Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 34
F2 4 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Þeir sem keyra í gegnum miðbæ
Hafnarfjarðar komast ekki hjá því að
sjá stóran og ljótan steypuklump sem
stendur við norðurbakka Hafnarfjarð-
arhafnar. Það sem hins vegar færri
vita er að í þessu húsi hefur verið ein
aðallífæðin í menningarlífi Hafnar-
fjarðar undanfarin ár, og áður var þar
til húsa Bæjarútgerðin, einn helsti
máttarstólpi hafnfirsks atvinnulífs.
Nú hefur húsið loks sungið sinn
svanasöng og verður byrjað að rífa
innanstokksmuni úr því eftir helgi. Af
því tilefni verða margvíslegar uppá-
komur á næstu dögum sem tengjast
húsinu og svæðinu í kringum það.
„Margir Hafnfirðingar bera sterk-
ar taugar til þessarar byggingar, enda
rúmaði það í tæp fimmtíu ár Bæjarút-
gerðina í Hafnarfirði,“ segir Lúðvík
Geirsson bæjarstjóri og bendir í létt-
um dúr á að hér áður fyrr hafi varla
verið til sá maður í Hafnarfirði sem
ekki hafi að minnsta kosti unnið eitt
ár í Bæjarútgerðinni. „Maður var ekki
Hafnfirðingur nema hafa fæðst á Sól-
vangi og unnið í Bæjarútgerðinni.“
Lúðvík segir að húsnæðið hafi
verið notað undir allt sem íbúum bæj-
arins datt í hug eftir að eiginleg útgerð
og fiskvinnsla lagðist af í húsinu. Það
mun því hver og einn kveðja það með
sínu nefi. „Þarna voru meðal annars
hafnarskrifstofur bæjarins, golfklúbb-
urinn Keilir var með aðstöðu í gömlu
kaffistofunni og æfingahúsnæði fyrir
ungar hljómsveitir var í gamla frysti-
klefanum.“ Þá var leikhópurinn Her-
móður og Háðvör með leikhúsið sitt í
húsinu á frá árinu 1995 til ársins 2004
og setti þar upp margar af sínum vin-
sælustu sýningum, meðal annars
Himnaríki og Birting.
Þess má svo til gamans geta að
svæðið mun ekki glata mikilvægi
sínu, enda mun þarna rísa nýtt og
glæsilegt íbúðarhverfi með útsýni yfir
höfnina.
Á laugardaginn munu þeir lista-
menn sem hafa haft aðstöðu í húsi
Bæjarútgerðarinnar undanfarin ár
halda því kveðjuhátíð. Þeir sem koma
fram eru meðal annarra Kristbergur
Pétursson listmálari, Valur Grettisson
ljóðskáld, sem nýverið gaf út sína
fyrstu ljóðabók, og þá troða upp
nokkrar af þeim hljómsveitum sem
hafa haft aðstöðu í húsinu. Meðal
annarra má nefna hafnfirsku rokk-
hljómsveitirnar Úlpu og Botnleðju.
Hvernig halda þau sér í formi?
Göngutúrar
vinsælastir
Guðrún Ögmundsdóttir
þingkona
Hvernig er þínum
leikfimismálum
háttað? „Ég hef
aldrei verið hefð-
bundin líkamsrækt-
artýpa. Ég dríf mig yfirleitt í eitt-
hvað þegar veturinn fer að létta.
Mín líkamsrækt er að labba eins
mikið og ég get. Ég tek til dæmis
aldrei lyftu eða neitt svoleiðis. Mér
finnst gaman að labba og svo er það
góð hugleiðsluaðferð. Á næstunni er
ég að hugsa um að skella mér í eitt-
hvað skemmtilegt í Kramhúsinu. Ég
vil helst vera þar og hef verið í öllu
mögulegu á þeim stað eins og jóga
og afródönsum. Nú langar mig mest
í Tai Chi sem er kínversk jafnvægis-
leikfimi. Ég þarf bara að athuga
hvort tíminn henti mér.“
Þórunn Lárusdóttir leikkona
Hvernig er þínum
leikfimismálum
háttað? „Ég fer
alltaf í átak eftir jól-
in eins og alþjóð.
