Fréttablaðið - 27.01.2005, Side 60
27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Mánudagurinn átti
víst að vera versti
dagur ársins. Ein-
hver breskur pró-
fessor var búinn
að reikna það, út
frá ýmsum
breytum. Þar
skipti veðrið máli,
að það var mánudag-
ur, fjöldi daga frá jólum, fjöldi daga
þar til þarf að greiða jólavísareikn-
inginn. Án þess að hafa nokkurt af
þessu í huga ákvað ég sjálf, með
eigin útreikningi, að fyrir mig var
mánudagurinn versti dagur ársins.
Þetta átti að vera svo indæll dag-
ur. Ég var í fríi í vinnunni. Dóttir
mín var í fríi í skólanum. Nota átti
tækifærið og gera eitthvað
skemmtilegt, því það gerist ekki oft
að það sé frí hjá okkur báðum á
virkum degi. Þess í stað lá ég undir
sæng mestallan daginn, svaf, át
verkjatöflur, drakk te og bölvaði
ansvítans flensunni. Svona þegar ég
hafði rænu til. Þrátt fyrir mikið C-
vítamínát (sem sagan segir að eigi
að bjarga öllu í kvefi, þrátt fyrir að
læknar vilji ekki kannast við slíkt)
fannst mér eins og himinn og jörð
væru að farast og þóttist eiga mikið
bágt.
Að gera eitthvað skemmtilegt í
marga daga getur verið í lagi. En
það sem er leiðinlegt á aldrei að
endast lengur en í einn sólarhring í
mesta lagi. Því varð ég fyrir mikl-
um vonbrigðum með að ég gæti
ekki orðið stálslegin næsta dag.
Spáin um versta dag ársins hlýtur
bara að hafa átt að gilda fyrir einn
dag. Annars hefði spáin verið köll-
uð „Verstu dagar ársins“ eða
„Versta vika ársins“. Sérfræðingur-
inn í Bretlandi hafði því rangt fyrir
sér. Það má kannski bara telja þetta
óheppni fyrir mína parta að veikj-
ast allt í einu þennan „versta dag
ársins.“ Hefur líklega eitthvað að
gera með það að ég hafi hitt ein-
hvern sem var að fá flensuna fyrir
viku eða svo. Mér þykir þó
skemmtilegra að taka spána per-
sónulega, eins og hún hafi verið
sérhönnuð fyrir mig. En eins og
með aðra góða spámenn sá maður-
inn bara ekki fyrir að dagurinn
myndi breytast í daga, þó vonandi
yrði það ekki að viku eða vikum. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR TEKUR ALÞJÓÐASPÁDÓMA TIL SÍN
Versti dagur ársins
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Mamma mín! Elsku
besta mamma mín!
Ég hef þekkt
þig alla ævi!
Ég ætla að vera
með þér alla
ævi! Alla ævi!
Það er eitt-
hvað skrýtið
við þetta!
DAG-
MAMMA
...og eina ráðið sem ég kann er
að gefa honum næringu til
að takast
á við hana.
Appelsínu,
átti það ekki
að vera
jarðarberja?
Elskan mín,
stærðfræðin hans
Palla er þung...
Júbb!
Bað Palli þig
ekki um að
hjálpa sér með
lærdóminn?
Hvers vegna ertu þá í
eldhúsinu að smyrja
marmelaðisamlokur?
Kvik-
mynda-
stjörnu-
koss
Færri
bíó-
myndir,
fleiri
bækur!
Samþykkt
Úff – hafið þið
heyrt það? Það er
til listi yfir dýr í
útrýmingarhættu!
Eru litlar mjóar kisur
með stórar nasir á
þessum lista?
Fílar, górillur, pöndur,
svartir nashyrningar,
snjóhlébarðar, ernir,
tígrisdýr...
Í
alvöru
S M Á R A L I N D
Sími 517 7007
NÚ ENN MEIRI
AFSLÁTTUR!
50-70%