Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 10
10 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR FYRIR RÉTTI EFTIR 41 ÁR Edgar Ray Killen, liðsmaður Klu Klux Klan, er nú fyrir rétti, sakaður um að hafa myrt þrjá menn í Mississippi árið 1964 sem unnu að jafnrétti svartra og hvítra í suður- ríkjum Bandaríkjanna. Breytingar á mótum Suðurlands- og Þrengslavegar: Gatnamótin færast til norðurs SAMGÖNGUR Gatnamót Suðurlands- vegar og Þrengslavegar færast til um 1,5 kílómetra til norðurs þegar byggð verða ný mislæg gatnamót. Þá verður lagður nýr vegkafli í tengslum við breytinguna, sem verður um þriggja kílómetra langur. „Suðurlandsvegurinn færist tals- vert til við þetta,“ segir Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerð- arinnar á Suðurlandi. Hann segir til standa að opna útboð vegna gatna- mótanna og vegarins 1. febrúar næstkomandi, en verklok eigi svo að vera í október á þessu ári. Í útboðsgögnum er hins vegar fyrirvari vegna þess að ekki liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á því hvort mislægu gatnamótin séu matsskyld, en verði sú raunin geta framkvæmdir tafist um marga mán- uði. „Við eigum nú síður von á því að þetta þurfi að fara í umhverfismat, því við vorum búin að fá svar varð- andi veginn sjálfan að þess þyrfti ekki, þannig að nú snýr fyrirspurnin bara að mislægu gatnamótunum.“ - óká Banaslysið við Kárahnjúka: Ríkissaksóknari óskar frekari gagna LÖGREGLURANNSÓKN Að ósk ríkis- saksóknara er sýslumannsemb- ættið á Seyðisfirði að afla viðbót- argagna vegna banaslyssins á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka aðfaranótt 15. mars í fyrra. Að þeim gögnum fengnum mun ríkis- saksóknari taka ákvörðun um hvort ákært verður í málinu. Sýslumannsembættið á Seyðis- firði fer með rannsókn málsins og sendi embættið ríkissaksóknara rannsóknargögn 5. október síðast- liðinn. „Í þeim gögnum bentum við á að ákveðnir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir. Hefur rík- issaksóknari nú óskað eftir að við öflum frekari gagna en hvenær þeirri vinnu lýkur get ég ekki sagt til um,“ sagði Helgi Jensson, full- trúi sýslumannsins á Seyðisfirði. Hálfþrítugur Íslendingur lést í slysinu þegar hann varð fyrir grjóti sem féll úr Fremri-Kára- hnjúk. Vinna á slysstað var bönn- uð um tíma eftir slysið og í kjöl- farið var öryggi starfsmanna aukið. Viku fyrir banaslysið höfðu eftirlitsaðilar Landsvirkjunar sent Impregilo og undirverktök- um skriflegar athugasemdir þar sem varað var við hættu á grjót- hruni á vinnusvæðinu. - kk Sameining sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu: Héðinsfjarðargöng forsenda sameiningar SAMEININGARKOSTIR Bæjarstjórn Ólafsfjarðar hefur ákveðið að leggja til að kosið verði um sam- einingu allra sveitarfélaganna tíu í og við Eyjafjörð í sameiningar- kosningunum 23. apríl næst kom- andi. Í umsögn bæjarstjórnar Ólafs- fjarðar til nefndar um sameiningu sveitarfélaga segir meðal annars: „Bæjarstjórn Ólafsfjarðar er sammála því sem komið hefur fram í bókunum og skilyrðum sem bæjarráð Akureyrarbæjar, Siglufjarðarkaupstaðar og Dal- víkurbyggðar hafa sett fram þess efnis, að af sameiningu sveitarfé- laga við Eyjafjörð geti ekki orðið nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Bæjarstjórn Ólafs- fjarðar leggur þunga áherslu á samgöngubætur og þá sérstak- lega staðfestingu á framkvæmd við gerð Héðinsfjarðarganga. Þá verður að liggja fyrir samkomu- lag milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um verk- efnatilfærslu og tekjustofna sem og trygging fyrir því að ekki komi til skerðingar á tekjum úr jöfnun- arsjóði. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar fagnar sérstaklega bókun bæjar- ráðs Dalvíkurbyggðar þar sem fram kemur krafan um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð og tekur heilshugar undir þá kröfu.“ - kk Ferðaþjónusta fatlaðra hjá Reykjavíkurborg: Umdeildar reglur ekki komnar í gildi HEILBRIGÐISMÁL Umdeildar breyt- ingar á reglum ferðaþjónustu fatl- aðra aldraða taka ekki gildi fyrr en settar verða reglur um akstursþjónustu aldraðra, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa. Hún segir að staðan sé því óbreytt frá því sem var fyrir áramót, þar sem s í ð a r n e f n d u reglurnar öðlist ekki gildi fyrr en í næsta mánuði. Umræða reis þegar þremur einstaklingum í endurhæfingu á Grensási var á nýju ári synjað um ferðaþjónustu fatlaðra á vegum borgarinnar þar sem þeir væru orðnir 67 ára. Var þetta sagt byggt á reglum sem tekið hefðu gildi um áramót. Einstaklingarnir þrír sem sóttu endurhæfingu á göngudeild kváðust vera í miklum vanda, þar sem þeir hefðu treyst á ferða- þjónustuna. Guðrún Karlsdóttir, læknir á Grensási, taldi þetta á skjön við þá þróun sem unnið væri að, það er að efla göngu- deildarþjónustu á Landspítala há- skólasjúkrahúsi. „Þessar reglur hafa enn ekki hlotið staðfestingu borgarráðs og eru því ekki komnar í gildi,“ sagði Björk, sem kvaðst ekki geta tjáð sig um höfnunarmál einstakling- anna þriggja þar sem hún þekkti ekki nægilega vel til þeirra. - jss Góðkunningi lögreglu: Stal fjórum fartölvum LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í versl- unina Office 1 við Glerárgötu á Ak- ureyri um klukkan hálf þrjú í fyrr- inótt. Rúða var brotin í verlsuninni og fjórum fartölvum hafði verið stolið að verðmæti 700 til 800 þúsund króna. Lögreglan veitti karlmanni at- hygli sem var á hlaupum við versl- unina. Manninum var veitt eftirför og hann handtekinn á gistiheimili stutt frá. Tölvunum henti hann frá sér á hlaupunum. Maðurinn hefur oft komið við sögu lögreglunnar. Hann var færð- ur í fangageymslur og þykir málið vera upplýst. - gag Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 NÝTT ! Kynningarverð 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.40 NÝJU GATNAMÓTIN OG ÞAU GÖMLU Ný mislæg gatnamót inn á Þrengslaveg verða um 1,5 kílómetrum norðar en gömlu gatna- mótin, en í tengslum við þau verður lagður um þriggja kílómetra langur nýr vegspotti á Suðurlandsvegi. BJÖRK VIL- HELMSDÓTTIR Beðið verður eftir gildistöku reglna um ferðaþjónustu aldraðra. VIÐ KÁRAHNJÚKA Fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði segir að ákveðnir þættir hafi ekki verið rannsakaðir þegar banaslys varð á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka í mars. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TÍ N B O G AD Ó TT IR Su ðu rl an ds ve gu r Ný gatnamót Nýr veg kafli Þrengslavegur Gömlu gatnamótin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.