Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 2. marz 1975 s^^^^^^^W ,' .U:l ^msmöfmmmmmMMmímSím: :mmmmmm^-i mmmmmmmtmmtímí ¦:¦'.¦'.':¦:•:¦'.-'.•'.•'.•;- :v :¦:':¦:¦: Á góöri stund i blaöamannaboöi I Danmörku. © Indriði G. þessar standa enn, og voru þeir Gilhagamenn við þá hleöslu. En Indrioi og fleiri Skagfirðingar, og norðanmenn yfirleitt, fóru Kjöl til skreiðarferða á Suðurnes, þótt al- mennt sé haldið að Kjalvegur hafi lagzt af eftir ófarir Reynisstaða- bræðra, og ekki vakizt upp aftur fyrr en Daniel Bruun vildi gera Kjöl að skemmtiíeið fyrir danska tUrista um siöustu aldamót. Kjal- vegur var talinn fær á vorin þegar skafl i hliöum MælifellshnjUks, sem Hktist hesti að lögun, var bráönaðuT sundur um bógana. Þaðan er kominn hesturinn i lok einnar sögu, sem ég hef skrifað. Hinir vittreisandi bókmennta- fræðingar, minnugir þess að ekk- ert nýtt getur komið úr próvins- unni, gerðu þennan hest að leopardahræi i hlið Kilimanjaro. Um það hræ hafði Indriði Arna- son aldrei heyrt, þegar hann beindi trUssalest sinni á Litla sand aö fyrirsögn þýðurákarinn- ar i Hnjúknum, né önnur hræ, hvorki bokmenntaleg né annarra listgreina. Og nóg um ættfærslu. Þá var efnt til samsæris gegn mér — Varstu ekki bókaormur i æsku? — Það var fengin gömul kona til að kenna mér að lesa. Hún kenndi mér á þjóðsögur Jóns Arnasonar. Ég var vist heldur tornæmur og tregur til námsins og brá mér á skauta og viðbeins- brotnaði heldur en ekkert. Það varð þvi minna úr kennslunni. En ég vildi heyra meira af draugum. Þá var efnt til samsær- is gegn mér. Allir neituðu að lesa fyrir mig úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, en ég gat fengið bók- ina. Og á meðan viðbeinið greri stautaöi ég mig fram úr skottum og mórum og tilberum og snökk- um. Eftir að ég komst á fætur þennan vetur, var svo komið fyrir mér að ég þorði ekki fram i bæj- ardyr eftir að skyggja tók. Gæfar kýr hverfðust i Þorgeirsbola sæi ég þær utundan mér og reiptagla- kippa á bæjarþili i birtuskilum og hlákuþey gat orðið alveg óyfir- stiganleg skotta, sem meinaði mér inngöngu i bæinn nema fylgd kæmi til. Þetta var nú fyrsta reynsla min af lestri. JU, ég las töluvert fyrir utan þjóðsögurnar, en seytjándualdar- rithátturinn á íslendingasögun- um bögglaðist dálitið fyrir mér, og ég var orðinn nokkuð eldri, þegar ég hafði verulega gaman af þeim. Mér fannst mikið koma til Gisla Súrssonar, Björns. Hitdæla- kappa og Grettis. Ég skildi Gretti vel, þ.e. myrkfælni hans, NU svo má ekki gleyma Gunnari á Hlið- arenda. Hann var maður mér að skapi. Svo voru ljóðin. Það fór ógurlegur tilfinningastormur um mann, þegar Skúlaskeið bar fyrst fyrir augu, Ingjaldur i Hergilsey var lika mikið kvæði. Faðir minn hélt mikið upp á Einar Benedikts- son og orti sjálfur. Seinna sló stundum i brýnu milli óTckar Ut af Einari. Það var þegar maður þóttist sit ja uppi með endanlegan sannleika i flestum málum. Ég fann einkum að ýmsum rimorð- um Einars, eins og „veldi". Hvað Aö lokinni g^Ari velði. Ljósm: Helgi ólafsson. er. þetta helvitis veldi, sagði ég stundum. Geta menn notað hvað sem er, ef þeir slysast til að segja eldi eða