Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN „HAFNIA - 76 n Undirbúningur. Undirbúningur undir næstu stórsýningu á Norðurlöndum, er i fullum gangi. Það er augljóst að Danir ætla ekki að láta sitt eftir liggja og rekur nú hver nýjungin aðra i þeim efnum. Þá hafa verið skipaðir umboðs- menn fyrir sýninguna um flest lönd. Umboðsmaður sýningar- innar á Islandi er: Sigurður H. Kaup- endur notaðra sjónvarps tækja stundum ónota- legan „kaup- bæti" SJ—Reykjavik. Um þessar mundir er verið að senda út inn- heimtuseðla vegna afnotagjalds af sjónvarpstækjum. Innheimtu- seðlunum fylgja leiðbeiningar þar sem m.a. er bent á að bæði kaupanda og seljanda ber að til- kynna um eigendaskipti á sjónvarpstæki. Reglan er þó sú, að seljandi tækis tilkynnir eigendaskiptin hvort sem um nýtt eða gamalt tæki er að ræða. Hjá innheimtudeild rikisút- varpsins fengum við þær upplýs- ingar að nokkur brögð væru að þvi að fólki væri ekki nógu kunn- ugt um skyldu sina i þessu efni eða hirti ekki um að gegna henni. Þess væru jafnvel dæmi að seljendur sjónvarpstæk j a auglýstu eftir þeim, sem hefðu keypt tæki, eftir að hafa ekki hirt um að spyrja nýja eigendur tæk- isins að nafni. Þá er rétt að brýna fyrir fólki að láta innsigla gömul, ónýt sjón- varpstæki, öðru visi fellur gjald- skylda ekki niður. Nú eru elztu tækin hér á landi farin að verða ónýt og sumir hafa fengið sér ný sjónvarpstæki, ber þeim að greiða afnotagjald af báðum meðan ónýta tækið hefur ekki verið innsiglað af starfsmönnum innheimtudeildar. Þá hefur innheimtudeildin var- að fólk við að kaupa sjónvarps- tæki án þess að athuga hvort skuld hvili á þeim, ógreidd af- notagjöld fylgja nefnilega með i kaupunum. Þó nokkuð er um að kaupendur notaðra sjónvarps- tækja fá slikan „kaupbæti", er sjálfsagt oftast athugunarleysi seíjenda um að kenna en ekki vis- vitandi prettum. Þorsteinsson, Pósthólf 26, Hafnarfirði. Gott væri að fá sem fyrst að vita um allt það efni, sem menn hafa áhuga á að sýna á þessari sýningu, þvi að bráðum fara umsóknar- eyðublöðin að berast, og til þess að fá örugglega þann ramma- fjölda, sem hver og einn telur sig þurfa, er ekki verra að senda snemma inn umsókn sina. Fyrsta danska frimerkjablokkin Þann 27. febrúar kemur svo Ut i Danmörku fyrsta frimerkja- blokkin þar i landi. En þetta er ekki aðeins fyrsta danska fri- merkjablokkin, þetta er einnig i fyrsta sinn, sem myndir af gömlum tillögum að frimerkj- um, sem ekki voru samþykktar á sinum tima, eru notaðar á frimerki. Henrik Eis, sem er framkvæmdastjóri sýning- arinnar segir, að þetta sé' i fyrsta sinn i heiminum, sem til- laga er gefin Ut. Reyndar eru þetta f jórar tillögur að dönskum frimerkjum. Tvö efri merkin eru tillögur frá 1849, þ.e. blý- antsteikningar. 