Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 2. marz 1975 RITHOFUNDAR EIG EKKI AÐ EINANGR^ — Er Skagafjörður fallegt hér- ao, Indriöi? ÞU spyrö mig um Skagafjörð. Vfst er hann fallegt hérað. En við þurfum ekki annað en koma aust- ur undir Eyjafjöll til að sjá fallegt héraö. ViöDjUp er lika fallegt. Og ég man ekki betur en fallegt væri i Axarfirðinum, þegar ég var þar i símavinnu forðum daga. Þannig á Skagafjörðurinn i harðri samkeppni, sem okkur Skagfiröingum er holl. í útlönd- um þarf hann hins vegar ekki að keppa við neitt, varla þessar stóru sléttur. Vallhólmurinn sér fyrir þvi. En Skagaf jöröur er ekki einvörðungu fallegur vegna landslags sins. Hann hefur orðið fallegur af fólki sinu og sögu, og svo mun um flesta átthaga. Slika átthagafegurð skilja þeir ekki, sem aka I bifreiðinni þvert yfir eða langsum eftir einu héraði. Hérað ér svo miklu meira en það, sem mætir auganu. Þaö er stundum gert litið Ur próvinsunni (sveitinni) og þeim, sem hugsa hlýtt til hennar, eink- um hafi menn komið við i skandi- naviskum kotrlkjum eöa tyllt sér niður á brautarstöð i Paris. Eftir það halda menn að mykjuþefur- inn sé endanlega horfinn Ur nös- um þeirra. Baráttan gegn þessum imyndaða þef er háð með einhliða uppfræðslu i æðri skólum, eins og menntaskólum, svo og háskólan- um. En próvinsan er lika i þess- um stofnunum, án fegurðar og þokka viðáttunnar. HUn kemur fram i öfgafullu pólitisku mati, og hún birtist i róttækum meinlokum hjá háskólafólki, sem gengur fUs- lega undir ok dagskipunarlistar, og ber öll einkenni lokaðrar ver- aldar, þar sem samgöngurnar vantar. Solsenitsjin mundi strax kannast við sig i bókmenntatím- um f háskólanum. Svona einfalt er þetta. En þetta er ekki til umræöu. Vorum við ekki að tala um fallegt hérað? Ég ætla að skýra þetta frekar með fólkið sem býr i hér- aöinu. Það er auðvitað hluti af þeirri tilfinningu, sem maður ber til héraðs. Ég er ekki endilega að tala um ættmennin, heldur lfka það fólk, sem átti sér einstaka sögu i héraðinu. Eða hvað finnst „Þú lifir þegar þú ert ungur. Seinna finnurðu hvað þú hefur lifað, og það er þá, sem þetta kemur allt aftur upp i hugann og býr um sig i fallegri birtu". — ,,Það fór ógurlegur tilfinn- ingastormur um mann, þegar Skúlaskeið bar fyrst fyrir augu, Ingjaldur i Hergilsey var lika mikið kvæði...." — Svo segir höfundur Blástar- ar og Sjötiu og niu af stöðinni meðal margs annars i þessu viðtali. Og svo nátengdur er Indriði G. Þorsteinsson æskustöðvum sinum i Skagafirði, að undirrituðum fannst einhvern veginn ekki annað koma til mála en að hef ja viðræðuna með þvi að spyrja um fegurð þess mikla héraðs, sem mörgum hefur þótt skina við sólu öðrum sveitum betur. A timum Lands og sona.Verið aö leggja upp f veiðiferð I Arnarvatnsiæk á Vatnsskarði frá Fjalli I Sæmundarhlfð. Ljósm: Har. Pétursson. y----------------------------------------------------------------------------------------------------v Rætt við Indriða G. Þorsteinsson um bernsku hans í Skagafirði, bækur, sem hann hefur skrif að og margt f leira þér um Miðfjörð, þar