Fréttablaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 8
1Hvað hafa margir látist vegna flóð-bylgjunnar í Asíu? 2Forseti hvaða lands sór embættiseið ígær? 3Lið hvaða skóla sló Menntaskólann íReykjavík út úr Gettu betur? SVÖRIN ERU Á BLS. 42 VEISTU SVARIÐ? 8 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Hákon Eydal banamaður Sri Rahmawati: Gerir athugasemd við geðrannsóknina DÓMSMÁL Hákon Eydal, sem varð Sri Rahmawati að bana, hefur hætt við að fara fram á að dómskvaddir matsmenn geri aðra geðrannsókn á honum en hann er að hluta til ósáttur við þá geðrannsókn sem gerð hefur verið. Milliþinghald var í málinu gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í stað þess að farið væri fram á aðra geðrannsókn voru gerðar athugasemdir við rann- sóknina sem fyrir liggur. Hákon er ekki sáttur við suma þætti rannsóknarinnar, rangt sé farið með sumt og í öðru gæti óná- kvæmni. Meðal annars er hann ósáttur við þann hluta er lýtur að vímuefnaneyslu hans og seg- ir engar forsendur vera fyrir þeirri niðurstöðu sem geðlækn- irinn komst að. Eins gerir verj- andi Hákonar athugasemd við að úr geðrannsókninni komi endanleg niðurstaða. Hákon er sagður sakhæfur en verjandi hans segir slíkt vera lögfræði- legt mat og dómsins að meta út frá geðrannsókninni. Aðalmeðferð í málinu verður 4. mars næstkomandi. - hrs Blóðbankinn fagnar góðum viðtökum: Tugir vilja gefa stofnfrumur HEILBRIGÐISMÁL Tugir fólks hafa gefið sig fram til stofnfrumu- gjafa frá því að íslensk stofn- frumugjafaskrá var kynnt fyrr í vikunni, að sögn Sveins Guð- mundssonar, forstöðulæknis Blóðbankans. Hann sagði að undirtektir blóðgjafa á þessum fáeinu dögum sem liðnir væru frá kynningunni væru framar vonum. Hin nýja íslenska stofn- frumugjafaskrá verður hluti af norsku stofnfrumugjafaskránni. Upplýsingar um íslenska gjafa verða því sendar til Noregs. Sveinn sagði að stefnt væri að því að skrá 500 sjálfboðaliða í stofnfrumugjafaskrána hér á landi á þessu ári og alls 2.500 að fimm árum liðnum. Lyfjafyrir- tækið Actavis og Norræna ráð- herranefndin hafa styrkt Blóð- bankann í tengslum við stofnun stofnfrumugjafaskrárinnar. Sjúklingarnir sem þurfa á stofnfrumum að halda eru oftast með illkynja blóðsjúkdóma eða eitlaæxli en jafnframt getur verið um að ræða sjúklinga með meðfædda ónæmisgalla. Ef sjálfboðaliði er með sama, eða mjög líkan, vefjaflokk og sjúk- lingur með illkynja sjúkdóm einhvers staðar í heiminum er þess farið á leit við viðkomandi að hann gefi sjúklingi stofn- frumur. Með stofnun skrár á Ís- landi aukast líkur enn frekar á því að sjúklingar hér á landi geti fengið stofnfrumur ef á þarf að halda. - jss Vestmannaeyjagöng fyrir 14-16 milljarða Ný könnun eins stærsta verktaka á Norðurlöndum bendir til meir en helmingi lægri kostnaðar við Eyjagöng en áður. Árni Johnsen segir fjárhæðina álíka þeirri sem fari í rekstur Herjólfs á 30 árum. SAMGÖNGUR Borun jarðganga á milli fastalandsins og Vest- mannaeyja myndi kosta 14-16 milljarða króna og fram- kvæmdatími yrði 6 ár. Þetta er niðurstaða kostnaðaráætlunar NCC, eins stærsta verktakafyrir- tækis á Norðurlöndum. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingis- maður og helsti hvatamaður að þessari nýju könnun, segir að þetta sýni að Vestmannaeyja- göng séu ekki verkefni framtíðar heldur nútíðar: „Það bendir allt til að það fari minna fjármagn til vegganga milli lands og Eyja en ætla má að fari í Herjólf á 30 árum.