Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 38
Fyrirmyndareiginmaður:
Hannaði hólf undir
gleraugu frúarinnar
Birgir Blöndal, eiginmaður
Sigrúnar Bergsteinsdóttur í
Linsunni, ákvað að koma
henni á óvart á dögunum.
Hann hannaði sérstakar
hirslur undir gleraugun
hennar og fékk Eirík H.
Kjerluf til að smíða gripinn
fyrir sig. Hirslunni kom
Birgir svo fyrir í náttborðs-
skúffu frúarinnar. Hirslurn-
ar eru úr krossviði en í
botninum er eins senti-
metra þykkur svampur.
Þetta kom sér sérlega vel
þar sem Sigrún á gleraugu
til skiptanna en í nýju hirsl-
unni rúmast 30 gleraugu.
„Hún var alltaf í vand-
ræðum með að koma
gleraugunum fyrir og
það þurfti að finna
einhverja lausn á
þessu. Þá datt mér í
hug að búa til hólf
fyrir gleraugu svo þau
væru ekki úti um allt,“
segir Birgir. Hann
segir þó að það sé
kannski ekki algengt
að fólk eigi jafn mörg
gleraugu og eiginkon-
an en bendir þó á að
fólk megi ekki líta á
gleraugu sem hækju
heldur fylgihlut og
ekki sé verra að eiga
þau til skiptanna.
Margar einhleypar þokkadísir
strengja eflaust þau áramótaheit að
láta karlmenn ekki draga sig á
asnaeyrunum á nýja árinu, enda líf-
ið allt of stutt til að eyða því í eitt-
hvert rugl. Margar stelpur lenda í
þeirri gryfju að verða alltaf skotn-
ar í röngum mönnum og skilja
ekkert í því af hverju karlpening-
urinn er svona áhugalaus og alls
ekki eins og hugur þeirra. Fyrir
áttaviltar stelpur er komin út
bókin He’s Just Not That Into You.
Hún er skrifuð af handritshöfundum
hinna geysivinsælu Sex and the City-
þátta, Greg Behrendt og Liz Tuccillo. Í
bókinni er farið rækilega yfir samskipti
kynjanna og hvernig má lesa í hegðun
karlmanna þegar fólk er að kynnast. Liz
talar fyrir hönd kvenþjóðarinnar en
Greg tekur upp hanskann fyrir strákana
og gefur góð ráð og bendir konum á að
vera ekki blindar þegar kemur að
mönnum. Bókin er í anda fyrrnefndra
sjónvarpsþátta, drepfyndin og
skemmtileg dægradvöl og eflaust má
læra sitthvað um karlpeninginn.
Megininntak bókarinnar er samt það að
það fer ekki framhjá neinum þegar ást-
in bankar upp á. Ef
menn eru spenntir
þá sýna þeir áhuga.
Bókin er væntanleg
í bókaverslanir hér-
lendis en fyrir þær
sem ekki geta beðið
fæst hún inni á
www.amazon.com
og kostar í kringum
tíu dollara.
• Ef hann er virkilega spenntur fyr-
ir þér þá býður hann þér á deit.
• Ef hann er skotinn í þér hringir
hann eða sendir sms.
• Ef hann er skotinn í þér langar
hann að fara í sleik við þig.
• Ef hann er skotinn í þér þá sefur
hann ekki hjá neinni annarri.
• Hann er ekki skotinn í þér ef
hann vill bara hitta þig þegar
hann er fullur.
• Hann er ekki skotinn í þér ef
hann vill ekki giftast þér.
• Hann er ekki sérlega spenntur
fyrir þér ef hann hættir með þér.
F2 8 13. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Elva Ósk Ólafsdóttir
leikkona er alin upp í
Vestmannaeyjum og
þurfti að flytjast í
Kópavoginn 1973,
þegar gosið hófst.
Það var einhver versti
tími í lífi hennar. Hún
er núna komin í 101
og finnst eins og hún
hafi alltaf búið þar.
Kirkjuvegur 82, Vestmanneyjar,
1964–1965
Ég fæddist í Vestmannaeyjum, og mitt
fyrsta heimili var á Kirkjuvegi 82 í húsi
sem heitir Breiðuvík. Ég bjó þar reynd-
ar ekki nema í nokkra mánuði.
Amma mín bjó niðri og pabbi byg-
gði hæð ofan á hennar íbúð. Þetta var
svona 70 til 80 fermetra íbúð, og þarna
voru mamma og pabbi með sex börn.
Þetta var allt of lítið og við þurftum að
byggja stærra.
Heiðarvegur 68, Vestmannaeyj-
ar, 1965–1981
Heiðarvegurinn er aðeins ofar í bæn-
um. Þetta var gott leiksvæði og ég lék
mér mikið úti á fótboltavellinum. Svo
voru þarna líka klettar og álfasteinar allt
í kring.
Mín besta minning er samt frá
stærsta herberginu í húsinu, sem var
eldhúsið og var alltaf stútfullt af
skemmtilegu fólki. Þetta hús var því
miður selt úr fjölskyldunni og þegar ég
kem til Vestmannaeyja fæ ég pínulítið
nostalgíukast þegar ég sé húsið, enda á
ég þaðan góðar minningar.
Reynihvammur 6, Kópavogur,
1973
Þangað fluttumst við í nokkra mánuði
eftir að gosið hófst í Eyjum 1973. Þetta
voru einhverjir allra leiðinlegustu mánuð-
ir sem ég hef nokkurn tímann upplifað.