Þessa dagana er ég
að æfa fyrir leikritið
Klaufar og kóngsdætur og það er
mín leikfimi núna enda er leikritið
mjög líkamlegt. Annars fer ég mik-
ið í göngutúra upp í Heiðmörk eða
við Ægisíðu þegar ég hef tíma.
Stundum tek ég Krumma hundinn
minn með eða labba með vinum
mínum, en oft fer ég bara ein.“
Ferðu í líkamsræktarstöðvar? „Já,
ég geri það stundum. Mér finnst
skipta máli að hreyfingin sé sem fjöl-
breyttust svo ég verði ekki leið. Yfir-
leitt kaupi ég mér einn og einn mánuð
í líkamsræktarstöðvum og svo er ég
dugleg við að sækja laugarnar.“
Egill Sæbjörnsson listamaður
Hvernig er þínum
líkamsræktarmál-
um háttað? „Ég fer
stundum út að
skokka, eða eiginlega
frekar sjaldan, og svo
geri ég jógaæfingar.
Ég hef lært jóga í gegnum árin og geri
æfingar upp úr blöðum heima fyrir.
Mér finnst það alveg rosalega gott.“
Hefur þú komið inn í líkamsrækt-
arstöð? „Já, ég æfði töluvert í líkams-
ræktarstöðvum á árunum 1997 til
1998, en ég hef ekkert farið eftir það.
Ég gafst upp á því og flutti til útlanda
og þá breyttist lífsrytminn. Svo fer ég
mikið í sund. Mér finnst allar sund-
laugar skemmtilegar í Reykjavík nema
Sundhöll Reykjavíkur, mér finnst hún
ekki góð.“
Bæjarútgerðin í Hafnarfirði kvödd:
Fiskvinnsla, leikhús og rokksetur
Bæjarútgerðin í Hafnarfirði
„Margir Hafnfirðingar bera sterkar taugar til þessarar byggingar.“
Frá borginni minni Mílanó
Áki Harðarson stundar mastersnám í
viðskiptafræði og hefur dvalið í
Mílanó síðustu misserin.
„Mílanóbúar fara mikið á barinn
eftir vinnu og það eru allir staðir
fullir milli sjö og níu á kvöldin. Flest-
ir fá sér drykk og eitthvað snarl
með. Það er líka hægt að fá sér fulla
máltíð en þegar maður er náms-
maður lætur maður snarlið oft
duga,“ segir Áki.
Það koma þrír staðir upp í huga
hans þegar hann er beðinn um að
nefna bestu barina í Mílanó.
„NOBU bar er hipp og kúl enda í
eigu Armani. Það er til sams konar
staður í Lundúnum. NOBU bar er til
húsa í Armani-byggingunni í Mílanó
og hann er oft sjálfur að tjilla á
barnum. Það er mjög góður matur
þarna. Hann er ítalskur með austur-
lensku tvisti og svo er mikið úrval af
góðum drykkjum. Í sumar var Bar
Milano opnað-
ur og er það
einn flottasti
staður sem ég
hef komið á.
Hann er risa-
stór og inn-
réttaður eins
og húsgagna-
verslun. Það er
hringlóttur bar
á miðjum
staðnum og
húsgögnunum
er raðað upp
þannig að
staðurinn er
eins og margar
litlar stofur. Öll húsgögnin eru eftir
frægustu og flottustu hönnuðina.
Staðurinn Il Gattopardo café er
einnig mjög glæsilegur. Hann er til
húsa í gamalli kirkju sem búið er að
breyta í bar. Þarna er hægt að fara
eftir vinnu og fá sér drykk og snarl
og svo breytist hann í klúbb þegar
líða fer á kvöldið. Þetta er mjög
trendí staður.“
Tíska, hönnun og skemmtun
Þórunn Ernaer þessadagana önn-
um kafin við leik í
s ö n g l e i k n u m
Óliver Twist á
Akureyri. Einnig
leikur hún í
leikritinu Þetta er allt að koma í Þjóð-
leikhúsinu en fáar sýningar eru eftir af
því frábæra stykki.
