Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN 13 HHBMBH| wmmmMmggmmmmmmmamm^ Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla ALLT SÉR... fyrir fjörutíu órum og mesta lukku ur suður, rifjast þetta lag upp, og við förum að syngja það saman. ViB höfðum flutt það á skemmtunum i rúmlega ár, þeg- ar MA-kvartettinn kom fram með það á konsert. — Æfðuð þið mikið skemmti- skrána ykkar? — Nei, við æfðum okkur ekki að öðru leyti en þvi, að við hittumst kvöldiö áður en við áttum að koma fram og fórum yfir þetta. Við vorum svo sem alltaf að syngja heima, og ef við bættum nýju lagi inn i, þá æfðum við það, þangað til við vorum orðnir nokk- uð öruggir. Um sérstakar radd- setningar var ekki að ræða. Hann söng efri röddina og ég undir- röddina. Þetta kom eiginlega allt af sjálfu sér, svo sem engin fyrir- höfn, þannig séð, ekki verið að liggja i æfingum kvöld eftir kvöld. Við sungum mikið úr Grallaran- um, Glaumbæjargrallarinn var hann kallaður, það voru ljóðin, sem hann Magnús Asgeirsson þýddi. Við vorum með Eldspýt- una og stúfinn, Amerikubréfið og í fyrsta sinn ég sá þig.... — A einni myndinni af ykkur er hann Sveinbjörn meB torkenni- legt hljóðfæri? — Já, hann keypti þetta einu sinni, þetta er'lúta, sem hann not- aBi seinni árin. ABur vorum viB alltaf meB gitarana, ég fékk ofsa- lega finan gitar, sem ég er meB þarna á myndinni. Það var sænskur maður, Ericson.sem var hérna i Filadelfiu. Hann seldi gitara. Þetta var finn gitar, og hann fór meB mér um allar triss- ur, en svo tapaði ég honum löngu siðar.... — Varstu ekki i kórum um þetta leyti, Ólafur? — Jú, um það leyti, sem við Ólafur meö gitarinn — og Igóöu skapi eins og venjulega. Sveinbjörn byrjuðum. að syngja saman, eða upp ur 1930 gekk ég I stórmerkilegan kór, sem þá starfaði hérna og hét Karlakórinn Heimir. Þessi kór var runninn undan rifjum ungmannafélags- hreyfingarinnar. Þeir voru framarlega i honum Þorsteinn i Körfugerðinni og Jóhannes nokk- ur Þorsteinsson, bróðir Hannes- ar. Þegar ég var i kórnum, var honum stjórnað af Árna Tryggva- syni sem var lengi sendiherra úti i Sviþjóð. Ég fór á ball hérna i bænum.... — Mig langar til að biðja þig, Ólafur, að segja okkur svolitið frá þeim stöðum, sem þið skemmtuð á hér i bænum og viðar? Hver voru helztudanshúsin auk hótel- anna? — Það voru nú aðallega þrir dansstaðir hérna i bænum þá, Iðnó, Gúttó og Báran, og það var mikiðfjör á þessum stöBum. Litið um áfengi, og þá yfirleitt sömu m'ennirnir, svo að þeir urðu þekktir. Þá var yfirleitt alltaf dansaB til klukkan fjögur, og það var handagangur i öskjunni. Sko, stulkurnar sátu á bekkjum með- fram veggjunum, það voru ekki borð i danssalnum. Um leið og lagið byrjaði, rauk svo stráka- romsan af stað, og þá skipti það eitt máli, hver var harðastur a sprettinum. Það var venjulega byrjað með marsi, en vinsælustu dansarnir voru Fox-trot, Slow Fox og Quick Step. Menn tóku sporið hornanna á milli, beint aft- ur á bak eða áfram, og i horninu var tekin dýfa og hringsnúningur og aftur ofan af, áður en lagt var úti næstu beinu linu yfir i hitt hornið. Svo voru það valsar, tangóar og polkar. — ÞaB þarf naumast aB spyrja aB þvi, hvert hefur veriB vinsæl- asta hljóBfæriB. En var ekki gitarinn vinsæll lika? — Já, harmónikkan var vinsæl- ust, en gitarinn var ákaflega vin- sæll. heima fyrir. En ég má full- yrða, að við Sveinbjörn urðum fyrstir til aðkoma fram og syngja með gitarspili hér á landi, enda vorum við einráBir á markaðnum I mörg ár, og mjög eftirsóttir. Við sungum mest saman, en lika hvor I sinu lagi, nokkrum sinnum með Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar I utvarpið. Þá var öllu Utvarpað beint, en blessaðist furðulega, miBaB viB aBstæBur. Sveinbjörn söng lengi kveBjulag hljóm- sveitarinnar. Ég fór hins vegar i karlakór og seinna i kvintett. — Hvaða karlakór var þetta? — Þetta var Karlakórinn Kátir félagar~ afskaplega skemmtileg- ur kór, sem hann Hallur Þorleifs- son stjórnaði, og ætli ég hafi ekki gengið i hann um 1934. Það var vist meiningin, að þessi kór væri eins konar þjálfunarkór fyrir þá, sem færu i Fóstbræður, en þessi kórhélt alltaf áfram, alveg þang- aö til hann lagðist niður kringum striðslok. Þarna voru ýmsir fræg- ir menn, eins og framlinan úr Val, Gisli Kærnested, Gvendur Sig og Tubbi, en tveir þeir siðarnefndu koma talsvert við sögu siðar, þvi að við stofnuðum saman kvintett á sinum tima, fimm strákar úr Kátum félögum. Sveinar kátir syngjum saman fjörugt ljóð — Hvernig atvikaðist það? — Jú, við vorum að syngja saman á Þingvöllum á einhverri. geysimikilli hátið þar, og komum okkur saman i þessu ferðalagi að mynda kvintett. Það var eitthvað i kringum 1936, sem við byrjum að syngja saman, en kvintettinn '! Fyrstu þjóölagasöngvararnir meö gltarundirleik: Sveinbjörn Þor- Hjónin Sigurveig Hjaltesteð og Ólafur Beinteinsson á heimili sinu að Kjartansgötu 9hér í borg. ólafur er stemsson og olafur Beinteinsson. Idag verzlunarstjóri Ibyggingavörudeild verzlunar Jóns Loftssonar. Timamynd: GE. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla dagg? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.