kveldi einhvers staðar framar i ljóðinu. Svona var nú talaö við gamla manninn. En hann varðaði ekkert um þetta. Hann dáðist jafnt og þétt að Ein- ari, og þvi ekki. Hvað er eitt rim- orð á móti ljóðlinum eins og þess- um: Hans snilld fór hátt og snöggt, sem þytur fjaðra Hann snart til lifsins dauð og þögulefni. Annars var ég ekki bókaormur. Og það sem ég las var af ýmsu tæi. Það fór eftir þvi hvaða bækur bárust inn á heimilið. Yfirleitt treysti ég bókum. Það leið langur timi frá þvi ég lærði að lesa og þangað til ég rakst á bók, sem mér fannst að ætti ekki að vera bók. Mér fannst nánast óskiljan- legt að menn skildu leggja á sig aö gera bók um efnið. Það var einhver farandsali, sem kom með hana. HUn var i faílegum gráblá- um sirting, og rauð rós hafði verið þrykkt á framhliðina. Rósin vakti strax nokkurn ugg. En faðir minn vildi kaupa hana, liklegast til að gleðja farandsalann. HUn kostaði 1,25. Þetta var á kreppuárunum. Svo sagði hann að bezt væri að ég ætti hana. Sagan var um svo góð- an dreng að hann gat ekki nærzt á neinu nema blómum. Ég þrælað- ist i gegnum þetta, en á eftir var öll lestrarlöngun horfin. HUn kom ekki aftur fyrr en löngu siðar. Það er vont að gefa Ut bækur, sem hrekja fólk frá lestri. Samt er nU alltaf verið að gera þetta, og manni skilst að þær séu þeim mun finni sem færri geta lesið. Faðir minn notaði bókina i for- hlöð næst, þegar hann fór að skjóta rjUpur, allt nema rauðu rósina. Það var ekki hægt að nota spjöldin i forhlöð. Á Akureyri var bóksali sem hét Gunnlaugur Tryggvi. Einhvern tlma var ég að snuðra i bókum inni I bUðinni hjá honum. Gunn- laugur talaði mjög hratt. Hann fylgdist um stund með þvi hvað ég var að skoða. Svo byrjaði hann að tala, og ég hélt i fyrstu að hann væri að reka mig Ut. Ég var ekki nema fimmtán ára, og ég hélt það væri kannski oflæti af slikum unglingi að standa inni i bókabUð og skoða. Auk þess var ég pen- ingalaus, og maður veröur ekki kjarkmeiri við það. En svo skildi ég allt i einu að hann var að bjóða mér að taka bækur Ut i reikning. Ég varð alveg hissa. Já, ég mátti taka alveg eins og ég vildi og borga þegar ég ætti peninga. Næstu ár keypti ég bækur Ut i reikning. Ég gat eiginlega lesið allt sem mér sýndist, og einhvern veginn tókst mér að borga með löngum hvildum. Ég las allt milli himins og jarðar af nýjUm bók- um. Þegar strákar voru að koma i heimsókn, þá lá kannski Mann- þekking eftir Simon Jóh. AgUsts- son á borðinu. Hvort ég gæti lánað þeim eitthvað að lesa? Alveg sjálfsagt. Hér er bók og Mann- þekkingin var á lofti i sömu andrá. Þeir sögðust ætla að biða með það, og svo var ekki meira talað um bókarlánið. En þannig var Gunnlaugur Tryggvi. Sonurinn i Landi og sonum er ekki ég — Dreymdi þig aldrei að verða bóndi í þvi búsældarlega héraði Skagafirði? — Mig dreymdi aldrei slika drauma. Ég var vist talinn latur við bUstörf, þ.e. rakstur og rifjun og samantekt á heyi. Aftur á móti hafði ég gaman af slætti, hrossa- ragi, smölunum og öðru sliku stUssi, að ekki sé talað um ferða- lög. En þær áráttur gera menn ekki að bændum. Siðustu árin, sem faðir minn bjó i Skagafirði, hafði hann