Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN
Sunnudagur 2. marz 1975
Versti snjóbylur,
sem gengið
hefur yfir
Norislk!
Yfir heimskautabæinn
Norislk á Tajmirskaga i Vestur-
Siberiu hefur gengiö versti
snjóbylur, sem þar hefur
nokkru sinni komiö. Hann
geisaöi i fjóra daga og fór vind-
hraöinn upp i 120 kilometra á
klukkustund og snjónum kyngdi
niöur. Veöurstofan segir, aö or-
sakanna sé að leita i þvi aö
mætzt hafi hitabylgja frá At-
lantshafi og iskaldir vindar frá
Ishafinu. Norislk, sem var
grundvölluö fyrir 90 árum, er
★
3300 kílómetra
götur í Moskvu
Ef allar götur i Moskvu væru
lagöar við enda hverrar
annarrar mundu þær ná austur
til Novosibirsk — hálfa leið til
Kyrrahafsstrandarinnar — og
ef maður færi i hina áttina, til
vesturs, mundu þær ná út i At-
lantshafið og vestur fyrir Ir-
land. 1 heildaráætlun fyrir
næstu 25-30 ár, er þó gert ráð
fyrir aukningu gatnakerfisins
um næstum 5000 kilometra.
byggö upp meö tilliti til hinnar
höröu vetrarveöráttu, og lifiö i
borginni gekk þvi nokkurn
veginn sinn vanagang. Meö
snjóplógum héldu menn götun-
um opnum, strætisvagnarnir
gengu reglulega og pósturinn
var borinn út á hverjum degi.
Verksmiöjurnar voru einnig
starfræktar og jafnvel málm-
vinnslan i ofanjarðarnámunum
gekk sinn gang.
Norilsk stendur á flatri sléttu,
þar sem mikil snjókoma er
algeng. 1 útjaðri bæjarins eru há
hús, sem kljúfa vindinn, og
göturnar eru þannig lagðar, að
vindáttin sveigist til, en við það
missir stormurinn orku.
★
Bjórinn sem
orkitekt
Bjórinnhefur frá náttúrunnar
hendi mikla hæfileika til
byggingarframkvæmda i vatni.
Fiskimenn i sjálfstjórnar-
lýðveldinu Kareliu hafa nýtt sér
þessa hæfileika bjórins. Með
stiflu- og hreiðurbyggingar hans
sem fyrirmynd, hafa þeir útbúið
svæöi, þar sem Sik-fiskurinn,
sem er eins konar lax-fiskur og
er fluttur frá Siberiu, getur
makað sig og hrygnt. Með þvi
eru hrognin vernduð frá hinum
fjölmögu óvinum i náttúrinni.
Siðan er hrognunum safnað
saman og þau klakin út. Með
þessu fæst örari vöxtur Sik-
stofnsins.
★ ★
Óvenjulegt líf hjd hvítabirni
Hvitabjörninn Aika lifir
skemmtilegu lifi. Aika gengur
um götur bæjarins Norilsk, sem
er norðan heimskautsbaugs i
Sovétrikjunum, og þar
skemmta henni bæði börn og
fullorðnir með öllu mögulegu
móti. Strjúka henni og vikja að
henni góðgæti. Aika kom nýlega
til Norilsk, sem i raun rettri
mætti kalla fööurland hennar,
þvi þar er mikið um hvitabirni.
Hún kom frá suðlægri borg,
Nikolayev, þar sem hún hafði
fæðzt i dýragarðinum. Annars
er rétt að geta þess, að hún hefði
aldrei komizt á þessar norð-
lægu slóðir, hefði það ekki verið
vegna þess, að kvikmyndatöku-
maðurinn Yuri Ledin uppgötv-
aði hana, og ákvað að láta hana
fara með aðalhlutverkið i kvik-
mynd, sem hann er að gera um
Isbirni. Aika og Ledin lögðu af
stað til Norilsk til þess að hefja
kvikmyndagerðina, og Ledin
var þá ekki viss um, að honum
tækist að fá nógu mikið af is-
björnum til þess að taka nær-
myndir af úti i náttúrunni
sjálfri, og átti Aika þá að koma i
stað villidýranna sjálfra. En
þegar til kom, reyndist alls ekki
erfitt að kvikmynda isbirni
þama i nágrenninu. Þeir komu
meira að segja alveg til mynda-
tökumannanna, og fóru af miklu
stolti með þau hlutverk, sem
þaim voru ætluð, en afleiðingin
varð auðvitað sú, að Aika slapp
við allan kvikmyndaleik. Þegar
búið var að gera myndina úti i
auðninni sneri Aika aftur með
húsbónda sinum til Norilsk. Þar
settist hún að i ibúð á sjöundu
hæð i fjölbýlishúsi. Hún er ekk-
ert smábarn lengur, en þrátt
fyrir það er hún jafnbliðlynd, og
hún var fyrst sem litill
húnn. Nú hefur veri
ákveðið, að Aika og 10 ára göm-
ul dóttir Ledins kvikmynda-
gerðarmanns leiki saman i
kvikmynd, sem mun bera nafn-
iö Veronika og Aika. Að öllum
likindum verður Aika send aftur
til dýragarðsins eftir það. Hér
eru Aika og Ledin að kjást fyrir
utan heimili sitt.
Ég held að það bezta sem við ger-
um, sé að segja, að þú sért algjör
fábjáni.
DENNI
DÆMALAUSI
Mikið hlakka ég til þegar sumarið
kemur, og mamma getur farið út
og kjaftað við kerlingarnar yfir
girðinguna.