Fréttablaðið - 27.01.2005, Page 22

Fréttablaðið - 27.01.2005, Page 22
F2 2 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Morgunmatur: Njóttu þess að sofa út, það gefur hraustlegt útlit og aukna krafta. Þegar þú vaknar skaltu leggja leið þína á Gráa köttinn og fá þér beyglu með túnfisksalati og sterkan kaffi latte. Það er himneskt. Íþróttir: Dragðu vin eða maka með þér á dansnámskeið og njóttu þess að svífa í örmum hans um gólfið. Þegar heim er komið getið þið haldið áfram að æfa ykkur. Við fótamenntina brennið þið fullt af kaloríum og hafið gaman af. Kvikmyndin: Nýja myndin með Nicole Kidman, Birth, lofar góðu og væri ekki úr vegi að skella sér á hana. Sérstak- lega ef þú hrífst af yfirnáttúru- legum hlutum. Sjónvarp ið : Komdu þér vel fyrir fyrir fram- an sjónvarpið á s u n n u d a g s - kvöldið. Byrj- aðu á því að poppa upp á gamla mátann og fáðu þér sódavatn með. Byrjaðu á að horfa á Sjálfstætt fólk með Jóni Ársæli. Þar á eft- ir skaltu kíkja á Cold Case og svo er gott að enda sjónvarps- glápið á Twenty Four. Drykkur: Losaðu lík- amann við öll aukaefni og hreinsaðu líkamann að innan með Suttunga- mjöður frá Jurta- apótekinu. Duftinu er blandað í heitt vatn og drukkið eins og te. Eftir tvær vik- ur áttu að finna verulegan mun á þér og líða miklu betur. Afþreying: Að spila á spil er alltaf jafn góð afþreying. Sláðu upp kleppara- keppni í góðra vina hópi meðan þið gæðið ykkur á krembrauði og appelsíni í flösku. Matreiðslan: Hugsaðu um heilsuna og eldaðu hollan skyndibita heima fyrir. Settu rauða spagetti- sósu út á speltpasta og hafðu nóg af klettasalati til hliðar. Þetta er alveg herra- mannsmatur og tekur ekki meira en tíu mínútur að út- búa. velurF2 150.000 kr. AUKAHLUTAPAKKI Dráttarbeisli og vetrardekk fylgja öllum Nissan X-Trail jeppum sem keyptir eru í janúar 2005. NISSAN X-TRAIL 34.653 kr. á mán.*TILBO‹SVER‹ 2.990.000 kr. Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is SKIPT_um væntingar SKIPT_um gír JANÚARTILBO‹ Á NISSAN Velgengni sakamálahöfundarins Arn- alds Indriðasonar virðist engan endi ætla að taka. Ekki er nóg með að nýjas- ta bók hans, Kleifarvatn, hafi slegið Ís- landsmet í sölu, heldur eru Napóleons- skjölin búin að koma sér fyrir í öðru sæti þýska kiljulistans. Bókin sem kom út fyrir tveimur vikum síðan, og skaust þá beint í 25. sætið, er nú hástökkvari vik- unnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur höfundur eða bók kemst svo hátt á þýska listanum, en bókin segir frá flug- vélabraki sem finnst á Vatnajökli og at- burðarrás í kringum það, og kemur meðal annars bandaríski herinn mikið fyrir í bókinni. F y r s t a upplagið var gefið út í 120 þúsund ein- tökum, og selst hún það vel, að önnur prentun er nú komin í gang, en þá verður hún gefin út í 35 þúsund e i n t ö k u m . Þess má til gamans geta, að þegar Napóleonsskjölin komu fyrst út hér á landi, þá seldist hún einungis í 900 eintökum, þannig að margt vatn hefur runnið til sjávar síðan. Bókin hef- ur einnig verið að fá frábæra dóma í Þýskalandi, og mörgum gagnrýnendum finnst hún vera jafnoki hinnar marg- verðlaunuðu bókar Peters Høeg, Lesið í snjóinn. Þjóðverjar virðast kunna vel að meta bækur Arnalds, því hann á einnig fyrra metið, en bókin Grafarþögn komst í sjöunda sæti listans í fyrra. Síðar á þessu ári munu koma út fjórar bækur eftir Arnald, þar á meðal Kleifarvatn sem Þjóðverjar gleypa örugglega við, enda