Fréttablaðið - 03.02.2005, Page 56

Fréttablaðið - 03.02.2005, Page 56
Sjávarútvegs- og menntamálaráðu- neyti standa fyrir samkeppni meðal grunnskóla landsins á þessu skóla- ári um verkefni sem ber yfirskrift- ina Sjávarútvegur í fortíð, nútíð og framtíð. Þetta er gert í tilefni af því að 6. mars næstkomandi verða liðin 100 ár frá því fyrsti íslenski togar- inn, Coot, kom til heimahafnar í Hafnarfirði. Verkefni skólanna verður að út- búa sjávarútvegsvef um efnið en afraksturinn á svo að kynna í tengslum við sjómannadaginn. „Verðlaun verða svo veitt á sjávar- útvegssýningunni í Kópavogi í september,“ sagði Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra á blaða- mannafundi sem ráðuneytin tvö boðuðu til í gær í Kænunni við höfnina í Hafnarfirði. En í vikunni verða send út bréf til allra grunn- skóla landsins þar sem verkefnið verður kynnt skólastjórnendum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verk- efnið falla að aðalnámskrá grunn- skóla og í raun hægt að tengja það mörgum námsgreinum. „Mjög mik- ilvægt er að við tengjum börnin undirstöðugreininni sem fleytt hefur okkur til þess nútímasamfé- lags sem við þekkjum í dag,“ sagði hún og taldi einnig lykilatriði að tengja verkefnið upplýsingatækni sem lögð hafi verið mikil áhersla á í menntakerfinu. Verkefnið verður ekki afmarkað frekar utan yfir- skriftarinnar og hafa grunnskól- arnir sjálfdæmi um útfærsluna. Þannig má ákveða umfang verkefn- isins í hverjum skóla og ákveða hvort það verði unnið af ákveðnum bekkjum, árgöngum eða verði sam- vinnuverkefni fleiri aldurshópa. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú bestu verkefnin og munu þau koma í hlut viðkomandi skóla, en sér- stakri dómnefnd verður falið að meta verkefnin. Tekið verður mið af framsetningu, hugmyndavinnu, fræðslugildi, efnistökum, heildar- svip og fleiri þáttum. Fulltrúum skólanna í þrem efstu sætunum verður síðan boðið á sjávarútvegs- sýninguna í september 2005 þar sem verðlaunin verða afhent. Þá eru í burðarliðnum fleiri við- burðir í tengslum við afmælisárið. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að efna til sérstakrar ráð- stefnu um framtíð sjávarútvegsins 4. mars og verður hún haldin á Hótel Nordica í Reykjavík. „Þar verður fjallað um þróun sjávarút- vegs á Íslandi og einnig gerð til- raun til að skyggnast fram í tímann um þróun smásöluverslunar í heim- inum,“ sagði Árni Mathiesen, en meðal fyrirlesara verða Johann Lindenberg, stjórnarformaður Uni- lever í Þýskalandi, Quentin Clark, yfirmaður innkaupa á sjávarfangi hjá Waitrose í Bretlandi og Magnús Gústafsson, forstjóri Icelandic í Bandaríkjunum. „Svo verða þarna einnig meðal fyrirlesara Þorsteinn Már Baldvinsson og Elvar Aðal- steinsson útvegsmenn.“ Í tilefni af 100 ára afmælinu hefur bókafélagið Ugla einnig ákveðið að gefa út á ný bók Ásgeirs Jakobssonar um upphaf togveiða við Ísland, Kastað í flóanum, sem út kom árið 1966. Inn í nýju útgáfuna eru fléttaðir kaflar um útgerð Coots úr bók höfundar Hafnar- fjarðarjarlinum, Einars sögu Þor- gilssonar sem út kom 1987, en Sjáv- arútvegsráðuneytið og Landssam- band íslenskra útvegsmanna styrkja útgáfu bókarinnar. ■ 28 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR BUDDY HOLLY (1936-1959) lést þennan dag í flugslysi. Efnt til samkeppni TÍMAMÓT: TOGARAÚTGERÐ Í LANDINU 100 ÁRA „Svona tónlist kunnum við að meta. Djass er bara fyrir heimakæra.“ - Orðin hér að ofan hafði Buddy Holly um „vagg og veltu“ en hann var einn af frumkvöðlum rokktónlistar á sjötta ára- tugnum. Meðal laga hans eru „That’ll Be the Day“, „Not Fade Away“ og „Peggy Sue“. Hann viðhafði hikstakenndan söngstíl og einkennismerki hans voru gleraugu með þykkri umgjörð. