Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 61
Leikir gerðir eftir kvikmyndum eru ansi misjafnir að gæðum og oft bara einn liður í gróðaöflun fyrir- tækis á vörumerki. Fight Club kemur á markað fimm árum á eft- ir myndinni, sem er í sjálfu sér sérstakt og því var ég spenntur að sjá hvað kapparnir hjá Genuine games væru með í höndunum. Leikurinn er að sjálfsögðu slagsmálaleikur með karakterum úr myndinni og kunnuglegum staðsetningum eins og bílastæða- planinu, barkjallaranum og hjá húsi Tylers við Paper Street. Fight Club býður upp á nokkra spilunarmöguleika eins og „arcade“, „survival“, „Story Mode“ og „Practice“. Spilarinn getur hannað sinn eigin karakter og þjálfað hann upp með nýjum brögðum og styrkleikapunktum sem fást með stigum úr sigrum. Það fyrsta sem ég tók eftir var að aðal karakterarnir úr myndinni þeir Tyler og Jack eru alls ekkert líkir leikurunum Brad Pitt og Ed- ward Norton, hvorki andlitin, lík- amsburðir eða talmálið. Það rýrir leikinn raunveruleikagildi sínu, sem er miður. Í „story mode“ leiksins þarf spilarinn að klára verkefni sem snúast um barsmíðar og er sögufléttan keyrð áfram með stillimyndum og tali. Spilarinn kemst inn í Fight Club og þarf að klífa upp metorðastigann innan klúbbsins. Nokkrir góðir punktar á ferðinni þar en heildin er óspennandi. Grafíkin í leiknum er alveg ágæt með skemmtilegri útfærslu þar sem andstæðingurinn breytist í beinagrind þegar spilarinn nær að beinbrjóta hann þannig að brot- ið sést greinilega. Einnig verða karakterarnir blóðugir eftir mikl- ar barsmíðar og blóðgusurnar slettast á sjónvarpsskjáinn og mynda hrottalega framsetningu. Umhverfið er frekar einhæft og líka karakterarnir í hreyfingum sínum. Tónlistin úr myndinni passar vel inn í leikinn og skapar nauð- synlegt andrúmsloft frá Dust Brothers og rokksveitunum QOTSA, Korn og Limp Bizkit. Í heildina litið er leikurinn und- ir pari og slagsmálahundar ættu að leita á önnur mið ef þeir vilja alvöru slagsmálaleik. franzgunnarsson@hotmail.com 29FIMMTUDAGUR 27. janúar 2005 Subaru Impreza Sedan 1.990.000 2.160.000 Subaru Impreza Station Ver› frá: 2.340.000 kr. Ver› á mán: 27.776 kr.* Ver› á›ur frá Ver› nú frá 23.052,-* 170.000 Hagstætt gengi og gó›ar a›stæ›ur gera okkur kleift a› bjó›a Subaru á stórlækku›u ver›i. N‡ttu flér einstakt tækifæri á›ur en gengi› hækkar á n‡. Subaru Impreza er búinn mörgum kostum jeppa: hann er fjórhjóladrifinn, sterkbygg›ur og geysilega öflugur. A› auki er hann eini fjórhjóladrifni bíllinn í flessum flokki sem b‡›st sjálfskiptur. Komdu og kynntu flér Subaru – og njóttu betra gengis! Brad Pitt og Jennifer Anistonætla að halda áfram með fram- leiðslufyrirtæki sitt Plan B Entertain- ment þrátt fyrir að hafa hætt saman á dögunum. Fjölmargar kvikmyndir voru í burðarliðnum hjá fyrirtækinu áður en þau slitu samskiptum, þar á meðal Charlie and the Chocolate Factory með Johnny Depp í aðalhlut- verki, og verður þeim haldið til streitu. Ekkert verður hins vegar úr því að þau leiki saman í myndunum A Time Traveller’s Wife og A Mighty Heart eins og til stóð. Leikarinn Christian Slater hefurvísað á bug fregnum um að brjálaður maður hafi ætlað að stinga hann til bana í London fyrir skömmu. Hann segist aldrei hafa verið í hættu. Bresk blöð héldu því fram að líf- vörður Slaters hefði bjargað lífi hans með því að stökkva í veg fyrir mann- inn, en svo virðist sem um upp- spuna hafi verið að ræða. Faðir leikkonunnarNicole Kidman hefur grátbeðið ljós- myndara og frétta- menn um að láta hana í friði. Föðurn- um ofbauð þegar hann frétti af hlerun- arbúnaði sem var komið fyrir við heim- ili Kidman í Ástralíu. „Hún hefur nánast verið eins og fangi í eigin húsi vegna þess að fólk vill sí- fellt taka af henni myndir og hitta hana. Ég yrði mjög ánægður ef hún fengi að vera í friði.“ Enn ein kvikmyndin gerð eftir tölvu-leik er væntanleg á hvíta tjaldið. Í þetta sinn er það hryllingsleikurinn Alone in the Dark sem er viðfangsefni Hollywood og er það fyrirtækið Lions- gate sem gerir myndina. Christian Slater leikur yfirnáttúrulega rannsókn- armanninn Edward Carnby sem með hjálp mannfræðingsins Aline Cedrac (Tara Reid) flækist inn í undarlegt mál á Shadow Island. Stephen Dorff leikur einnig í myndinni sem er gerð af Uwe Boll (House of the Dead) og Elan Mastai, Michael Roesch og Peter Scheerer. Frumsýning myndarinnar í Bandaríkjunum er 28. janúar. FRÉTTIR AF FÓLKI TÖLVULEIKJA FRÉTTIR TÖLVULEIKJA FRÉTTIR Sony Computer Entertainment í Evr-ópu kynnir væntanlega útgáfu á EyeToy: AntiGrav, einstökum og skemmtilegum leik sem nýtir áður óþekkta EyeToy-tækni. Leikurinn er gerður sérstak- lega fyrir PlayStation2 af fyrirtækinu Harmonix. Leikurinn er þrí- víddarhasarleikur þar sem EyeToy-tækn- in læsir sig á ákveðna líkamsparta, fylgir hreyfingum þeirra og nýtir þær til að stýra leiknum. Einfaldar líkamshreyfingar gera leikmönnum kleift að að stýra per- sónu leiksins í þessum skemmtilega „extreme“ íþróttaleik með dúndrandi undirspili frá sveitinni Apollo 440. Í leiknum EyeToy: AntiGrav eru tveir spil- unarmöguleikar, annar sem snýst um hraða, en þar keppa leikmenn við aðra keppendur og er markmiðið að koma sem fyrst í mark, hinn möguleikinn snýst um stíl, og þar er markmiðið að gera sem flottastar brellur og ná sem flestum stigum. Fyrsti stóri EyeToy-leik- urinn er væntanlegur á PlayStation 2 í mars. Slagsmálaklúbburinn ógurlegi LEIKJABÚNAÐUR: XBOX FRAMLEIÐANDI: GENUINE GAMES ÚTGEFANDI: VIVENDI UNIVERSAL NIÐURSTAÐA: Slagsmálaleikur gerður eftir þessari vinsælu kvikmynd. Ansi blóðugur með nokkrum góðum punktum. Gallarnir skína í gegn og hann nær ekki að hasla sér völl sem forsprakki slagsmálaleikja. Aðeins fyrir allra hörðustu aðdáendurna. [ TÖLVULEIKUR ] UMFJÖLLUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.