Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2. marz 1975
TÍMINN
11
Malik Höegh, sem ætlar aö læra efnaverkfræöi, heldur þvf fram, aö
ráöskiö með Grænlendinga sé komið á það stig, að lífiö sé oröið mörg-
um þeirra gleðisnautt og tilgangslaust. I kjölfariö sigldi svo minni-
máttarkennd, vonleysi og drykkjuskapur.
meöal annars, aö margt manna,
sem kemur til Grænlands og nýt-
ur þar friöinda og forréttinda um-
fram Grænlendinga sjálfa, er
lausingjalýður, sem sizt er llkleg-
ur til góðra áhrifa i nokkru landi.
Ekki farnast þeim Grænlending-
um, sem flytjast úr landi til Dan-
merkur, betur en hinum, sem
kyrrir eru heima. Um kjör þeirra
og afdrif er fjallaö I grein i Poli-
tiken sem veröur nokkuö rakin
hér.
Um það bil helmingur Græn-
lendinga, sem heima ejga I Dan
mörku, á viö félagsleg vandamál
að striða, og þeim hriðfjölgar
hlutfallslega, er úti verða á þjóð-
félagsauðninni. Nú er svo komið,
að um sjöundi hver Grænlending-
ur i Danmörku hefur komizt á
kaldan klakann. Það eru tvö
hundruð sinnum meiri likur til
þess, að grænlenzkur unglingur
lendi á heimili vandræðaunglinga
heldur en danskur.
Fjórðungur til helmingur græn-
lenzkra karlmanna I Danmörku
hefur einhvern tima komizt i kast
við lögregluna, og álika margir
hafa komizt I erfiðar, félagslegar
kröggur. Þetta er niðurstaöa
rannsóknar, sem gerö hefur ver-
ið.
— Þessar tölur eru ægilegar,
segir Hjálmar Dahl, sem sjálfur
er grænlenzkur félagsráðgjafi á
uppeldisstofnun vandræðaung-
linga I Kaupmannahöfn. En yfir-
völdin loka augunum fyrir þessu,
sakbitin af þeirri skömm, að
þetta er afleiðing danskrar ný-
lendustefnu.
Þrúgaður minnihluti
Hjálmar Dahl er einn i hópi
margra ungra Grænlendinga,
sem bera danska ráðamenn
þungum sökum. Þeim fjölgar si-
fellt er lita málin svipuðum aug-
um og hann. Og Hjálmar Dahl
dylst þess ekki, aö Grænlendingar
I Danmörku eru I svo til öllum
greinum ósamkeppnishæfur
minnihluti, þrúgaður og þjáður af
minnimáttarkennd, hlédrægni og
vanmati á sjálfum sér.
— Danska nýlendustefnan hef-
ur veriðað gera okkur að Dönum.
En Danir og Grænlendingar eru
harla óllkir, og gildir það jafnt
um ætterni, uppeldi og hugsunar-
hátt, segir Hjálmar Dahl.
Grænlendingum er innrætt frá
blautu barnsbeini, aö þeir eigi að
apa allt eftir Dönum, en kasta
sinu eðli og sinni menningu fyrir
róða. Liti börnin I kring um sig,
sjá þau, að kjör manna eru þeim
mun betri og viröing þeirra meiri
sem þeir eru danskari. Þau eru
send i danska skóla, og þeim er
veitt dönsk menntun. Að lokum
flýja þau frá atvinnuleysinu
heima fyrir I leit aö nýjum llfs-
bjargarmöguleikum i þvi landi,
þar sem þeim hefur verið innrætt,
að allt sé gott og allt til fyrir-
myndar. En þau koma ekki i
neina paradís. Þau fara úr at-
vinnuleysi I atvinnuleysi, fá varla
þak yfir höfuðið, geta hvorki gert
sig skiljanleg né skilið aöra og eru
dæmd til hinnar mestu einsemd-
ar, sem hugsazt getur, hvergi
hlutgeng. I ókunnu landi, ókunnu
umhverfi, við ókunnar lifsvenjur.
Þessir vesalings unglingar
drekkja hörmum sinum i áfengi
eða deyfa sorgir sinar með eitur-
lyfjum. Þeir gætu auðvitað snúiö
heim aftur, en það væri sllk
niðurlæging að hverfa sigraður
heim á vit f jölskyldunnar og fyrra
samfélags, að þeir afbera það
Hjálmar Dahl — félagsráð-
gjafi I stofnun I Kaupmanna-
höfn, þar sem tiundi hver vist-
maður er grænlenzkur.
ekki. Þess vegna kjósa flestir að
farast, þar sem þeir eru komnir.
