Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 2. marz 1975 Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla er ekki stofnaður formlega fyrr en 1938 og hann starfaði til 1945. Þetta var Kling Klang-kvintett- inn, sem varð landsþekktur á sin- um tfma. — Var ekki talsvert starf i kringum þetta? — Jú, við þurftum að æfa tölu- vert. Fyrst tíyrjuðum við á þvi að syngja lög, sem við höfðum æft i kórnum. Þau höfðu verið raddsett þar og við æft þau saman. Nú, fljótlega kemur Carl Billich, sá mikli snillingur til okkar og við njótum góðrar leiðsagnar hans fram að þvi, er Bretarnir komu og hernámu íandið. Billich útsetti fyrir okkur og æfði með okkur af krafti. Hann var þá með hljóm- sveitina á Hótel Island og við sungum nokkur lög þar. Aður en Billich kom til sögunnar sló ég undir á gitarinn, en meðan hans naut við, gerði ég litið af þvi. Nú, eftir að Billich hvarf frá okkur um tima, var ég með gitarinn um skeið, en svo fengum við ágætan pianista til okkar, Árna Björns- son, tónskáld. Hann fór með okk- ur i konsertferðalög. — Fóruð þið viða? — Já, nokkuð, Kling-Klang skemmti viða á skemmtistöðum og við fórum þó nokkuð i konsert- ferðalög. Við sungum lika dálitið i útvarp.oginnáeinar tvær plötur. En konsertferðalögin voru eftir- minnilegust. Það byrjaði þannig, að i nóvember 1943 höldum við konserta i Gamla biói, fengum alveg topp-aðsókn og virkilega góðar móttökur. En þá gekk hérna inflúenza, sem setti okkur alveg ut af laginu. Við héldum samt einn konsert eftir að inflú- enzan var gengin yfir, og það gekk ágætlega. En svo förum við árið eftir i söngferð til Norður- landsins. Þrjá konserta héldum við á Akureyri og svo sungum við & Dalvik, og loks á Siglufirði. Við hittum á landlegu á Siglufirði, og þar sungum við trekk i trekk fyrir troðfullu húsi. Þetta var anzi mikill og skemmtilegur tUr, og það var sem sagt Arni Björnsson, sem þjálfaði okkur fyrir hann og lék undir hjá okkur. Seinna lék svo Jónatan ólafsson undir hjá okkur. Magga með pilsa- slætti og hún Pálina — Hverjir voru i Kling klang- kvintettinum? — Það voru þeir Guðmundur Sigurðsson og Björgúlfur Bald- ursson, sem áöur er getið, Jón Guðbjartsson, Gisli Pálsson og svo ég sjálfur. Eins og sjá má af myndum af okkur, var þetta anzi léttur flokkur, Gisli var talsvert stærri en við hinir og hafði þenn- an svaka bassa, enda var hann notaður sem eins konar Goliat á móti okkur hinum. Guðmundur Sig. var vel hagmæltur og hann orti marga texta, sem við sung- um, eins og Magga með pilsa- slætti, sem við kölluðum alltaf svo, en heitir i rauninni Og sorgin flaug, en það voru mörg lög, sem viö vorum með, eins og Violetta, og svo erfiljóð Pálinu, en Pálina kerlingin hafði þá veriö kvenna vinsælust um skeið, og þar átti ég nii lika svolitinn hlut að máli. — Blessaður, segðu mér af þvi. — JU, þannig var, aö i stjiðs- byrjun eitthvað 1939-1941 stófnuð- um við þrir saman svokailað Blá- stakkatrió, sem var mjög vinsælt þessi tvö-þrjú ár, sem það starf- ir hérna á helztu hótelunum, og Jack .Quinnet stjórnaði hljóm- sveitinni á Borginni. Hann fékk okkur til að syngja niðri á Hótel Borg. Við stóðum uppi á borði á milli salanna og sungum. Það var Quinnet, sem sá um útgáfuna á Pálinu-visum. Það var stór mynd af Blástakkatrióinu og honum framan á, og þetta rann út eins og heitar lummur. Var þetta fyrsti kabarettinn? — Þil hefur haft i nógu að snú- ast, meðan Blástakkatrióið Kling klang og þið Sveinbjörn voruð i fullum gangi að skemmta? — Já, það er alveg óhætt að segja það, og ég man, að eitt kvöldið var ég á fjórum stöðum, fyrst með þessum félögum min- um og loks einsamall