Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 40
'---------------------------- Sunnudagur 2. marz 1975 bruexi er einnig traust eidva Heildverziun Siöumúla Símar 05694 & 85295 Guöbíörn Guöjónsson f SÍS-FÓIMJIt SUNDAHÖFN fyrirgóöan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS 1 gærmorgun kl. 7.20 hófst sundkeppnin, sem kennd er við 200 metra og er löngu kunn. Hóbert, ljós- myndari Tímans, var mættur með þeim fyrstu, og smellti af atburðum morgunsársins, þegar fánarnir voru dregnir að húni, og þegar fyrstu sundgarparnir keyptu þátttökumiða, sem jafnframt eru happ- drættismiðar. Svo má ekki gleyma aðaimyndinni, af fuiltrúa æskunnar, sem synti sinn sprett. Fyrsti gesturinn, sem synti i Laugardalslauginni, var kona, Halidóra Magnúsdóttír, eins og vera ber á nýbyrj- uðu kvennaári. Kl. 9, þegar við hringdum inneftir, höfðu um 200 manns synt 200 metrana, og þá voru laugarnar fullar af fólki. FJÖLBRAUTASKÓU FYRIR SUÐURNES BII-Reykjavik. — Á vegum sam- starfsnefndar sveitarstjórna á Suðurnesjum er hafinn undirbún- ingur að þvi að koma upp fjöl- brautarskóla svonefndum fyrir framhaldsnám unglinga af Suður nesjum. Að þvi er Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri i Kefla- vfk, tjáði blaðinu i gær, er mikill áhugi á þvi, að slikur skóli taki til starfa á Suðurnesjum og starfar nefnd að þessum málum, skipuð fulltrúum sveitarfélaga og skóla, og hefur Rögnvaldur Sæmunds- son, skólastjóri Gagnfræða- skólans i Keflavik, haft með höndum forstöðu nefndarinnar. Fjölbrautarskóla sem þessum er ætlað að spanna yfir hin fjöl- breytilegustu svið framhalds- námsins, og má raunar segja, að starfssvið hans sé að fella þau undir einn hatt. Framhaldsnám var reynt við Gagnfræðaskólann i Keflavik, menntadeild, sem starfaði i tvö ár, en féll niður vegna ónógrar þátttöku. Má þar vafalaust ýmsu um kenna, m.a. þvi að af hálfu hins opinbera var menntadeildinni syðra li.tt h’amp- að, er auglýstar voru hinar ýmsu menntadeildir viðs vegar um land. Hafði menntadeildin verið rekin i samráði við Menntaskól- ann við Hamrahlið, og þykir mönnum syðra illt, að hún skuli hafa fallið niður. Hins vegar myndi Fjölbrautaskóli koma að miklu gagni, og þvi frekar, sem svið hans eru fjölbreytilegri. Fitumagn loðnunnar álíka og 7 fyrra gébé—Reykjavik. — Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins hefur i ár, eins og undanfarin ár, verið með umfangsmiklar mælingar á fitu- magni i loðnu. 1 byrjun vertiðar var fitumagnið um 12%, en fitu- magnið i sýnishornum sem tekin voru i vikunni, er nú koinið niður fyrir7%,ogef miðað er við áður fengna reynslu fer fitumagnið allt niður I 3% I vertiðarlok. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofnunarinnar, sagði, að hrognafyllingin færi nú að nálgast tuttugu prósent, en úr þvi fer loðnan að hrygna. Einn fimmti hluti af þunga hrygnunnar eru hrogn. Björn sagði, að Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, tæki sýnishorn úr hverjum einasta bát, sem landar á fjórum stöðum á landinu, en þeir eru Reyðar- fjörður, Hornafjörður, Vest- mannaeyjar og Akranes, og sjá fiskmatsmenn um synatökur á hverjum stað. Mæla þeir bæði fitu og þurrefni loðnu-sýnishornanna. Þvi meira af þurrefni sem mælist i loðnunni, þess meira af mjöli fæst úr henni. Einnig gefa þessi sýnishorn visbendingu um, hve mikið af sjó eða vatni landast með loðnunni. Loðnan, sem veiðzt hefur vest- ur af Garðskaga undanfarna daga, er einnig um 7% feit og samkvæmt okkar mælingum, bendir ekkert til þess að loðnan sé feitari eða betur á sig komin held- ur en i fyrra, sagði Björn Dag- bjartsson að lokum. Þjóðleikhúsið 25 ára i vor: Silfurtunglið sett á svið á 25 ára afmælinu gébé Reykjavik — Þjóðleikhúsið á tuttugu og fimm ára afmæli þann 20. april n.k. Akveðið hefur verið að afmælisleikritið verði Silfurtunglið eftir Halldór Lax- ness. Leikritið er talið vera eitt af Unga fólkið sækist eftir ríkisjörðum — tíu umsóknir um Langsstaði í Hraungerðishreppi FB-Reykjavflí. Á vori komanda losnar ríkisjörðin Langsstaðir I Hraungerðishreppi, og liggja nú þegar fyrir um 10 umsóknir um ábúð og auk þess hafa allmargir fleiri spurzt fyrir um jörðina hjá Jarðeignadeild ríkisins, sam- kvæmt upplýsingum Gisla Brynj- úlfs. Ekki vildi Gisli fullyrða, að mikil eftirspurn væri eftir rikis- jörðum um þessar mundir, þótt alltaf kæmi nokkuð af ungu fólki og spyrðist