Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN 33 Kötturinn Branda unír vel Iifinu. veiða fugla, eins og katta er siður, og lædd- ist kænlega að smá- fuglunum á sumrin. En þegar hann var kominn i stökkfæri við þá rak hann ævinlega upp vesældarlegt mjálm, og þá flugu auðvitað fuglarnir! Hann náði aldrei neinum. Við héldum að hann yrði skyndilega óstyrkur, eða of mikill veiðihugur gripi hann og þá ræki hann upp mjálmið. öðruvisi var Stóra- Kjóa farið. Hann var kolsvartur með hvitan dil á bringunni, geysi duglegur veiðiköttur, sem fljótt eyddi rottun- um á bænum. Einu sinni fór ég niður i kjallara að sækja harðfisk og Stóri- Kjói með mér. Hertir þorskhausar hengu i kippum á bitunum. Þegar ég kom niður stigann stökk stærðar rotta úr kippunni, en hún var varla komin niður á gólf þegar Kjói hremmdi hana. Var sögu hennar þá lokið. En Kjói var lika grimmur ÆÉál Börnin og hundur i varpanum hjá stóru netlunni sem stingur! við ketti. Þeir voru dauðhræddir við hann. Á bænum var hátt framhús úr timbri. Einu sinni heyrðum við vesældarlegt væl ofan af þakinu og lika grimmdarlegt urr öðru hvoru. Við klifruðum upp á búrið, sem var úr torfi og sáum þá einkennilega sjón. Yzt á þakmæni framhússins kúrði guli kisi en Kjói stóð yfir honum ógnandi Guli kisi kraktist loks út af þakinu, þannig að hann hékk aðeins á framlöppunum — og Kjói færði sig alveg að honum. Við köstuðum þá moldarkögglum i Kjóa svo hann hypjaði sig burt og sá guli vóg sig upp á þakið. Annars er enginn efi á þvi að Kjói hefði hrakið hann út af þakinu og drepið þannig. Kjói varð loks svo grimmur að það varð að farga honum. Það var mikið lif þarna við fjörðinn. Hrafninn verpti i sjávarhömrunum og hvalir byltu sér úti á firðinum. Hátt lét i lómnum og hávellunni þar úti. Endur syntu fyrir landi og æðarfugl, sendlingar hlupu I fjörum og mávar svifu yfir. Landselir lágu oft uppi á skerjunum. Hrafninn striddi hundunum, flögraði rétt framan við þá krunkandi og flaug ekki upp fyrr en þeir voru alveg komnir að honum og þá stutt og lágt. Ef æti var hjá bænum ginnti krummi þannig hundana burt, flaug svo skyndilega heim og varð langt á undan þeim í ætið. Dýrin hafa sina skynsemi, ekki vantar það. Hænsni voru lika á bænum, já, ,,hænan gaggar með hopp og læti og haninn galar á öðrum fæti", svartbrúnn og konunglegur uppi á fjóshaugnum! Við létum andaregg til hænunnar, og hún ungaði þeim út eins og sinum. Branda að leika sér. Tilkynnum _ vióskiptavinu^^rum Undafarna mánuði hafa staðið yfir gagngerar breytingar og endurbætur í fyrirtæki voru Erlendir sérfræoingar hafa breyit framleiðsluadferdum i samræmi við þad besta, sem nú þekkist á þessu sviði Hinir vel þekktu sérf ræðingar þeir Jan Davidson og Jan Fredenlund hafa staðið fyrir endurskipu- ^ lagningunni. Mogens Laurentsen# innanhúsarkitekt, gerði uppdrætti að innréttingu fataverslúnarinnar, sem nú er á 2. hæð í Kjörgarði. KYNNIÐ YÐUR GÆÐIN OG GERIÐ GÓÐ KAUP! Ultíma KJÖRGARÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.