Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN 31 BARDAGA- AÐFERÐIR í SKÚMA- BYGGÐUNUM SKÚMARNIR eru harðskeyttir fuglar. Þeir eru harðsviraöir landsetar, sem gera örðum fugl- um þungar búsifjar um það leyti árs, er ómegðin krefst mikilla að- drátta, og hremma þá bæðí egg og unga, þar sem þeir komast I færi. Þeir verja byggðir sinar og bú af hugprýði og hörku, og þeir heyja sennur innbyrðis, þegar svo vill verkast. Skúmástofninn er ekki stór, og varplönd eru aðeins i fáum lönd- um. Hér á landi eru sumarbyggð- ir hans einkum á söndum og við árósa á suðurströndinni, einkum i Skaftafellssýslu, en auk þess er skúmabyggð við ósa Jökulsár i öxarfirði. Margir vegfarendur hafa vafalaust komizt i kynni við skúmana i Skaftafellssýslu til dæmis við þjóðveginn um Breiða- merkursand, og vita skil á þvi, hversu harðfengilega þeir reka burtuóboðna gesti, sem hætta sér inn á þau svæði, er þeir hafa helg- aö sér. Um þetta leyti munu vera frek- lega tveir mánuðir, þar til skum- arnir fara að vitja sumarbyggða sinna, þar sem þeir vinast og taka að undirbúa búskapinn . Og i þvi umstangi öllu er einmitt hætt við, að ýmsar hrebur fylgi, ef að vanda lætur. bá er ýmsum her- brögðum beitt, eins og gengur og gerist i striði, og höfum við orðiö okkur Uti um röð mynda, sem sýnír einn þátt sóknar og varnar i skumabyggð. Myndirnar voru þó ekki teknar austur á Breiðamerk- ursandi eða norður i Oxarfírði, heldur á Mykinesi i Færeyjum, þar sem skumar halda enn velli, þótt um tima væru einna helzt horfur á þvi. að skúmabyggðin þar færi i eyði. Sviptingar eru mestar i skúma- byggðinni, þá barizt er til ásta og landa. Upphefst þá oft mikill eltingaleikur, arásir og gagn- árásir. Skúmar i uppnami steypa sér i sóknarhug yfir aðra, sem sitja einir sér á þúfu, og jafnvel þótt brúðhjón séu, nýbúin að ját- ast hvort óðru. En það er enginn leikur að mynda þetta, þvi að skúmur i bardagahug er hraðfleygur, svo að margt gerist svo að segja i senn, og sa, sem fyrir árás verð- ur, á ekki annars kost en bregða hart við, ef hann á ekki að lúta i lægra haldi, þegar i fyrstu lotu. Ætlunarverkið var að mynda árás aðvifandi fugls, sem steypir sér yfir annan er situr á jörðu niðri —og svo varnir hans. Mynd- irnar sýna sjálfar, hvernig þetta hefur tekizt. A efstu myndinni kúrir skúmur igrasi á jörðu niðri, en þann, sem árásina gerir, ber ótt að. Arásar- fuglinn ætlar að beita fótunum i bardaganum, en hinn varpar sér á siðustu stundu aftur yfir sig, á bakið, breiðir út vængina til þess að skorða sig á jörðinni, og ber einnig fyrir sig fæturna. Þriðja myndin sýnir, að nú hefst snörp, en skammvinn viðureign. Það er barizt með fótunum, og sá sem á jörðinni liggur, þrýstir vængjun- um og stélinu svo fast niður, að biikurinn lyftist upp um nokkra sentimetra. Báðir beita sér sem þeir mega, þvi að við liggur vald þeirra og virðing i skúmabyggð- inni og sá landskiki er þeir hafa hug &. A fjórðu myndinni sést, er árásarfuglinn flögrar frá, en hinn liggur enn a bakinu i grasinu með þanda vængi. Á fimmtu og siðustu myndinni er árásarfuglinn i þann veginn ab tylla sér niður til þess að i huga, hvort hann eigi að gera aðra atrennu i von um sigur. En hinn fuglinn hefur reist sig og baöar vængjunum á ögrandi hátt, við öllu búinn. Hann hefur varizt svo vel, að