fyrir um jarðir lausar til ábúöar. Sagði hann, að sér virtist sem margt af þessu fólki gerði sér ekki fulla grein fyrir þvi, hvað það þarf mikið átak til þess að hefja búskap, og spyrði þvi meira af áhuga en raunveru- legri getu til að hefja búskapinn. Þegar ríkisjörð losnar verður ábúandinn að láta vita fyrir ára- mót, að hann hyggist hætta bú- skap. Ekki eru rikisjarðir, sem losna, auglýstar strax lausar til ábúðar, þar sem það spyrzt venjulega um sveitirnar I kring, ef jörð losnar, að þvi er GIsli sagði. Ríkisjarðir eru 820 talsins, og er leiga af þeim miðuð við 3% af fasteignamati jarðarinnar, en auk þess tekur ábúandinn við greiöslum af áhvilandi skuldum jarðarinnar, en þær eru að sjálf- sögðu þvi meiri, sem meira hefur verið gert á jörðinni. Einhverjar fleiri jarðir munu vera lausar, aðrar en Langsstað- ir. Til dæmis er laus smájörð i Skorradalnum. Þar hefur búið einbúi, en húsakostur á jörðinni mun ekki vera slikur, að þar verði um búskap að ræða, heldur er lik- legra að jörðin verði leigð lausri leigu. I Fljótum I Skagafirði er einnig jörð, sem losnaði I haust, og I Axarfirði er jörð, sem hefur verið I eyði I 10 ár, en ekki er vit- að, hvort þessar jarðir munu byggjast aftur. beztu leikritum nóbelsverðlauna- skáldsins, mannlegt verk i raun- verulegum stil og jafn tlmabært nú, eins og þegar það var skrifað. Silfurtungllð var áður sýnt I Þjóð- leikhúsinu fyrir um það bil tuttugu árum. Æfingar eru þegar hafnar á leikritinu, en leikstjórar verða þau Sveinn Einarsson og Briet Héðinsdóttir og Sigurjón Jóhannsson sér um leikmyndir. Með aðalhlutverk fara Anna Kristin Arngrimsdóttir, sem leik- ur Lóu, Erlingur Gislason fer með hlutverk Feilan Ó. Feilan og Sig- mundur Örn Arngrimsson fer með hlutverk Óla, eiginmanns Lóu, en alls koma yfir tuttugu leikarar fram í leikritinu. „Aldrei fyrr jafnhart vegið að verzlun" — segir Félag íslenzkra stórkaupmanna FÉLAG islenzkra stórkaup- manna segir I greinargerð, sem það hefur sent frá sér ,,að aldrei fyrr hafi verið vegið jafnhart að verzlun og verzlunarþjónustu i landinu með beinum, opinberum aðgerðum og nú”. Mótmælir það meðal annars „slendurtekinni skerðingu á álagn ingu verzlunarinnar”, er það tel- ur nema 25% á siðustu fimm mánuðum, sem og „þeim vinnu- brögðum að nota fimmtán ára gamla reikningsreglu við niður- skurð álagningar”, þótt á þessu timabili hafi bæði orðið tolla- lækkun og vaxtahækkun. Þá er talið, að hömlur á lánum i viðskiptabönkum muni hafa i för með sér, að verzlunin geti ekki fjármagnað vörukaup, er til þarf 25% meira islenzkt fé eftir siðustu gengisfellingu, „og er þvi mikill samdráttur fyrirsjáanlegur i um- svifum verzlunarinnar”. 1 greinargerð Félags islenzkra stórkaupmanna er einhig átalinn seinagangur við ákvörðun svo- nefndra hliðarráðstafana, sam- fara gengisfellingunni, sem og dráttur, sem orðið hefur á yfir- færslu gjaldeyris siðan i janúar, með þeim afleiðingum, að islenzkir innflytjendur hafa orðið vanskilamenn erlendis. Enn fremur segir, að innflytjendur eigi ekki annars kost en segja upp starfsfólki, ef þessi mál komist ekki brátt i viðunandi horf. Loks er lagt að rikisstjórninni að draga verulega úr rikisút- gjöldum og skattheimtu og sagt að „félagsmenn skorist ekki und- an að taka á sig þær byrðar, sem þeim ber, til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins, og sanngjarnar mega teljast”. HEFJAST FRAMKVÆMDIR VID HITAVEITU SUÐUR- NESJA Á SUMRIKOMANDA ? BH-Reykjavik. — Hin nýkjörna stjórn llitavcitu Suðurnesja hefur þegar lialdið sina fyrstu fundi og er nú unnið að gagnasöfnun með tilliti til þess, að unnt verði að hefja fraamkvæmdir á sumri komanda, að þvi er Jóhann Ein- varðsson, bæjarstjóri I Keflavik tjáði blaðinu, er það hafði sam- band við hann i gær. Taldi Jóhann liklegt, að gagna- söfnun lyki innan tiðar og yrði þá málið lagt fyrir rikisstjórnina, sem að sjálfsögðu réði ferðinni, þar eð fjármögnun framkvæmd- anna væri að mestu leyti á hennar valdi. 1 stjórn Hitaveitu Suðurnesja sitja bæjarstjórarnir þrir, Jóhann Einvarðsson, Eirikur Alexand- ersson og Alfreð Alfreðsson og fulltrúar ráðuneytanna, Ólafur G. Einarsson og Þóroddur Th. Sig- urðsson, en varamenn þeirra eru Jón Skaftason og Arni Þ. Árna- son. Stjórnin hefur skipt með sér verkum á þann veg, að Jóhann Einvarðsson er formaður fyrsta árið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.