríðarlega sterkur til leiks.“
Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið
„Brilljant leikhús!“
Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið
„Stefán Jónsson hefur, ásamt Berki Jónssyni
og hinum, í stuttu máli sagt, gert farsann
að listrænum viðburði. Geri aðrir betur.“
María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið
„Ég hef sjaldan séð Hönnu Maríu gera betur.“
María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið
„..sýningin var ekki bara skemmtileg og gletti-
lega sett saman heldur komst grafalvarlegur
boðskapur hennar mjög vel til skila.“
Elísabet Brekkan / DV
LÉTTBJÓR
FINNUR ARNAR Tengsl okkar við náttúruna eru allt öðruvísi en þau voru fyrir, til dæmis,
fimmtíu árum.
Mér finnst ég þjóðlegur