Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN 39 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla ekki vera óróleg, þvi að hann skyldi taka málið i sinar hendur og hugleiða það nótt og dag og upplýsa það og sanna að Silas frændi væri saklaus. Hún var fjarska kær- leiksrik við hann og þakkaði honum og sagði, að hún vissi, að hann mundi gera allt, sem i hans valdi stæði. Hún bað okkur að hjálpa Benný og gæta bús og barna. Þá gátum við ekki stillt okkur um að fara að gráta öll saman. Og siðan gengum við aft- ur heim en hún varð eftir, þvi að hún ætlaði að búa hjá konu fangavarðarins, þar til málið yrði tekið fyrir eftir mánuð. Fjórtándi kafli Þetta varð erfiður mánuður fyrir okkur öll. Vesalings Benný herti upp hugann eins vel og hún gat, og við Tumi reyndum að vera eins kátir og við gátum til þess að fjörga upp heimilið. En það bar engan árangur, þó að við værum að reyna það. Eins var það i fang- elsinu. Við fórum þangað á hverjum degi til þess að heilsa upp á þau gömlu hjón- in, en þar var ákaf- lega dauflegt. Silas frændi svaf illa á nótt- unni og gekk mikið i svefni. Hann var far- inn að verða þreytu- legur og veiklulegur i útliti og virtist helzt vera i þann veginn að 0 Neyðaróp geti enn risið á legg, þrátt fyrir það menningarmorð, sem drýgt hefur verið. Danski kærastinn Þannig tala þrir ungir náms- menn frá Grænlandi. Og vissu- lega hafa þeir sökkt sér meira niður i það, sem þeir tala um, heldur en þorri Grænlendinga. En verulegur hluti ungu kynslóðar- innar er þeim sammála um þá auðmýkingu og útskúfun, sem bitnar á öllu grænlenzku. Við tök- um til dæmis tali unga stúlku, grænlenzka, sem sett hefur verið á uppeldisstofnun i Kaupmanna- höfn. — Ég trúlofaðist Dana heima á Grænlandi, segir hún, og ég varð vanfær. En svo fór hann allt i einu til Danmerkur, og ég fór á eftir honum, af þvi að við vorum að eignast barn. En þegar ég kom hingað til Kaupmannahafnar, skellti hann hurðinni á mig og læsti. Hann bannaði mér að stiga fæti inn fyr- ir sinar dyr og bar þvi við, að ég væri grænlenzk, og hann vildi ekki neitt barn, sem ég æli af mér. Ég mátti ekki heldur segja fólki hans, að ég væri vanfær eftir hann, þvi að hann ætlaði að eiga danska stúlku. Ég átti samt barnið, en fékk hvergi húsaskjól, og svo tóku yfirvöldin barnið mitt og settu það á barnaheimili. Nú er ég sjálf sjúk af ofdrykkju. Þessi frásögn er dæmigerð um það, hvernig fer fyrir grænlenzk- um stúlkum i Kaupmannahöfn. Þær koma ungar kornungar til Danmerkur og hafa heima á Grænlandi verið i kunningsskap við danska menn, sem siðan hafa svikið þær. Þegar til Kaup- mannahafnar kemur, vill enginn heyra þær né sjá, og þá er þess ekki langt að biða, að þær fari i hundana i stórborginni. Og þvi miður eru þær æ fleiri, græn- lenzku stúlkurnar, sem leita til Danmerkur og lenda þar á hrak- hólum með verstu afleiðingum. Nokkurs konar villibráð Það er enginn leikur fyrir grænlenzka stúlku að sigla á milli skers og báru i Danmörku. Ung stúlka, sem stundar þar nám, segir svo frá: — Einu sinni rak ég til dæmis frá mér danskan náunga, sem gerzt hafði áleitinn. Hann var ofsareiður og hrópaði á eftir mér: Þetta er meira en þú getur leyft þér, gæsin