Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 9
 Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN ýrin okkar heimilisdyrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar Sérfræðingar I fiskarækt eru ekki hrifnir af þvi að fiskabúrin séu fyllt af þvi, sem þeir kalla plast- drasl. Eiga þeir þar við plastkaf- ara, skipsflök, gullkistur og sitt- hvað fleira, sem hægt er að fá til þess að setja i fiskabúr. Þess ber þó að geta, að börnum þykir oft gaman að slfkum munum, og varla skaðar það fiskana mikið, þótt þeir syndi i kringum plast- kafara eða skipsflak, og allir verða ánægðari en ella. gjörlega hægt að fordæma slikt, enda verður hver og einn að hafa fiskabúrið sitt eins og hann sjálf- ur yill, þótt á hinn bóginn sé rétt að viðurkenna, að ætli fólk að reyna að skapa raunverulegt um- hverfi fyrír fiskana, þá eigi þessir hlutir ekki rétt á sér. Þar sem börn eru annars vegar, getur þó t.d. einn plastkafari gert mikið til þess að gleðja augað, og ætti ekki að skaða neinn. Steina má nota til þess að prýða Fyrri hluti í dag verður sagt nokkuð fra fiska- rækt, en þar sem hún er mjög viðamikið mál, verður fram- hald birt næsta sunnudag. Vel getur svo verið, að siðar verði teknar fyrir einstakar tegundir fiska, og þeim lýzt náið, og sagt frá þvi helzta varðandi ræktun þeirra. með búrið, en þó ekki kalk- steina. Rétt er einnig að gæta þess, að ekki séu settir i búrin hlutir með skörpum brúnum, þvi á þeim geta fiskarnir auðveldlega farið sér að voða. Rekaviðarbútar og rótarhnyðj- ur eru skemmtilegt skraut, en þær verður að þyngja á einhvern hátt til þess að þær fljóti ekki uppi, á meðan þær eru ekki orðn- ar gegnsósa af vatni. Allt, sem i búrið er látið, verður að þvo ræki- I'löntur og fiskar. lega og helzt sjóða, en gætið þess þó að þvo þetta ekki með sápu, þvi sápa má alls ekki i búrið kom- ast. Malarlagið á botninum er venjulega haft 4—5 sm þykkt. Oft- ast er það látið vera lægst fremst við rúðuna, en hækka siðan smátt og smátt og mynda afliðandi brekku i búrinu. Hafi fólk löngun til þess að reyna einhverja aðra skipulagsaðferð, er rétt að veita sér það, þótt þetta sé hin hefð- bundna aðferð við skipulag fiska- búrs. Ekki er byrjað að gróðursetja plönturnar alveg fremst, heldur eina 10 sm frá framrúðunni. Lægstu plönturnar eru hafðar fremst, og siðan þær hærri og há- vöxnu aftar og i hornunum. Gætið þess að láta ekki svo mikið i búr- ið, að fiskarnir hafi ekki nægilegt svigrúm til þess að synda um. Þeir eiga alltaf að vera aðalatrið- ið. Einnig ber að geta þess, að ef allt er með felldu, vaxa plónturn- ar fljótt, og það getur verið skemmtilegra að sjá plönturnar vaxa smátt og smátt, heldur en að þurfa fljótlega að fara að grisja búrið og henda úr þvi gróðrinum. Hreinsarar og hitarar Að lokum þarf svo að koma fyrir hreinsara og hitara i búrinu. Venjulega er þetta hvort tveggja haft einhvers staðar aftan i búr- inu, svo það stingi ekki um of i augun, þvi hvorugt telst til skrauts þótt nauðsynlegt sé. Séu hreinsararnir plaststaukar með polyesterull, eru þeir hafðir i einu horninu, en séu notaðir svamp- hreinsarar geta þeir legið aftan til i búrinu. Hitararnir eru gjarna festir á afturrúðu búrsins með sogskál- um. Þarna eru þeir látnir standa á ská eða lóðréttir. Hitarana má aldrei grafa niður i sandinn. Ef taka þarf hitarann upp úr búrinu, verður að gæta þess að taka hann fyrst úr sambandi og láta hann kólna, þvi að annars getur glerið utan um hann sprungið og hann eyðilagzt. Hreinsararnir eru tengdir við loftdælur, sem festar eru á vegg- inn fyrir ofan búrið, en frá loft- dælunni streymir svo hreint. loft i gegnum plastslöngu inn i hreins- arann og út um hann, en með loftinu færist