Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN 27 lendingum jafntefli gegn heims- meisturunum, sem máttu prisa, sig sæla með að sleppa svo auð- veldlega úr höndum islenzku leik- mannanna. Jöfnunarmark Viðars var þannig lýst i Timanum: — Mitt i öllmn látunum, tókst Viðari að brjóta sér leið á óskiljanlegan hátt i gegnum vörn heimsmeistaranna og þeyta knettinum i netið af miklum krafti, þrátt fyrir að tveir menn héngu i honum og gerðu ör- væntingarfulla tilraun til að stöðva hanii. Eftir leikinn sagði Viðar i blaðaviðtali: — ÉG gerði mér vonir um, að skora, er ég komst inn á liinuia. Hélt siðan að ég hefði brennt af, en sem betur fór, fór knötturinn rétta leið. Það var notaleg tilfinning að sjá boltann snúast með ofsahraða inn I mark- ið og markvörðinn á eftir". Fjarlægur draumur Þegar við spurðum Viðar, hvaða landsleikir honum væru minnisstæðir, sagði hann: — Það eru margir leíkir mér minnis- stæðir, bæði leikir, sem okkur hefur tekizt að vinna sigur i, og einnig tapaðir leikir. Sá leikur, sem ég mun seint gleyma, er leikurinn gegn heimsmeisturun- um frá Rúmeniu, þegar við náð- um jafntefli eftir að vera 5 mörk- um undir. Þessi leikur verður mér óneitanlega eftirminni- legastur. Þá er leikurinn gegn Tékkum á Olympiuleikunum i Munchen alltaf eftirminnilegur. Það fer viss fiðringur um mig, þegar ég hugsa um hann. Við vor- um með leikinn i höndum okkar og staðan var 18:15 fyrir okkur, þegar aðeins 9 minutur voru tií leiksloka og 8-liða úrslitin blöstu við okkur. Þá fóru Tékkar að leika maður á mann og við það hrundi allt hjá okkur, og Tékkum tókst að jai'na 19:19 á siðustu sektindum leiksins, og ná sætinu i 8-liða úrslitunum frá okkur og siðan hlutu þeir silfurverðlaunin á OL. Við vorum óheppnir i þess- um leik og öll su mikla vinna, sem við strákarnir lögðum á okkur, fauk út i veður og vind. Undirbún- ingurinn fyrir Olympiuleikana var sá bezti, sem ég hef kynnzt hjá landsliðinu. Við strákarnir æfðum mjög vel allt vorið og um sumarið og það var einstök stemning hjá leikmönnum liðsins. — Var það ekki stórkostleg til- finning að keppa fyrir hönd ts- lands á Olympiuleikunum, Viðar? — Jú, sérstaklega að fá að taka þátt i þessu. Þegar maður var ungur, þá fylgdist maður ávallt með OL-leikunum hverju sinni, en mig dreymdi þá aldrei, að ég ætti eftir að taka þátt i þessari miklu iþróttakeppni. Það var stórkostlegt að ganga inn á leik- vanginn i Munchen i hinum stóra hóp beztu Iþróttamanna veraldar. Það voru 100 þús. áhorfendur, sem voru glaðir eins og börn, sem fögnuðu iþróttafólkinu og öll opn- unarhátiðin heppnaðist frábær- lega vel. Þetta var stórkostleg sjón, sem maður á örugglega ekki eftir að upplifa aftur. Þaö var skemmtilegt að leika með þeim Við komum Viðari i mikinn bobba, þegar við báðum hann aö stilla upp fyrir okkur óskaliðinu hans, skipað þeim leikmönnum, sem hann héldi eftirminnilegasta að leika með I landsleikjum. Við- ar hugsaði sig lengi um og sagði, að hann gæti stillt upp góðum lið- um. — Ef ég ég hef 5-1 vörn í huga, en sú vörn hefur verið leik- in i flestum mlnum landsleikjum, þá myndi ég stilla þannig upp minu óskaliði. Sigurbergur Sig- steinsson væri á miðjunni frammi og Gunnsteinn Skúlason á miðj- unni aftur. Þá kæmu þeir Olafur Jónsson, sem vinstri bakvörður og Stefán Gunnarsson, sem hægri bakvörður og þeir Geir Hall- steinsson og Björgvin Björgvins- son, sem er minn