Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 2. marz 1975 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga LXm Litum á reisulegan bæ, Brandsstaði i Blöndudal, 1929. Baðstofuhliðin blasir við okkur og hádegissólinni, en burstir snúa i vestur. Jósafat Jónsson bóndi stendur hjá hesti sinum, en ösk Sigurðardóttir situr i baðstofugluggastéttinni. Bað- stofan var 6x14 álnir, skipt i tvennt, hvor hluti 6x7 álnir. Við framhlið bæjarins sér i kjall- aradyr t.h. við bæjardyrnar (ullarpoki fyrir kjallaradyr- um). Til vinstri er stofa með geymslulofti yfir, en skáli yzt og hlóðaeldhús bak við, en aðaleld- hús inn af stofu. Þessi bær var byggður á árunum 1925—1927, en brann 1957 og var siöan byggt steinhús. Fyrir 1925 stóð þarna gamall torfbær vel gerður. Ekki fraus i honum isaveturinn 1918. Talsverður halli var frá bæjar- dyrum inn og upp til baðstofu til varnar kulda. Ég kom að Brandsstööum 1932 eða þar um bil og sá mjög fallegt gamalt skatthol, sennilega útlent að uppruna. Þetta skatthol var meðalageymsla Jónasar á Tunguhálsi, föður séra Jónasar á Hrafnagili. Skattholið komst i eigu Þorgrims Bjarnasonar á Starrastöðum (sbr. kvæði séra Matthiasar „Þorgrimur á spitalanum”). Þorgrimur var afi „Starra i Garði”. Jósafat á Brandsstöðum keypti skattholið á uppboði á Starrastöðum á 15 kr. Orgel var lika á Brandsstöð- um. Þeir voru margir söngvnir i húnventsku dölunum, sungu Bellamannssöngva, Jónasar- heftin og „Fjárlögin”. Bregðum okkur til Eyjafjarð- ar. 1 gili utan við Eyrarland, gegnt Akureyri, hefur fjár- og hestaeigandi hróflað upp húsum og borið upp hey, þótt hann búi ekki á staðnum. A Melum utan við Grenivik virðast þeir vel birgir með hey 31/8. 1974. Hlaðan full og hey borin upp úti á velli. Á Stóru-Hámundarstöðum sjást ársgamlir, haustbornir hrútar við gamla sauðhúsið, sem vera mun frá þvi fyrir aldamót nema blikkið á gaflinum. Heyið er þyngt niður með grjóti (sig- steinum). Fiskaðgerðarmyndin kemur hér aftur með skýringum Þór- eyjar Þorsteinsdóttur. Til vinstri sést Einar Sveinsson is- hússtjóri afhausa fisk, þá tekur við Þorsteinn Þorvarðarson verzlunarmaður og slægir, Högni Ketilsson og Jón Valdi- marsson fletja og þvo fiskinn. Einar Sigmundsson lengst til hægri. Húsið, sem næst ber á, hét Norðfjörðshús, siðar ung- mennafélagshús. Miðpakkhús, hellulagt lengst t.h. æði gam- alt. Fyrir miðju sést svarta pakkhúsið. Það var flutt frá Bátsendum eftir flóðið mikla. T.v. er gamla bakariið o.fl hús. Lengst t.v. Edinborgarverzlun, nú horfin. Duus átti Keflavik. Hann lét taka myndir af at- vinnuháttum um 1910. „Barnasjónleikurinn” 19. júni 1916, sbr. siðasta þátt, mun vera „óli smaladrengur”. Þar lék Anna Borg „draumaprinsinn”. Þarna léku lika Ragnheiður og Elin, dætur Hannesar Haf- steins, einnig Asta Norðmann o.fl. siðar kunnar konur, Gamlir Reykvikingar kunna sjálfsagt skil á þeim öllum. Litum að lokum á gamla hey- ið, sem blessuðum karlinum var svo sárt um i frægri smásögu Guðmundar Friðjónssonar. Menn voru þá ekki farnir að rækta vallarfoxgras! Kýr voru sárafáar i Keflavik um 1910, en kannski er mjólkur- póstur frá Ytri-Njarðvik á leið- inni heim til fiskimannanna með brúsann sinn á bakinu! * # 2 ársgamlir haustbornir hrútarvið sauðhús Stóru-Hámundar- stöðum (1974) Melar utan við Grenivik (1974). Arsgamalt hey og vallarfoxgras Stóru-Hámundarstöðum (1974) Fiskaðgerö (Keflavik)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.