Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 11. mal 1975. TÍMINN r Louise Olaf sdóttir, hirt eittö af núlífáricH bornum séra ./¦¦_ [nussönqr frá Arnarbaali, rekur minnirig0r smn og * um ölfusá hjá Arnarbæli. Skálfafell I baksýn. — Já, hann átti bæði marga hesta og góða. Ég man eftir ein- um hesti, rauðblesóttum, sem hét Blesi. Hann var gæðingur mikill, gammvakur og fjörugur. Síðasti uppáhaldshesturinn hans hét Skuggi. Hann var brúnn á litinn, — svartur — litill og nettur, þæg- ur og gæfur svo að af bar, en ágætur reiðhestur. Þrek hafði hann nóg, þótt hann væri smár, enda vel upp alinn. Hann var sólginn I rjóma og mjólk og lét i sig það sem til náðist af þeirri vöru, hvort sem honum hafði ver- ið það ætlað eða ekki. Einu sinni að sumarlagi var faðir minn að flytja heim hey af engjum og reið fyrir á Skugga. Þegar pabbi kom heim með hádegisferðina, fór hann inn i búr til móður minnar og bað hana að gefa sér skyr. Hun kvaðst hafa látið skyr handa hon- um á eldhúsborðið, en svo hagaði til, að það stóð út við glugga, sem var i nokkurn veginn sömu hæð, og stóð opinn. Þegar þau litu við, hjónakornin, stóð Skuggi úti fyrir glugganum með frið i svipnum og var að enda við að sleikja út um. Hafði hann þá teygt höfuðið inn um gluggann og orðið á undan húsbónda sinum að finna matinn. Þegar að þvi kom, að Skuggi skyldi felldur, var hánn leiddur inn i gamla súrheysgryfju, sem var vestan við bæjarhúsin I Arnarbæli, og hlaðið þar að hon- um torfi og snyddu, bæði undir kvið og kverk, svo að hann gæti ekki dottið niður, þegar skotið riði af. Skuggi var hinn rólegasti, þvi að það var ekki hans háttur að æðrast, þótt eitthvað væri verið að bjástra i kringum hann. Svo var hann skotinn og hlaðið vand- lega að honum á alla vegu og slð- an tyrftyfir. Þar stendur hann vift stall „með öllum tygjum", eins og sagt er um Sörla i Skúlaskeiði, og mér kæmi ekki á óvart, þótt hann væri eini hesturinn á ís- landi, sem heygður hefur verið standandi með hnakk og beizli. Fyrsta kona á islandi/ sem sló með sláttuvél, — og reið líka í hnakk! — Hvernig bóndi var faftir þinn? — Eftir þvi sem sumir ná- grannar hans sögðu, þá hefur hann ekki verið með allra beztu bændum. Þó held ég, að hann sé fyrsti maður, sem fær sér sláttu- vél, — það var árið 1907. Mörgum þótti þetta mikið galdraverkfæri, og sjálfsagt hefðum við átt i ein- hverjum brösum með að hafa not af henni, ef ekki hefði hitzt svo vel á, að einmitt þá var hjá okkur norskur kaupamaður, sem hafði unnið með sláttuvél heima hjá sér.Hann kenndi okkur með vél- ina að fara og vandi tvo fyrstu hestana, sem notaðir voru fyrir hana. Ég var fyrsta manneskjan af heimilisfólki föður mins, sem sló með vélinni, og þar með held ég að ég sé fyrsta konan á Islandi, sem slær með sláttuvél, þótt margar hafi gert það siðan. Og ég var lika brautryðjamii á öðru sviði: Ég fékk mér hnakk og reið i honum jafnan. Það þótti ekki kvenlegt. Hugsaðu þér bara: Ung stúlka — og það prestsdóttir — sem tekur upp á þvi að riða i Prestshjðnin i Arnarbæli, séra ólafur Magnússon og Lydia kona hans, ásamt Þorvaldi einkasyni slnum. Bílaöldin er aft ganga I garft á tslandi. Þorvaldur ólafsson, bróftir Louise, var meft fyrstu bileigendum I ölfusi. Hér situr hann undir stýri á bíl sinum og Louise systir hans hallar sér upp aft bilnum. hnakk! Hvernig heldur þú svo sem að slikt hafi mælzt fyrir á þeim árum? Nærri má nú geta! En ég lét þetta ekki á mig fá, þvi að ég fann að þetta var svo miklu þægilegra en söðullinn. — Er þaft ekki rétt, sem ég þyk- ist hafa heyrt. aft faftir þinn hafi verift einstakur þrifamaftur til bú- skapar, — hvaft sem öllum stór- framkvæmdum liftur? — Jú, það er sjálfsagt eitthvað til i þvi, en þó held ég að móðir min hafi átt þar miklu stærri hlut. Slika reglusemi hef ég aldrei þekkt hjá neinni manneskju. Ég minnist þess aldrei, i eitt einasta skipti, að ég sæi mömmu leita að týndum hlut. Hún týndi aldrei neinu. — Það er auðvitað gott að vera hreinlegur, og sjálfsagt að þvo sér, þegar þess þarf með, en þo er miklu nauðsynlegra að vera reglusamur. Mér liggur við að segja, að reglusemi sé það, sem mest veltur á i lifi fólks. Konungurinn og úrið frá honum Þegar konungur Islands og Danmerkur kom hingað til lands árið 1907, gisti hann hjá foreldr- um minum i Arnarbæli. Hann var látinn sofa i borðstofu, og var gengt i hana Ur eldhúsinu. Þegar fólk var gengið til náða, datt okk- ur stelpunum i hug, að gaman væri að vita, hvort konungurinn svæfi eins og aðrir menn, svo að við skriðum inn um eldhúsglugg- ann, sem var handhægur til þeirra hluta, og hlustuðum þaðan. Heyrðum við þá að konungur hraut eins og mesti tóbakskarl. Þegar við komum út aftur, litum viö hver á aðra, hálf skömmustu- legar. Okkur fannst við hafa gert okkur að bjánum með þvi að hnýsast eftir svefnlátum kon- ungsins. Konungur gaf föður minum vandað úr fyrir næturgreiðann. Það gekk vel, og varð jafnvel ekki meint af þvi að liggja I vatni heil- an sólarhring, eins og einu sinni kom fyrir, þegar pabbi týndi þvi heima fyrir. En einu sinni stanz- aði úrið, og var ekki nokkur leið að koma þvi á stað, hvernig sem að var farið. Þegar vonlaust sýndist að þetta ætlaði að lagast af sjálfu sér, fór pabbi með það til Reykjavikur og lét tvo valin- kunna úrsmiði lita á það. En þeir kváðu báðir upp sama úrskurð: Það er ekkert að úrinu, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá var ekki um annað að gera en að fara heim með úrið aftur, og það hélt áfram að standa. Skömmu seinna fréttist, að konungurinn hafði dá- ið nákvæmlega á þeirri minútu, þegar úrið stanzaði. — Þetta er heilagur sannleikur. — En af úr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.