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Sigrún Júlíusdóttir, pró- fessor í félagsráðgjöf, er 61 árs í dag. Jón Karl Helgason kvik- myndagerðarmaður er fimmtugur í dag. Bjarni Felix Bjarnason myndatökumað- ur er 37 ára í dag. Andrea Róbertsdóttir dagskrárgerðarmaður er þrítug í dag. Ragnar „Rassi prump“ Kjartansson listamaður er 29 ára í dag. ANDLÁT Þuríður Sigurðardóttir, Snorrabraut 56, Reykjavík, lést miðvikudaginn 19. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Svava Skúladóttir, áður í Hátúni 10a, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. janúar. Ólafur Guðmundsson, Framnesi, Hvammstanga, lést miðvikudaginn 26. janúar. Sigþór Lárusson lést á hjúkrunarheimil- inu Droplaugarstöðum fimmtudaginn 27. janúar. Halldór Steinsen læknir, Tjarnarflöt 11, Garðabæ, lést sunnudaginn 30. janúar. Ingibjörg Örnólfsdóttir, Sunnubraut 26, Akranesi, lést sunnudaginn 30. janúar. Hildur B. Kærnested lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 2 mánudaginn 31. janúar. Svanborg Tryggvadóttir, Aðalstræti 8, Reykjavík, lést mánudaginn 31. janúar. JARÐARFARIR 13.00 Jóhannes Oddsson glerskurðar- meistari, Vesturgötu 57A, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Ari Ásmundur Þorleifsson, frá Naustahvammi, Norðfirði, Lóurima 6, Selfossi, verður jarð- sunginn frá Selfosskirkju. 14.00 Lilja Kolbrún Steindórsdóttir, Varmalandi, Laugarbakka, verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju. 15.00 Henný Dagný Sigurjónsdóttir, áður á Laugarnesvegi 42, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. BLAÐAMANNAFUNDUR Í KÆNUNNI Bjarni Þór Jónsson, umboðsmaður Nexus Media sem sér um Sjávarútvegssýninguna þriðja hvert ár, Guðrún Lárusdóttir stjórnarmaður í Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Guðmundur Hallvarðsson, formaður sam- göngunefndar Alþingis og Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og sagnfræðingur. Þennan dag árið 1966 heppn- aðist Sovétríkjunum farsællega að stýra ómönnuðu geimfari að nafni Lunik 9 inn til lendingar á svæði sem nefnist „Vindahafið“ á tunglinu. Eftir lendinguna opnaðist á far- inu hringlaga hylki, líkt og þegar blóm opna krúnu sína, þannig að úr varð loftnet og farið hóf að senda ljósmyndir og sjónvarps- efni til jarðarinnar. Var þetta í fyrsta sinn sem sjá mátti tunglið frá yfirborði þess. Svæðið sem hægt var að skoða var vestan við gígana Reiner og Marius. Farinu, sem vó um 100 kíló, var skotið frá jörðu 31. janúar, en Lunik 9 var þriðja stóra tungl- ferðin í geimáætlun Sovétríkj- anna. 14. september árið 1959 var Lunik 2 fyrsti manngerði hluturinn til að ná til tunglsins þegar hann skall á yfirborði þess og 7. október sama ár flaug Lunik 3 umhverfis tunglið og sendi aftur til jarðar fyrstu mynd- irnar af myrku hlið tunglsins. Á síðari hluta sjötta og fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar voru Bandaríkin ávallt skrefi á eftir Sovétríkjunum í að verða fyrri til að ná áföngum í geim- ferðum. Júrí Gagarín var til að mynda fyrsti geimfarinn. Með Apollo-tungláætluninni tókst Bandaríkjunum þó að snúa við spilinu og urðu fyrri til að koma mönnum á tunglið á síðari hluta sjöunda áratugarins. 3. FEBRÚAR 1966 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1937 Norðurljósahjálmur sást í Eyjafirði þar sem ljósunum stafaði í allar áttir út frá einum dimmum depli. 1944 Hótel Ísland, stærsta timbur- hús Reykjavíkur, brann. Einn fórst en yfir 40 var bjargað. 