Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 18
18
Sunnúda'gur 2. 'marz 1975
Menn og máUfni
Samvinna
stjórnar-
flokkanna
1 blöðum stjórnarandstöðunnar
er nú látin i ljós sú von, að efna-
hagserfiðleikar þeir, sem glimt er
viö, kunni að valda áreks'trum
milli stjórnarflokkanna, og jafn-
vel leiða til þess, að stjórnin gefist
upp. Einkum ber mikið á þessari
óskhyggju i Þjóðviljanum. Hér
skal ósagt látið, hvort þetta stafar
heldur af þvi, að innan Alþýðu-
bandalagsins séu menn, sem vilja
aukinn glundroða, eða menn, sem
þrá að komast aftur i valdastól-
ana. Sennilegt er, að bæði þessi
sjónarmið sé að finna i innsta
hringnum.
Um þessar bollaleggingar
stjórnarandstöðublaöanna er
fyrst að segja það, að báðir
stjórnarflokkarnir gerðu sér
ljóst, þegar gengið var til sam-
starfs, að miklir erfiöleikar væru
framundan i efnahagsmánum þjóð
arinnar og það myndi verða
helzta verkefni rikisstjórnarinnar
að fást við þá. bessir erfiðieikar
væru þannig vaxnir, að þeir yrðu
ekki leystir meö neinum bráða-
birgöaaðgerðum á stuttum tima.
Jafnvel mætti búast við þvi, að
þeir ættu enn eftir aö vaxa. Hér
yrðiekki um neina auðvelda, var-
anlega lausn að ræða, heldur yrði
aö reyna að leysa vandann með
þeim úrræöum, sem bezt virtust
henta hverju sinni, þar sem gera
mætti ráð fyrir breytilegum
kringumstæðum. Hér skipti þvi
mestu máli festa og þolinmæði og
að missa ekki móðinn, þótt óvæn-
lega gæti horft um stund.
Af hálfu forustumanna stjórn-
arflokkanna hefur aldrei veriö
farið dult með það, að þá greindi
á um margt og að þaö myndi hafa
áhrif á afstöðu þeirra, þegar
velja ætti milli úrræöa. En þeir
hafa jafnframt sett sér það mark,
aö reyna aö þoka þessum ágrein-
ingsmálum sem mest til hliðar,
meðan veriö er að fást við efna-
hagsvandann og sigrast á honum.
Það er nú stærsta mál þjóðarinn-
ar, og framtiö hennar getur oltið
á þvi, hvernig það tekst. Um þá
meginstefnu eru lika báöir flokk-
arnir sammála, að nú skipti
mestu aö treysta atvinnuöryggið
og tryggja aðstöðu hinna lægst-
launuðu, eftir þvi sem föng eru á.
Somstaóa á
erfióum tímum
Stjórnarsamstarfið byggir
einnig á fullri samstöðu um ýms
önnur stórmál. Þar ber fyrst að
nefna útfærslu fiskveiöilögsög-
unnar I 200 milur. Þá ber aðnefna
byggöastefnuna, sem báöir hafa
lýst við fylgi sinu, og mun þvi
áreiðanlega ekki sizt veitt
athygli, hvernig þeim fyrirheit-
um veröur framfylgt. Báðir
flokkarnir eru sammála um að
hraða sem mest framkvæmd
orkumálanna i þeim tilgangi, að
landsmenn allir geti sem fyrst
notið innlendra orkugjafa til upp-
hitunar. Þannig mætti halda
áfram að telja stór verkefni, sem
samstaða er um milli stjórnar-
flokkanna.
A ótryggum og erfiðum timum
skiptir það höfuömáli fyrir fá-
menna þjóð, að sem viötækust
samstaöa geti náöst um það að
fást viö vandann. Eins og nú
standa sakir er ekki möguleiki á
viðtækara samstarfi en tveggja
stærstu stjórnmálaflokkanna.
Þjóðin ætlast til þess, að þeir
reyni nú eftir beztu getu að leysa
vandann, en hún gerir ekki aðeins
kröfur til þeirra, heldur einnig til
stjórnarandstöðunnar. Alþýðu-
bandalagið vann sér aukið traust
á siðasta kjörtimabili sökum
þess, að það fylgdi jákvæðri
stefnu i samstarfinu viö Fram-
sóknarflokkinn. Nú hyggst það
ætla að bæta hlut sinn með á-
byrgðarlausum yfirboðum og
glundroðastarfi. Það á áreiðan-
lega eftir að reyna, að þjóðin vill
önnur vinnubrögð á erfiðleika-
timum.
Lifað um
efni fram
Erfiöleikarnir, sem fengizt er
við, eiga tvær meginorsakir.
