Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 28
'28 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Ibúð fræðimanns i húsi Jóns Sigurðssonar i Kaupmanna- höfn er laus til ibúðar 1. september næst- komandi. Fræðimönnum eða visindamönnum, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að visindaverkefnum i Kaupmannahöfn, er heimilt að sækja um afnotarétt af ibúð- inni. íbúðinni, sem i eru fimm herbergi, fylgir allur nauðsynlegasti heimilisbúnað- ur, og er hún látin i té endurgjaldslaust. Dvalartimi i ibúðinni skal eigi vera skemmri en þrir mánuðir og lengstur 12 mánuðir. Umsóknir um ibúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köben- havn V, eigi siðar en 1. júni næstkomandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir til- gangi með dvöl sinni i Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skaí tekið fram, hvenær og hve lengi er óskað eftir ibúðinni, og fjölskyldustærðar um- sækjanda. Æskilegt er, að umsókninni fylgi umsögn sérfróðs manns um fræðistörf umsækj- anda. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar. Lyfjatækniskóli r Islands auglýsir inntöku nema til þriggja ára náms við skólann. Inntökuskilyrði eru gagnfræðapróf eða hliðstæð próf. Umsóknir um skólavist skal senda skóla- stjóra Lyfjatæknaskóla íslands, Hamra- hlið 17, fyrir 30. júni 1975. Umsókninni skal fylgja.: 1. Staðfest afrit af prófsklrteini 2. Almennt læknisvottorð . 3. Vottorð samkv. 36. gr. lyfsölulaga (berklaskoðun) 4. Sakavottorð 5. Meðmæli (vinnuveitanda og/eða skólastjóra) Skólastjórn er heimilt að stytta námstima væntanlegra nema, sem þegar hafa lokið verknámi i lyf jabúð eða lyf jagerð og nám- skeiði fyrir starfsfólk i lyfjabúðum. Próf og löggilding slikra nema verður i siðasta sinn árið 1976. Þeir aðilar, sem ætla að notfæra sér þetta, geta leitað til skólastjóra skólans, sem veitir frekari upplýsingar. 25. april 1975 Skólastjóri. Góð bújörð óskast óska eftir að kaupa góða bújörð ásamt bústofni ef mögulegt er. Æskilegur afhendingartimi seint á næsta ári. Vinsamlegast sendið upplýsingar til Timans fyrir 11. júni, merkt 1589. sPring DYNUR KM-springdýnur Framleiðum nýjar spfingdýn- ur, einnig eins og tveggja manna rúm — Gerum við notaðar springdýnur sam- dægurs. Helluhrauni 20 Opið til 7 alla Hafnarfirði virka daga. Sími 5-30-44 Hækkun á bótum almannatrygginga HALLDORAsgrlmsson (F) mælti I fyrradag fyrir áliti meirihluta fjárhags-og viðskiptanefndar efri deildar um breytingartillögur við frumvarp ríkisstjórnarinnar um staðfestingu á bráðabirgðalögum. um launajöfnunarbætur. Samkvæmt þeim hækka bætur almannatrygginga um 9%. Tekjutrygging einstaklinga hækkar um 45.9% og tekjutrygg- ing hjóna hækkar um 37%. Fjöl- skyldubætur verða 20 þiis. kr. á ári með barni. Hér á eftir fer nefndarálit meirihlutans ásamt skýringum: Nefndin hefur rætt málið á nokkrum fundum sinum. Nefnd- armenn urðu ekki sammála um afgreiðslu málsins. Meiri hluti nefndarinnar leggur til, að frv. verði samþykkt með þeim breytingartillögum, sem hann flytur á þskj. 620, en minni- hlutinn skilar séráliti. Jón G. Sól- nes var fjarverandi afgreiðslu málsins. I 5. gr. bráðabirgðalaga frá 24. sept 1974, er ákvæði þess efnis, að launajöfnunarbætur ^kuli teknar til endurskoðunar, /fari visitala fram úr 358 stigum' á gildistima þeirra laga. Aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um upphæð láglaunabóta og koma þær bætur til viðbótar þeim láglaunabótum, sem voru á- kveðnar I bráðabirgðalögum frá 24. sept. 1974. Nefndin gerir tillögu um hækk-, un bóta almannatrygginga og kemur sú hækkun til viðbótar þeirri hækkun, sem var ákveðin i áðurnefndum bráðabirgðalögum. Nýtt þurrka tímabil í Afríku eftir 30 ár? Löndin á þurrkasvæðinu i Afrlku eru nú að ná sér eftir sex ára samfellda þurrka. En þótt rætzt hafi úr i bili, er langt i frá, að allur vandi sé leystur, sér- fræðingar eru samdóma um, að verði ekki aðgert megi búast við sllku þurrkatimabili á ný eftir þrjátiu ár eða þar um bil. bess vegna er það skoðun þeirra, að nú verði að bregðast skjótt við og gera viðeigandi fáðstafanir sem að gagni mega koma. Stjórnunarráð þróunar- áætlunar Sameinuðu þjóðanna mun ræða skýrslu þessara sér- fræðinga nú fljótlega, en I henni segir, að gera verði áveitukerfi, skipuleggja landbúnað og bithaga betur en gert hafi verið fram til þessa dags, og ennfremur verði