Fréttablaðið - 27.01.2005, Page 6

Fréttablaðið - 27.01.2005, Page 6
6 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Þingmaður Vinstri grænna segir losunarheimildir landsins springa: Mengunarkvótar skapa skriffinnsku ALÞINGI Ekki er ástæða til að setja mengunarkvóta á losunarheimild- ir fyrirtækja á innanlandsmark- aði, sagði Sigríður Anna Þórðar- dóttir umhverfisráðherra á þing- fundi Alþingis í gær. Ávinningur- inn yrði enginn, hagkvæmnin eng- in en umsýslan mikil. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði svör um- hverfisráðherra vonbrigði. Sigríð- ur Anna sagði að ríkjum sem aðild eiga að Kyoto-bókuninni yrði gert að setja upp bókunarkerfi um mengun fyrirtækja. Kerfið yrði vistað hjá Umhverfisstofnun. Breytist aðstæður verði auðvelt að vinna upplýsingar úr kerfinu. Mörður Árnason lagði fyrir- spurn um málið fram. Hann sagði ólíklegt að Íslendingar fengju alltaf heimildir til að menga langt umfram aðrar þjóðir. „Ég er undrandi og hlessa á svörum umhverfisráðherra,“ sagði Mörður á Alþingi. Hugmyndaflug hans hafi ekki náð til þess að stjórnvöld sætu aðgerðalaus gagn- vart aukinni mengun. - gag Össur Skarphéðinsson: Karlinn í brúnni Styrkur Össurar er talinn liggja í því að hann er sitjandi for- maður og þykir hafa unnið gott uppbyggingarstarf, brætt saman ósamstæð flokksbrot og myndað flokk. Össur er tals- maður flokksins á þingi, þar sem Ingibjörg Sólrún á ekki sæti. Þá er hann talinn búa að góðu tengslakerfi, ekki síst úti á landi og hafa til að bera léttleika sem reynist þungur á met- unum á atkvæðaveiðum. Bent er á að hann hafi nær tvöfald- að fylgi flokksins. Mun geta skorað formenn annarra flokka á hólm í þinginu hvenær sem þörf krefur. Veikleikar Össurar eru taldir þeir að hann er sakaður um að vera tækifærissinnaður galgopi sem hafi orðið á ótrúlegar skyssur á borð við Baugsbréfið svokallaða. Skjall pólitískra andstæðinga sýni að hann sé draumaandstæðingur þeirra. Vinnubrögð hans séu tilviljanakennd og hann hafi vanrækt stefnumótun og skipulag fyrir síðustu kosningar. Efasemdir um að illa valin upphlaup í þinginu komi honum til góða. Þykir skorta virðuleika til að eiga erindi í forsætisráðherra- embættið. - ás Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Kona úr borginni Styrkur Ingibjargar Sólrúnar er fyrst og fremst reynsla hennar úr borgarstjórastóli í Reykjavík – sem löngum hefur verið stökkpallur í forsætisráðherrastólinn. Getur státað af því að fylkja vinstrimönnum í R-listanum og vinna borgina af sjálfstæðismönnum. Pólitískur styrkur hennar er sagður hafa verið viðurkenndur þegar hún var forsætisráðherraefni. Þá er sú staðreynd að hún er kona þung á metunum í flokki sem nýtur meiri stuðnings kvenna en karla. Veikleikar Ingibjargar Sólrúnar eru sagðir þeir að hún eigi síður gott með að laða aðra flokka til samstarfs og væri formennska hennar því ávísun á langvinna stjórnarand- stöðu. Sökuð um að hafa gert mörg pólitísk mistök og í raun drepið R-listasamstarfið með brottför úr borgar- stjórastól. Ingibjörg Sólrún er ekki talin búa að sama tengslaneti og Össur, að minnsta kosti ekki á landsbyggð- inni. Talið er að það geti orðið henni fjötur um fót að eiga ekki sæti á þingi. - ás Ólíkt fólk – líkar stefnur Lítill stefnumunur er talinn á formannsefnum Samfylkingarinnar en þó er Össur Skarphéðinsson talinn hægra megin við miðju en Ingibjörg Sólrún vinstra megin. STJÓRNMÁL Fyrsta uppgjör á milli formanns og varaformanns í ís- lenskum stjórnmálum frá 1991 verður í lok maí þegar félagar í Samfylkingunni kjósa á milli sitjandi formanns, Össurar Skarphéðinssonar, og svilkonu hans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sjálfum ber Össuri og Ingibjörgu aðspurðum saman um eitt: „Það er enginn sérstak- ur málefnaágreiningur á milli okkar.“ Almennt er þó Össur Skarp- héðinsson talinn örlítið hægra megin við miðju en Ingibjörg Sólrún vinstra megin. Það á meðal annars rætur að rekja til þess að Össur kom inn í Sam- fylkinguna úr Alþýðuflokknum en Ingibjörg Sólrún úr Kvenna- listanum, en bæði tilheyrðu þau rótttækari öflum þar á undan. Almennt séð er ekki talin til- viljun að Ingibjörg Sólrún hafi tekið að sér forystu í nefndinni sem á að móta framtíðarstefnu flokksins. Hún talar sjálf um „hugmyndafræðilega endurnýj- un“, en í raun nefnir hún fá önn- ur dæmi en um breytt vinnu- brögð. Fylgismaður Össurar segir hins vegar að vissulega hafi Össur tilhneigingu til að bregð- ast við málum fremar en að leggja fram grjótharða stefnu. „Það þykist enginn lengur – ekki heldur Ingibjörg Sólrún – búa yfir stóra sannleikanum og geta vísað á fyrirmyndarríkið.