Fréttablaðið - 27.01.2005, Side 62

Fréttablaðið - 27.01.2005, Side 62
30 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni Tony the Pony: Ípí, Can: Future Days, Trabant: Ónefnd ný plata, The Vines: Winning Days og The Mars Volta: Francis the Mute. Benedikt Reynisson í Smekkleysubúðinni „Ég fékk nýlega í hendurnar frábæra plötu með 22 ára náunga sem heit- ir Micah P. Hinson og heitir hún Micah P. Hinson & The Gospel of Progress. Þetta er fyrsta plata hans og er hún framúrskarandi góð, skemmtileg og tregafull blanda af þjóðlagatónlist og indípoppi í anda Lambchop, Will Oldham og jafnvel Modest Mouse. Nýjasta sólóskífa Lou Barlow úr Sebadoh og Folk Implosion, EMOH, er einnig frábær og að mínu mati hans besta í mörg ár. Ég var að uppgötva frábæra plötu með bandi sem heitir Hymie’s Basement og er hún skemmtileg blanda af hreinræktuðu indípoppi og hip-hop. Einnig hef ég verið að hlusta á safnplötu með reggae- pródúsentnum Joe Gibbs sem er frábær og aðra safnplötu sem heitir New York Noise sem inniheldur frá- bær leftfield-diskó-lög með Glenn Branca, ESG, Bush Tetras o.fl. Síðast en ekki síst hefur plata sem heitir „A Rainbow in Curved Air“ með tón- skáldi að nafni Terry Riley verið spil- uð mikið heima.“ Ólafur Páll Gunnarsson, forseti Popplands á Rás 2 „Ég hef nú aðallega verið að hlusta á það sem ég hef verið með í Rokklandi undanfarið, t.d. nýju U2 plötuna, Nancy Sinatra, Smile með Brian Wilson og Razorlight. En mestur tíminn undanfarið hefur far- ið í að hlusta á alls kyns tónleika- upptökur sem Rás 2 gerði á síðasta ári með fólki eins og Tenderfoot, Maus, Keane, Muse, Starsailor, Eivöru Pálsdóttur, Placebo og Herði Torfa til að nefna eitthvað.“ | Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? | Ágúst Einarsson, prófessor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, trúir því að íslensk tónlist- armenning geri meira fyrir þjóð- félagið en margir vilji viðurkenna. Hann skrifaði bók fyrir síðustu jól, Hagræn áhrif tónlistar, sem við- skipta- og hagfræðideild gaf út, og eru niðurstöður hans nokkuð magnaðar. „Niðurstöðurnar komu mér á óvart,“ segir Ágúst. „Ég hafði nú samt alltaf haft á tilfinningunni að menningin væri stór þáttur. Fram- lag menningar til landsframleiðsl- unnar er þrefalt meira en fram- leiðni landbúnaðar.“ Sterkur tónlistarmarkaður Um fimm þúsund manns hafa at- vinnu af menningu á Íslandi. Þar af starfa 1.200 manns við tónlistariðn- aðinn, þar með taldir allir dag- skrárgerðarmenn útvarpsstöðva, útgefendur og þeir fáu tónlistar- menn sem lifa af tónlist sinni. Það eru álíka margir og starfa við land- búnað. Hins vegar veltir tónlistar- iðnaðurinn um 6,5 milljörðum á ári, sem Ágúst segir mjög mikið. Þótt aðeins 1.200 manns starfi við tónlistariðnaðinn á Íslandi er hann mun stærri. Í þeirri tölu eru ekki taldir með áhugamenn, þó að þeir og hljómsveitir þeirra hafi gefið út fjölda platna í gegnum árin. Áhugamenn teljast þeir sem verða að vinna annars konar vinnu með tónlistarsköpun sinni, sem sagt þorri íslenskra tónlistar- manna. Ágúst bendir einnig á að hér á landi eru um tólf þúsund manns í tónlistarnámi og þúsundir sem starfa í kórum. „Ég held að það komi öllum á óvart hvað tónlistar- iðnaðurinn er sterkur og öflugur,“ segir Ágúst. „Hann hefur ekki not- ið sammælis hjá almenningi eða stjórnvöldum. Það þyrfti að efla þetta enn meira. Það gæti komið fram í auknum stuðningi við tón- listariðnaðinn. Byggja tónlistar- hús, efla listmenntun í skólakerf- inu og auka stuðning til útflutn- ings. Menning er hluti af skapandi atvinnugreinum, þær eru að verða tæpur fjórðungur af vinnumarkaði hér á landi.