Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 2. marz 1975
TÍMINN
17
Þér getið sparað rúm
40 ÞÚSUND
aldrei koma aftur, að maður
vonar.
Hitt er svo lika ánægjulegt, að
Listasafn ASl skuli hafa stefnu i
myndlist. Svona sýning er áhuga-
vert viðfangsefni fyrir söfn
almennings. Það koma ekki bara
einhverjir menn og sýna myndir
við hentugleika. Það hanga bara
ekki sömu myndirnar ár eftir ár
eins og húsaskúm. Þetta er
lifandi starf, sem þarna er unnið.
Reynt er og reynt verður að fá
sýningar þarna upp og verið er að
senda syningar út um land. Þessu
hljóta allir að fagna, sem unna
myndlist. Þau fáu söfn, sem hér
eru, þar á meðal Listasafn
Islands eru alltof steinrunnin og
orra
Arinbjarnar
^gljlgggp*
iii inifcnattt 'T
Bómii gáir til veðurs.
að tala við hann Hjörleif Sigurðs-
son, listmálara, en hann er for-
stjóri Listasafns ASl.
Enginn Gromaire
i þessu
— Nei það er enginn Gromaire i
þessu. Hann hefur lært þetta mest
heima hjá sér, þvi hann var
„talent” og var byrjaður að ein-
falda og draga saman formin
löngu áður en hann byrjaöi að
læra, sagði Hjörleifur.
Sýningin saman stendur af
þrem deildum, en alls eru 44
myndir á sýningunni og auk þess
koma ristur, sem birtust framan
á Sunnudagsblaði Alþýðublaðs-
ins, meðan Finnbogi Rútur var
þar ritstjóri, en hann laðaði þá
listamenn að blaðinu.
Snorri Arinbjarnar var elztur
svonefndra „September-manna,”
ef það segir þá eitthvað lengur.
Hann stundaði nám i Osló hjá
Axel Revold og dvaldist siðar i
Danmörku. Einnig var hann
búsettur á Blönduósi, þar sem
hann var lengi viðloðandi, og
menn hafa eignað honum
„sjávarþorpið” i islenzkri mynd-
list. Bátar, skip, bryggjur, fólk að
bera eitthvað, eöa að biða. Allt
verður þetta myndefni, lika sild-
arverksmiðjur og skuggalegar
forstofur i húsum. Þess utan
málaði Snorri landslagsmyndir
og myndformið einfaldaðist meir
og meir, unz segja mátti að
aöeins grófustu tákn væru notuð
af fyrirmyndunum.
Smámunir og riss, sem
skipta máli
Þessi sýning i Listasafni ASI er
ekki yfirlitssýning, heldur miklu
fremur sýning á ýmsum smá-
munum og rissi, sem málarinn lét
eftir sig. Þessi blöð hafa ekki
veriö rannsökuö nánar, að þvi að
fram komi i sýningarskrá, en að
sigla um salina i fylgd Hjörleifs
hjálpar mikið upp á sakirnar.
Myndir þessar eru sumar mjög
gamlar og bregða nýju ljósi á
þroskaferil Snorra Arinbjarnar
og þróunina i list hans.
Snorri kynnist Þorvaldi Skúla-
syni snemma. Þeirra fundum bar
saman á Blönduósi, að ég héfi
fyrir satt, og með þessum tveim
málurum er nokkur skyldleiki,
sem auðveldara er þó að halda
fram, en sanna með beinum rök-
um. Er þar einkum átt við eldri
myndir Þorvaldar og yngstu
myndir Snorra og mega báðir vel
við una. Þeir urðu lika samferða i
skóla til Oslóar haustiö 1928 og
farangur þeirra virðist nokkuð
sameiginlegur, eða áþekkur. Nóg
um það. Þeir þroskast síðan hver
upp á sinn máta.
Björn Th. Bjömsson telur, að
kreppuárin komi fram i myndlist
Snorra, likt og þau hafa áhrif á
skáldskap skáldanna frá þessum
árum, viðfangsefni þeirra og að
svipþungur dagurinn orki á list
þeirra má það vel vera. Visst
atvinnuástand rikir i list Snorra
Arinbjarnar, ástand sem ekki
breytist fyrr en kreppan er liðin
hjá. Sinar beztu myndir málar
hann i striðsgróðanum eftir strið-
ið. Hann andaðist i Reykjavik 31.
mai árið 1958.
Myndir ,,allar á
léreftinu”
Snorri mun hafa verið afkasta-
mikill á yngri árum. Hann átti við
heilsuleysi að striða seinustu árin
sem hann lifði og afköstin urðu
minni og minni, eftir þvi sem
þrekið þvarr.