kaupafólk, svona tvo menn yfir sláttinn og eina kaupa- konu. Mér fannst altaf gaman þegar fólki fjölgaði á sumrin. Þetta var á Grófargili, og það var nokkur spölur af engi og heim. Einhvern tima þóttist ég verða lasinn á leiðinni heim, og þá tók kaupakonan mig á bakið. Arnald- ur heitinn bróðir minn sá strax við þessu. Við vorum á göngu upp með Grófargilsánni þegar hann bauðst til að hvila kaupakonuna við burðinn. En ég var ekki fyrr kominn upp á bakið á honum en hann henti mér I ána. Og þar lauk lasleikanum. Gisli skáld frá Eiriksstöðum var við slátt hjá okkur eitt sumarið. Þeir voru aldavinir faðir minn og hann, og hjá okkur var einnig Ingimar Bogason frá Syðra-Skörðugili, ungur og alUðlegur maður. Það var mikið skrafað þetta sumar. Ég gerði vist litið, og hafði varla við að hlusta. Ég hefði sjálfsagt byrjað bU- skap hefði faðir minn haldið á- fram aö bUa. En það var hann, sem ákvað að ég væri ekki efni i bónda. Liklega hætti hann fyrst og fremst vegna þess að hann sá að enginn myndi taka við. Arn- aldur, sem var hálfbróðir minn, við vorum sammæðra, hafði held- ur engan áhuga á bUskap, svo það kom af sjálfu sér að hætta þessu. En viö sáum öll mjög eftir skepn- unum, og við vorum að spyrjast fyrir um hrossin, sem seldust hingað og þangað, löngu eftir að við komum til Akureyrar. Ég átti raunar hest fyrst eftir að ég flutt- ist til Akureyrar. Hann var móál- óttur. Veturinn áður hafði ég tamið hann nokkuð, og m.a. feng- ið að gef a honum m jólk til að efla hann. Þetta var fyrirtaks hestur. Ég fór i göngur á honum á Gler- árdal um haustið og fór aldrei af baki þótt bratt væri og menn væru vanir aö smala dalinn gangandi. Ég þurfti heldur ekki af baki, þegar rekið var inn i réttina sið- degis, en hUn stóð þar sem ösku- haugar bæjarins eru nU. Þá var Mósi orðinn svo slipaður, að hann sneri sér á afturfótunum ef riða þurftifyrir kind. Svo var það einn dag um haustið að peninga vant- aði fyrir afborgun af ibUðinni. Þá var Mósi seldur fyrir sex hundruð krónur. Siðan hef ég aldrei viljað eiga hest. — Er sonurinn I bók þinni, Land og synir, kannski einhv'er partur af sjálfum þér? — Nei, ekki i eiginlegri merk- ingu. Sonurinn i þeirri bók er mikið eldri en ég, þegar kemur til þeirra kasta að flytja. Hins vegar er hann byggður á minnum min- um, eins og flest sem maður skrifar. Hann er byggður á þvi sem maður sá og heyrði, og sumt i þeirri bók er sannsögulegt. Franski rithöfundurinn Balzac sagði einhverntima að skáldsögur væru einkasagnfræði þjóða. Gott og vel. Ég þykist hafa verið að skrifa nokkurskonar einkasagn- fræði með bókunum Land og syn- ir, Norðan við strið og Sjötiu og níu af stöðinni. Hafi mínni min þjónað þessari tilætlan, þá hef ég fellt þau inn i verkin. Land og synir eru hluti af stærri mynd, og er samin Ut frá ákveðnum gefn- um forsendum. Þær forsendur hef ég ekki upplifað nema að hluta. Hins vegar er staðsetning verks- ins og ýms innskot þess i hæsta máta sannsöguleg. Sonurinn er þvi bUinn til Ur öllum þeim sori- um, sem yfirgefið hafa æsku- stöðvar sinar til að skapa sér og öðrum nýja framtið i bæjum landsins. Þeir mannflutningar eru