Fréttablaðið - 13.01.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 13.01.2005, Síða 1
FISKVEIÐAR Með aukningu loðnu- kvótans sem Hafrannsóknastofn- unin lagði til í gær gætu út- flutningstekjur aukist um að minnsta kosti 6 milljarða króna, að mati Friðriks J. Arngrímsson- ar, framkvæmdastjóra Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. „Miðað við að allur aflinn veiddist og færi allur í bræðslu,“ sagði hann og kvað útvegsmenn hæstá- nægða með aukninguna. „Þetta skiptir sköpum, því auðvitað var ekki trygging fyrir einu eða neinu fyrr en að loknum mælingum.“ Lagður er til aukinn kvóti til íslenskra skipa upp á 556 þúsund tonn. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk mælingum á loðnugöngu norður og austur af landinu á sunnudag. Heildarkvót- inn verður samkvæmt tillögunni 985 þúsund tonn, en samkvæmt því verður hlutur íslenskra skipa 780 þúsund tonn. Útgefinn bráða- birgðakvóti nam einungis um 224 þúsund tonnum. Reglugerð um kvótaaukninguna er væntanleg á næstu dögum frá sjávarútvegs- ráðherra. Friðrik taldi að menn mættu hafa sig alla við ef nást ætti að veiða allan kvótann. „Þar spilar auðvitað veðurfar inn í,“ sagði hann en í fyrra varð bræla í lok tímabils til þess að ekki náðist að veiða allan kvóta. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur og loðnusérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, segir menn hafa verið orðna nokkuð svartsýna eftir að hafa í haust komið úr loðnuleit „með öngulinn í rassinum“. Hann taldi hlýrri sjó kunna að hafa valdið breyttri dreifingu loðnunnar á haustin. „En hún er alltaf að koma manni á óvart, nú ánægjulega,“ sagði hann og taldi það góða undantekningu. Alls mældust út af Norðurlandi 1.272 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Hjálmar var um borð í Árna Friðrikssyni í „kolvitlausu veðri“ seinni partinn í gær. „Við liggjum undir Langanesi þar til lægir,“ sagði hann, en skipið er á leið til síldarmælinga austur af landinu. - óká MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR KLASSÍSK TÓNLIST OG PASSÍU- LESTUR Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Haydn og György Ligeti klukkan hálf átta í Háskólabíói. Stjórnandi er Ilan Volkov og rithöfundurinn Pétur Gunnars- son les valda kafla úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 13 janúar 2005 – 11. tölublað – 5. árgangur ● hugsanlega á leið í sjónvarpið Reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum Tvíhöfði hættur: ▲ SÍÐA 46 ALFREÐ SEGIST EKKI HÆTTA Alfreð Þorsteinsson segir kröfu um að hann víki vegna langrar reynslu í pólitík út í hött og bendir á að hann hafi verið álíka lengi að og Halldór Ásgrímsson. Sjá síðu 2 FYLGJAST VEL MEÐ FERÐUM TIL ÍSLANDS Upplýsingafulltrúi hjá tollinum í Bremerhaven segir íslensk skip og flug- vélar vera undir sérstöku eftirliti í Þýska- landi. Fíkniefnin sem tekin voru í Hauki ÍS eru margfalt verðmætari en aflinn sem var landað í Þýskalandi. Sjá síðu 4 MINNI VIÐSKIPTAHALLI Forstöðu- maður greiningardeildar Landsbankans segir viðskiptahallann fyrstu níu mánuði síðasta árs minni en búist var við. Skýringin er hugsanlega sú að fólk er ekki bara að eyða í neyslu heldur í húsnæði. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 34 Tónlist 30 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 ● tíska ● heimili ● ferðir Hipphoppskór og úr sem lýsir í myrkri DJ Margeir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ROK OG ÚRKOMA Á LEIÐNNI Úrkomulítið í fyrstu. Slydda og síðar rigning um sunnan- og vestanvert landið í kvöld og nótt. Hlýnandi veður. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Aukinn kvóti gefur sex milljarða í tekjur Hafrannsóknastofnunin leggur til að loðnukvóti íslenskra skipa verði 780 þúsund tonn í stað 224 þúsund tonna. Útflutningsverðmæti aukningarinnar nemur að minnsta kosti 6 milljörðum króna. MIKILL ER MÁTTUR NÁTTÚRUNNAR Vilhjálmur Jónsson stendur við hlið báts sem flóðbylgjan á Indlandshafi fleygði upp á land. Vilhjálmur annast hjálparstarf og uppbyggingu í litlu þorpi á Indlandi sem varð illa úti í hamförunum miklu. HJÁLPARSTARF Íslenskur maður, Vilhjálmur Jónsson, stýrir nú hjálparstarfi og uppbyggingu í þorpinu Thazhankuda á austur- strönd Indlands. Hann segir eyðilegginguna í þorpinu al- gjöra og íbúana í losti nú mörg- um dögum eftir að hamfarirnar dundu yfir á annan dag jóla. Vilhjálmur hefur verið bú- settur á Indlandi í tæpan aldar- fjórðung en hann er í forsvari fyrir líknarfélagið The Family International á þessum slóðum. Þegar fregnir bárust af flóð- unum þusti hann ásamt sínu fólki á vettvang. „Hér og þar sátu íbúarnir eða fjölskyldur inni í miðri hrúgu af braki og rusli og störðu út í tómið,“ segir Vilhjálmur um aðkomuna. Eins og víðast hvar á ham- farasvæðinu er gífurlegt verk framundan. Reisa þarf ný hús yfir fjölda fólks, bora eftir hreinu vatni en einnig áformar Vilhjálmur að útvega þorps- búum nýja báta í stað þeirra sem fórust. Sjá bls. 22 Íslendingur annast hjálparstarf: Stýrir uppbyggingu þorps á Indlandi DAGAR EFTIR AF JANÚARTILBOÐI TOYOTA 19 Avensis Tilboðsverð 2.220.000 kr. Inni í Fréttablaðinu í dag Menningarsetrið Bæjarútgerð Hafnarfjarðar kveður ■ Göturnar í lífi Elvu Óskar leikkonu ■ Helgi Björns eldar ítalskt Matgæðingurinn Ellý Ármannsdóttir ■ Sjónlistahjónin Brian Griffin og Brynja Sverrisdóttir ■ Fótboltahatur F22. TBL. 2. ÁRG. 13. 1. 2005 Ásberg Pétursson Íslenskir nútímalistamenn - njóta ekki góðs af góðærinu SELUR 200 MILLJÓN KRÓNA HEIMILI SEM ER ÓÐUR TIL HÖNNUNAR OG ARKITEKTÚRS N‡tt kortatímabil Nýtt kortatímabilÚTSALA 2001 2002 2003 2004 2005 91 8. 62 9 1. 09 6. 20 3 76 5. 00 0 73 7. 34 5 78 0. 00 0 LOÐNUKVÓTI ÍSLENSKRA SKIPA Á ÁRUNUM 2001-2005 Í TONNUM Heimild: Fiskistofa Umhverfisráðuneyti: Dómnum áfrýjað DÓMSMÁL Hjörleifur Guttormsson segir að Reyðarál hafi ekki lengur starfsleyfi eftir að dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þess efnis að Reyðarál þurfi að fara í nýtt umhverfismat. Því séu öll leyfi sem byggja á mati á umhverfisáhrifum ógild. Magnús Jóhannesson ráðu- neytisstjóri umhverfisráðuneytis- ins undrast dóminn og telur hann rangan. Þegar hefur verið ákveðið, í samráði við ríkislögmann, að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. sjá síðu 2 - ss

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.