Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 29
 Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN 29 eftir að alvaran kom til sögunnar, en það var ekki fyrr en upp úr 1947. Ég get ekki skilgreint hvers vegna fikt varð að alvöru, en um þetta leyti gerði ég mér grein fyrir þvi að það mundi kosta mikla fyrirhöfn að ná þótt ekki væri nema smávægilegum á- rangri i að skrifa. Ég hafði verið latur i skóla og litill námsmaður. NU sagði þetta undirbúningsleysi til sin með þeim afleiðingum, að ég held ég hafi ónýtt allt sem ég skrifaði fram undir 1950, eða i ein þrjú ár. Ég held samt ég hefði getað fengið eitthvað prentað eft- ir mig á þessu timaUili, en ég reyndi það ekki. Mestu af þessum tima eyddi ég hjá frændfólki og kunningjum i Skagafirði. A manntalinu var ég skráður lausa- maöur, og það var orð að sönnu. Mérhefði sattaðsegja ekki tekizt þetta ef Skagafjörður hefði ekki verið og allt þetta góða fólk, sem tók mig á heimili sin. Ég fékk meira að segja greiðslur fyrir ýms viðvik, og einn frændi minn kom einu sinni með þrjú hundruð krónur, kallaði á mig i myrkri út undir vegg og fékk mér þær með þeim orðum, að hann vissí hvaðég væri að reyna að gera, og ég skyldi lita á þetta sem skálda- laun. Þetta var Sigfús Steindórs- son frá Nautabúi. Árið 1950 er ég kominn hingað til Reykjavikur með tvær sögur upp á vasann. önnur hét Blástör og byggðist á atviki, þegar kálfur slapp út á Laugabóli, trylltist og hljóp upp i Hamraheiði og náðist ekkffýrr en eftir mikinn eltingarleik á túninu á Starrastöðum. Svo var ort i eyð- urnar. Hin sagan hét Vigsluhátið- in og var eiginlega saga úr vegar- lagningu um Bakkaselsbrekkuna svonefndu, en þar hafði ég unnið mörgum árum áður. Sögur þess- ar voru ólikar að frásagnarhátt- um, en þeir hafa báðir verið mér tamir siðan. Þetta var sem sagt um alvör- una. Mér fannst, að nú yrði ekki snúið við — Fannst þú ekki til þeirra ó- þæginda, sem sumir höfundar tala um, þegar fyrstu skrif þln birtust opinberlega? — Fyrsta smásagan birtist i jólablaði Timans og nefndist Dal- urinn. Hún er enn við lýði og i um- ferð, am.k. i erlendum sýnisbók- um.Ég varð ekki var neinna óþæg inda þótt hún birtist. Mér þótti bara vænt um að þeir á Timanum vildu taka hana. Það var held ég Andrés Kristjánsson. Hann sýndi mér strax mikla vinsemd. Ég taldi ekki að sagan myndi vekja mikla athygli, enda jólablaðið fullt af öðru efni.Ég sýndi Andrési Blástör, og hann vildi óður og uppvægur að ég sendi hana i smá- sagnasamkeppni Samvinnunnar, sem þá hafði verið boðað til. Ég fór að orðum hans. Og hann varð miklu glaðari en ég, þegar til- kynnt var að sagan hefði fengið verðlaunin. Seinna unnum við saman á Timanum i tvo áratugi eða svo, og ég varð vitni að þvi hvað eftir annað, að Andrés lét sér mjög annt um allan nýgræð- ing i bókmenntum, og beitti áhrif- um sinum eins og hann gat honum til framdráttar af hreinni og fölskvalausri umhyggju. Ég á honum margt að þakka i þeim efnum, og svo er um fleiri. En mér er eiður sær, ég fann aldrei til neinna óþæginda þegar fyrstu sögur minar birtust. Ég hafði bara lúmskt gaman af þvi að sjá þær á prenti. Vigsluhátiðin