Um myndir Snorra segir
Halldór Laxness á miða, 1952:
„Einkum er ég þér þakklátur
fyrir myndir, sem eru allar á lér-
eftinu, þvi þannig finnst mér að
góð mynd eigi að vera: fullkom-
inn heimur fyrir sig, þar sem allt
gerist á dúknum og ekkert fyrir
utan hann.” (lslenzk myndlist II.
bindi).
Snorri Arinbjamar verður um
margt talinn meðal okkar merki-
legustu málara. Það er athyglis-
vert, hversu snemma honum
verða ljós einhver frumatriði i
myndsmiði. Að myndin er um
margt fyrirmyndinni óviðkom-
andi. Ennfremur hefur Hjörleifur
Sigurðsson bent á litastigann,
sem er i raun og sannleika engum
llkur. Hann eignast snemma
„sinn” lit, sem er i senn per-
sónulegur og klæðir holdug form-
in. Þú þekkir Snorra svo að segja
hvar sem er á litnum. Þá er það
og athyglisvert að hann skilur
vissa framvindu, sem verður að
vera, að ávallt sé verið á sér-
stakri leið i óvissu, en þó ekki án
fyrirheita. Þessvegna slæöist
hann i hóp öfgafyllstu ungu mál-
aranna og verður einn af þeim, þá
liðlega fimmtugur að aldri, en i
ljósi þeirra skoðana, er auðveld-
ara að skilja myndlist hans frá
fyrstu tið.
VIHIÍM
VERKTAKADEILD
Símar 1-58-30 & 8-54-66
Pósthússtræti 13
AUGLÝSINGADFJLD TIMAN5
ef þér látið okkur útbúa frysti- eða
kælihólf í f jölbýlishúsi yðar— þar sem
frystikistan verður þá óþörf, en 385 I
frystikista kostar nú um 80 þúsund
krónur, en viðgerum yður fast verðtil-
boð—þar sem allt er innif alið — í gerð
450-500 I hólfa á kr. 35-40 þúsund.
Auk þess er rekstrarkostnaður hverf-
andi og húsrými sparast, svo og er-
lendur gjaldeyrir, og skattarnir lækka,
þar sem afskrifa má frystihólfin.
Kynnið yður þessi kostakjör.
Hringið í síma 1-58-30 eða 8-54-66 og
talið við Einar Þorsteinsson, sem veit-
ir allar nánari upplýsingar.
Snorri Arinbjarnar: Sjálfsmynd.
Byggingarvinna i Danmörku.
Listasafn ASÍ — rétt
stefna
Listasafn ASÍ hefur þegar
sannað ágæti sitt. 1 raun og veru
fannst manni það dálitið undar-
legt uppátæki að fara að gefa
verkamönnum stofn að safni, en
nú skilur maður að þetta er dýr-
mætt. Myndlistin er tengdari at-
vinnuvegunum en margt annað.
Snorri og margir fleiri hafa lýst
atvinnusögunni meira en mann
grunar. Þeir lýsa árunum, sem
blessaður fjárskorturinn getur
ekki verið eina ástæðan til þess,
að maður finnur svo sjaldan fyrir
tilhlökkun i þeim húsum.
Hörleifur upplýsti, að von væri
á sérstakri sýningu á gjöfum
Margrétar, konu Þorbergs Þórð-
arsonar, og sovézk grafik mun
koma innan skamms. Myndir frá
safninu hanga núna yfir félags-
námskeiði i Olvusborgum og
sýning er á leiðinni út á land.
Starfið er sem sé lifandi.
Jónas Guömundsson.
Reykjavikurhöfn.
opinberum söfnum og einkasöfn-
um, og munu verk fárra islenzkra
listmálara vera eftirsóttari. Það
hefur einnig sýnt sig, að þegar
efnt hefur verið til stórra sýninga
á verkum Snorra, er ótrúlega
mikið til af þeim og þau vel varð-
veitt.
Snorri Arinbjarnar fæddist i
Reykjavik árið 1901. Hann stund-
aði listnám hjá Axel Revold i
Osló, og starfaði siðar i Dan-
mörku. Margar myndanna á
sýningunni á Listasafni ASl eru
frá þessum löndum, og hinar
fyrstu málaðar á þriðja áratug
aldarinnar. En flestar sýningar-
myndanna eru frá tslandi og
málaðar á ýmsum timum listfer-
ils Snorra.
Lengstan hluta ævinnar bjó
listamaðurinn á Islandi og starf-
aði hér, eins og verk hans bera
glöggt vitni, og þótt hann hafi orð-
ið fyrir miklum áhrifum þeirra
listastefna, sem riktu i Evrópu á
námsárum hans og starfsferli,
eru myndir Snorra Arinbjarnar
fyrst og fremst verk islenzks
listamanns.
Sýningin i Listasafni ASl verð-
ur opin til 9. marz n.k.