Gæludýrin mín
Eru mér bráðnauð-
synleg. Við fjöl-
skyldan eigum tvo
hesta og tvo hunda.
Það er fátt gleðilegra
en að láta hund eða
hest taka á móti sér. Það er
svo yndislegt að finna
þessa skilyrðislausu
ást.
Bíll Á þessu landi er
erfitt að vera bíllaus. Ég
finn mikið fyrir þessu þegar ég er að
vinna á Akureyri og er bíllaus, þá
finnst mér það rosalega erfitt. Mér er
eiginlega alveg sama hvaða bíll
það væri, bara einhver bíll.
Tannbursti og tannkrem
Ég ákvað að setja mig í spor
Survivor-keppenda og at-
huga hvað það væri sem ég
myndi síst vilja missa ef
ég væri í þeirra sporum.
Hreinlætisvörur eru
nokkuð sem
mér þætti erfitt að
missa.
Gunnar Hans-son má sjá ásviðinu í Hí-
býlum vindanna,
Línu Langsokki og
Héra Hérasyni. „Svo
er það eitt og annað
sem ég er að gera þessa dagana og bráð-
lega taka við æfingar fyrir nýja leiksýn-
ingu,“ segir hann.
Fyrst og fremst er það fartölvan mín
sem er ómissandi. Í
henni er ég með allt
mitt plan, alla mína
tónlist og fullt af ljós-
myndum. Ég vinn
líka vinnuna mína að
miklu leyti í tölvunni
og í henni kemst ég í samband við um-
heiminn. Ég vil líka taka það fram að ég á
PowerBook-tölvu en ekki eitthvað
PC drasl.
Golfsettið er sá hlutur sem
ég myndi aldrei selja. Golf
er alveg sjúklegt sport.
Ég hef stundað golfið síð-
an ég var níu ára gamall og
þá var það hún amma mín sem
fór með mig í golf. Hún spilar ennþá í
dag, áttræð og blæs ekki úr nös!
Sá sem sér
um að koma
mér og mín-
um á milli
staða á ör-
uggan hátt
er bíllinn minn. Hann er mjög góður bíll
og þjónar sínu hlutverki gríðarlega vel.
Hann er rúmgóður og heldur vel utan um
fjölskylduna. Ég vildi samt stundum óska
að hann hefði helmingi meiri kraft. En
annars er hann mjög fínn.
Gæludýr og golfsett
Leikararnir Þórunn Erna Clausen og Gunnar Hans-
son völdu þrjá hluti sem þau geta ekki verið án.
Ilmandi vetrardrykkur
Ragnheiður Gísladóttir kaffibarþjónn á Kaffitári fékk verð-
laun fyrir drykkinn Gust á Íslandsmeistaramóti kaffibarþjóna
2004. Hugmyndin var að búa til hlýjan og þéttan vetrardrykk
sem hentaði bæði til sjávar og sveita og myndi ylja hverju
mannsbarni í vetrarkulda. Drykkurinn smakkast ógurlega vel
og yljar svo sannarlega. Í honum er 1 stykki lítið 70 prósent
súkkulaði og einfaldur expressó, 1 matskeið mascarpone-ostur, 2 matskeiðar
rjómi, 2 matskeiðar nýmjólk, 1 teskeið hunang og 1/2 teskeið malað múskat.
Expressóið er látið leka yfir súkkulaðið og því blandað saman. Svo er ostur-
inn, rjóminn og mjólkin hituð upp og blandað saman og hellt yfir kaffið.
Drykkurinn er borinn fram í staupi.
Þeir sem eru mjög ævintýragjarnir í eldhúsinu geta haft bak við eyrað að
Ragnheiður vann út frá sjávarþema á Íslandsmeistaramótinu og notaði
meðal annars roð og varning úr sjónum til að skreyta drykkinn.