þin. En þú ert auðvitað veik — þið eruð það allar. Ég veit vel, að ekki verða allir dæmdir eftir þessum manni, sið- ur en svo.En eitthvern vott af þvi viðhorfi, sem hann hirti ekki um að dylja, finnur maður daglega. Við erum hér eins og nokkurs konar veiðibráð, sem engin friðunarlög ná til, og það eru eng- in takmörk fyrir þeirri fyndni um kynsjúkdóma og dælutækni, sem við getum ekki komizt hjá að heyra. Það er illt að vera Græn- lendingur i Danmörku, en verst af öllu er þó að vera grænlenzk stúlka. I fjarlægð við heimkynni sitt Sumum ungu stúlknanna, sem eiga að menntast i Danmörku, kemur Grænlandsmálaráðuneyt- ið fyrir á dönskum heimilum, og markmiðið kvað vera að kynna þessum stúlkum danskt fjöl- skyldulif og danska heimilis- stjórn. Grænlandsmálaráðuneyt- ið ákveður launin, sem eru langt neðan við það, sem danskar stúlkur myndu fá fyrir svipaða vinnu. Núka, sem nú er i Kaup- mannahöfn upp á þessi býti, kemst svo að orði: — Það er eitt, sem ég skil ekki. A Grænlandi fá Danir hærri laun en heimamenn, og okkur sagt, að það sé af þvi, að þeir séu svo fjarri heimkynni sinu. Ég er lika fjarri heimkynni minu, þegar ég er sett i vinnu i Kaupmannahöfn, og þess vegna hélt ég, að ég fengi hærra kaup en danskar stúlkur. En þegar til kastanna kemur, eru mér borgaðar fimm hundruð krónur danskar á mánuði, en dösnkum stúlkum er ekki boðið minna en átta hundruð krónur. Engin töfraráð til Hvað segir svo Grænlands- málaráðuneytið um hinar þungu ásakanir, sem ungir Græn- lendingar bera fram? Þeir Ottó Jensen skrifstofu- stjóri og Nis Ley, deildarstjóri i grænlenzku félagsmáladeildinni, viðurkenna báðir, að Græn- lendingar séu i mikilli þjóðfélags- legri kreppu. En þeir bæta þvi við, að engin töfraráð séu til. — Við fylgjumst með ungum Grænlendingum, sem hingað koma til náms, og reynum að hjálpa þeim. Þeir eru um sex hundruð. Aftur á móti berum við enga ábyrgð á þeim, sem koma hingað að sinu eigin frumkvæði og á sinn kostnað, segir Ottó Jensen. Það er rétt, að draga mætti úr sumum vandkvæðanna með betri skólum og meiri menntunarmöguleikum heima á Grænlandi. En þar kemur til kasta fjárveitingavalsins og þeirra, sem stefnuna marka. Nú er i ráði að koma á kennslu i félags- og uppeldisfræði á Græn- landi og stofna þar verknáms- skóla. Lis Ney deildarstjóri sagði um þann forgangsrétt Dana á Græn- landi—er vekur hvað mesta reiði ungu kynslóðarinnar: — Við reynum svo sannarlega að skipa Grænlendinga i allar þær stöður, þar sem þeir koma til greina. En það er ekkert leyndar- mál, að menn þurfa talsverða þjálfun i starfi, ef þeir eiga að valda sumum þessara verkefna. Hugsum okkur til dæmis, að við gerðum þá tilraun að segja við Grænlendinga: Þið hafið hálft ár til stefnu til þess að kynna ykkur, hvers þarf með, og svo takið þið við öllu i úmanak. Ég býst við, að þess yrði ekki langt að biða, að þeir leituðu ásjár hjá okkur á ný. Fyrst af öllu held ég, að þeir vildu fá rafveitustjórann aftur. Hitt er svo min sannfæring, að Danir á Grænlandi eigi að ganga fyrir að- komumönnum. — Ég skil vel þessa ungu Græn- lendinga, sem nú eru fullir af uppreisnarhug, sagði Lis Ney enn fremur. Sjálfur er ég Suður-Jóti, og ég hef stundum verið fullur