Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN 21 ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦nnHB A SIG gjarna upp i mér eins og lexikon. Annars held ég að það hafi verið sérstök sumarnótt i júni, sem kom mér i skilning um að Skaga- fjörður væri eitthvað annað en andrUmsloftið, sem auðvitað er nóg af i svo brjóstbreiðu"landi. Við vorum að koma úr skirnar- veizlu einnar frænku minnar framan úr Tungusveit, og vorum nokkur i hóp og það var verið að syngja, þegar færi gafst fyrir skeiðsprettum. Ég var náttúrlega ekki nema stuttur patti með fæt- ur á miðjum siðum á þægasta heimilishestinum. Og þega-r við komum norður fyrir Reykjarhól- inn, og þó allra helzt þegar við komum á hæöina fyrir ofan Ytra- Skörðugil, sló rauðum og fjólu- bláum lit á fjöll og grundir, og Glaumbæjarkvislin liðaðist beint inn i miðnætursólina. Og svo var sungið um bjarta, heiða júninótt áður en næsti sprettur var tekinn inn I miðnæturroðann. Daginn eftir hafði ferginið og störin feng- ið annan lit, þegar ég sótti kýrnar niður að ánni. Ég var alltaf forvitinn um fólk á þessum árum, og er það raunar enn. Fyrsti maðurinn, sem ég man að varð til þess að ég fór að skilja að fólk er mismunandi, hét Ólafur Bjarnason. Hann hafði gaman af bókum og kom stundum heim og las þá mikið. Hann las ýmislegt, svo sem eins og Knytt- lingu, sem siðar tapaðist, forláta bók. Svo las hann skemmtibækur, hasarfengna reyfara, sem fengu mikið á hann. Hann las auðvitað með sjálfum sér, sem kallað var, þ.e. ekki upphátt, en svo kom kannski allt i einu: Og varaðu þig nU, lafði Jane. Þessi James er svikari. Ólafur er eini maöurinn, sem ég veit til aðlesiö hefur sögur af þeirri innlifun, að taka sjálfur til máls meðál persónanna til að vara við eða skakka leikinn, þeg- ar skurkarnir fóru hamförum. Og svo komu menn, sem sögðu sögur eða voru sögur. Æskuslóðir og uppruni — Hvar f Skagafirði var það, sem þú steigst þln fyrstu spor? — Þaö var nU i Gilnaga i Lýt- Á blaðamannafundi i Sviþjóð. ingsstaðahreppi. Foreldrar min- ir, Anna Jósepsdóttir og Þor- steinn Magnússon, voru þá ný- verið byrjuð búsícap þar, mig minnir I tvibýli, en faðir minn fæddist i Gilhaga og ólst þar upp, og fluttist ekki þaðan fyrr en áriö eftir að ég fæddist, eða 1927. Móð- ir min er dóttir Jóseps Jónssonar og Sigurbjargar Bjarnadóttur, sem bjuggu m.a. i Áshildarholti, • þar sem móðir min fæddist. Jósep var bróðir Ingibjargar Jónsdóttur á Skfðastöðum, hinnar mætustu konu, en synir hennar og Hannes- ar frá Valadal voru þeir Pálmi rektor og Pétur póstmeistari á Sauðárkróki. Sigurbjörg amma min var oröin töluvert roskin þeg- ar ég man fyrst eftir henni. Hún var eina amman i minum upp- vesti, þvi hin drukknaði i Svartá skammt frá heimili slnu, Gil- haga, þegar hún var að koma frá þvi að sinna ljósmóðurstörfum I Goðdölum. Hef ég raunar alltaf saknað þessarar ömmu minnar, enda mikið um hana talað og mikið af henni látið i minum upp- vexti. En Sigurbjörg var nú á við tvær ömmur 'ef þvi var að skipta, þótt við kenjarokk og eftirlætis- barn væri að eiga, sem hvergi gat boröað utan heimilis á þessum árum nema hjá henni og Ingi- gerði á Brúnastöðum. Mér fannst