Annarsvegar eru hin versnandi
viðskiptakjör út á við. Hinsvegar
erþað, að þjóðin hefur skammtað
sér of riflega siðustu misseri, eða
m.ö.o. lifað um efni fram. Þetta
sést á þvi, að viðskiptahallinn við
útlönd á siðasta ári varð rúmir 16
milljaröar króna. Hagskýrslur
sýna, að rauntekjur launþega
voru 8% meiri á árinu 1974 heldur
en 1973. Lifskjörin hérlendis á
siðasta ári munu hafa orðiö ein-
hver hin beztu i heiminum. bessu
hefur fylgt meiri eftirspurn eftir
erlendum vörum en svaraði út-
flutningstekjunum. Ef allt væri
með felldu, ætti það þvi ekki að
verða erfitt fyrir þjóöina að sætta
sig viö nokkra kjaraskeröingu um
sinn. Þrátt fyrir það ættu lifskjör-
in hér að geta verið betri en viðast
annarsstaðar. Það getur að visu
verið nokkrum vanda bundið,
þegar menn eru orðnir góöu van-
ir, og þurfa að þrengja eitthvaö
aö sér. Það ætti mönnum þó jafn-
framtað vera ljóst, aö betra er að
gera það um stundarsakir, heldur
en ab kalla yfir sig annað verra i
framtiðinni, vegna þess að ekki
var brugðizt viö i tima.
Þab sést nú glöggt, að alltof
langt var gengið i hækkun grunn-
kaups á siðast liðnum vetri.
Astandið væri nú annað og betra,
ef farið hefið veriö eftir þeirri til-
lögu vinstri stjórnarinnar á
siðastl. vori, að ekki kæmi til
framkvæmda sú grunnkaups-
hækkun samkvæmt hinum nýju
kjarasamningum, sem væri um-
fram 20%.
Góðar
mólsbætur
Það er iskyggileg staðreynd, að
veröbólguvöxturinn varð meiri
hér á landi á siðastl. ári en viöast
annars staðar. Það eru hins vegar
góöar málsbætur, að okkur hefur
á ööru sviði tekizt betur en flest-
um öörum. Hér hefur enn ekkert
atvinnuleysi komið til sögu. Þvi
er samt ekki aö leyna, að nokkuð
ber á vissum merkjum um að at-
vinnuleysi geti verið i nánd. Eink-
um gildir þetta um byggingaribn-
aðinn og viss iðnfyrirtæki. Þá er
það nokkur visbending, að betur
gengur nú að manna fiskiskipin
en oftast áður. Þetta stafar m.a.
af þvi, að dregið hefur verið sam-
an á öðrum sviðum. 1 sjálfu sér er
þaö ekki nema gott, að menn sæki
til undirstöðuatvinnuveganna, og
allt er I lagi, meðan þeir geta tek-
iö við fólki. Reynslan annars
staðar bendir hins vegar til þess,
aö þaö sem hér hefur verið nefnt,
eigi að vera hvatning til varúðar.
Ekkert er þjóðinni mikilsverðara
en að forðast atvinnuleysið, en
það getur orðið vandrötuð sigling,
eins og nú er ástatt. T.d. má ekki
krefjast svo mikils af atvinnuveg-
unum, að þeir stöövist, en jafn-
framt þarf að tryggja svo mikla
kaupgetu, að ekki dragi úr kaup-
um á innlendum vörum þvi að það
myndi leiða til samdráttar og at-
vinnuleysis. Við þetta tvennt
veröur nú að miða allar efna-
hagsaðgerðir, ef ekki á illa að
fara.
Tvö meginatriði
Það er eitt höfuömarkmið nú-
verandi rikisstjórnar að koma I
veg fyrir atvinnuleysi. 1 trausti
þess, að það hjálpi til að afstýra
atvinnuleysi, hefur gengi krón-
unnar verið fellt i annað sinn á
hálfu ári. Það er vissulega neyö-
arráðstöfun, sem tvimælalaust
afstýrir þó öðru verra. Af hálfu
stjórnarandstæðinga hefur ekki
heldur veriö bent á önnur úrræði
til að tryggja atvinnuöryggi, sem
heföi minni kjaraskerðingu i för
meö sér. T.d. eru allir sammála
um, að niðurfærsluleiðin svo-
nefnda yrði ekki siöur tilfinnanleg
fyrir launafólk.
Næst þvi að tryggja atvinnuör-
yggið kemur það að draga sem
mest úr kjaraskeröingunni hjá
láglaunafólki. Aðrir verða að
sætta sig við kjaraskeröinguna til
fulls um sinn. Þannig verður að
stefna aö þvi að jafna kjörin. At-
vinnuöryggiö og bætur til lág-
launafólks verða að hafa algeran
forgangsrétt.