af hatri og beiskju i garð Þjóðverja. — Úr þvi að Grænlendingar sætta sig ekki við þetta danska fóstur, geta þeir ekki heldur vænzt þess, að við þjónum þeim, segir Ottó Jensen. — Danirnir haga sér i einu og öllu eins og þeir eigi að ráða yfir okkur, segja Grænlendingarnir ungu. Okkur er stjórnað i stóru og smáu, og við getum i raun engu ráðið sjálfir. Og Danir liðsinna okkur ekki nema á meðan við hlýðum. Það segir til dæmis sina sögu, að við hér i Charlottenlund gátum ekkert liðsinni fengið til þess að flytja hér i sambýli vegna þess, að það var ekki samhljóða einhverjum reglugerðarákvæð- um. Hefðum við i þess stað kosið að búa hver i sinu herbergi i heimavist meðal danskra nem- enda, hefðum við fengið peninga orðalaust, enda þótt danska rikið hefði þá meiri kostnað af okkur. PÓSTUR OG SÍMI Staða viðskipta- f ræðings hjá Póstgiróstofunni er laus til um- sóknar. Nánari upplýsingar verða veittar hjá forstöðumanni póstgiróstof- unnar og hjá starfsmannadeild. liiiiifi Rangæingar - spilakeppni Framsóknarfélag Rangæinga efnir til þriggja kvölda spila- keppni, sem hefst i Félagsheimilinu á Hvoli sunnudagisnn 2. marz kl. 21, stundvislega. Góð verðlaun. Vilhjálmur Hjálmars- son, menntamálaráðherra flytur ávarp. Stjórnin. Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins AAarz-námskeið hefst laugardaginn 8. marz kl. 1.30 og lýkur sunnudaginn 16. Flutt verða erindi um fundarsköp og ræðumennsku og haldnar málfundaæfingar. Erindi um þjóðmál flytja: Vilhjálmur Hjálmarsson, Þráinn Valdimarsson, Tórnas Arnason, Þórarinn Þórarinsson auk ieiðbeinanda. 1 hringborðsumræðum taka þátt: Ólafur Jóhannesson, Einar Ágústsson, llalldór E. Sigurðsson, Steingrimur Hermannsson. Leiðbeinandi verður Jón Sigurðsson. Hafið samband við skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðar- árstig 18, s. 24480, en þar verður námskeiðið haldið. »§ . . . ■ \ wííbtZsi Austur- Skaftafellssýslc Arshátið Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga verður haldin að Hótel Höfn Hornafirði, laugardaginn 8. marz. Avörp flytja: Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Halldór Ásgrimsson alþingismaður. Nánar auglýst siðar. Ólafur Jóliannesson Einar Agústsson Sveinn Jónsson FUF í Reykjavík boðar til almenns stjórnmálafundar: Hvað er framundan í efnahagsmálum? FUF i Reykjavik heldur almennan stjórnmálafund að Hótel Esju miðvikudaginn 5. niarz n.k. klukkan 20. Fundarefni; Hvað er framundan i efnahagsmálum? Stuttar framsöguræður flytja ráðherrarnir Ólafur Jóhannesson og Einar Agústsson, sem siðan munu svara spurningum fundarmanna. Fundarstjóri Sveinn Jónsson, formaður FUF i Reykjavik. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21, sunnud. 2. marz kl. 16. öllum heimill aðgangur, meðan húsrúm leyfir. Félag framsóknar kvenna í Reykjavík Fundur verður að Hallveigarstöðum fimmtudaginn 6. marz n.k. Fundarefni: Sigriður Thorlacius form. Kvenfélagasambands ís- lands flytur erindi: Hugleiðingar i tilefni af kvennaárinu og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir bæjarfulltrúi i Hafnarfirði segir frá Alþingi. Freyjukonur og Hörpukonur eru velkomnar á fund- inn. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.