sjálfstraust hans hefur aukizt, að þvi er geta má sér til. Þessar myndir eru teknar á einum hundraðasta úr sekúndu, og sá, sem það gerði, heitir Oluf Paris. Okkur er ekki kunnugt, hvort viðlika myndir hafa verið teknar hér á landi. En ekki er að efa að bardagarnir eru þreyttir af sömu iþrótt og haröfylgi, hvort heldur er á Mykinesi eða söndun- um á suðurströnd lslands. Manstu fyrir neðan og tjaldið fyrir ofan. En svo gerist það, að i einu rómantiskasta laginu fer hundur að spangóla fyrir utan og yfir- gnæfir söngvarana! — Já, það er svo sem margs að minnast. Einu sinni sungum við Kling Klang suður i Hafnarfirði, og við keypt- um pianó fyrir þennan konsert og fluttum það á vörubilspalli suður i Fjörð. En það var eins ogtt, að við prófubum hljóðfærið þegar suður kom,þviað það var lOstiga frost, og pianóið kolféll, svo að við urð- um að fá stillingarmann i græn- um hvelli til að laga það! Það var lika suður i Hafnarfirði, sem við áttum að syngja, Kling Klang, já, það var vist i Birninum, sem var vinsæll veitingastaður þá og dansstaður.maður. Mikið dansað I Birninum fyrir svona 40 árum. Nú, ég kom með gitarinn, og það var eins gott, þvi að hinir höfðu gleymt þessu og ég var sem sagt einn, með gitarinn. Það var sko ekkert grin! — Ja, þii sagðir, að þú hefðir hætt mikið til, þegar þú giftir þig. Er konan þin kannski andvig söngskemmtunum? — Nei, það er nú eitthvað ann- að, og við sungum meira að segja saman um skeið, en þú verður að athuga, ab þab fór ekki nógu vel saman, þvi að ég er bara venju- legur raulari, en hún er „alvöru söngkona". Og þá komst ég að þvi, að eigin- kona Olafs Beinteinssonar er eng- in önnur en söngkonan Sigurveig Hjaltesteð, sem sungið hefur sig inn i hjörtu þjóðarinnar með stór- kostlegri túlkun a fjölbreytileg- ustu verkum. En um hana gefst vonandi timi til að fjalla sérstak- lega siðar i þáttum þessum, þvi að hún á sér glæsilegan vinsælda- sess meðal okkar, sem höfum yndi af söng. Það var skemmtileg dagstund, sem við Ólaf- ur Beiuteinsson áttum saman, meðan við röbbuðum um gamla daga, alltof stutt stund i rauninni, þvi að sannar- lega er það margt, sem drifið hefur á daga stráksins af Vesturgöt- unni, sem arkaði með gamla gitarinn hennar mömmu sinnar upp á sviðið i Gúttó fyrir rúm- um f jörutiu árum og hóf þar með eftirminnilegan feril, sem sagt hefur verið hér frá að nokkru. Auglýsið í Tímanum U|kTAML/iI filUllK ¦%& MALLORKA Hvers vegna meö SÞUNNU TIL Mallorka? Vegna þess að Sunna hefur 16 ára reynslu i Mall- orkaferöum. Frábærar baöstrendur. Fyrsta flokks hótel og ibúðir. Eigin skrifstofa Sunnu með íslenzku starfsfólki. Verk frá kr. 33.800.- COSTA DEL SOL Veljiö páskaferð Sunnu til Costa del Sol, og fjöl- breytt skemmtun i hálfan mánuð er tryggð. Allir gististaðir Sunnu eru I hinni glaðværu Torre- molinos. Eigin skrifstofa Sunnu með fslenzku starfsfólki. Verö frá kr. 33.800.- AUSTURRIKI — Nýjung — Páskaferð Sunnu til Austurrfkis. Njótið lílsins með glaðværum Ibúum Zell am See. Fagurt útsýni, snjór i fjöllum, aö ógleymdum hlýlegum bjórkjöllurum, sem öllum standa opnir eftir að skyggja tekur. islenzkur fararstjóri tryggir góða þjónustu. Verð frá kr. 46.700,- FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækjargötu 2 símar 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.