með gitar- inn. Svona var nú „traffikin" þá! — Varstu nokkuð með i reviun- um á þessum tima? — Ég söng i einni þeirra, Hver maður sinn skammt, lagið Við Tjarnarbrúna, það er gamla danska lagið Du gamle maane. Ég lék ofsalegan sjarmör! Visan var um fólk sem var á leið heim af balli, og þekkt söngkona lék a móti mér, og ég með mina veiku rödd. — Én þetta var þokkalegt atriöi. — En ég var með i einum af fyrstu kabarettunum, sem haldn- ir voru hérna. Það var eitthvað i kringum 1940. Það var Musik- kabarettinn. Aðalhvatamaður að honum var óttarr Möller, en þeir léku báðir prýðisvel á harmonikur, hann og Jóhann bróðir hans. Þarna voru þó nokk- uð mörg ágæt skemmtiatriði, Sif Þórz dansaði listdans með pianó- undirleik Jóninu Pálsdóttur og svo var söngur! 1 fyrra skiptið fórum við upp á Akranes og svo þaðan til Borgarness, þá vorum við Sveinbjörn með, en i slðara skiptið, þegar kabarettinn fór til Keflavlkur, fór Blástakkatrióið með. Þessi kabarett kom aldrei fram i Reykjavik, en aðeins á þessum stöðum þennan vetur. Svo var ha'dið ball á eftir, og þeir Öttar og Jóhann léku fyrir dansinum. Þetta var á sjálfra okkar vegum, og skilaði góðum aröi. Ég' efast um, að þetta hafi verið auglýst i blöðum. Ég held, að það hafi bara verið festar upp auglýsingar á staurum á stöðun- um. Aðsóknin var agæt, og einum má ég ekki gleyma, sem þarna var, söngvarinn Kjartan Sigur- jónsson, sem gerði mikla lukku. Já, þessi kabarett var alveg sér- stakt fyrirbæri, og ferðalagið skemmtilegt. Með skipi upp á Akranes og boddibil til Borgar- ness. — Voru efnisskrárnar likar hjá ykkur? — Nei, þetta var hvað með sin- um svip og prógrömin öll frá- brugðin hvert öðru. Hjá okkur Sveinbirni var þetta eiginlega visna- eða þjóðlaasöngur, Kling Klang var. með vel æfð sönglög, og Blástakkatrióið býggðist mikið á hljóöfæraleiknum. Við sungum yfirleitt islenzka texta, en þó kom fyrir, að við brugöum út af venj- unni. 1 Blástakkatrióinu vorum við með enska lagið „One night the moon was so mellow" og I Kling Klang sungum viö Harmonika-Tango á dönsku meöal annrs. Danslögin frá þess- um tima sungum við ekki mikið, enda heyrðust þau litið utan dans- staðanna fyrr en danshljómsveit- ir og danslag kvöldsins fara að aði. Við Gunnar Ásgeirsson unn um þá hjá Jóhanni Ólafssyni og " ^ «»»«"»<s »™»w «v« *" þaö varð Ur, að viðvfengum Svein® fcE?*J uí^lnu.\Enl^ err Björnsson með okkur i þetta trió. Þeir voru báðir með mandólin og ég með gitarinn, og til að byrja með sungum við nú ekki mikið. En svo fór þetta meir og meir inn á það svið, að við sungum með, og þá var annar þeirra með bala- laika. Við fórum að syngja radd- að, og aðallagið hjá okkur var Pállnuvisurnar, sem i rauninni voru rauði þráöurinn i gegnum allar „upptroðslurnar". Þær voru komnar Ur sænsku, og ég held, að Sveinn hafi átt aðalheiðurinn af að þýða þær, þó að Gunnar legði honum gott lið. Nú svo voru Pálinu-visurnar gefnar Ut á nót- um. Þá voru útlendar hljómsveit- farið að endursyngja mikið af þessum lögum, eins og til dæmis Hann bað min um daginn hann Bjössi á Hól, sem við Sveinbjörn vorum mikið með. Krækja sér i ritstjóra... — Á þessum árum er blómatimi gamanvisnanna. Höfðuð þið ekki eitthvað af þeim á efnisskránni ykkar? — Eiginlega ekki. Það verður að gera greinarmun á söngvurun- um þá.