kom i timariti Steingrims Sigurðssonar, Lifi og list, og einn sólskinsdag sá ég mann sitja á tröppum Hótel Heklu og vera að lesa söguna. Ég þekki þennan mann enn i dag þegar ég sé hann á götu og mér þykir vænt um hann. Já, það var mikið sólskin þennan dag, og ég kenndi engra óþæginda. — Hvernig likaði þér umtalið um verðlaunasögu þina Blástör? — Skömmu eftir að úrslit urðu kunn, var haldinn Sambands- fundur. Sagan mun hafa komið til umræöu meðal fundargesta. Þá er sagt að Karl Kristjánsson, þá- verandi alþingismaður, hafi látið álit sitt i ljós með svofelldum orð- um: Blá er Blástararsagan, blár er höfundurinn. Blátt verður blaðið af henni en bláust þó dómnefndin. Mér var sögð visan, og mót- mælti þvi óðara að rétt væri að höfundurinn væri blár, hvað þá dómnefndin, en i henni sátu Bene- dikt Gröndal, þáverandi ritstjóri Samvinnunnar, Andrés Björns- son, útvarpsstjóri, og Árni heitinn Kristjánsson, menntaskólakenn- ari á Akureyri. Abyrgð þessara manna er eigi litil, þvi eftir að Blástör fékk verðlaunin fannst mér að nú yrði ekki snúið við, hversu örðugt sem mér annars reyndist að skrifa. Annars er það svo, að viðurkenningar hafa kom- iö mér á óvart, og valdið mér nokkrum kviða. Bæði er að ein- hverjir verða alltaf til að gera hróp að manni, og einnig að viöurkenningar þoka manni stöð- ugt lengra inn i erfiðleika þess að skrifa — inn i óskrifaða pappirs- þokuna, þar sem maður er einn og engin viðurkenning getur hjálpað. Ég segi enn eins og maðurinn: Ef þeir ættu veður- skeytin i skrautbandi þá mundi ég þiggja þau með þökkum. Annars var umtalið um Blástör ekki ann- að en þægilegt grin á móti ymsu þvi, sem seinna var sagt og skrif- aö, einkum eftir að hér var farið að skrifa pólitiska ritdóma að stórum hluta af ýmsum riddurum undir skikkju hlutlausra bók- menntaviðhorfa. — En 79 af stöðinni, — hún varð vinsæl og hefur meira að segja verið kvikmynduð, — ertu ekki á- nægður með þau skil, sem henni hafa verið gerð? — Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu. Mér finnst þessi saga fullrædd — henni er fullriöinn hnútur. Hún var kvikmynduð, það er rétt. En ég hef aldrei verið sáttur við þann skilning, sem leikstjórinn lagði i söguna. Ég tel að erlendir leik- stjórar eigi mjög erfitt með að setja sig inn i andrúmsloft sögu, sem er fjarskyld þeim með öllu, bæði tungumál, frásagnarháttur og viðhorf til persóna. Annars tókst þetta mjög vel með Brekku- kotsannál. Ég játa fúslega að vegna æsku minnar var Sjötiu og niu skrifuð á mörkum þess, sem leyfilegt er að segja á yfirborðinu án þess að sagan verði sentiment- al. Þetta eru ákaflega viðkvæm mörk, og við mörg vandamál að striða i textanum ef takast á að hindra það að fara yfir i væmni. Ég geröi mér þetta fullkomlega ljóst, en ég tel að leikstjóranum hafi ekki verið eins ljóst hvað sagan var viðkvæm i þessu efni. En um það tjóar ekki að fást úr þessu, og vist er margt gott um myndina að segja. Bókin fékk ágætar viðtökur, en Stefán Bjarman orðaði alvöru málsins eitthvað á þessa leið, þegar ég hitti hann i Bankastræti, skömmu eftir útkomu hennar: Mér finnst hún ekki einungis góð, heldur hættulega