Samkvæmt þessu hefur núver-
andi stjórn reynt aö vinna, alveg
eins og vinstri stjórnin. Starf
hennar hefur borið þann árangur,
aö ekki hefur komið til atvinnu-
leysis, og vonandi helzt það á-
fram. Það er rétt hjá Gylfa Þ.
Gislasyni, að úrræði hennar hafa
i höfuðdráttum verið hin sömu og
vinstri stjórnarinnar, en hún hef-
ur orðið að ganga lengra, vegna
þess að hún hefur gllmt við enn
meiri erfiöleika. Annar teljandi
munur hefur ekki verið á við-
brögðum þeirra.
Starfsfé atvinn-
veganna
Vitanlega er ekkert mikilvæg-
ara til að tryggja atvinnuöryggið
en að atvinnuvegirnir geti starfað
með sæmilegum árangri. Til þess
nægir ekki gengisfellingin ein,
heldur verða að fylgja margar
aðrar ráðstafanir. T.d. verður að
tryggja atvinnuvegunum nægi-
legt starfsfé til aö geta nýtt fram-
leiðslumöguleika sina til fulls.
bess vegna er það lika tekið skýrt
fram i lögum um Seðlabankann,
að það sé eitt höfuðhlutverk hans
að tryggja atvinnuvegunum
nægilegt lánsfé til þess að fram-
leiðslugeta þeirra sé hagnýtt á
sem fyllstan og hagkvæmastan
hátt. Þvi miður hefur Seðlabank-
inn heldur dregið úr þessari þjón-
ustu á siðari árum. Fyrir tiö við-
reisnarstjórnarinnar endurkeypti
hann afuröavixla af sjávarútveg-
inum sem svaraði 67% af andvirði
þeirra, en nú ekki nema 58%.
Að undanförnu hefur staða við-
skiptabankanna þrengst, og þvi
er enn nauðsynlegra en áður að
Seðlabankinn fullnægi skyldu
sinni við atvinnuvegina. Úr eðli-
legum lánum til þeirra má alls
ekki draga. Yrði það gert, sam-
timis þvi að rikisstjórnin ráögerir
samdrátt á framkvæmdum rikis-
ins og fjárfestingarsjóða, getur
það ekki annað en leitt til at-
vinnuleysis. Þvi aðeins getur
samdráttur i opinberum fram-
kvæmdum átt einhvern rétt á sér,
aö jafnhliða sé reynt að örva
rekstur einstaklinga og sam-
vinnufélaga, svo aö þannig vinn-
ist upp það atvinnutap, sem leiöir
af samdrætti opinberra fram-
kvæmda. Þetta getur vitanlega
ekki orðið, ef einkareksturinn og
samvinnureksturinn er samtimis
hnepptur I fjötra aukinna láns-
fjárhafta.
Þess vegna þarf það að liggja
ljóst fyrir, áður en hægt er að
ræða um einhvern samdrátt opin-
berra framkvæmda i alvöru, að
lánsfjárstaöa atvinnuveganna
veröi frekar bætt en hið gagn-
stæöa.
Þaö er eitt helzta stefnuatriði
núverandi rikisstjórnar að
tryggja atvinnuöryggiö. í sam-
ræmi við það verður aö móta
stefnuna i peningamálum. Eftir
megni verður að forðast höft, sem
þrengja að atvinnurekstrinum.
Næsta
stórvirkjun
bess var nýlega minnzt I fjöl-
miðlum, að tvö ár voru liöin siðan
Vestmannaeyjagosið hófst. Hekla
hefur gosiö tvivegis á tæpum
þremur áratugum, og aðeins ára-
tugur er siðan Surtseyjargosinu
lauk. betta sýnir gleggst, hve
mikil goshætta er á þessum slóð-
um. Það minnir alvarlega á þá
staðreynd, að eftir að Sigöldu-
virkjun er lokið, verða tvö mestu
orkuver landsins nábúar á mesta
gossvæði landsins. Ráögert er
svo, aö þriðja stóra orkuverið,
Hrauneyjarfossvirkjun, bætist
við á þessum slóðum innan tiöar.
Vonandi verða þessi orkuver
aldrei fyrir neinum skakkaföllum
af völdum náttúruaflanna, en eigi
að siður er rétt að gera sér hætt-
una ljósa og átta sig á þvi, hvern-
ig komið væri högum lands-
manna, ef þrjú mestu orkuverin
yrðu fyrir áföllum samtimis.
