Fréttablaðið - 27.01.2005, Síða 1
HEILBRIGÐISMÁL Íslenskir læknar
sinna tilkynningarskyldu sinni
varðandi aukaverkanir lyfja ekki
sem skyldi, að sögn Rannveigar
Gunnarsdóttur, forstjóra Lyfja-
stofnunar. Aðeins þrjár tilkynning-
ar um aukaverkanir gigtarlyfsins
Vioxx bárust stofnuninni á árabil-
inu 2000 til 2004, þeim tíma sem
lyfið var á markaði hér, þar af
tvær alvarlegar. Rannveig sagði
Lyfjastofnun ekki hafa borist nein-
ar tilkynningar um dauðsföll tengd
notkun lyfsins hér á Íslandi.
Hún sagði að aðstandendur
tveggja sjúklinga hefðu haft sam-
band við Lyfjastofnun vegna gruns
um að sjúklingarnir hefðu skaðast
alvarlega af notkun lyfsins, annar
þeirra jafnvel látist af völdum
þess, en það væru einungis vanga-
veltur eftir að umræðan hefði haf-
ist um aukaverkanir þess.
Mikið hefur verið rætt erlendis
um aukaverkanir gigtarlyfsins
Vioxx, sem tekið var af markaði
eftir að þrjár klínískar rannsóknir
höfðu sýnt að hætta væri á hættu-
legum aukaverkunum af notkun
þess, þar á meðal hjartaslagi og
heilablóðfalli. Sérfræðingar bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu telja að
fjöldi sjúklinga hafi fengið hjarta-
sjúkdóma eða jafnvel látist af
völdum aukaverkana.
Ljóst er af tölum frá Trygginga-
stofnun að notkun lyfsins hefur
verið mikil hér á landi á þeim tíma
sem það var leyft.
„Það skortir á að íslenskt heil-
brigðisstarfsfólk sinni þessari til-
kynningaskyldu sinni,“ sagði
Rannveig. „Sumir læknar hringja
jafnvel í okkur og velta því fyrir
sér hvort um aukaverkanir geti
verið að ræða í ákveðnum tilvik-
um. Þeir eru þá hvattir til að senda
tilkynningu, en hún kemur allt of
sjaldan.“
„Vegna þessarar umræðu vil ég
benda á að lyfjastofnanir á Evr-
ópska efnahagssvæðinu hafa náið
samstarf,“ sagði Rannveig. „Starf-
andi er vinnuhópur, lyfjagátar-
nefnd, á vegum Lyfjastofnunar
Evrópu. Hann safnar saman upp-
lýsingum um aukaverkanir lyfja
frá öllum löndum og ákveður hvort
skoða þurfi einhver þeirra nánar.
Nú er til dæmis COX 2 hemla lyfja-
flokkurinn í sérstakri skoðun.“
jss@frettabladid.is
Sjá síðu 6
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FIMMTUDAGUR
ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐ-
LAUNIN AFHENT Ólafur Ragnar Gríms-
son forseti afhendir Íslensku bókmennta-
verðlaunin á Bessastöðum í dag. Verðlaunin
verða veitt í flokki fagurbókmennta og flokki
fræðirita og bóka almenns efnis. Fimm
bækur eru tilnefndar í hvorum flokki.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
27. janúar 2005 – 25. tölublað – 5. árgangur
● geta einbeitt sér að rússum
Skyldusigur á Kúvæt
í gærkvöld
HM í Túnis:
▲
SÍÐA 26
HVÍTA HÚSIÐ MEÐ YFIRLÝSINGU
DAVÍÐS Í yfirlýsingu Davíðs Oddssonar frá
18. mars 2003, sem finna má á vef Hvíta
hússins, vísar hann til yfirlýsingar íslensku
ríkisstjórnarinnar um deilurnar í Írak. Ekki var
hægt að fá uppgefið frá ráðuneytum hvaða
yfirlýsingar var verið að vísa til. Sjá síðu 2
ÞINGMENN UNDRANDI Á VERÐ-
HÆKKUNUM Þingmaður Sjálfstæðis-
flokks segir að fullyrt hafi verið á þingi að
raforkuverð myndi ekki hækka svo nokkru
næmi. Nú sé annað að koma í ljós. Þing-
maður Frjálslyndra segir hækkanir allt að 75
prósent. Sjá síðu 4
ÓLÍKT FÓLK – LÍKAR STEFNUR Lítill
stefnumunur er talinn á formannsefnum
Samfylkingarinnar en þó er Össur Skarphéð-
insson talinn hægra megin við miðju en
Ingibjörg Sólrún vinstra megin. Sjá síðu 6
Kvikmyndir 34
Tónlist 30
Leikhús 32
Myndlist 32
Íþróttir 26
Sjónvarp 36
● heimili ● matur ● tíska
Rekur skransölu
með sál í 105
Guðrún Gerður Guðrúnardóttir:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
LITLAR SEM ENGAR BREYTING-
AR Í VEÐRINU og áfram frostlaust um
allt land. Nokkur vindur norðanlands en
annars fremur hæg SV-átt. Sjá síðu 4
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Trassa að tilkynna
aukaverkanir lyfja
Íslenskir læknar standa sig ekki í að tilkynna aukaverkanir lyfja til Lyfjastofn-
unar, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra. Aðeins þrjár tilkynningar
bárust um hið illræmda Vioxx-gigtarlyf á árunum 2000 til 2004.
