Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 2. marz 1975
Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla
Kátir félagar á söngferöalagi i Vestmannaeyjum. Söngstjórinn, Haiiur Þorleifsson, f svörtu regnkáp-
unni fyrir miöri mynd.
A grimukalli i Háskólanum. Blástakkatríóiö var uppáfinningasamt, efndi meöal annars til grfmuballs f
Háskólanum.
ÞAÐ KOM
AF SJÁLFU
BH ræðir við Ólaf Beinteinsson um sönglífið
skemmtikraftana, sem þá gerðu
MANTU GAMLA
DAGA? Manstu, þegar
fjörið var mest i Gúttó
eða Bárunni, eða þá i
Iðnó, og menn fóru suð-
ur i Hafnarfjörð á ball i
Birninum? Manstu fox-
trottana og kvikksteppið
og böllin með básúnum
og tilheyrandi til klukk-
an fjögur á næturnar,
þegar maður var nokk-
urn veginn búinn að fá
nóg af að dansa? Manstu
strákana, sem komu
fyrst fram með gitara
opinberlega og sungu
lögin, sem flestir könn-
uðust við á þennan hug-
ljúfa, viðkvæmnislega
og stundum gázkafulla
hátt, sem hlaut að
snerta strengi i brjóst-
um, — hrifa fólk með?
Manstu Blástakkatrióið,
sem söng um hana
Pálinu, svo að þær visur
lifa enn þann dag i dag?
Manstu Kling Klang-
kvintettinn, fimm
fjöruga stráka, sem
lögðu land undir fót og
sungu alls konar lög viðs
vegar um landið i alls
konar útsetningum? —
Já, manstu gamla
daga?
Einkennilegt, hversu hlý sum
bros geta verið. Það er notalegt
aö sjá liann Ólaf Beinteinsson
brosa. Fyrst kviknar brosvottur I
augunum og færist siðan eins og
sólskin yfir allt andlitið, svo aö
birtir yfir öllu umhverfinu.
Nú er Ólafur kominn yfir sex-
tugt, eða svo scgja staðreyndirn-
ar, þvi aö hann var ekki nema
tuttugu-og-cins, þegar hann kom
fram í fyrsta sinni og söng ásamt
frænda sinum og vini, Sveinbirni
Þorsteinssyni. Þaö var áriö
1932...
— Við Sveinbjörn vorum upp-
eldisbræður. Ég er fæddur hérna
á Vesturgötunni og bjó þar fram
að sex ára aldri. Þá kenndi faðir
minn meins, sem dró hann til
dauða skömmu siðar, og hann
kom mér fyrir uppi i Borgarfirði,
þar sem Sveinbjörn átti heima.
Þama er ég svo fram að ferm-
ingu, og við Sveinbjörn erum allt-
af miklir mátar, alveg eins og
bræður. Fjórtán ára gamall fer
ég suður aftur og sezt að á
Vesturgötunni hjá mömmu, og
þar á ég heima þangað til ég gifti
mig. Nokkru eftir að ég kom suð-
ur, fluttist Sveinbjörn hingað til
borgarinnar. Hann er núna
teiknikennari við Iðnskólann,
kennir frihendisteikningu. Nú, við
förum að syngja saman, og það
liður ekki á löngu, þangað til við
komum fram á fyrstu skemmtun-
inni.
— Hvemig atvikaðist það?
— Það var eiginlega fyrir frum-
kvæði frænku minnar, sem var i
stúku. Við vorum búnir að æfa
saman eitthvað fimm lög, svona
algeng lög, sem gengu á þeim ár-
um, eins og Út um græna grundu
og Stina, láttu ljósið þitt skina.
Við vorum með gitara, það voru
alveg ofsalega ómerkilegir gitar-
ar, sem við höfðum til að byrja
með miðað við það, sem nú gerist.
Viö kunnum nú ekki mikið, höfð-
um aldrei lært að spila að neinu
ráði. Mamma átti gitar, eldgaml-
an, sem ég notaði fyrstu árin.
Upphaflega var þetta þannig, að
ég lærði eitthvað fjögur-fimm
grip af mömmu, og með þetta fór-
um við upp. Okkur var tekið alveg
svakalega vel, og svo var farið að
biðja okkur að koma hingað og
þangað og syngja. Við lærðum
fleiri lög og æfðum svona saman,
nokkur eldgömul, sem mamma
hafði sungið á sinum yngri árum,
lög sem ekki heyrast lengur, eins
og Þeir greiða sér og dubba sig og
draga saman fé....Svo var eitt
aðallagið hjá okkur Kibba, kibba,
komið þið, greyin. Það var eitt af
okkar glansnúmerum, en lagið er
eftir hann Sigurð Ágústsson frá
Birtingaholti. Svo vorum við með
Efst á Arnarvatnshæðum og
Laugardagskvöldið. Við urðum
langfyrstir til að syngja það opin-
berlega og vöktum mikla hrifn-
ingu.
Glaumbæjargrallari
og gitar frá Ericson
— Hvernig rak það lag á fjörur
ykkar?
— Það er nú smásaga kringum
það. Sveinbjörn lærði það hjá
Magnúsi nokkrum Agústssyni
sem var læknir á Kleppjárnseykj-
um uppi i Borgarfirði. Hann hafði
mjög góða söngrödd, og var
meðal annars búinn að vera i Svi-
þjóð og kunni mikið af sænskum
söngvum. Þegar Sveinbjörn kem-
A fjörugu grímuballi hérna
áður fyrri.
Uppeldisbræður —
og sungu saman
Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga?
Manstu gamla daga? Manstu gamla