góð, sem fyrsta verk ungs rithöfundar. En i bréfi seinna vitnar hann i þessi um- mæli sin, og siðan i þau orð Gra- hams Green, að aðstæðurnar breytist algjörlega á milli fyrstu bókar og annarrar: Fyrsta bókin er ævintýri, önnur er skylda. Þessi vitri vinur minn vissi alltaf hvað hann sagði, og einnig i þetta sinn. Sjötiu og niu af stöðinni varð fyrst erfið eftir að hún hafði verið skrifuð. Ég hafði að visu gert mér hugmynd um efni i þrjár bækur með „einkasagnfræði þjóðar”, en það var ekki lengur ævintýri að skrifa næstu bók. — Mig langar til að tala meira um þá ágætu bók. Er söguþráður hennar sannur? — Nei,hún er ekki sannsöguleg i meginatriðum. Það hafa að visu oltiöbilará Vatnsskarði, og dæmi er til um likan atburð, sem átti sér stað á norðanverðu austur- landi. Greinargóður maður benti mér á likindin með atburðinum og sögulokum eftir að hann hafði lesið verkið. Slikt getur alltaf hent. Aftur á móti er helsingja- veiðin sannsöguleg i hæsta máta, enda alsiða að nota hesta við hels- ingjadráp i Skaga’firði. Og and- Indriöi og kona hans, Þórunn Friöriksdóttir, á Pressuballi. rúmsloftið á bilastöðinni vona ég að sé sannsögulegt, enda þurfti ég ekki annað en koma við á Bif- reiöastöð Oddeyrar á Akureyri á milli kafla til að sannfærast um það, en sagan er skrifuð á Akur- eyri eins og margt fleira, sem ég hef skrifað. Gott ef þeir spiluðu ekki „Manna” þennan vetur. Ég ók um tima vörubifreið á Akur- eyri þegar ég bjó þar, og eignað- ist marga góða kunningja. Sumt af vitneskjunni um góðan félags- skap starfsbræðra hef ég frá þessari vörubilastöð. Og nafnið á Guömundi er sótt þangað. Hann heitir Guðmundur Snorrason i veruleikanum, og er nú farinn að eldast nokkuð. Ég reyni að hitta hann að máli hvenær sem ég á leið um Akureyri, og við förum stundum i skák, þótt hann máti mig alltaf. Ég man nú ekki hvernig það er i sögunni. Kannski var enginn timi til endatafls. Annars er saganað mestu til orð- in út frá kringumstæðum upp úr 1950. Varnarliðið er þarna og sambúðin og þau sannindi að þú snýrð aldrei aftur til þess sem var. Allt eru þetta staðreyndir. Mér er meira i mun að skrifa um sönn atriði og staðreyndir en snúa verkum minum upp i áróðurs- maskinur. Það geta hinir gert. — Varstu lengi með hana I smíðum? — Sumarið 1954 skrifaði Þor- steinn Jósepsson frétt i Visi og hafði eftir mér að ég ætlaði að skrifa skáldsögu með haustinu. Ég fékk fri á Timanum til aö fara norður, og friið hafði auðvitað sin mörk. Hins vegar var ég nokkuð vel undir þetta búinn. Ég hafði lit- ið skrifað um sinn, og reynt að leggja verkið niður fyrir mér, og ég held ég hafi bara byrjað á fyrsta kafla, sem einu sinni átti að verða smásaga, og umskrifað hann nokkrum sinnum, unz ég var ánægður. Siðan minnir mig að ég hafi ætt áfram eins og veö- hlaupahestur, þar. sem ég sat i lit- illi herbergisskonsu á Hótel Goðafossi. Þeir voru þarna á stjái Steingrimur Sigurðsson og Sig- laugur Brynleifsson, þáverandi amtsbókavörður, og stundum var spjallað við Jakob Arnason, fyrr- verandi ritstjóra Verkamannsins, sem var öflugt blað undir hans ritstjórn og fullt af heift út i auð- valdið. Siglaugur var