FLOGIÐ HÆRRA Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Hannes Smárason stjórnarformaður undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupa-
samning í sögu félagsins. Samningurinn hljóðar upp á kaup á tíu Boeing 737-800 þotum fyrir 40 milljarða króna. Stofnað verður dóttur-
félag sem sér um kaup og útleigu flugvéla. Vélarnar verða afhentar árin 2006 og 2007 og munu verða leigðar áfram. Sjá nánar síðu 22.
KJARAMÁL Nýjasti dómur Hæsta-
réttar í máli gegn Akureyrarbæ
er varðar mismunun vegna kyn-
bundins launamunar markar
tímamót. Þetta segir Sif Konráðs-
dóttir hæstaréttarlögmaður.
Hæstiréttur staðfesti að
starf kvenkyns deildarstjóra á
félagsmálastofnun Akureyrar-
bæjar væri jafnverðmætt og
starf karlkyns deildartækni-
fræðings hjá sama bæjarfélagi.
„Dómurinn gæti hugsanlega
haft áhrif á kjarasamninga
háskólastétta, en í málinu voru
stjórnunarstöður taldar jafn verð-
mætar sem krefjast háskóla-
menntunar annars vegar á sviði
félagsvísinda og hins vegar
tæknifræði,“ segir Sif.
Gísli Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Bandalags háskóla-
manna, segir að staðfestur launa-
munur sé milli kynjanna. „Al-
mennt skortir aðferðafræði við að
bera saman ólík störf. Í þessum
dómi var aðferðafræðin til staðar
og vildi ég óska þess að svo væri
víðar svo stórar hefðbundnar
kvennastéttir háskólamenntaðs
fólks gætu borið kjör sín saman
við það sem þær teldu sambæri-
legt,“ segir Gísli. - sda
Jafnréttismál gegn Akureyrarbæ:
Tímamótadómur vegna
kynbundins launamunar
Inni í
Fréttablaðinu
í dag
Stephan Stephensen og Jóhann Jóhannsson ■ Göturnar í lífi Eddu Sverrisdóttur í Flex ■ Skíðað niður Kaldbak
Pönk/diskó á bók ■ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir ■ Franskur klassíker
F24. TBL. 2. ÁRG. 27. 1. 2005
Eftirlaunafrumvarpið
Stríðshanskanum var kastað
Hnakkarnir
hertaka
rokklúkkið
Ætlar ekki að sitja á
varamannabekknum
Ingibjörg
Sólrún
Me›allestur dagblaða
MorgunblaðiðFréttablaðið
69%
49%
ARNALDUR INDRIÐASON
Hástökkvari vikunnar á þýska
metsölulistanum.
Arnaldur Indriðason:
Í öðru sæti í
Þýskalandi
BÆKUR Napóleonsskjölin eftir
Arnald Indriðason er í 2. sæti
þýska bóksölulistans sem birtur
var í gær. Þetta er í fyrsta skipti
sem íslenskum höfundi tekst að
komast svo hátt á metsölulista í
Þýskalandi.
Bókin kom út fyrir tveimur
vikum og skaust þá beint í 25. sæt-
ið en er nú hástökkvari vikunnar.
Arnaldur átti fyrra sölumet Ís-
lendings í Þýskalandi, en á síðasta
ári komst bókin Grafarþögn í 6.
sæti þýska listans.
Sjá síðu 2 í F2
Uppgjör KB banka:
Íslandsmet
í hagnaði
VIÐSKIPTI Hagnaður KB banka
eftir skatta í fyrra nam 15,7 millj-
örðum króna. Ekkert íslenskt
fyrirtæki hefur hagnast viðlíka
mikið áður. Ríflega helmingur
hagnaðar bankans er til orðinn
vegna starfsemi utan Íslands.
Hagnaður bankans fyrir skatta
nam ríflega 20 milljörðum króna.
Stjórn bankans hyggst verja 3,3
milljörðum króna í greiðslu arðs
til hluthafa. Yfir 70 prósent hluta-
fjár eru í íslenskri eigu.
Bankinn hagnaðist um fjóra
milljarða á síðasta fjórðungi lið-
ins árs. Stjórnendur bankans
meta horfur í rekstri hans góðar
fyrir þetta ár.
- hh
Sjá síðu 23
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M