Fréttablaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 26
[
LISTASMIÐJAN
KERMIK OG GLERGALLERÝ
Kothúsum, Garði , s: 422-7935
Opið alla daga: Mánudaga- föstudaga 10-18
Laugardaga og sunnudaga 13-18
Námskeið að hefjast í glerbræðslu og
keramikmálun. Einnig fyrir hópa
Kringlunni - sími : 533 1322
Pottar og pönnur
20% afsláttur
Vandaðar heimilis og gjafavörur
Mikið úrval
af viðarörnum og
eldstæðum
Arinbúðin
Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið)
Sími 567 2133 · www.arinn.is
Hvernig líður þér
á heimili þínu?
Litavalið skiptir máli.
Litavalið ræður sennilega mestu um
það hvernig andrúmsloftið er í hverju
herbergi í húsinu. Best er að nota
hlýja og róandi liti í herbergjum þar
sem fólk á að dvelja eins og í stof-
unni, borðstofunni og fjölskylduher-
berginu. Ef fjölskyldan á að komast í
gang á morgnana er sniðugt að hafa
bjarta pastelliti í eldhúsinu. Svefnher-
bergi er svo best að hafa í daufum
og hlutlausum lit svo að fólk nái
þeirri slökun þar sem æskileg er. Það
er líka hægt að notast við mismun-
andi yfirbreiðslur og púða til að
skapa öðruvísi andrúmsloft, einkum
þegar von er á gestum eða eitthvað
sérstakt stendur til. Þó er vert að
hafa það í huga hvernig húsið er í
laginu svo fólk upplifi ekki óþægilega
mörg geðbrigði milli herbergja.
Sterkir litir geta hjálpað fjölskyldunni
í gang á morgnana
„Ég er oft spurð að því hvort það
kvikni ekki auðveldlega í blómun-
um,“ segir Hélene og hlær en vill
meina að það sé enginn eldhætta á
ferð, að minnsta kosti ekki meiri
en á seríum með pappa og plasti
utan um ljósin. Fallegu seríurnar
hennar sáust fyrst á jólasýningu
Handverks og hönnunar en nú eru
þær einnig til sölu í Iðu húsinu og
í Jólahúsinu á Skólavörðustíg og
kosta 3.500 krónur.
„Það eru um tvö ár síðan ég bjó
til þessar seríur og þær hafa bara
hangið í glugganum hjá mér þang-
að til ég kom þeim loksins í sölu,“
segir Hélene og tekur fram að hún
láti þær hanga allt árið og þær séu
ekkert sérstaklega hugsaðar fyrir
jólin. „Ég bjó í risi og fólk spurði
mig oft hvaða sérstöku blóm ég
væri með í glugganum, en þetta
leit út fyrir að vera einhverskonar
blómstrandi klifurjurt,“ segir
Hélene sem segist þó aldrei kveik-
ja á seríunni á sumrin því þá sé að
sjálfsögðu of bjart.
Hélene þæfir aðeins íslenska
ull en hún er sérstaklega hrifin af
henni. „Íslenska ullin er svo lif-
andi og hefur svo fallegan glans í
sér sem næst ekki fram þegar er-
lend ull er þæfð,“ segir Hélene
sem stefnir á að vinna enn frekar
með þæfðu ullina en síðasta verk
hennar var úlpa á dóttur hennar.
„Hún er búin að vera í henni í all-
an vetur og henni er aldrei kalt,“
segir Hélene.
kristineva@frettabladid.is
Nýr heimur í gluggatjöldum
Nútíma gluggatjöld á Suðurlandsbraut 8 í Reykjavík býður upp á gríðarlegt úrval gluggatjalda
sem sum hafa ekki sést áður.
„Gluggatjöldin okkar koma frá
hollenska fyrirtækinu Hunter
Douglas sem er gríðarstórt fyrir-
tæki. Það má segja að það sé eigin-
lega eini risinn í gluggatjalda-
bransanum. Þeir framleiða Luxa-
flex-gluggatjöld sem við seljum.
Þetta er afskaplega vönduð vara
og mikið úrval, hvort sem um ræð-
ir efni eða lit,“ segir Ólafur Kr.
Sigurðsson, eigandi Nútíma
gluggatjalda og Nútíma húsgagna.
Og ekki vantar úrvalið í Nú-
tíma. „Við erum með rúllugard-
ínur, rimlagardínur úr áli, strim-
lagardínur, felligardínur og
svokölluð screen-gluggatjöld.
Þetta er nýr heimur í glugga-
tjöldum því sjaldan hefur sést
eins mikið úrval í útfærslum, lit-
um og efni og þvílík gæði. Upp-
setningin er líka aðgengileg og
afskaplega góð.“
Nútíma hefur selt glugga-
tjöld í um tvo til þrjá mánuði og
hefur verslunin fengið gríðar-
lega góðar viðtökur. „Ég hef ver-
ið í verslunarbransanum ansi
lengi og hef aldrei haft eins
ánægða viðskiptavini. Við selj-
um líka skrifstofuhúsgögn í Nú-
tíma húsgögn í sama húsnæði og
sú vara er líka skemmtileg og
vönduð og fólk hefur tekið henni
afskaplega vel,“ segir Ólafur að
lokum. ■
Hélene Magnússon hefur búið til fallegar ljósaseríur með blómum úr þæfðri ull.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Borðdúkar
Veldu borðdúk sem auðvelt er að þrífa eða setja í hreinsun, þá þarf enginn að fara á
taugum þó það fari á hann sósuslettur eða smá rauðvín og kaffi. Dúkar með miklu
mynstri geta einnig verið hentugir því ef blettirnir nást ekki alveg úr, þá falla þeir
jafnvel bara inn í mynstrið.
Elísabet Ásgeirsdóttir er starfsmaður í versluninni Nútíma gluggatjöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Nothæfar allt árið
Fallegar ljósaseríur Hélene Magnússon hafa vakið athygli en
utan um perurnar eru túlípanablóm úr þæfðri ull.
]