70 aura merkið er með mynd af skjaldarmerki Danmerkur á þeim tima, en 80 aura merkið með mynd Friðriks VII. Neðri merkin aftur á móti eru tillögur frá 1852 með mynd Friðriks konungs á 90 aura merkinu og Hermes höfði á 100 aura merkinu. Merkin eru upphaflega ætluð fyrir verð- gildin: 4. s., 2. s., 8. s. og 4. s. 011 verð i rikisbankaskildingum. Þessar tillögur eru svokallaðar Ferslew tillögur, og athugum nU af hverhi þær voru ekki notaðar á slnum tima. Ein af ástæðum yar, að það þótti ekki viðeig- áridi að háfá mýrid háiignárinn- ar á frimerki og klina siðan á það allskonar stimplum. Þetta er þekkt fyrirbæri, t.d. frá Sikil- éý ög Népál. Eh Friðrik VII vár Hka svolitill glaumgosi sins tíma, meira að segja tókst frænku hans, dóttur Friðriks VI. að fá skilnað frá honum, sem ekki var auðvelt i þá daga. Rétt áður en hann tók við völdum, var honum visað úr landi, til hins fjarlæga tslands. (Þar fáum við loks mynd af kóngi, sem átti sæti á Islandi). En Christján VIII. faðir hans tók hann i sátt, en þvingaði hann samt til að giftast Mecklenburg- iskri prinsessu. En þar varð aftur skilnaður. Þá tók hann að halda við borgaralega konu, Louise Rasmussen. Þegar hann svo settist i hásætið giftist hann greifafrU Danner, en hélt sinum gömlu samböndum. Áletrunarvandamál. Tvö efri merkin i blokkinni var ekki hægt að nota vegna málvanda. Schlesvig og Hol- stein skildu ekki „Enkelt brev- porto", en þetta var leyst með seinni merkjunum. „KGL. POST. FRM." skildist alls stað- ar i danska konungsrikinu. Enn- fremur varð að orða verðið „4. S." i stað „4 RBS", þvi að S var hægt að lesa bæði sem, schilling og skilling. Útfærsla. Það eru tveir snillingar, sém ú1G3IMirD®!MlL MI^KÍ»OT!LyK)@ W& BMM/mSí^ 0*0 O OOC Olj CÐ OC OOCDCO IKW»?@ HOLCEPPH11.ll>SEN<W. CZCSLAW SLANIA K. IMMMK PRIS 5 KR hafa Utfært þessa blokk, en það eru teiknarinn Holger Philip- sen, frimerkjaritstjóri Politik- en,oggrafarinnCzeslaw Slania. Yfirverð. Verð arkarinnar er 5 danskar krónur, en merkjanna 3,40. Mismunurinn gengur til þess að kosta þessa miklu sýningu og er reyndar merki hennar neðst á örkinni. Þetta er fyrsta Utgáfan af þremur, sem Ut kemur af tilefni þessarar syningar með yfirverði til að kosta sýninguna. ÍSLAND, öfugt vatns- merki. Það hefir verið svolitið um að menn hafi haft samband við mig vegna öfuga vatnsmerkisins, sem fundið er i merkjunum með Ásgeir Ásgeirssyni, f.v. forseta. Merki þetta skráði ég fyrst i sið- ustu Utgáfu verðlistans Islenzk frimerki 1975. Aðalvandamálið virðist vera það, að ekki er fyrir hendi mynd af vatnsmerkinu svo fólk geti áttað sig á hvers skal leita. Þessu skal nU bætt Ur og fylgir hér mynd vatns- merkisins. Það er gott ráð þegar leitað er að öfugu vatnsmerki, að beina aðalat- hyglinni að tungunni, sem gengur niður Ur forseta- merkinu. SnUi hUn niður er vatnsmerkið rétt, en snUi hUn upp, er um öfugt vatnsmerki að ræða. Þá má og geta þess, að mér vitanlega hefir þetta öfuga vatnsmerki aðeins fundizt ennþá i 13 krónunum, en þar i tveim örkum. önnur örkin er notuð I Reykjavik, en hin utanbæjar. Á stimpli þeim, sem er á merkinu sem fannst með utanbæjarstimpli, stendur „FJÖRÐUR", en hvaða fjörður þaö er, er ekki gott að segja. Þá er auðvitað ekki Utilokað, að öfugt vatnsmerki kunni einnig að finnast i 15 krónum. Sigurður H. Þorsteinsson. *: HERRAR Finnsk föt Grófriflaðir jakkar í litlum stærðum komnir aftur Terelyne- buxur Skyrtur Slaufur Enskir karlmannaskór Cowboy stígvél DÖMUR Þunnir rúllukragabolir Hálfsíð flauelspils Síð riflaflauelspils Slétt flauelsdragtir Terelynebuxur Slétt flauels buxur s»ni^^ Sendum gegn póstkröfu hvert sem er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.