að koma á á þessu svæði betri samgöngum og bæta fjarskipti til mikilla muna. Þeir leggja áherzlu á, að allt verði þetta að gerast i senn. Þótt ástandið i þessum löndum hafi batnað til mikilla muna við það, að þar byrjaði að rigna með eðlilegum hætti að nýju, er þó langt frá þvi að öll vandamál séu leyst, og rfkisstjórnir þeirra sjö landa, sem hér eiga einkum hlut að máli þurfa nú að glima við vandasöm verkefni. Nauðsynlegt mun reynast enn um sinn að halda áfram umfangs- miklu hjalparstarfi i þágu ibúa þessara landa. Þannig hefur Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna nýlega gert grein fyrir tveggja ára áætlun um aðstoð við börn og mæður i þessum löndum. Samtals mun Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna verja tólf milljónum Bandarikjadala i þessu skyni, og hafa þegar fengizt loforð fyrir helmingi þeirrar upphæðar frá rikisstjórnum ýmissa landa. Aðstoð Barna- hjálparinnar hefur einkum beinzt að því að utvega lyf og ómengað drykkjarvatn. Samkvæmt tillögu nefndarinn- ar hækka bætur samkvæmt lög- um um almannatryggingar, aðr- ar en fjölskyldubætur, fæðingar- styrkur og tekjutrygging, um 9%. Hækkun tekjutryggingar og skeröingarhlutfall vegna annarra tekna eru skýrð á fylgiskjali I með nefndaráliti. A fylkiskjali II er áætlaður sá kostnaðarauki, er hækkunin veld- ur. í breytingartillögum nefndar- innar eru tillögur um greiðslur láglaunabóta til bænda og verka- fólks þeirra. Greiðslur til bænda hafa enn ekki verið inntar af hendi, en skulu nii greiddar I samræmi við tillögur þessar. Enn fremur er gerð tillaga um útlán og lánskjör fjárfestingarlána- sjóða. t framsögu verður gerð nánari grein fyrir þeim breytingartillög- um, sem meirihlutinn, undirrit- aðir nefndarmenn, flytur. Alþingi, 9. mai 1975. Halldór Asgrlmsson, form., frsm. Axel Jónsson, fundaskr. Albert Guðmundsson. Ólafur ólafsson. Dæmi um hækkun tekji FjárhæSir i þús. itryggingar. kr. Núglldandt bótafjárbæSir Elmt. HJón Bótafjárbæolr fré Vt skv. frv. ¦ ' Einst. HJón Hœkkun Elnst. % HJÓn 100.1 96.7 256.8 288.2 174.1 462.3 174.5 141.1 315.6 314.1 238.6 552.7 9.0 45.9,.-,, 22.5 9.0 37.0 3. Tekjutryggingarmark = lágmarkstekjur(l.-|-2.) 19.6 4. Tekjutrygging óskert a8 .. 5. Hámarkstekjur án skerð- 41.3 298.1 74.3 536.6 45.0 360.6 81.0 633,7 '; 9.0" ' 2i :o 9.0 . 18.1 6. Tekjutr. skert aS % vi8 .. 7. Heildartekjur viS tekjutr. 166.5 299.7 64p.9 216.1 437.6 370.2 763.8 29.8 22.0. 23)5 8. Tekjutr. fullskert vi8 ___ 9. Heildartekjur vi8 fullskerta 229.1 389.2 412.4 700.6 301.6 476.1 514.9 829.0 31.6 22.3 : 24.9 18.3 10. SkerSingarhlutfall ....... . 51.5% 51.5% 55% 55% ¦. .¦':, . !,. Fylgiskjal II. Áætlaður kostnaðarauki vegna breytinga bótafjárhæða skv. 6. og 7. gr.' ' ..: * ' ':. .-'1' 6. gr. Kostnaðarauki, m.kr. A heliu árl 1975 Hækkun lifeyrisbóta .................................. 420 . .. ., 315 (þar af hækkun elli- og örorkulifeyris) .............. (320) (240) Hækkun sjúkratrygginga.............................. 35 26 Samtals 455 7. gr. Hækkun tekjutryggingar vegna iaunajöfnunarbóta ........ 280 Hækkun tekjutryggingar vegna skattafslátts .............. 210 336 210 210 Samtals 490 420 Flugleiðir eignaraðilar að Kynnisferðum s.f. Gsal-Reykjavik — Flugleiðirhafa gerzt eignaraðilar að Kynnis- ferðum sf. og var . formlega gengið frá þvi á framhaldsaðal- fundi Kynnisferða s.f. fyrir ör- fáum dögum. Eins og kunnugt er, hefur fyrir- tækið annast dagsferðir með ferðafólki um Reykjavík og ná- grenni og um Suðurlandsundir- lendið, en það var stofnað árið 1968. Kynnisferðir eru sam- eignarfélag, sem heldur uppi útsýnisferðum allan ársins hring og er sú þjónusta mikið notuð, t.d. af viðdvalarfarþegum Loft- leiða. Eigendur Kynnisferða s.f. eru Ferðaskrifstofa rikisins, Ferða- skrifstofan Sunna, Flugleiðir hf. Ferðaskrifstofa Zöega, Ferða- skrifstofan Útsýn og Ferðaskrif- stofan úrval. Afgreiðsla fyrir- tækisins er I Hótel Loftleiðum. Fulltriíar eigenda Kynnisferöa s.f., ásamt starfsmanni fyrír- tækisins, t.f.v. (aftari röð) Tómas Zoega, Ferðaskrifstofa Zoega, Steinn Lárussón, Ferðaskrifstofan Crval.Kristján Jónsson, Kynnis- ferðir s.f., Jón Guðnason, Ferðaskrifstofan Sunna (Fretnri röð) t.f.v.: Kjartan Lárusson, Ferðaskrifstofa rikisins, Birgir Þorgils- son, Flugleiðir h.f. og örn Steinsen, Ferðaskrifstofan tJtsýn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.