Harðindin austanlands og vest-
an vekja jafnframt til umhugsun-
ar um annaö atriði. Þvi getur ó-
neitanlega fylgt mikil áhætta, ef
dreifbýlið þarf aðallega að búa
viö orku frá stórum orkuverum,
sem öll eru á sama staö. Raflinur
geta hæglega bilað i ofsaveðrum,
og jafnvel á nokkrum stöðum
samtimis. Þess vegna er þaö tvi-
mælalaust hyggileg stefna að
dreifa orkuverum hæfilega um
landið. Að þessu er stefnt með
þeim orkuverum, sem ákveðið
hefur verið að reisa næst á eftir
Sigölduvirkjun, en þar er átt við
Kröfluvirkjun og Bessastaðaár-
virkjun. Nokkrar smærri virkjan-
ir þurfa svo að koma til viðbótar.
En jafnframt þessu þarf svo að
fara að leiða hugann að þvi, hvar
næsta stórvirkjun á að risa. Við
slikt val er ekki aðeins sjálfsagt
að hafa landsbyggðarsjónarmiðin
i huga, heldur lika hitt, hvort
æskilegt sé að hafa öll helztu
orkuverin á nær einum og sama
stað á helzta eldgosasvæði lands-
ins. Þvi hniga flest rök að þvi að
hún verði norðanlands.
Nauðsynleg
aðgót
Annars er nú staðan I orkumál-
um heimsins þannig, að Islend-
ingum ber áreiðanlega að sýna i-
hugun og gát i þessum málum.
Orkugjafana i landinu eiga þeir
fyrst og fremst að nýta i eigin
þágu. Orkukreppan veldur þvi, að
auðhringar reyna nú eftir megni
að ná yfirráðum yfir orkulindum,
og sýna stundum ótrúlega ósvifni
i þeim efnum. T.d. mun einn auð-
hringurinn hafa gengið svo langt,
að hann hefur boðizt til að gerast
meðaðili Islendinga að rannsókn
á stórvirkjunarmöguleikum i
landinu! Slikri frekju verður
náttúrlega ekki svarað nema á
einn veg. Þótt reynsla Islendinga
i þessum efnum sé ekki mikil, er
framkoma forráðamanna ál-
bræðslunnar i Straumsvik i sam-
bandi við mengunarmálin slik, að
hún hvetur til fyllstu varúðar i
skiptum viö óbilgjarna auð-
hringa. Sú bitra reynsla hefur
hins vegar komiö okkur aö gagni i
samningunum um málmblendi-
verksmiðjuna. Gott getur verið
að fá reynslu af þeirri fram-
kvæmd, áður en lengra er haldið.
Engin óstæða
til svartsýni
Það má aldrei gleymast, og sizt
af öllu má þaö gleymast á erfið-
leikatimum, að þjóðin hefur mörg
skilyrði til góðrar afkomu i land-
inu. Fiskimiðin eru góð, vatns-
orkan mikil og aðstaða hin sæmi-
legasta til búfjárræktar. Þessi
skilyrði ber þjóðinni að nýta vel
og hún hefur lika gert það á
margan hátt. Þvi eru kjör hennar
betrien flestra annarra þjóða. En
hér má hins vegar ekki láta num-
ið staðar. Sóknin til aö nýta og
bæta landið og gæði þess, verður
að halda áfram. Annars hljótum
við að dragast aftur úr og lifs-
kjörin að versna.
Það er staðreynd, sem ekki tjá-
ir annaö en að horfast i augu viö,
að þjóðin býr við efnahagserfið-
leika um þessar mundir. öll á-
stæða er til aö ætla, að þeir verði
timabundnir. Meðan þeir vara,
verður að sýna fulla gát. Hér
verður að fara að likt og góður
búmaður, sem mætir fjárhags-
legum erfiöleikum með sparnaði,
án þess að leggja þó nauðsynleg-
ustu framkvæmdir á hilluna.
Hann gerir sér það enn ljósara en
áður hvað verður að ganga fyrir.
Vegna hinna timabundnu erfið-
leika, sem nú er glimt við, er eng-
in ástæða til svartsýni, eins og
Ólafur Jóhannesson formaður
Framsóknarflokksins, vék að I
áramótagrein sinni. Þjóðin býr
við betri kjör, en flestar þjóöir
aðrar, þrátt fyrir nokkurn sam-
drátt. Möguleikarnir til að bæta
lifskjörin i framtiðinni eru miklir,
ef auðæfi landsins eru rétt nýtt.
En meðan verið er að sigrast á
erfiðleikunum, verður að sýna
aðgætni og sparnað. Og þá verður
að reyna að gera sér grein fyrir,
hvað á helzt aö spara. A þvi sviði
er vafalaust réttara að draga úr
ýmissi óhóflegri einkaneyzlu, en
hinni sameiginlegu frpmfarasókn
þjóðarinnar.
Þ.Þ.