vatnið i búrinu i gegnum hreinsarann og óhrein- indin siast úr þvi. Vatnið í búrinu Ef fólk hefur ákveöið með nokkrum fyrirvara að fá sér fiskabúr, er æskilegt að setja vatn i bala og fötur og geyma það nokkra daga, þvi að mjög æski- legt er að vatnið, sem fiskarnir eru settir i, sé orðið nokkurra daga gamalt. Einnig er hægt að geyma vatnið i búrinu i nokkra daga, ef-menn eru ekki alltof bráðlátir að ná sér i fiskana strax og þeir eru búnir að koma búrinu vel fyrir. Eftir að sandurinn hefur verið settur á botn búrsins, er það hálf- fyllt af vatni, og þar næst eru plönturnar, og annað það, sem i búrinu á að vera, sett á sinn stað. Að þvi loknu má fylla búrið af vatni. Það er þó ekki hægt að hella vatninu beint niður i búrið, þvi þá fer allt úr skorðum, sem i þvi er. Agætt getur verið að leggja plast yfir vatnsflötinn, og láta vatnið renna hægt og rólega niður á plastið. Einnig má halda hendinni undir bununni, eða hafa undirskál á botni búrsins og hella á hana. Alla vega er rétt að fara varlega að þessu, svo að plönt- urnar og annað dót fari ekki af stað. Þvi næst er hitarinn settur i samband, og sömuleiðis loftdæl- an, lokið sett á búrið og ljósið kveikt. Ef þið getið hugsað ykkur að biða i nokkra daga með að fá ykkur fiska, er það bezt, eins og fyrr segir, en annars er hægt að kaupa sér sérstakt efní, Aqua Safe, og setja siðan fiskana i, þeg- ar hitastigið er orðið rétt i búrinu. Ilitinn Hver er rétti hitinn i íiskabúr- inu? spyrja margir. Hitinn þarf Þetta fiskabúr er dæmigert fyrir þau búr, sem nú eru mest seld. Það er gert úr hvftum plaströmmum. Búrin má fá í ótalmörgum stærðum, en búrið á myndinni er 130 lltra. Svo stórt búr er geysilega þungt, eins og gefur að skilja, og þess vegna þarf undirstaðan að vera örugg. Annað mjög veigamikið atriði er að búrið standi rétt á gólfinusvo að ekki komi misþrýstingur á rúðurnar vegna halla. Slikt getur valdið þvi, að búrið fer að leka. Undir þessu búri er rammi gerður úr svokölluðum Aptonjárnum. Þau má fá i ýmsum lengdum, og sfðan er hægt að slá þau saman sjálfur, ef vill, eða láta setja þau saman fyrir sig. Aptonjárnin fást í Landssmiðjunni. (Tlmamynd Gunnar). að fara eftir þvi, hvaða fiskteg- undir eru i fiskabúrinu hverju sinni. Bezt er þvi að velja saman fiska, sem hentar svipað hitastig. Oftastertalaðum, að 24 stiga hiti sé nokkuð hentugur i fiskabúrum, en hins vera segja sumir fisk- kaupmenn, að aldrei eigi að hafa minna en 28 stiga hita i búr- unum, — fiskarnir séu liflegri i heitara vatni, en þvi fylgi einnig að þeir séu skammlifari. Einnig er heitara vatn nokkur trygging gegn að minnsta kosti ýmsum sjúkdómum, þótt það eigi ekki við þá alla. Réttast er fyrir by rjendur að spyrja fiskkaupmennina um það, hvaða hitastig henti þeim fisktegundum, sem keyptar eru hv.erju sinni, eða að reyna að afla sér bóka eða bæklinga þar að lút- andi, til þess að ekki þurfi að verða slys og fiskadauði i búrun- um vegna of miki!s hita eða of mikils kulda. FB Mikill gróður gerir fiskabúrið sérlega fallegt. Hér er mynd af búri með miklum og fallegum plöntum. Plönturnar vaxa nokkuð fljótt, ef ástand; vatns og botnlags er eins og vera ber i búrinu, og þess vegna getur verið rétt að kaupa ekki allt of mikinn gróður i upphafi, heldur rækta plönturnar upp sjálf ur i búr- inu, og taka siðan af þeim græðlinga og dreifplanta þeim, þegar þær fara verulega að ná sér ;f strik. /Vniiars eru nii flestir svo bráðlátir, að þeir falla i þá freistingu að kaupa strax niikið af plöntum, enda verðtir búrið þá inuii íaílegra en ella'; alveg frá upphafi. ýrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar heimilisdýrin okkar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.