“ Útflutningsskrifstofa tónlistar í Bretlandi Ágúst segir að fæstir geri sér grein fyrir því hvað tónlistariðnaðurinn hér sé sterkur miðað við annars staðar. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa þó verið duglegri en við að gera tónlist að söluvöru erlendis, til dæmis Svíar. Ein hugmynd um að efla útflutn- ing tónlistar er að stofna ríkis- rekna skrifstofu í Bretlandi sem vinnur eingöngu að því að aðstoða íslenska tónlistarmenn við að koma sér á framfæri þar. „Þetta hafa aðrar þjóðir fram- kvæmt með góðum árangri. Við erum með mjög mikla grósku hjá ungu tónlistarfólki. Við sjáum það á Airwaves-hátíðinni og Músíktil- raunum. Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að þarna eru mörg tækifæri. Tónlist hefur líka mikil áhrif á ferðaþjónustu. Ísland er markaðssett sem góður staður til skemmtanahalds og þar skiptir tónlist miklu máli. Og ekki má gleyma því sem Björk hefur gert til að auka athygli á landinu,“ segir Ágúst. Einkafyrirtæki með á nótunum Ágúst tekur undir það að einka- fyrirtæki hér á landi séu betur með puttann á púlsinum þegar kemur að tónlist. Besta dæmið er auðvitað stuðningur Landsbankans við lista- starfsemina í KlinK og BanK, þar sem verið er að framleiða tugi nýrra breiðskífna þessa dagana, sem annars hefðu átt erfiðara með að brjótast yfir í efnisheiminn. „Það er nokkur aukning á fram- lögum fyrirtækja til menningar- starfsemi. Það er mjög jákvætt og mætti gera meira af því. Það væri gott ef það væru sérstakar skatta- ívilnanir fyrir þau fyrirtæki sem halda uppi menningarstarfsemi á þennan hátt. Slíkt þekkist vel á Norðurlöndunum. Auðvitað geta bankarnir aukið ímynd sína svona en ég held að þetta sé að mestu leyti hugsjónastarfsemi hjá þeim. Yngri stjórnarmenn innan bank- anna eru meðvitaðri um mátt menningar en þeir eldri. Þetta er fyrst og fremst spurning um hugs- unarhátt. Þjóðfélagið er að breyt- ast mjög hratt og við þurfum að laga okkur að þessu.“ Ágúst segir rannsóknir á menn- ingarmálum mjög skynsamlegar. „Við þurfum að vita meira um þennan geira, það skiptir miklu máli í okkar hagkerfi. Menn hafa horft á þetta með þeim augum að tónlist sé góð og falleg en hún skili litlu. En það er ekki svo. Svo er eitt varðandi tónlistarmenn sem er slá- andi. Þeir gefa oft vinnu sína til stuðnings góðum málefnum. Þetta er mjög lofsverð gjöf sem sjaldan er minnst á.“ biggi@frettabladid.is Prófessor Popp ENGINN SYKUR ALVÖRU BRAGÐ E N N E M M / S ÍA / N M 14 8 8 6 EKKI ÉG! HVER ER SÆTUR? „And now I can’t be sure of anything, Black is white, and cold is heat. For what I worshipped stole my love away It was the ground beneath her feet, It was the ground beneath her feet.“ - Salman Rushdie samdi textann Ground Beneath Her Feet fyrir U2. Lagið er ekki að finna á neinni breiðskífu sveitarinnar og var ekki heldur á Best Of safnplötunni 1990-2000. BJÖRK Ágúst segir að tónlist skipti miklu máli fyrir ímynd Íslands og að Björk Guð- mundsdóttir hafi átt stóran þátt í því. ÁGÚST EINARSSON Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands sendi fyrir skömmu frá sér bókina Hagræn áhrif tónlistar. Prófessor Ágúst Einarsson við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands gaf út bók fyrir jól þar sem hann greindi frá þeirri niðurstöðu að menning skilar þrefalt meiru til landsframleiðslunnar en landbúnaður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.