það var mikiðsungiðaf is- lenzkum lögum annars vegar, og svo voru hins vegar grinistar eins og Reinhold Richter, Alfreð Andrésson og Brynjólfur Jó- hannesson, sem voru eingöngu með grinvisur. Við vorum eigin- lega mitt á milli. Við vorum með kátlegar visur eins og: Bændurnir þeir dætur sinar senda suðri Vik sjálfsagt til að læra að þræða saman flik. Krækja sér i skóara og kannski lika i prest, kannski lika i ritstjóra, og þaðer allrabezt. Þetta lag kemur svo fram aftur löngu siðar i poppinu, og þá er það með smátilfæringum og sagt vera eftir Bitlana! En svo voru textarnir hans Guðmundar Sig. sem við sungum i Kling Klang. Þeir voru margir anzi léttir, enda Guömundur skáld gott. — Það er i kringum 1945, sem þU hættir mikið til að koma fram. Voru einhverjar sérstakar ástæð- ur til þess? — Það má nU kannski segja það. Ég gifti mig nefnilega um þetta leyti. ÞU sérð, að það heföi verið ómögulegt fyrir mig að standa i öllu þessu, nema af þvi að ég var laus og liðugur, og var sem sagt ekki að taka tíma frá neinum. óformlegur kvart- ettsöngur i útvarp — Og hættirðu alveg að koma fram eftir það? — Nei, ekki alveg. Ég var með i kvartett eftir þetta. Það var svo- litiö skrltinn kvartett. Hann söng eingöngu i Utvarp, utan hvað við sungum einu sinni á skemmtun uppi i Hlégarði. Þetta var Tryggvi Tryggvason og félagar, sem söng I Utvarpiö i nokkur ár. Við byrjuðum i upptökusalnum uppi á Klapparstig. Þetta átti að fyrirstilla menn, sem kæmu sam- an ÍheimahUsum til að taka lagið, svona óformlega. Við komum - bara saman til að syngja þetta. Það var ekkert æft, nema á staðn- um rétt fyrir upptöku. Við vorum nokkuð margir til að byrja með, égvar með gitarinn og einhvr var með harmóniku. Svo Wk hver sina rödd, og þetta var ósköp huggulegt á aö hlýða. En svo varð þetta fastara I forminu, og hann Þórarinn Guðmundsson lék undir á pianóið, og ætli við höfum ekki sungið 50-100 lög I allt. Siðast voru þarna tenórarnir Erlingur Vig- fússon, Jóhann Guðmundsson, Tryggvi Tryggvason og Friðrik Eyf jörð svo við i bassanum. Ivar Helgason, Þorst. Helgason og ég. Það er svo einkennilegt, að það var dálltið neyðarlegt, sem kom öllum saman. Það stóð til einu sinni, en það fórst einhvern veg- inn fyrir, svo að mynd er engin til. En það var reglulega gaman að taka þátt i þessu, þó að ég geri ráð fyrir, að þetta hafi verið upp og ofan. Að láta hvislara slá sig út — Frá þessum timum hlýturðu að eiga skemmtilegar endur- minningar. Kom ekki eitthvað fyrir, sem þu brosir að i dag? — Jú, það kom stundum ýmis- legt smáskritið fyrir. Það henti okkur Sveinbjörn að syngja stundum á stjdrnmálafundum og svoleiðis samkomum. Ég man, að viö sungum einu sinni i Keflavik, og það voru fleiri skemmtiatriði þar. Meðal annars sungu þeir dú- etta Arni frá Múla og Pétur Jóns- son, óperusöngvari, feiknarlegir raddmenn og ósviknir söngvarar. Svo skeður það, að það er klappað meira fyrir okkur en þeim, af þvi náttUruíega að þetta var svona léttara hjá okkur, og þá heyrum við inn á sviðið, að annar söngvarinn segir Uti i tjöldunum: „Helvlti er það hart að láta svona hvislara slá sig Ut!" Já, við sung- um viða, við Sveinbjörn, og það var dálitið neyéarlegt, sem kom einu sinni fyrir. Við vorum að syngja i tjaldi austur á Rangár- bökkum, og það var nU ekkert sérstakur hljómburöur, eins og þu getur imyndað þér, moldin Framhald á bls. 31 Blástakkatrfóið: Sveinn Björnsson, Gunnar Asgeirsson og Ólafur Bein- teinsson. ..^MtfðiHÍ Vel búnir ferðagarpar. Myndin er tekin þegar þeir Sveinbjörn og Ólaf- ur komu úr siðasta söngferðalagi slnu, en þá höfðu þeir verið að skemmta norður I Kollafirði i Strandasýslu. Þetta var sumarið 1944. Hér eru þeir Blástakkar vafalaust að syngja um hana Pálinu, enda uppábúnir á grlmuballi. '...-. ' i .- '*'-¦"' ¦. ¦''. ..'.'; ' '- ¦"- .".'.:-.....; " ¦ '" ^" "' ">-...¦- ¦ .... -. . •¦..-.-.,... -¦--;. ¦¦¦¦¦.¦¦ ....... Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.