Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 11. mai 1975. TÍMINN 13 — Ég er af söngelsku fólki kominn, segir hann. En á banjóiö get ég ekki leikio niína, þvi að það er geymt niðri i kránni. Það rigndi svo mikið, þegar ég fór heim siðast. Ég vildi ekki láta það vökna. Auk þess fór ég dálltið snögglega Ut Ur kráarskrattanum — mig minnir helzt, að mér hafi verið fleygt Ut. Það vill verða þannig, að maður fær fullmikið að drekka, og þá hættir mér nokkuð til þess að hafa hátt. En ég erfi það ekki við þ£ þó að þeir fleygi mér Ut — þeir gauka oft að mér brauðbita, og svo eru fæturnir alltaf látnir ganga á undan, þegar mér er snarað á dyr — það held ég. Þegar Rudolf hætti að brýna hnlfa og skæri, fékk hann fyrst vinnu á sorphaugum i Mundels- trup. —. Þeir borguðu mér dálltið kaup, segir hann. En nU eru fjögur ár siðan þeir komu þar ekki fyrir meira sorpi, og þá bjó hann um sig i malargryfjunni sinni, þar sem hann kom sér upp eins konar vistarveru Ur gömlu timburdrasli, járnplötum og pappa og hverju einu, sem hann náði I. Gamlar tuskur og hálm notaði hann milli laga til þess að gera hibýlin hlýrri, og inn I þau bar hann loks hUsgögn, sem aðrir höföu hent. Þarna er rökkur alla daga, þvi að gluggar eru I naumasta lagi, Hái hatturinn tekinn út úr kæliskápnnm. Gott er aö vera vel búinii, þvi ao ekki er upphitun i greninu i malargryfjunni. og margir rangalarnir. Gestaher bergi hefur hann, þvi að stundum ber að garði kunningja, sem leið eiga hjá, kannski með einhverja hressingu. — Það er svo sem ekki óskap- legur gestagangur, segir Rudolf. Norðmaður var hér þó fyrir skömmu, og allir eru velkomnir, sem vilja llta inn og staldara við. Ég get sopið á með þeim, og þeir mega gista hérna. En mat hef ég ekki handa þeim. Ætli þeir að éta mig Ut á hUsganginn, þá bendi ég þeim á dyrnar. Og um leið og hann segir þessi orð, réttir hann Ur sér og tekur á sig hermannsbrag fyrri tiðar. Hann slær saman hælunum og kveður eins og prUssneskur hers- höfðingi og segir eitthvað um Ut- lendingahersveitina á furðulegu máli, sem virðist sambland af ensku, þýzku og arabisku. Sjá- lenzka málhreiminn getur hann þó ekki losað sig við. — Hvort mér er kalt hérna? Það veit ég ekki — ætli það? Og kannski er honum alls ekki kalt I greni sinu. Hann er lörfum vafinn og rækilega dUðaður — sumar og vetur. Yzt fata er hann I þykkum sjómannsjakka, og á höfði hefur hann ýmist kollháan hatt eða prjónahUfu. Hattinn sinn flna geymir hann annars að jafn- aði inni i gömlum kæliskáp, sem hann hefur slegið eign sinni á Uti á sorphaugunum. — Það eru fjandans mikil þæg- indi að eiga svona kæliskáp, þó aö maöur bUi hálfvegis neðanjarðar, segir hann. Kannski er ekki laust við, að hann sé farinn að ryðga, en samt er hann stofuprýði. Mat geymi ég ekki heldur i honum, enda vil ég heldur hressa mig á einhverju, sem kemst fyrir i flösku. Fordyrið virðist einna helzt vera gamali Utikamar frá sumar- bUstað, og á þvi er meira að segja gluggabora. Þar er heilmikil dyngja af töskum, og sé farið að grafa niður i þessar dyngjur, kann þar að finnast flaSka meö slatta af Ála": -^"-v"">nnivini „Óviðkomandi bannaður aðgang- ur", stendur annars á spýtu, sem negld hefur verið þvert á staur Uti fyrir. En það er áletrun, sem ekki er fullkomlega að marka. Uppi á þaki grenisins er stór storkur Ur plasti og hefur í nefi sér ísaumað- an borða, er eitt sinn hefur getið að lesa huggunarrik orð: „Guð er kærleikur". Og kannski niá það til sanns vegar færa um Rudolf Jönsson, þrátt fyrir allt. Þaö hef- ur kannski ekki átt við, þegar hann var I utlendingahersveit- inni, sem ekki á sér sem bezt orb. En nU er hann vingjarnlegur i viðmóti og lætur ekkert ergja sig, þótt Glistrup og hans nútar fjarg- viðrist um skattana I Danmörku. Rudolf Jönsson hefur hafið sig yf- ir svoleiðis hégóma. IslaíglEÍEGDEEÍlEÍIalsIa m tim}: ? HEYVINNUVELAR KUHN heyþyrlurnar hafa fyrir löngu hlotið viðurkenningu fyrir að vera sterkbyggðar og vandvirkar, auk þess sem viðhald og viðgerðir á þeim er mjög auðveld. Einnig leggur Sambandið sér- stakt kapp á góða varahlutaafgreiðslu. Auk venjulegu heyþyrlunnar KUHN GF 4 — verð nú um 151 þús- und — eru nú komnar úr prófun á Hvanneyri — stóru KUHN þyrlurnar GF 452 T dragtengd og GF 452 P — lyftutengd. Allar þessar vélar eru fyrirliggjandi til afgreiðslu með stuttum fyrir- vara: Lokaorð um GF 452 T úr prófunarskýrslu: Heyþyrlan KUHN GF 452 T var reynd af Bú- tæknideild Rannsóknastofnunar land- búnaðarins sumarið 1974 og notuð alls um 50 klst. Heyþyrlan er dragtengd. Vinnslubreidd hennar er 4,5 m og afköstin allt að 3,8 ha/klst. Vélin reyndist vinna vel við hey- snúning og fylgja viðunandi vel ójöfnum á yfirborði landsins. Hægt er að stilla hana þannig, að hún þeyti heyinu nokkuð til hlið- ar, og er það kostur við vinnslu meðfram skurðum og girðingum. Heyþyrlan dreifir vel úr múgum, og er dreifibreiddin 5-6 m. Hún er lipur i notkun og meðferð, en lengd og afstaða drifskafts takmarkar nokkuð snún- ingslipurð hennar i vinnu. Heyþyrlan reynd- ist i heild traustbyggð. Þessi nýja vél kostar nú um 260 þúsund — Einnig fáanleg sem lyftutengd vél BÆNDUR KYNNIÐ YKKUR SKÝRSLUR BÚTÆKNIDEILDAR Kaupfélögin UMALLTIAND Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900 rjálsEIsEErÉiEEIsEEalaísöE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.