1981 Litla-Brekka við Suðurgötu, síðasti torfbærinn í Reykja- vík, var rifin. 1991 Eitt mesta fárviðri í manna minnum gekk yfir Ísland. Eignatjón var á annan millj- arð en engin alvarleg slys. 1996 Jarðskjálfti gengur yfir Lijiang í Kína og verður að minnsta kosti 210 manns að bana og um 3.700 slasast. 1998 Bandarísk herflugvél slítur í sundur dráttarvír fólksflutn- ingavagns á skíðastað í norð- urhluta Ítalíu með þeim af- leiðingum að tuttugu manns hrapa til bana. Flugmaðurinn var sýknaður í herrétti. Tunglfarslending heppnaðist Okkar kæra Sigurbjörg Guðjónsdóttir lést að Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 29. jan. sl. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 4. feb. kl. 13.00. Guðrún Bjarnadóttir, Geir Þórólfsson, Bjarni Þór Sigurðsson, Helga Guðjónsdóttir. Eldri borgarar Eldri borgarar Ferðaklúbbur eldri borgara auglýsir 11. daga ferð til Færeyja með Norrænu þann 24.maí til 3. júní. Farið verður í skoðunarferðir m.a. til Suðureyjar, um Vestmannabjörgin, Klakksvíkur og fleira. Innifalið í verði er: rúta, gisting, kvöldverðir, siglingar og leiðsögn um Færeyjar. Gist er eina nótt á Akur- eyri, ein nótt á Hótel Vagar og 5 nætur á Hótel Færeyjar og eina nótt á Hótel Skaftafelli á heimleið. Verð pr. mann er kr. 109.000 Allir eldri borgarar velkomnir. Nánari uppl. og skráning er hjá Hannesi í síma 892-3011 Sumarferðirnar verða auglýstar síðar. Ferðaklúbbur Eldri borgara. Sýning á servíettum Í anddyri Bókasafns Akraness stendur nú yfir safnarasýning þar sem Margrét Gunnardóttir, starfsstúlka á Sjúkrahúsi Akra- ness, sýnir servíettur sem hún hefur safnað frá 6 ára aldri, eða í yfir fjörutíu ár. Þá sýnir Margrét einnig hluta af pennasafni sínu. Á vef Akranesbæjar kemur fram að Margrét eigi í fórum sínum um 7.000 servíettur af ýmsum gerðum, en meðal annars eru sýndar í anddyri bókasafnsins elstu servíetturnar úr safninu. Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins og lýkur í lok febrúar. ■ FORMAÐUR BÍ Róbert Marshall, formað- ur Blaðamannafélagsins, sagði nýlega upp sem fréttamaður á Stöð 2 eftir mistök í starfi. Ræða ábyrgð fréttamanna Í kvöld efnir Blaðamannafélag Ís- lands til svokallaðs pressukvölds, en slík kvöld hafa verið haldin nokkrum sinnum á ári þar sem blaða- og fréttafólk ræðir fagleg málefni innan stéttarinnar, oft í tengslum við nýliðna atburði eða hluti sem ofarlega eru á baugi. Yfir- skrift pressukvöldsins í kvöld er: Orð og ábyrgð – Ábyrgð frétta- manna og vinnubrögð á fjölmiðlum! Framsögumenn á pressukvöldi Blaðamannafélagsins verða Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, Pétur Gunnarsson, ritstjóri vefrits- ins Tímans og skrifstofustjóri Framsóknarflokksins, og Björg Eva Erlendsdóttir, fréttamaður á Ríkis- útvarpinu. Samkoman hefst klukkan átta og fer fram í hliðarher- bergi Thorvaldsens-bars við Aust- urvöll í Reykjavík. ■ TOGARINN COOT Teikningin er fengin úr bókinni Aldan 100 ára: Saga Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar 1893-1993, eftir Lýð Björnsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N TE IK N IN G /B JA R N I S Æ M U N D SS O N F IS KI FR Æ Ð IN G U R 1368 Karl VI Frakklandskonungur 1809 Felix Mendelssohn tónskáld 1874 Gertrude Stein rithöfundur 1894 Norman Rockwell listamaður 1898 Alvar Aalto arkitekt og hönnuður 1907 James Michener rithöfundur 1947 Dave Davies gítarleikari Kinks 1950 Morgan Fairchild leikkona 1965 Maura Tiern- ey leikkona FÆDDUST ÞENNAN DAG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.