gerist bókin að nokkru leyti í gamla Austur-Þýskalandi. En það er ekki nóg með að Arnald- ur sé að leggja undir sig glæpasögu- markað Þýskalands, því Grafarþögn hefur verið að fá frábæra dóma í dönsk- um blöðum og situr hún í sjötta sæti á danska listanum. Þá er og einnig búið að selja kvikmyndaréttinn að bæði Napóleonsskjölunum og Mýrinni. Ísland er ekki á listanum, það er að segja yfir þau lönd sem eitt stærsta rokkband heimsins, U2, ætlar að heimsækja og spila fyrir. Hljómsveitin gaf í fyrra út diskinn How to Dismantle an Atomic Bomb og var sveitin nýverið tilnefnd til þriggja Grammy-verðlauna fyrir lagið Vertigo. Samkvæmt tónleikaskipulagi hljóm- sveitarinnar sem birtist á heimasíðu hennar, er ekki áætlað að hún komi hingað til landsins eins og vonir stóðu til. Hvorki Ingvar Sverrisson né Kári Sturluson sem heyrst hefur að hafi reynt að fá sveitina hingað til lands vildu láta neitt eftir sér hafa. U2 verður í Skandinavíu í endaðan júlí og spilar meðal annars í Ósló 27. júlí og Parken í Kaupmannahöfn 31. júlí sem hefði verið tilvalinn tími til þess að koma hingað en tónleikaplanið er nokk- uð þétt hjá hljómsveitinni, og erfitt verður að troða eins og einni Íslandsför, þar inn. Reyndar myndast smá hola, þegar hljómsveitin lýkur tónleikaferð sinni í Bandaríkjunum og í ljósi þess að margir tónlistarmenn hafi áður millilend hér, skyldi ekki útiloka alla möguleika á komu írsku risana þótt þeir fari óneitan- lega dvínandi. F2 alltaf í Fréttablaðinu á fimmtudög- um. Útgefandi Frétt hf. Ritstjórn Jón Kaldal Höfundar efnis í þessu hefti Borghildur Gunnarsdóttir, Freyr Bjarnason, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðmundur Hörður Guðmundsson, Kristján Hjálmarsson, Marta María Jónas- dóttir og Sigríður D. Auðunsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 550 5000 Netfang: f2@frettabladid.is Auglýsingar Auglýsingadeild Frétta- blaðsins, Jón Laufdal, Einar Logi Vignis- son, Ólafur Brynjólfsson. Forsíðan Ingibjörg Sólrún, sjá viðtal bls. 8. Ljósmynd: Hari Þetta og margt fleira 02 Arnaldur leggur Þýskaland að fótum sér 04 Rafmögnuð Hvalfjarðargöng 06 Göturnar í lífi Eddu Sverrisdóttur 08 VIÐTAL Er tilbúin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræðir við Sigríði D. Auðunsdóttur 10 ÚTTEKT Þingmenn gerast yfirstétt Guðmundur Hörður Guðmunds- son skoðar nýleg eftirlaunalög Alþingis 12 Hnakkarnir hnupla hráa stílnum: Allir vilja vera rokkarar 14 Jón Reykdal myndlistarmaður gef- ur uppskrift að frönskum klassíker 16 3 dagar: Það sem ber hæst um helgina 18 Pönkarar og diskóliðið í sömu bókinni og Loftvog frægðarinnar Stephan Stephensen og Jóhann Jóhannsson ■ Göturnar í lífi Eddu Sverrisdóttur í Flex ■ Skíðað niður Kaldbak Pönk/diskó á bók ■ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir ■ Franskur klassíker F24. TBL. 2. ÁRG. 27. 1. 2005 Eftirlaunafrumvarpið Stríðshanskanum var kastað Hnakkarnir hertaka rokklúkkið Ætlar ekki að sitja á varamannabekknum Ingibjörg Sólrún Arnaldur malar gull Napóleonsskjölin í annað sætið Verður ekkert af komu U2 til Íslands? Landið ekki á listanum Arnaldur Indriðason Gerir það gott bæði í Þýskalandi og Danmörku Gletcher Grab Betur þekkt sem Napó- leonsskjölin selst gífur- lega vel í Þýskalandi. Bono og félagar í U2 „Samkvæmt heimasíðu hljómsveitarinnar gerir hún ekki ráð fyrir að stoppa hér á landi“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.