Fréttablaðið - 27.01.2005, Síða 58

Fréttablaðið - 27.01.2005, Síða 58
26 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Við hrósum... ... Gunnari Þór Gíslasyni og félögum hans í stjórn enska 1. deildarliðsins Stoke City, en félagið er það eina sem falast hefur formlega eftir starfskröftum vandræðagemlingsins Craig Bellamy hjá Newcastle. Fjárhagur Stoke hefur verið bágur undanfarin ár en ekki ber á öðru en að rofa sé til í þeim efnum, enda Bellamy með fimm milljónir króna í vikulaun hjá Newcastle og er verðlagður á tæpan milljarð króna. Ekki er búist við að Bellamy sé áhugasamur en Gunnar Þór fær engu að síður toppeinkunn fyrir viðleitni. „Ég er konungur útlaganna hjá Liverpool og hvað félagið varðar er ég ekki til.“ Stephane Henchoz er á leið til Celtic og vandar forráðamönnum Liverpool ekki kveðjurnar.sport@frettabladid.is Það liggur við að manni finnist það vera hálfgerður ósigur að vinna ekki Kúvæt stærra en þetta. Stemningin í liðinu olli mér vonbrigðum upp á fram- haldið að gera. Ég hefði viljað sjá mun meira koma út úr þessum leik svo þetta yrði eins og góð æfing fyrir þessa tvo erfiðu leiki sem við eigum fyrir höndum, Alsír og Rússland, sem skipta okkur gríðarlegu máli. Leikurinn nýttist engan veginn sem slíkur og mér fannst þeir le ikmenn sem ekki hafa spilað mikið ekki koma nógu vel stemmdir í leikinn. Svo var ýmislegt í uppstilling- unni sem kom mér töluvert á óvart. Mér þótti hálfeinkenni- legt að Birkir Ívar fengi ekki að byrja leikinn, búinn að sitja tvo leiki á bekk. Í staðinn kemur Hreiðar beint af pöllunum í byrjunar- liðið. Það hefði verið eðlilegra að Birk- ir hefði byrjað leikinn. Þriðja leikinn í röð kemur hann inn á þegar eru 15-20 mínútur eru eftir. Ég hefði viljað sjá leikinn nýtast sér- staklega hvað varnarleikinn snertir því hann er búinn að vera viss höfuðverkur í þessari keppni. Útkoman úr þessum leik sýndi ekki mikil batamerki á hon- um, því miður. Það getur verið erfitt að bjarga því á einni nóttu en það sem vantar fyrst og fremst í varnarleikinn er skipulag og vinnureglur. Þetta er ekki til staðar, sem gerir það að verkum að menn eru bara ekki nægilega klárir á því hvernig eigi að bregðast við því þegar ákveðnar stöður koma upp. M e n n tóku þessum leik full kæruleysi- lega og mér finnst við ekki hafa efni á því. Oft var spilamennskan eins og menn hefðu engan áhuga á handbolta og það skil ég ekki sérstak- lega þar sem mikið er um ferska og unga leik- menn. Hálfgerður ósigur HM Í HANDBOLTA Það var eflaust ekki auðvelt að mæta í El Menzah „frystihúsið“ í leik gegn arfaslöku liði Kúvæt eftir slæmt tap gegn Slóvenum. Það voru fleiri örygg- isverðir en áhorfendur að horfa á leikinn og hitinn þar að auki undir fjórum gráðum. Með öðrum orð- um var skítkalt í húsinu. Það gengur því hér með undir nafninu Frystihúsið. Eftir að hafa lullað í gegnum leikinn í fyrsta gír stigu strákarn- ir á bensínið undir lokin og klár- uðu leikinn með níu marka sigri, 31-22. Skylduverkefni lokið á sómasamlegan hátt en það var engu að síður lítill glæsibragur á leik íslenska liðsins. Sömu sögu má reyndar segja af slökum pólskum dómurum sem leyfðu Kúvætum að spila ansi langar sóknir oft á tíðum og það hafði sín áhrif á leikinn. Engu að síður er algjör óþarfi að láta þetta lið skora 22 mörk hjá sér. Það er erfitt að gagnrýna leik- menn eftir svona leik. Hann skipt- ir í raun litlu máli, andstæðingur- inn er mjög slakur og leikmenn vita að það er nánast ekki hægt að tapa honum. Þeir eru of góðir til þess og svo eru það einfaldlega stigin sem skipta máli á endanum. Þrátt fyrir það hefði maður gjarnan viljað sjá meiri áhuga, grimmd og vilja hjá strákunum til þess að klára þennan leik al- mennilega. Það veitti ekki af ein- hverju skemmtilegu til þess að ylja fólkinu sem var að krókna úr kulda í stúkunni. Einar Hólmgeirsson leit aug- ljóslega á þennan leik sem góða æfingu fyrir sjálfan sig og tók hraustlega á því. Skoraði fín mörk en yfirgaf völlinn skaddaður á auga eftir að hafa fengið veglegt olnbogaskot frá leikmanni Kúvæt, sem var hent í sturtu fyrir vikið. „Þetta var mjög gott fyrir mig persónulega og ég fann mig ágætlega. Það er pínu ryk í mér og ég hefði viljað skora fjögur mörk í viðbót enda klúðraði ég dauðafærum sem ég er vanur að klára. Olnboginn sem ég fékk var ansi vænn en ég er úr Skagafirði þar sem einn olnbogi þykur ekkert stórmál,“ sagði Einar eftir leikinn og hló. Hreiðar Guðmundsson varði vel í fyrri hálfleik og Birkir Ívar hrökk í gírinn undir lokin. Aðrir voru á pari eða undir pari. Liðið fékk þó góða æfingu til þess að hrista af sér vonbrigðin gegn Slóvenum. Þeir fá svo frí í dag til þess að búa sig undir leikinn mik- ilvæga gegn Rússum, sem getur skorið úr um það hvort Íslend- ingar fara heim eftir helgi eða komast í milliriðil. henry@frettabladid.is EINAR HÓLMGEIRSSON Örvhenta stórskyttan fór mikinn gegn Kúvæt í gærkvöld og skoraði 8 mörk áður en hann þurfti að fara af leikvelli vegna meiðsla. Fréttablaðið/Andreas Waltz Skylduverkefni lokið Íslenska landsliðið í handknattleik kláraði skyldusigur gegn Kúvæt á hálfum hraða í gærkvöld. Nú getur liðið einbeitt sér að Rússaleiknum sem fram fer annað kvöld. GEIR SVEINSSON SÉRFRÆÐINGUR FRÉTTABLAÐSINS SPÁÐ Í SPILIN ÍSLAND MÆTTI KÚVÆT Á HM Í HANDBOLTA Í TÚNIS Í GÆR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Fimmtudagur JANÚAR ■ ■ LEIKIR  19.15 Skallagrímur og Hamar/Selfoss mætast í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 Fjölnir og KR mætast í í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 Haukar og Snæfell mætast í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 Keflavík og KFÍ mætast í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 Tindastóll og ÍR mætast í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 Fram og Grótta/KR mætast í 1. deild karla í handbolta.  19.15 Selfoss og FH mætast á Selfossi í 1. deild karla í handbolta.  20.00 Afturelding og Stjarnan í 1. deild karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.15 HM í handbolta á RÚV. Útsending frá leik Íslands og Kúvæt á HM í handbolta.  17.30 Þrumuskot á Skjá einum.  19.45 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  20.15 Þú ert í beinni! á Sýn.  21.00 NFL-tilþrif á Sýn.  21.30 Sterkasti maður heims 2004 á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.