Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN 37 FUGLAFRIÐUNARLOG ÞVERBROTIN Herferð dönsku lögreglunnar í vetur DÝRATEGUNDIR eru I hættu, jafnvel þótt ströng lög hafi veriö sett þeim til vernd- ar. Þvi veldur meöal annars áfergja fóiks I allt, sem fágætt er. Áriö 1967 voru sett i Dan- mörku ný friðunarlög, þar sem allir, sem annast uppstoppun friðaðra fugla eöa annarra liftegunda, voru skyldaðir til þess að skrá nákvæma dagbók, og geta nafns og heimilisfangs við- skiptamanna, hvort heldur voru kaupendur eða seljendur, dánarorsök fugls eða dýrs, og þar fram eftir götunum. 29. janiiar i vetur gerði lög- reglan skyndikönnun hjá öll- um, sem fást við að stoppa upp dýr. Kom þá i ljós, að allir þeir, sem heimsóttir voru, höfðu brotið lögin, að einum undanskildum. Eigi að siður fannst hjá þessum aðilum fjöldi alfiðraðra fugla — þar á meðal haförn, konungsörn, förufálki, grænlenzkur fálki og margir aðrir. Margir þeirra, sem þarna áttu hlut að máli, höfðu átt viðskipti við önnur lönd, eink- um Færeyjar, Grænl., Noreg og Vestur-Þýzkaland, og sannað er, að sifellt berast emir og fálkar frá Grænlandi. Einnig sannaöist, að mikil brögð voru að þvi, að upp- stoppaðir ránfuglar væru seldir til Þýzkalands. Alls voru þar tvö þúsund og fimm fuglar, sem lögreglan lagði hald á, og framhalds- rannsókn er nú i fullum gangi. Ekki er ótrúlegt, að eitthvað af þessum fuglum geti veriö komið frá Islandi. Dönskum presti settir tveir kostir: ÞIGGJA HJÓNAVÍGSLU EDA VÍKJA ÚR EMBÆTTI KIRKJUMALARAÐUNEYT- IÐ danska telur þaö ósam- rýmanlegt þeim kröfum, er gera veröi til presta, að þeir búi með konu án lögformlegra skilríkja. Þess vegna voru séra Eiriki Bock, aöstoöar- presti I kirkju hins heilaga kross á Noröurbrú I Kaup- mannahöfn, settir þeir kostir aö ganga aö eiga sambúöar- konu slna eöa vlkja úr embætti sinu eööa. Séra Eirikur Bock er þrjátiu og þriggja ára gamall. Hann hefur borið það fyrir sig, að hann gæti ekki gengið að eiga Iben Sabber, tuttugu og fimm ára gamla konu og barnsmóð- ur sína. En kirkjumálaráð- herra i stjórn Pouls Hartlings, Kresten Damsgaard, leit þetta mál allt öðrum augum. Raun- ar er það ekki presturinn sjálfur, sem er erfiðastur við- fangs, heldur sambúðarkon- an, sem heldur þvi fram, að rlkisvaldið geti ekki fyrirskip- aö hjónaband. Þó aö þau séra Eirikur og Iben séu ekki gift að lögum, hafa þau þegið blessun þjóð- kirkjuprestsins i Kristjaniu. Það gerðist 14. september slðast liðinn. Það var sóknarpresturinn i kirkju hins heilaga kross, séra Jörgen Larsen, er tók upp hjú- skaparmál kapelláns sins. Kaupmannahafnarbiskup, Vestergaard Madsen, og for- maöur sóknarnefndarinnar, Edel Hertz, neyddust til þess að láta það til sin taka og siðan kom til kasta kirkjumálaráðu- neytisins. Fyrst i stað hélt séra Eirikur Bock þvi fram, að þau Iben væru löglega samanvigð, en seinna varð hann að viðurkenna, að ekki hefði verið um venjulega hjónavigslu að ræða, heldur hefði presturinn i Kristjaniu aðeins blessað sambúð þeirra. Hann heldur þvi þó fram, aö hann hafi sagt þetta i góöri trú, þar eð hann hefði talið at- höfnina i Kristjaniukirkju, þar sem þau Iben játuðust hvort öðru 1 viðurvist prests og þágu blessun hans, jafngilda venju- legri hjónavigslu. A hinn bóginn leitaöi Kristjaniuprestur ekki leyfis yfirvalda til þess að vikja frá venjulegu formi hjónavigslu. Það form, sem notað var, sótti hann i tillögur að nýrri helgi- siðabók, sem ekki hafa hlotið staöfestingu. Þetta mál er ekki einstakt i sinni röð. Fyrir nokkrum ár- um sætti suður-józkur prestur áminningu biskups sins af svipuðum ástæðum og tók þann kost að beygja sig. I Séra Eirikur Bock og Iben Sabber hljóta blessun prests, sem ekki er metin lögieg hjónavlgsla I kirkjunni i Kristjaniu. í HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI \ Heimsfrægar Ijósasamlokur 6 og 12 v. 7" og 5 3/4" BNaperur — fjölbreytt úrval Sendum gegn póstkröfu um allt land. Tímtnner peningar Auglýsítf í Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.