Gljáfægð
nýlendustefna
Danir eru nýlenduherrar, held-
ur Hjálmar Dahl áfram, og ný-
lendustefna þeirra er slzt betri en
annarra. En þeir eru hyggnir ný-
lenduherrar, sem gljáfægja ný-
lendustefnu sina, og þannig hefur
þeim tekizt að telja Grænlending-
um trú um, að þeir séu að hjálpa
þeim, þegar þeir eru I reynd að
mala þjóðina undir sér, hægt og
hægt. Við vissum, hvað að okkur
sneri, ef Danir notuðu vélbyssur
og bensinhlaupssprengjur, og
myndum bregðast við samkvæmt
þvi.
Hjálmar Dahl er ekki einn um
þessar skoðanir. Uppreisnarhug-
ur ungra Grænlendinga hefur si-
fellt verið að magnast siðustu ár-
in. Dæmi um slikt eru fimm
Grænlendingar, sem búa saman I
Charlottenlundi þeir skipuleggja
grænlenzk samtök, og gefa út blöð
og bæklinga. Samtimis og þeir
styðja framfarasinnaöa Græn-
lendinga, leggja þeir mikla
áherzlu á, að allar tilraunir til
þess að ráða bót á grænlenzkum
þjóðfélagsvandamálum séu
hæpnar, ef ekki er einnig glæddur
skilningur á þvl, af hverju þau
eru sprottin.
Gleðisnautt og
tilgangslaust líf
— Danir hafa gengiö svo langt I
forsjá sinni, að lifið er orðiö
mörgum Grænlendingi tilgangs-
laust og óþolandi, bæði hér I Dan-
mörku og heima á Grænlandi,
segir Malek Höegh, sem stundar
nám i Kaupmannahöfn. Viö erum
alin upp við það aö lita niöur á
okkur sjálf — þjóð okkar, tungu
og land, en upphefja allt, sem er
danskt. 1 Grænlandi eru það eini
mælikvarðinn á manngildi,
hversu danskur maður getur orö-
ið. Þetta hefur I för með sér upp-
lausn, sundrung og niðurlægingu.
Þetta er orsök þess, hversu
margir fremja sjálfsmorö. Þetta
leiöir til drykkjuskapar og ann-
arrar uppgjafar I lifsbaráttunni.
Fjöldi barna verður þegar á
fyrstu skólaárunum fyrir þvi
áfalli, að þau biða þess aldrei
bætur. A viðkvæmasta aldri er
byrjað að kenna þeim á erlendri
tungu. Meiri óvirðingu er ekki
unnt að sýna móðurmáli þeirra.
Þetta dregur einnig dilk á eftir
sér á heimilunum. Meö þessu er
sáð til sundrungar innan fjöl-
skyldnanna, þvi aö þaö eykur bil-
ið á milli barnanna, sem tala
dönsku og foreldranna, sem tala
grænlenzku. Börnin komast að
raun um það” I skólanum, að álit
þeirra er háð þvi einu, hvernig
þeim miöar við dönskunámið, og
þau fyllast fyrirlitningu á máli
foreldra sinna. Þannig er sáö til
óvirðingar yngri kynslóðarinnar
á hinni eldri.
Þegar að þvi kemur að ákveða,
hvort börnin skuli halda áfram
námi i gagnfræðaskóla, er það
ekki greind þeirra og námshæfi-
leikar, sem úrslitum ráöa, heldur
dönskukunnáttan ein.
Sé litiö á námsskrárnar, dylst
ekki, hversu auðmýkjandi þær
eru fyrir Grænlendinga. Landa-
fræðikennslan snýst til dæmis svo
til einungis um Danmörku. Græn-
lenzk börn eiga að vita, hversu
margir eiga heima i Bogense, en
á allt það, sem snertir Grænland
sjálft, er aðeins lauslega drepiö.
Seinna á ævinni rekur fólk sig á
þaö dagsdaglega, að þeim mun
fremur getur það komið sér
sæmilega fyrir sem það hefur til-
einkað sér betur danskt snið.
Kaupið hækkar um fimm krónur
á klukkustund, ef sá, sem I hlut á,
getur talað dönsku. Betri og
virðulegri stöður standa þeim til
boða, er semja sig að dönskum
lifsvenjum og teljast færir um að
umgangast Dani. En langflest
embætti, sem nefnandi eru, eru
að sjálfsögðu skipuð aldönskum
mönnum.