Sigurbjorg aðsópsmikil og mynd- arleg, og eflaust hefur hUn verið bað i augum annarra Hka. Um Bjarna SkUlason föður hennar er sagt I Skagfirzkum æviskrám, að hann hafi verið „eigi viðkvæmur i lund, og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, ef þvi var að skipta. Eigi að sfður voru til góðir eðlisþættir hjá honum". Þá er ennfremur sagt að hann hafi gerzt „stundum fullgrófur i fasi og orðum" við vin. Um Ingi- björgu móður ömmu minnar er sagt, að hún hafi verið „geðrik kona, en kunni þó vel að stilla þvl I hóf, jafnvel að slá af, ef þess þurfti með", og virðist á ævi- skrárritara að heyra að þess hafi þurft meö á stundum. Eitt syst- kina Sigurbjargar var Þorgrimur á Starrastöðum, sem hafði þau á- hrif' á Matthias Jochumsson á banabeði slnum, að Matthiás orti um hann stórbrotin erfiljóð. Man ég eftir þessu ljóði skrautrituðu uppi á vegg á heimili minu i æsku. Út af Þorgrimi er kominn Starri i Garöi við Mývatn. Við höfum litið rækt frændsemina, en vitum þó vel hvor af öðrum og munum ekki láta ganga á frændsemina þótt nokkur rauðagaldur sé á milli. Jósep afi minn var sagöur góð- menni. Hann missti sjónina og lifði slðustu ár sin blindur. A þeim árum mun ég hafa komizt i kjöltu hans. En það var haft á orði að hann hefði alltaf vitað hvað mér leið þótt blindur væri. Foreldar föður mins voru Magnús Jónsson i Gilhaga og kona hans Helga Indriðadóttir, sem ég sagði þér áðan að drukkn- að hefði i Svartá. Magnús i Gil- haga hafði mikið umleikis i bú- skap sinum, var lengi forsöngvari i Goðdalakirkju og hrókur alls fagnaðar á mannfundum og ölkær nokkuð, eins og fræðimenn segja. Samtimis honum hjó einnig i Gil- haga Indriði Árnason faðir Helgu, áður bóndi i ölduhrygg og íra- felli. Þaðan er nafnið komið, en Gilhagasystkin létu mörg heita i höfuð hans, og við erum þvi nokkrir nafnarnir. Þær voru tvær, dætur Indriða, Helga og Monika, sem giftist Sigmundi á Vindheimum af Birtingaholtsætt. Um þær báðar ungar og ógiftar i föðurgarði á Irafelli skrifaði Simon Dalaskáld skáldsöguna Arni á Arnarfelli og dætur hans, og gengur mikið á i þeirri sögu. Mannmargt var jafnan i Gil- haga, en gömlu fólki var gjarnan komið þangað til umönnunar, þar sem Helgu var sýnt um umsjá þess. HUn hafði lært ljósmóður- fræði i Reykjavik og*hafði þá ver- ið undir handarjaðri frænda sins Grims Thomsens, en Indriði og hann voru skyldir. Indriði mun hafa verið nokkuð harðlyndur, en raungóður og er frásögn af hon- um i Blöndu, sem ber þvi vitni, auk þess ýms munnmæli, sem lýsa honum nokkuð en ég kann ekki að herma hér, Daniel Bruun fékk hann, gamlan mann, til að vfsa sér leiö suður Kjöl árið 1898. MagnUs tengdasonur hans fór með honum þá för. Samkvæmt fyrirsögn Indriöa var merkt fyrir vörðum á leiðinni, en þær siðan hlaönar sumarið eftir. Vörður Framhald á bls. 28. Larsson og Steingrlmur Arason. Ljósm: Sv. Sæmundsson. Viö upphaf kvikmyndarinnar Sjötiu og niu af stöðinni. Talið frá vinstri. Rdbert Arnfinnsson, Gunnar Eyjólfsson, Friöfinnur ólafsson, Guðlaugur Rósinkranz, Indriði og Erik Balling, leikstjóri. Ljósm: Timinn GE. Lsienzk '¦.:¦¦¦..¦¦¦...¦..¦,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.