Fréttablaðið - 27.01.2005, Page 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
ÓKEYPIS
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ
á hverju fimmtudagskvöldi
kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012.
ORATOR,
félag laganema við
Háskóla Íslands.
Með Fréttablaðinu
alla fimmtudaga
ÞORRI
ÞÁ er þorrinn genginn í garð. Súr-maturinn er kominn í kjötborð mat-
vöruverslana. Við hliðina á entre cote
og rib eye liggur nú niðursneiddur súr
blóðmör og lundabaggar. Súr hvalurinn
stingur óneitanlega í stúf við tilbúna
fiskrétti. Gamla fólkið horfir græðgis-
augum á dásemdirnar en unglingarnir
hlæja og gretta sig.
ÞORRABLÓT fjölskyldunnar minn-
ar var haldið á bóndadaginn. Ég fór í
verslunina Svalbarða og keypti einn
bita af öllu sem mér datt í hug. Að
vísu áttu þeir ekki kæstan humar en
allt annað. Svo fór ég í Ríkið og
keypti pela af íslensku brennivíni.
Það tilheyrir nefnilega.
ÞORRABLÓTIÐ sló ekki í gegn.
Börnin kvörtuðu yfir lyktinni og
fengust treglega til að smakka á
kræsingunum. Ég átti sjálfur í mestu
erfiðleikum með að koma nokkru nið-
ur. Ég stakk upp í mig bita og bita en
náði einhvern veginn ekki að éta mig
saddan. Eftir að yngsta dóttirin hafði
kastað upp hákarlinum ákvað konan
mín að sjóða grjónagraut. Ég reyndi
eins og ég gat að múta eldri dóttur-
inni og lofaði henni ferð fyrir tvo til
Florida ef hún bara borðaði allan sels-
hreifann. Það var ekki til umræðu.
Þannig að ég gafst upp með öllum
hinum og fékk mér grjónagraut.
HVERJUM datt fyrst í hug þorra-
maturinn? Hver var Íslendingurinn
sem fyrstur kæsti hákarl? Hvaðan
fékk hann hugmyndina? Þekkti hann
höfund Njálu? Og hvað fannst öðrum
um þetta í fyrstu? Var það sami mað-
urinn sem byrjaði að éta hrútspunga?
Bjuggu þeir kannski hvor í sínum
landshlutanum og hittust, fyrir til-
viljun, og skiptust á uppskriftum?
ER kannski kominn tími til að endur-
hanna þorramatinn og færa hann í
nútímalegri búning? Hvað með að
fara að bera fram franska osta með?
Eða ostrur og snigla? Það mundi
óneitanlega lífga uppá mörg þorra-
blótin. Svo væri líka hægt að krydda
harðfiskinn með chilli og papriku.
Svo væri hægt að skola þessu öllu
niður með tekíla og tabaskó. Það
væru sannkölluð hraustmenni sem
mundu smyrja hrútspunga með gorg-
onzola og skola því niður með gini í
mysu. Úff.
ÉG ætla að halda áfram að þræla í
mig þorramat. Ég geri það af virð-
ingu við forfeður mína. Þetta hélt líf-
inu í íslensku þjóðinni öldum saman.
Ef súrmatur væri ekki til þá væri ég
líklega ekki til. Popp 90tívi væri ekki
einu sinni til. ■
JÓNS GNARR
BAKÞANKAR