Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 1
FISKVEIÐAR Með aukningu loðnu- kvótans sem Hafrannsóknastofn- unin lagði til í gær gætu út- flutningstekjur aukist um að minnsta kosti 6 milljarða króna, að mati Friðriks J. Arngrímsson- ar, framkvæmdastjóra Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. „Miðað við að allur aflinn veiddist og færi allur í bræðslu,“ sagði hann og kvað útvegsmenn hæstá- nægða með aukninguna. „Þetta skiptir sköpum, því auðvitað var ekki trygging fyrir einu eða neinu fyrr en að loknum mælingum.“ Lagður er til aukinn kvóti til íslenskra skipa upp á 556 þúsund tonn. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk mælingum á loðnugöngu norður og austur af landinu á sunnudag. Heildarkvót- inn verður samkvæmt tillögunni 985 þúsund tonn, en samkvæmt því verður hlutur íslenskra skipa 780 þúsund tonn. Útgefinn bráða- birgðakvóti nam einungis um 224 þúsund tonnum. Reglugerð um kvótaaukninguna er væntanleg á næstu dögum frá sjávarútvegs- ráðherra. Friðrik taldi að menn mættu hafa sig alla við ef nást ætti að veiða allan kvótann. „Þar spilar auðvitað veðurfar inn í,“ sagði hann en í fyrra varð bræla í lok tímabils til þess að ekki náðist að veiða allan kvóta. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur og loðnusérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, segir menn hafa verið orðna nokkuð svartsýna eftir að hafa í haust komið úr loðnuleit „með öngulinn í rassinum“. Hann taldi hlýrri sjó kunna að hafa valdið breyttri dreifingu loðnunnar á haustin. „En hún er alltaf að koma manni á óvart, nú ánægjulega,“ sagði hann og taldi það góða undantekningu. Alls mældust út af Norðurlandi 1.272 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Hjálmar var um borð í Árna Friðrikssyni í „kolvitlausu veðri“ seinni partinn í gær. „Við liggjum undir Langanesi þar til lægir,“ sagði hann, en skipið er á leið til síldarmælinga austur af landinu. - óká MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR KLASSÍSK TÓNLIST OG PASSÍU- LESTUR Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Haydn og György Ligeti klukkan hálf átta í Háskólabíói. Stjórnandi er Ilan Volkov og rithöfundurinn Pétur Gunnars- son les valda kafla úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 13 janúar 2005 – 11. tölublað – 5. árgangur ● hugsanlega á leið í sjónvarpið Reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum Tvíhöfði hættur: ▲ SÍÐA 46 ALFREÐ SEGIST EKKI HÆTTA Alfreð Þorsteinsson segir kröfu um að hann víki vegna langrar reynslu í pólitík út í hött og bendir á að hann hafi verið álíka lengi að og Halldór Ásgrímsson. Sjá síðu 2 FYLGJAST VEL MEÐ FERÐUM TIL ÍSLANDS Upplýsingafulltrúi hjá tollinum í Bremerhaven segir íslensk skip og flug- vélar vera undir sérstöku eftirliti í Þýska- landi. Fíkniefnin sem tekin voru í Hauki ÍS eru margfalt verðmætari en aflinn sem var landað í Þýskalandi. Sjá síðu 4 MINNI VIÐSKIPTAHALLI Forstöðu- maður greiningardeildar Landsbankans segir viðskiptahallann fyrstu níu mánuði síðasta árs minni en búist var við. Skýringin er hugsanlega sú að fólk er ekki bara að eyða í neyslu heldur í húsnæði. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 34 Tónlist 30 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 ● tíska ● heimili ● ferðir Hipphoppskór og úr sem lýsir í myrkri DJ Margeir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ROK OG ÚRKOMA Á LEIÐNNI Úrkomulítið í fyrstu. Slydda og síðar rigning um sunnan- og vestanvert landið í kvöld og nótt. Hlýnandi veður. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Aukinn kvóti gefur sex milljarða í tekjur Hafrannsóknastofnunin leggur til að loðnukvóti íslenskra skipa verði 780 þúsund tonn í stað 224 þúsund tonna. Útflutningsverðmæti aukningarinnar nemur að minnsta kosti 6 milljörðum króna. MIKILL ER MÁTTUR NÁTTÚRUNNAR Vilhjálmur Jónsson stendur við hlið báts sem flóðbylgjan á Indlandshafi fleygði upp á land. Vilhjálmur annast hjálparstarf og uppbyggingu í litlu þorpi á Indlandi sem varð illa úti í hamförunum miklu. HJÁLPARSTARF Íslenskur maður, Vilhjálmur Jónsson, stýrir nú hjálparstarfi og uppbyggingu í þorpinu Thazhankuda á austur- strönd Indlands. Hann segir eyðilegginguna í þorpinu al- gjöra og íbúana í losti nú mörg- um dögum eftir að hamfarirnar dundu yfir á annan dag jóla. Vilhjálmur hefur verið bú- settur á Indlandi í tæpan aldar- fjórðung en hann er í forsvari fyrir líknarfélagið The Family International á þessum slóðum. Þegar fregnir bárust af flóð- unum þusti hann ásamt sínu fólki á vettvang. „Hér og þar sátu íbúarnir eða fjölskyldur inni í miðri hrúgu af braki og rusli og störðu út í tómið,“ segir Vilhjálmur um aðkomuna. Eins og víðast hvar á ham- farasvæðinu er gífurlegt verk framundan. Reisa þarf ný hús yfir fjölda fólks, bora eftir hreinu vatni en einnig áformar Vilhjálmur að útvega þorps- búum nýja báta í stað þeirra sem fórust. Sjá bls. 22 Íslendingur annast hjálparstarf: Stýrir uppbyggingu þorps á Indlandi DAGAR EFTIR AF JANÚARTILBOÐI TOYOTA 19 Avensis Tilboðsverð 2.220.000 kr. Inni í Fréttablaðinu í dag Menningarsetrið Bæjarútgerð Hafnarfjarðar kveður ■ Göturnar í lífi Elvu Óskar leikkonu ■ Helgi Björns eldar ítalskt Matgæðingurinn Ellý Ármannsdóttir ■ Sjónlistahjónin Brian Griffin og Brynja Sverrisdóttir ■ Fótboltahatur F22. TBL. 2. ÁRG. 13. 1. 2005 Ásberg Pétursson Íslenskir nútímalistamenn - njóta ekki góðs af góðærinu SELUR 200 MILLJÓN KRÓNA HEIMILI SEM ER ÓÐUR TIL HÖNNUNAR OG ARKITEKTÚRS N‡tt kortatímabil Nýtt kortatímabilÚTSALA 2001 2002 2003 2004 2005 91 8. 62 9 1. 09 6. 20 3 76 5. 00 0 73 7. 34 5 78 0. 00 0 LOÐNUKVÓTI ÍSLENSKRA SKIPA Á ÁRUNUM 2001-2005 Í TONNUM Heimild: Fiskistofa Umhverfisráðuneyti: Dómnum áfrýjað DÓMSMÁL Hjörleifur Guttormsson segir að Reyðarál hafi ekki lengur starfsleyfi eftir að dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þess efnis að Reyðarál þurfi að fara í nýtt umhverfismat. Því séu öll leyfi sem byggja á mati á umhverfisáhrifum ógild. Magnús Jóhannesson ráðu- neytisstjóri umhverfisráðuneytis- ins undrast dóminn og telur hann rangan. Þegar hefur verið ákveðið, í samráði við ríkislögmann, að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. sjá síðu 2 - ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.