“ Nokkur dæmi eru þó nefnd um ólíkar áherslur: *Varnarmál: Framtíðarnefnd Ingibjargar Sólrúnar vill að Ís- lendingar endurskoði veru hers- ins – sem hvort sem er vilji fara. *Einkavæðing: Framtíðar- nefnd Ingibjargar Sólrúnar lagði til einkavæðingu að hætti Ás- landsskóla en Össur lagðist gegn því. Þetta er talin undantekning- in sem sannar regluna: Össur vinstra megin við Ingibjörgu. *Skattamál: Margþrepa skattkerfi: Ingibjörg Sólrún ljáði máls á því fyrir síðustu kosningar en Össur var á móti. Össur er talinn fúsari að sættast á skattalækkanir en Ingibjörg Sólrún. *Evrópumál: Össur er talinn Evrópusinnaðri en varaformað- urinn. Þá er talað um stíl: Þannig myndi Össur seint tala um stéttabaráttu eins og Ingibjörg Sólrún gerði ekki alls fyrir löngu opinberlega. a.snaevarr@frettabladid.is Aðild að ESB: Enn tíu ár til stefnu SVISS, AP Tíu ár munu líða áður en Tyrkland er í stakk búið að gerast aðili að Evrópusambandinu, sagði Ali Babacan, efnahags- málaráðherra tyrknesku ríkis- stjórnarinnar, á fundi um efna- hagsmál sem haldinn er í Davos í Sviss. „Við erum á réttri leið en mjög langt samningaferli er fram und- an,“ sagði Babacan. Verðbólga í Tyrklandi nam níu prósentum í fyrra og átján pró- sentum árið 2003. Babacan sagði unnið að því að auka fjárfestingu í fátækustu héruðum Tyrklands og minnka verðbólgu. ■ GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytt áfengislög. Hann sagði vonbrigði að framsóknarmenn vildu ekki taka þátt í að styrkja íslenskan heimilisiðnað. Litla bruggmálið: Breyta þarf áfengislögum ALÞINGI Leyfa verður fólki að framleiða léttvín og líkjöra, sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, á þingfundi Alþingis í gær. Guðjón er flutningsmaður frumvarps um breytt áfengislög, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum Alþingis utan Framsókn- arflokksins. „Ég tel að þarna sé eftir þó nokkru að slægjast,“ sagði Guð- jón. Yrði heimilt að brugga kæmi þekking og hæfileikar fólks til framleiðslu íslenskra vína upp á yfirborðið. Það gæti leitt til at- vinnurekstrar á því sviði í fram- tíðinni. - gag Hefurðu dottið í hálkunni í vetur? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu staðið við áramóta- heitin? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 81% 19% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 Lífsreynslusagan • Heilsa • • Matur • Krossgátur 4. tbl. 67. árg., 26. jan úar 2005. Aðeins 599 kr. g•á~t Persónuleikaprófið Ólöf Dagný, fyrrver andi eiginkona Loga Be rgmanns, og Sigurður Tómas Lítil nafna- bók fylgir frítt með atyÇtu™ ~ Yfir þús und nö fn afna bók0 4.tb l. 0 5 Ástfangin og alsæl Rannveig biskupsd óttir er komin 7 mánuði á leið Fékk heilablæðingu fyrir tæpu ári Í heimsókn hjá Moggaritstjóra yÜ}™áxÅ| xç~áà Lengið lífið á 24 tímum Gáfu Kínabarni nýtt og betra líf Átak Vikunnar og H reyfingar Matardagbók S tínu hjá framakonum Sannkallaðkraftaverk! llr ft r ! 00 Vikan04. tbl.'05-1 14.1.2005 14:28 Page 1 Náðu í eintak á næsta sölustað ný og f rsk í hverri viku atyÇtu™~ Yfir þúsund nöfn INGIBJÖRG SÓLRÚN OG ÖSSUR Tekist er á um persónur með ólíka styrkleika og veikleika í formannsslag Samfylkingarinnar. SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Umhverfisráðherra segir losunarheim- ildir vegna mengunar fyrirtækja óþarfar. Hvorki yrði ávinningur né hagkvæmni af þeim en umsýslan yrði mikil. Tryggingastofnun ríkisins: Vioxx fyrir hálfan milljarð HEILBRIGÐISMÁL Íslendingar notuðu mikið af svokölluðum coxhib-lyfj- um á árunum 2000-2004, sam- kvæmt tölum frá Tryggingastofn- un ríkisins. Kostnaðurinn vegna tveggja tegunda, Vioxx og Celebra, nam á þessu árabili 786,8 milljónum króna. Þar af greiddi Tryggingastofnun ríkisins 608,9 milljónir. Stærstur hluti kostnaðar Tryggingastofnunar kom til vegna mikillar notkunar á gigtar- lyfinu Vioxx, ríflega 460 milljónir króna. Er gert ráð fyrir að yfir 1.000 íslenskir sjúklingar hafi not- að það. Heildarkostnaðurinn við þetta lyf nam hins vegar nær 600 milljónum króna. - jss KOSTNAÐUR VIÐ VIOXX 2000 – 2004 Ár Greiðslur TR Kostnaður 2000 9.305. 939 12.761.916 2001 135.522.767 173.785.190 2002 138.871.687 176.610.171 2003 110.164.564 138.772.430 *2004 66.682.804 82.938.432 *Árið 2004 eru gögn fyrir janúar til nóv- ember. Tölur fengnar úr gagnagrunni TR.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.