nokkurskonar einkasagnfræði þjóðar, svo notuð séu orð Balzac, þótt svo hafi viljað til að Land og synir hafi komið Ut á öðrum tungumálum. HUn var aldrei skrifuð með það fyrir augum. ,,Þaðóðallti visnagerði kringum mig...." — Fyrst við minnumst á skáld- skap þinn: Byrjaðir þú snemma að yrkja? — Ég man nU ekki mikið eftir minum fyrstu yrkingum. Ég var lengi alveg saklaus af þvi að hafa ^Jngun til að skrifa. Aftur á móti heí ég oft undrast að róttæk skáld Á Akureyri, eins og Kristj. frá DjUpalæk og Rósberg G. Snædal tóku mig eiginlega i sinn hóp kornungan, og áður en ég hafði gert nokkuð af viti. Kannski hefur það verið vegna þess að ég var alltaf uppi með kjaftinn á þessum árum, auk þess var faðir minn vel róttækur og hagorður og skrifaði greinar I Verkamanninn á Akur- eyri. Þeir kváðust á i kolabingj- um hann og Rósberg G. Snædal og léttu sér þannig stritið. Sumt af þeim visum er auðvitað ekki prenthæft. Annars held ég að ég hafi verið innan við tvitugt þegar ég skrifaði fyrstu smásögurnar. Þær voru ósköp ómerkilegar, en komust held ég á prent i einhverj- um ritlingi undir dulnefni. Þá urðu einnig til nokkur ljóð, en þau komust ekki á prent. Ég verð ævinlega þakklátur Kristjáni frá DjUpalæk fyrir að forða mér frá vondri ljóðagerð á þessum árum. Hann var ófeiminn að sýna mér gallana, og þótt það særði i bili, þá vissi ég fljótt betur. Hjá þann- ig mönnum lærir maður að varð- veita skáldskaparlegt mannorð sitt. Ég var einnig á þessum árum samvistum við Stefán Bjarman. Það var upphaf nýrrar vitundar um skáldsöguna. — Voru fyrstu tilraunir þinar á þessu sviði I bundnu máli eða ó- bundnu? — Það fer eftir þvi hvað þU átt við með orðinu tilraun. Það óð allt i visnagerð i kringum mig, þegar ég var strákur. Og ég lærði fljótt upp á það, að verstu og háðuleg- ustu orð i visum þurftu ekki að hafa neina meiningu. Menn gátu ort þannig um vini sina. Það kom varla svo gestur að ekki væri far- ið að tala um visur og fara með vísur. Þeir bræðurnir, faðir minn og Jóhann frá Mælifellsá voru stöðugt að yrkja, stundum hvor um annan, og svo allt i kringum sig. GIsli frá Eiriksstöðum kom oft og þá var kveðið og sungið i SaurbæjareldhUsi, eins og þar stendur. Svo voru visur krufnar, hvort þetta væri nU flatrimað, og hvort þarna væri nU prjónað fram an við, sem var algengt, að mér skildist og þóttu litil heilindi. Þetta var iþrÖtt eins og gliman. Og auövitað reyndi maður sjálfur að gera visu. Fyrir þeirri fyrstu varð góður granni okkar, sem kom einn vordag til að hjálpa okkur. Það sést bezt á þessari visu, að ég hef þegar verið bUinn að læra af visnagerðinni i kring- um mig að vera með skens án þess að meina nokkuð með þvi. Vlsan er svona af þvi maðurinn var að moka Ur haug og var með hnaus á gafflinum: Valtýr hefur valinn hnaus virðir hann ihaldsbófa. Upp Ur honum rennur raus rétt sem gaggi tófa. Svo var það nU ekki meira. Ég hef liklega verið sjö ára og eflaust fengið hjálp hjá Valtý við að ljUka visunni. — Hvenær ferð þú svo að skrifa i fiílustu alvöru, ef ég má taka svo til orða? • — Ég lifði mikla umrótstima

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.