Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. marz 1975
TÍMINN
3
Mikið virðist ganga á á heimili rosknu hjónanna, I leikriti Guð-
mundar Steinssonar, Lúkasi. Myndin var tekin á æfingu.
Timamynd: Gunnar
Frumsýning d Lúkas
d miðvikudagskvöld
N.k. miðvikudag þann 5. marz
frumsýnir Þjóðleikhúsið ieikritið
Lúkas eftir Guðmund Steinsson á
kjallarasviði leikhússins. Leik-
stjóri er Stefán Baldursson, en
leikmyndateiknari er Magnús
Tóniasson myndlistarmaður, og
cr þetta i fyrsta skiptið, sem hann
gerir leikmyndir fyrir Þjóðleik-
húsið. Magnús er einn af yngri
myndlistarmönnum okkar. Hann
stundaði nám við lista-akademi-
una i Kaupmannahöfn i nokkur
ár. Hann hefur haldið nokkrar
einkasýningar hér heima og hefur
auk þess tekið þátt i mörgum
samsýningum heima og erlendis.
Leikendur i Lúkasi eru aðeins
þrir þau: Erlingur Gislason,
Guðrún Stephensen og Árni
Tryggvason.
Leikmunir eru mjög þýðingar-
miklir i þessu leikriti, og annast
Alexandra Argunova Jónsson um
gerð þeirra.
Lúkas er annað leikritið eftir
Guðmund Steinsson, sem frum-
flutt er á vegum Þjóðleikhússins.
Forsetaefnið eftir Guðmund
Steinson var frumsýnt árið 1964
við ágætar undirtektir. Leikfélag-
ið Grima sýndi leikritið Fóstur-
mold árið 1965, en það leikrit er
lika eftir Guðmund. Þá sýndi
Grima einig annað leikrit eftir
hann tveimur árum siðar, en það
nefnist Sælurikið. Ein skáldsaga
hefur komið út eftir Guðmund
Steinsson og nefnist hún Mariu-
myndin (árið 1958). Guðmundur
hefur alls skrifað 12 leikrit, en
leikritið Lúkas mun hann hafa
samið árið 1969 og er það sjötta
leikrit höfundar.
Chicagoflugið hefst
d morgun
Samkvæmt vetraráætlun Flug-
leiða H.F. varð hlé á áætlunar-
flugi Loftleiða til Chicago nokkr-
ar vikur i desember og febrúar.
Chicagoflugið hefst nú aftur um
mánaðarmótin og verður fyrsta
ferð frá Keflavik til Chicago
mánudaginn 3. mars n.k. Flognar
verða fyrst um sinn tvær ferðir á
viku, siðdegis á mánudögum og
föstudögum. Frá Chicago fara
þoturnar að kveldi sama dags og
koma til Keflavikur á þriðjudags-
og laugardagsmorgnum. 1 flug-
ferðum til Chicago verða notaðar
þotur sem hafa mikið vörurými,
enda gert ráð fyrir miklum vöru-
flutningum á þessari flugleit
Mikið af þeim vörum sem flutta
eru til lslands með flugvélum ert
framleiddar i nágrenni Chicago
svo sem varahlutir til bila og
véla. Vörusendingar frá mið-
rikjunum verða þvi skemmstan
tima á leiðinni um Chicago. Með
sumaráætlun fjölgar sumarferð-
um til Chicago og verða þrjár
ferðir i viku. Allar flugferðir milli
Keflavikur og Chicago, verða
flognar með þotum af gerðinni
DC-8-63, sem hafa sæti fyrir 249
farþega og geta auk þess flutt
nokkrar lestir af vörum i hverri
ferð.
TP-6400
TS-100
TS-160
<•? V>K>*:CO>
******mmtmmmm
1 7 " -j '' I > HSAR VOC. í i’nont voc
í /p.
4 CHANNtl ÍdýcA ■ I k
(fc) r»»OfveGi»|
f WOGflAM íSS, MW ^ a ffl I
r TUNIWO BALANC6 ^ BTÚACK srtwso J
TS-32 w 4
IWBI yS'#i
CiD PIOIMEER
Nú bjóöum við viðskiptavinum okkar 4
gerðir af PIONEER kassettutaekjum, þar
af tvær tegundir með útvarpi, og auk þess
gef um við kost á að velja úr 7 tegundum af
PIONEER hátölurum sem festa má bæði á
dyr bifreiðarinnar sem afturhillu. Þið kom-
ið með bílinn Vitastigsmegin við Laugaveg
66 og fáið tækin sett í af fagmönnum.
Viðgerða- og tækniþjónusta á staðnum.
1 ÁRS ÁBYRGÐ.