uppáhaldsleik- maður að spila með, i hornunum. Axel Axelsson, sem byrjaði seinna að leika með landsliðinu, kæmi siðan inn i lið mitt. Þetta lið er tvimælalaust það bezta sem ég hef leikið með og jafnframt eitt það sterkasta sem við höfum átt. Það má kannski skjóta þvi hér inn I, að það eru enn miklir mögu- leikar fyrir hendi, að Viðar fái aftur tækifæri til að leika I lands- liðinu með þessum leikmönnum, sem enn eru allir á bezta aldri og I fullu fjöri. En nóg um það. — En Viðar, hvað vilt þú segja um gömlu landslibsmennina okk- ar, t.d. þá sem skipuðu Islenzka landsliðið 1964, sem vann hinn fræga sigur gegn Svium I HM- keppninni I Tékkóslóvakiu? — Ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir þeim leikmönnum, sem ég tel beztu handknattleiks- menn se'm við höfum átt. Þeir voru geysilega góðir einstakling- ar, en ekki eins sterkir sem lið i heild. Þá skorti samæfihgu og út- haldsæfingu, það kom oft fram i landsleikjum, sem þeir léku. Þeir voru taldir heimsmeistarar i fyrri hálfleik, af erlendum handknatt-" leiksforráðamönnum. Þeir stóöu sig oft frábærlega vel i fyrri hálf- leik og náðu þá góðu forskoti, sem þeir misstu síban niður i siðari hálfleik, eingöngu vegna þess að þeir voru ekki i nógu mikilli likamlegri æfingu. Ég hef oft sagt, að ef þessir leikmenn væru i fullu fjöri i dag og á þeim aldri, sem þeir voru á I HM 1964, þá væri landsliöið 1964 stórkostlegt lið — hreint „klassalið". Áhuginn er fyrir hendi — Er takmarkið, 100 Iandsleik- ir, Viðar? — Ég setti mér aldrei neitt tak- '" -C- Hann Kefur brotiz^ í gegnum sterkustu varnir heimsins og skorað mark nja beztu markvörðurn heims ~mark i upphafi. Ég gerði mig ánægðan með hvern landsleik, sem hægt var að hafa not af kröft- um minum i. Svo lengi, sem not eru fyrir mig þá verð ég með. Áhuginn er fyrir hendi, en hvort ég næ að leika 100 landsleiki, veit ég ekki. Ég set merkið hátt og sé enga ástæðu til að leggja árar i bát, þrátt fyrir að ég hef haft mik- ið að gera. — Hefurðu séð eftir þeim tlma, sem þú hefur eitt I handknattleik- inn? — Ég hef oft verið spurður að þessu. Ég hef ekki séð eftir einu einasta augnabliki, sem ég hef stundað handknattleik. Hand- knattleikurinn hefur verið þrosk- andi fyrir mig og félagsstarfið, sem honum tilheyrir. Ég hef eign- azt marga góða vini á minum handknattleiksferli, sem er óvíst að ég hefði eignazt annars staðar. Og þegar maður er byrjaður á annað borð að stunda iþróttir, þá er erfitt að slita sig frá þeim. — Hefur ekki allur sá tiini, sem þú hefur stundað handknattleik, bitnað á heimili þinu? — Nei, konan min hefur hvatt mig til dáða. Mér finnst mikill heiður að þvi, að geta leitað til hennar og fengið hennar álit á ýmsum vandamálum. Hún er mér mikill styrkur. Iþróttasiðan óskar Viðari til hamingju með þritugsafmælið, sem hann átti sama dag og siðari landsleikurinn gegn Júgóslövum fór fram og óskar honum og konu hans, Halldóru Sigurbardóttur, bjartrar framtiðar. -SOS Ekki þarf að sökum aö spyrja, þegar Viðar er búinn að brjótast fram hjá varnarmönnum and- stæðinganna og markið blasir viö. HérséstViðar Ileik gegn itölum i undankeppni HM. ¦——¦I mammm Badminton-spaðar verð frá kr. 1748/- Badminton-net verð kr. 2475/- Badminton-kúlur Badminton-peysur Badminton-buxur. Póstsendum uverzlun Ihgólfs Oskarsaonar KUpparatlg 44 — Siml 11783 — Rtykjívft

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.