sem „brá- máni skein brilna/ brims und ljósum himni". Miðfjörður er ekki endilega undirlendi og hlið- ar. Hann er lika Steingerður i GnUpsdal og Kormákur skáld. En hér i hundrað þúsund manna bæ eru áreiðanlega til manneskjur sem álita að þetta sé próvinsa af þvi það gerðist I Miðfirði og af þvi það snerti aldrei fóstureyðingar eða upptökuheimilið I Kópavogi eða skort á barnaheimilum i Breiðholti, hvað þá frían sima handa þeim sem hafa undir sextiu þUsund krónum i mánaðarlaun. JU, Skagafjörður er fallegt hér- að. Hann er hluti af æskusólskini minu, æskuvorum og æskulækj- um með silungsbröndum, auk þess samsafn manna og kvenna, sem skópu hlýjan heim löngu áð- ur en maður kynntist kuldanum fyrir utan. Liklegast hefur þetta fólk æskudaganna verið eins og annað fólk hvarvetna i heiminum, en fyrir mér eru þetta söguper- sónur, af því ég kynntist þvi i friði fyrir hleypidómum og hátri. Ég kynntist þvl einfaldlega áður en augu min fóru að eldast. Daginn eftir höfðu ferginið og störin f engið annan lit — Varstu ungur þegar þú upp- götvaðir þetta um Skagafjörö? — Nei. ÞU lifir þegar þU ert ungur. Seinna finnuröu hvað þU hefur lifað, og það er þá, sem petta kemur allt aftur upp I hug- ann og býr um sig i fallegri birtu. Þessu er alveg eins variö með Akureyri. Ég fluttist þangað þrettán ára, og fyrstu árin átti ég heima I Norðurgötu 15, sem er tvi lyft timburhUs, járnklætt. Ég kem aldrei svo til Akureyrar, að ég íái mér ekki göngutur framhjá þessu hUsi og alveg Ut að horninu, þar sem MariutUnið byrjaði. Það heitir vist Eiðsvöllur nUna. Ég hefði viljað þeir köliuöu það MarlutUn áfram. Eftir tvö hundr- uð ár hefðu veriö skrif aðar lærðar greinar um aö tUnið hét i höfuðið á Mariu guðsmóður. Og kannski var það svo. Norðurgatan er lika fallegt hér- að fyrir þá sem einu sinni hafa unað sér þar. Fólkið er lfka hluti af ágæti hennar og landslagi, al- veg eins og I Skagafirði. Það hefur lika orðið mér til hjálpar I bók, eins og margir Skagfirðing- ar. En mér fannst Norðurgatan ekki falleg fyrr en siðar — þegar ég var farinn þaðan. Ég.hef bUið viö nokkrar götur I Reykjavlk, m.a. I Garðastræti 19. Mér finnst Garðastræti fallegt. Ég held ég hafi einhverntima skrifað eitt- hvað um það. Ég man i svipinn staði, sem einnig voru fallegir. Svo er um klettasnös norðanvert við Golden Gate-brUna hjá San Fransisco, þar sem menn höfðu komið upp veitingastað i sambýli við nokkra seli, garðinn fyrir framan Hótel Ritz I Nice á frönsku Rivierunni, og vötnum prýddan hvfldarstað skammt frá Shanghai. En ég ég held ég muni aldrei skrifa neitt frá þessum stöðum. Sá er munurinn. — Hvað heldur þú aö það hafi verið i umhverfi þinu, sem fyrst hreif huga þinn? — NU veit ég ökki. Ég fletti ó- Eftir komuna til Akureyrar. Ljósm: Rasmussen. Nokkru cftir útkomu Sjötiu og nlu af stöðinni bjó Gisli Halldórsson söguna til útvarpsflutnings. Höf- undur og leikstjóri sitja á tali um verkið hjá gömlu Iðnó. A sæluviku: Talið frá vinstri, Pétur Hannesson, Indriði, Guttormur óskar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.