Heiðarvegur 68, Vestmannaeyj-
ar, 1973–1981
Við vorum ein af tíu fyrstu fjölskyldun-
um sem fluttust aftur út í Eyjar og þá
var gosið ennþá í gangi, þrátt fyrir að
búið væri að lýsa yfir að því væri lokið.
Þakið á húsinu hafði þá hrunið, og við
þurftum að byggja það aftur upp. Það
var frekar skrýtið að koma þangað aft-
ur, og við krakkarnir fórum með sleð-
ana okkar og renndum okkur ofan á
húsaþökunum enda allt í ösku.
Bjarkarbraut 5, Dalvík, 1981–1982
Ég eignaðist kærasta og fluttist með hon-
um norður í land. Þetta var rosalega
skemmtileg tilbreyting, og ég man eftir
því hvað mér fannst mikill snjór, sást ekk-
ert í bera jörð nema rétt yfir
sumarmánuðina. Þarna bjó
ég í eitt ár og var útgerðarfrú.
Eignaðist mjög góða vini
sem ég á enn þann dag í dag.
Brimhólabraut 31,
Vestmannaeyjar, 1982
–1985
Þetta var fyrsta íbúðin sem
ég keypti og pabbi minn
þurfti að skrifa undir kaup-
samninginn, af því að ég
var ekki orðin átján ára. Ég
var svolítið að flýta mér.
Þetta var rétt hjá sund-
lauginni í Vestmannaeyjum
og ekkert langt frá Herjólfs-
dalnum, sem kom sér vel á Þjóðhátíð.
Í Vestmannaeyjum er alveg rosaleg-
ur gestagangur, og það var ekkert frá-
brugðið hjá mér, enda hluti af mínu
uppeldi og það er mér nauðsynlegt að
hafa fólk í kringum mig.
Búðargerði, Reykjavík, 1985
Ég fór að leigja með Ósk vinkonu
minni í Reykjavík, enda áttum við okk-
ur þann draum að leigja saman, vinkon-
urnar tvær. Vorum báðar að vinna á
veitingastað, og ég var þarna í inntöku-
prófunum í Leiklistarskólanum. Það
var mikið brallað á þessum fáu mánuð-
um sem þetta stóð yfir.
Rekagrandi, Reykjavík, 1985–
1994
Þarna eignaðist ég mín börn og varð
tveggja barna móðir í vesturbænum.
Þetta var lítil og sæt íbúð á jarðhæð, sem
varð of lítil og við þurftum að selja hana.
Hlégerði, Kópavogur, 1994–
2003
Þetta var rólegur og barngóður staður,
efri hæð og börnin kynntust Kópavogi
og urðu Kópavogsbúar.
Trigecentervej, Árósar, Dan-
mörk, 1996–1997
Barnsfaðir minn fór í sérnám til Árósa,
og við leigðum íbúðina í þetta ár. Þetta
var stórkostlegt og mér fannst frábært
að finna muninn á árstíðunum, finna
fyrir vorinu og haustinu auk þess sem
ég náði að kúpla mig niður í neyslu og
brjálæði, eins og svo margir sem fara í
nám erlendis.
Á þessum tíma var ekki komið jafn
mikið af Íslendingum og í dag, heldur
voru þarna aðallega Tyrkir
og Sómalar. Við vöknuðum
því oft við bænasöng á
morgnana.
Eins og við Eyjamenn
upplifum þegar svartfugl-
seggin koma á vissum ár-
tíma og allir sækja í, þá kom
bíll með sérstöku skro, og
allir sómölsku og tyrknesku
karlarnir hlupu upp til
handa og fóta til þess að ná
sér í.
Það voru þarna fjórar
íslenskar fjölskyldur í sama
hverfi og því varð mikill
samgangur. Þetta kom í
staðinn fyrir fjölskyldu og
fólk leitar til hvers annars með hjálp.
Ég held að allir þeir sem hafa farið í
nám erlendis segi að það sé besti tím-
inn, þó maður eigi ekki mikinn pen-
ing.
Mánabraut, Kópavogur, 2003–
2004
Þetta er æðislegur staður með útsýni
yfir hafið, og mér fannst það frábært að
geta séð sjóinn aftur. Þetta var nokkuð
sem ég vildi upplifa á nýjan leik, enda
vön því að hafa sjóinn fyrir augum
Ásvallagata, Reykjavík, 2004
Hingað kom ég í fyrra, og þetta er hæð
og ris, mikil lofthæð, en enginn sjór.
Það er frábært að vera komin á þetta
svæði, og mér finnst eins og ég hafi
alltaf búið hérna. Núna get ég gengið í
vinnuna í Þjóðleikhúsinu.
Það kom mér á óvart hversu rólegt
það er hérna, en maður getur líka sótt í
menninguna, kaffihúsin og notið þess
að ganga en ekki alltaf vera háð bílnum.
Svo lætur ég mig bara dreyma um
æskuheimilið í Eyjum og reyni eflaust í
framtíðinni að láta verða af því að
kaupa það aftur.
Renndi sér á sleða
eftir öskunni
GÖTURNAR Í LÍFI Elvu Óskar Ólafsdóttur leikkonu
Kirkjuvegur
Heiðarvegur
Reynihvammur
Bjarkarbraut
Brimhólabraut
Búðagerði
Rekagrandi
Hlíðargerði
Trigercentervej
Mánabraut
Ásvallagata
Elva Ósk Ólafsdóttir „Það er mér nauðsynlegt að hafa fólk í kringum mig.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Ekki láta draga þig
á asnaeyrunum