Danskar forsendur
alltaf settar efst
— Viö viljum fá heimastjórn og
koma á legg grænlenzku sam-
félagi, sem hvllir á grænlenzkum
viðhorfum, en ekki dönskum,
segja þessir ungu Grænlendingar.
Það hefur verið . Dönum
metnaðarmál, að Grænland
„þróaðist”. En sú þróun hefur átt
aö hvlla á dönskum forsendum.
Aðalsmerki þessarar „þróunar”
eru skolpleiöslur, heitt vatn og
tæknibúnaður. Þegar Græn-
lendingum hefur gengið illa að
fella sig að hinum dönsku
áætlunargerðum, hafa þeir verið
sakaðir um ódugnað og sviksemi.
En kannski er leyfilegt aö spyrja:
Hafi Grænlendingar verið atorku-
litið fólk, hvernig gátu þeir séð
sér farborða við hörð lifsskilyrði,
áður en danska nýlenduforsjónin
kom til sögunnar?
Sannleikurinn er aftur á móti
þessi: Það er danskt snið atorku-
seminnar, sem tekið er fram yfir
grænlenzka atorkusemi. Græn-
lenzk atorkusemi er ekki I neinum
metum höfð — henni er visað út i
horn. Við erum auðmýkt, snið-
gengin og fótum troðin á öllum
sviðum, og manngildi okkar að
engu haft. Danir ráða öllu, og þeir
ákveða, hvað er rétt og hvað
rangt. Og allt er rétt, sem er
danskt. t ofanálag á þetta er svo
Danmörk það land, sem við eig-
um sizt til nokkurs náttúrlegs
skyldleika viö að telja. Og þaö
gildir jafnt, hvort sem litiö er til
legu landanna og náttúrufars,
þjóðmenningar eða llfsviðhorfa.
— Stundum hvarflar að manni,
að það myndi létta llfiö i Dan-
mörku, ef hér væri þó ekki nema
eitt fjall, segir Ole Rosing Olsen.
Ef ég heföi vitaö það, sem ég veit
nú um Danmörku, hefði ég frem-
ur kosið að stunda nám mitt I
Noregi. Björn Chimnitz og Malik
Hoegh hafa afráðiö að fara til
Noregs, er þeir hafa fengiö full-
gild stúdentsskirteini. Þeir una
sér ekki I Danmörku. Og vlst er,
að jafnskjótt og þeir hafa lokið
námi sinu, annar I fiskifræði, en
hinn I efnaverkfræði, munu þeir
báðir snúa heim til Grænlands,
þar sem þeir munu vinna að
stofnun nýs þjóöfélags i samræmi
við grænlenzka landshætti og
þjóðararf.
Sjálfur kveöst Ove Rosing 01-
sen ætla að gerast læknir á Græn-
landi. Þjóðarsjúkdómar Græn-
lendinga eru aö hans mati llfsleiði
og ofneyzla áfengis.
— Þá sjúkdóma getur að vlsu
enginn læknir þurrkað út, segir
hann. Það veröur að koma i veg
fyrir þá með nýjum þjóöfélags-
háttum, sem glæða Hfsgleði
Grænlendinga og heilbrigðan
þjóðarmetnað.
Grænlandspeningarnir
lenda mest í
dönskum vösum
Þessir þrlr menn hafa mikiö
hugsað um framtiö Grænlands.
Þeir staðhæfa aö Grænlendingar
geti sjálfir séö sér farborða.
Þeirri kenningu margra Dana, aö
það séu þeir ekki færir um, er vis-
að heim til fööurhúsanna sem
venjulegri kenningu nýlendu-
herrans.
Alla útreikninga, sem eiga að
sýna, hvað Grænland „kostar”
Dani, kalla þeir nýlendupólitik.
Þeir benda á aðra útreikninga,
sem gerðir voru af landfræði-
stofnun háskólans I Kaupmanna-
höfn um útgjöld Dana vegna
Grænlands. Sú könnun leiðir i
ljós, aö fjórar krónur af hverjum
fimm sem fara frá Danmörku til
Grænlands, lenda i dönskum vös-
um.
Þeir segja, að Grænlendingar
geti bjargazt fjárhagslega. Þeir
tala um fiskveiðisamvinnu við
Færeyinga og Islendinga, um nýtt
skipulag sauðfjárræktar i landinu
og um þau auöæfi, sem eru i fjöll-
um landsins og viö strendur þess.
Og þeir telja, að Grænlendingar
Framhald á bls. 39.
fr
Þykkar, þunnar,
einfaldar, samsettar,
Þar á meöal, ein
sem hæfír þér best.
Vesturgötu 71 sími 24060