mjög þægi- legur og hældi mér á hvert reipi eftir þvi sem leið á bókina, en Steingrlmur byrjaði fljótlega að orða stælingu á Hemingway. Svo var drukkið te hjá Boggu hús- ráðskonu og þrefað og skrifað. Handan við götuna bjó góð vin- kona min, og þangað fór ég stund- um I kvöldkaffi. Gælunafnið á kvenpersónunni er fengið að láni hjá henni, en vinkona min er orð- in svo fullorðin núna að enginn kallar hana lengur þessu nafni. Ég lauk við fyrsta samfellt hand- rit aö bókinni fyrir jól, en lauk viö siöustu yfirferð á þvi heima hjá foreldrum minum eftir jólin, og siðan fór það beint i prentsmiðj- una. Eitthvað hafði frétzt að ég væri að ljúka við bók, þvi einn dag birtust heima þeir Matthias Johannessen og Gunnar G. Schram, báðir ungir og hressir ritstjórar Stefnis, og báðu um kafla úr henni i timaritið. Það var auösótt mál. Ég er hræddur um að ég yrði sárari á kafla til birt- ingar i dag. En þetta voru nú aðr- ir timar. Þannig tók aðeins skamman tima að skrifa Sjötiu og niu. Agætt aðhugsa I strætisvagni — Gengur þú yfirleitt lengi með yrkisefni þfn ihuganum áður en þú ferð að skrifa? — Mjög lengi. Það er að visu tafsamt að skrifa bók, en það er ennþá lengur verið að búa sig undir það. Til eru lýsingar á vinnubrögðum margra höfunda, og hver og einn hefur sinn hátt á þvi hvernig hann vinnur að bók. Knut Hamsun skrifaði sér til minnis á miða. Þessir miðar hans voru út um öll borð. Einn dag tók hann svo aila miðana saman og hvarf út i kofann sinn, þar sem hann hafði næði. Þeir ,sem ekki eru höfundar að atvinnu verða að reyna að koma skipulagi á verk sin i huganum á meðan þeir eru að öðrum störfum. A meðan ég fór i strætisvögnum urðu margir þættir til, sem 'siðan lentu i bok- um, og mér þykir gott að feröast einn útiá vegum. Það eru minnis- miðar minir. Yfirleitt liður langur timi milli þess ég skrifa bækur. Sá timi er notaður. Það eru held ég álög á öllum höfundum, að þeir losna aldrei við söguna. Hún er þeim stöðugt viðfangsefni. Og það fer kannski minnstur timi i aö skrifa. — En vinnutiminn. Hvenær á sólarhringnum þykir þér bezt aö skrifa? — Ég get litið samið á morgn- ana. Það er likiegast vani frá blaöamennskúnni. A morgnana vil ég helst sötra kaffi og slúðra, eða vera i snatti. Morgnarnir eru alveg ómögulegur vinnutimi ef manni á að detta eitthvað i hug. Ég sæki svo i mig veðrið eftir þvi sem liður á daginn og undir mið- nætti er ég kominn vel i gang og vinn þá gjarnan eins lengi og ég get haldið mér vakandi. Aftur á móti getur verið gott, treysti maöur ekki alveg dómgreindinni frá nóttunni áður, að lita yfir unn- ið verk i kaldri birtu morgunsins, og mörgu hefur sú aðferð bjarg- að. Konan min, Þórunn Friðriks- dóttir, og þeir fjórir drengir sem við eigum, reyna að lifa eðlilegu lifi innan um þessar skriftir min- ar. Um það, hvernig hún getur skapað það næði, sem skrifandi manni er nauðsynlegt, verður þú að spyrja hana við tækifæri. En ég kvarta ekki. Henni virðist tak- ast að halda heimilinu á jöfnum kili, og ég verð ekkert var við Framhald á bls. 36 í gönguferð fyrir norðan. Ljósm: Jóhann Iljálmarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.