“ Árni bendir á að nú sé komið að því að taka ákvörðun um endurnýjun Herjólfs, göng eða höfn í Bakkafjöru. Þessi kostnaðaráætlun er miklu lægri en áætlun sem Línu- hönnun og breskt fyrirtæki unnu á síðasta ári en þar var gert ráð fyrir 38 milljarða kostnaði. Hafa ber í huga að ekki er gert ráð fyrir virðisaukaskatti í nýju könnuninni eins og í þeirri. Talið er að nauðsynlegar rann- sóknir, sem leggja þarf í áður en hægt er að slá því föstu hvaða leið sé fær, nemi 25 milljónum króna. Árni Johnsen er bjartsýnn á að þær fáist miðað við yfirlýsingar samgönguráðherra og þingmanna Suðurkjördæmis og geti byrjað strax í vor. 16 milljarða myndi verkið kosta ef gangaopið verður við Kross í Landeyjum en ef rann- sókn staðfestir vísbendingar um að grynnra sé niður á fast berg sunnan eða norðan við Kross, myndi kostnaður lækka verulega. Gunnar I. Birgisson, alþingis- maður og áður umsvifamikill verktaki, var Árna Johnsen til fulltingis á blaðamannafundin- um: „Ef svo virtur verktaki skrif- ar upp á þetta er það mjög at- hyglisvert og ber að taka alvar- lega.“ Í hugmyndum Árna Johnsen og félaga er gert ráð fyrir að greitt verði veggjald 2.500 til 3.000 kr. á bíl og miðað við for- sendur Hagfræðistofnunar Há- skólans, það er 600 bíla umferð á dag, í úttekt á þjóðhagslegri hag- kvæmni gengi dæmið upp á 50 árum. „Þessi vegtenging myndi kosta aðeins eðlilegt vegaviðhald næstu hundruð árin,“ segir Árni Johnsen. a.snaevarr@frettabladid.is Loðnuveiðar: Mokveiði LOÐNA Mjög góð loðnuveiði hefur verið síðustu daga en loðnan hef- ur fært sig nokkuð frá landi og er veiðisvæðið nú um 70 til 100 míl- ur úti af Austfjörðum. Upp úr há- degi í gær tók að bræla og héldu flest loðnuskipin til hafnar en þá höfðu Samtökum fiskvinnslu- stöðva borist tilkynningar um samtals 90 þúsund tonna afla frá áramótum. Karl Már Einarsson, útgerðar- stjóri Eskju á Eskifirði, segir að skip félagsins séu nú búin að veiða tæplega þriðjung af þeim liðlega 66 þúsund tonnum sem Eskja fékk úthlutað. „Ég óttast ekki að við náum ekki öllum okkar kvóta,“ sagði Karl. - kk KYNNINGARMYND KORTSINS Á myndinni hefur íslenska gæsin verið klippt út úr náttúrunni, en samtökin segja að svo muni fara nái markmið stjórnvalda fram að ganga. Nýtt Íslandskort: Ísland örum skorið NÁTTÚRUVERND Tíu náttúruvernd- arsamtök gefa út kortið „Ísland örum skorið“ sem sýnir hvaða breytingar verða á miðhálendi Ís- lands ef stóriðjuáform stjórn- valda ná fram að ganga. Af því tilefni verður opinn kynningar- fundur á Hótel Borg klukkan 13 í dag. Markmið útgáfunnar er að upplýsa almenning um virkjana- og stóriðjuáform stjórnvalda og hvaða breytingar á miðhálendi Ís- lands þau hafa í för með sér. Fundarstjóri er Ásta Arnar- dóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur kynnir kortið og erindi flytja Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur, Þor- valdur Þorsteinsson listamaður og Ragnhildur Sigurðardóttir. - bs Til Íraks að hitta systur Ruthar Reginalds með fokdýra líftryggingu og skothelt vesti Uggur í brjósti konu Jóns Ársæls – hefur þú séð DV í dag? STOFNFRUMUGJAFAR Blóðgjafar hafa verið duglegir að láta í sér heyra eftir að stofnfrumugjafa- skráin var kynnt. HÁKON EYDAL Ósáttur við hluta geðrannsóknarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FORSENDUR ÁRNA JOHNSEN OG NCC: Veggöng milli lands og Eyja: 14-16 milljarðar Endurnýjun og rekstur Herjólfs: 15-21 milljarður á 30 árum Ferjuaðstaða og skip í Bakkafjöru: Á annan tug milljarða á 30 árum BLAÐAMANNAFUNDUR ÁHUGAMANNA UM VEGGÖNG TIL EYJA „Er ekki á leið í pólitík á ný,“ sagði Árni Johnsen á fundinum. Með Árna á myndinni eru f.v. Helgi Bragason lögmaður, Magnús Kistinsson útgerðarmaður og Gunnar I. Birgisson alþingismaður. HUGMYND AÐ LEGU GANGANNAGöng frá Krossi til Eyja kosta 14-16 milljarða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.