Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 2. marz 1975 Sunnudagur 2. marz 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) bú kannt að komst i einhverja þá aðstöðu i dag, að þér misliki eitthvað, og nú riður á þvi, að þú sért sjálfstæður og látir ekki teyma þig á asna- eyrunum. 1 kvöld skaltu hins vegar auðsýna ástúð og blóðu. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Það litur út fyrir, að þér sé ekki aðeins hag- kvæmt, heldur blátt áfram nauðsyn að gera sparnaðaráætlun, og þá sérstaklega af þvi, að það'er engan veginn vist, að peningarnir endist eins lengi og þú heldur. Athugaðu með lán. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þetta gæti orðið geysilega þýðingarmikiíl dagur i dag, og liklega verður hann þér minnisstæður. Það eru þó talsverðar likur til þess, að eitthvað verði til þess að auka hjá þér innsæi og skýrleik i hugsun. Einhver neikvæð öfl eru að verki. Nautið (20. april—20. mai) Það getur vel verið, að það næði kalt um fjöl- skylduböndin i dag, og það er aldrei að vita, nema þér finnist þú ekki njóta þin i núverandi umhverfi þinu. Tvennt skaltu passa upp á i dag, t að vera stundvis, og að borða ekki yfir þig. Tviburarnir (21. mai—20. júni) Þú skalt sinna skyldum þinum við vini og kunn- ingja, og það af fullri einlægni, þó að það geti vel verið, að óskir þinar fari ekki saman við óskir annarra. 1 kvöld skaltu vera við þvi búinn að vera með skemmtilegu fólki. Krabbinn (21. júni—22. júli) Það er ekkert að vita, nema þetta verði hálf- gerður leiðindadagur hjá þér i dag. Þér firinst eitthvað hindra ferðir þinar og samskipti við annað fólk. Siðari hluti dagsins verður þó skárri og þú ættir að geta haft það skemmtilegt. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Það gæti vel farið svo, að það reyndi á tryggð þina i ýmsum málum. bað er nefnilega ekkert liklegra en eitthvað það gerist, sem þér kynni að finnast spennandi, og um tima gæti þér fundizt þú blátt áfram eiga heiminn. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Atburðarásin i dag mun varpa nýju ljósi á ein- hver tækifæri varðandi frama þinn eða iðju, og það litur út fyrir, að einhver örlagaþrunginn at- burður fyrri tima komi i ljós að nýju. Farðu var- lega i umferðinni i dag. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það er mjög æskilegt og eiginlega sjálfsagt, að huga að heimsóknum til ættingja eða vina. Þvi meiri hreyfing, þvi meiri reynsla. Beittu viðsýn- inni i dag og i sambandi við það, sem þú þekkir ekki þvi betur, talaðu við kunnuga. Sporödrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þetta verður liklega mikill amstursdagur hjá Tviburunum, en þó er ekki að vita á hvaða svið- um það verður, liklegast atvinnu- og heilbrigðis- málasviðinu. Hitt skaltu hafa hugfast, að hlut- irnir batna ekki aðeins af sjálfum sér. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þaðgeristað öllum likindum eitthvað það i dag, sem hefur áhrif á fjármálin, og það er aldrei að vita nema viðhorf þin breytist og það allveru- lega á þvi sviði. Þú kannt að gripa gæsina, en þú skalt prútta um verðið. Steingeitin (22. des.—19. jan.) Þú ættir að lita i kringum þig. Er ekki einmitt á næsta leiti tækifærið, sem þú hefur verið að biða eftir varðandi samvinnu eða samninga af sér- stöku tagi. Hugsaðu málið vandlega, þvi að möguleikar eru á dálitið furðulegu máli. JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta gleruil areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáió þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Muniö Johns-Manville í alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. Jll íriÍB JÓN LOFTSSON Hringbraut 121 . Sími 10-600 PHH Ný bæjanöfn örnefni eru sifellt að verða til. Þar á meðal eru nöfn nýbýla. Þau eru auðvitað upp og ofan eins og gengur. Menntamáiaráðuneytið hefur nú gefið út skrá um leyfi til bæjanafna, sem veitt voru sl. ár. Alit eru það hin þokkalegustu nöfn og sum bráðsnotur eins og Stiklur t.d. svo að tekið sé eitt dæmi. Bæjanöfnin, sem bættust i hóp- inn s.l. ár eru þessi: Vestur Húnavatnssýsla: Ásland i stað nafnsins Fremri- Fitjar I á nýbýli i Fremri-Torfu- staðahreppi. Skagafjarðarsýsla: Laugarmýri á nýbýli i landi Laugarhvamms, Lýtingsstaða- hreppi. Argarður á félagsheim ili i Lýtingsstaðahreppi. Eyjaf jarðarsýsla: Steinhólar á smábýli i landi Grænuhliðar, Saurbæjarhreppi. Laugasteinn á nýbýli i landi Laugahliðar, Svarfaðardals- hreppi. Suður-Þingeyjarsýsla: Stiklur á nýbýli i landi Grims- staða, Mývatnssveit. Heiðargarður á smábýli i landi Miðhvamms, Aðaldælahreppi. Fossbrekkaá smábýli i landi Mó- gils, Svalbarðsstrandarhreppi. Vestur-Skaftafellssýsla: Ytri-Lyngar II á nýbýli i landi Ytri-Lynga, Leiðvallarhreppi. Árnessýsla: Keldnakot II á nýbýli i landi Keldnakots, Stokkseyrarhreppi. Langholt III á nýbýli i landi Langholts I, Hraungerðishreppi. Lækjartúná garðyrkjubýli i landi Árbæjar, ölfushreppi. Straumará garðyrkjubýli i iandi Árbæjar, ölfushreppi. Hamratungaá iðnaðarbýli i landi Skaftholts, Gnúpverjahreppi. tsabakkiá nýbýli i landi Hvitár- holts, Hrunamannahreppi. Stóra-Sandvik IIIá þjónustubýli i landi Stóru-Sandvikur, Sandvik- urhreppi. Stallar á ylræktarnýbýli i landi Neðradals, Biskupstungnahreppi. Klettará nýbýli i landi Sandlækj- arkots, Gnúpverjahreppi. Krosshóllá smábýli i landi Lang- holts I, Hraungerðishreppi. Kjósarsýsla: Hamará smábýli i landi Úlfars- fells, Mosfellshreppi. Grundaráá smábýli i landi Móa, Kjalarneshreppi. Söðlagerði á smábýli i landi Skrauthóla, Kjalarneshreppi. Víðirá þjónustubýli i landi Hris- brúar, Mosfellshreppi. Móabergá smábýli i landi Móa, Kjalarneshreppi. Hjassi á þjónustubýli i landi Lykkju, Kjalarneshreppi. Melavellir á smábýli i landi Ár- túns, Kjalarneshreppi. Fyrstir á morgnnna gjörið þið svo vel. Regnið viðslíiptin Símiimer C96> 31400 Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af .'jöl- breytilegri framleiðslu þeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlaet- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Tlóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Srauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminner (96) 21400. BRAUÐ GERÐ <0* SMJÖRLÍKIS GERÐ VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K*E*A AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.